Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Heimsmeistarakeppnin á skíðum í Crans-Montana: Zurbriggen vann gull á afmælisdaginn Crans-Montana, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarttara Morgunblaðalna. „GULLVERÐLAUNIN í dag eru eins góö afmælisgjöf og nokkur getur óskað sór,“ sagói Sviss- lendingurinn Pirmin Zurbriggen eftir að hann vann stórsvig karla á heimsmeistaramótinu f alpa- greinum f Crans-Montana f gær. Hann var annar á eftir landa sfnum Joel Gaspoz f fyrri umferð keppninnar og hefði hlotið sfn þriðju silfurverðlaun á heims- meistaramótinu ef Gaspoz hefði ekki fatast alveg undir lok braut- arinnar og dottið þremur hliðum fyrir ofan markið f seinni umferð. Zurbriggen þótti leitt Gaspoz vegna að hann hefði dottið. „Fall hans sýnir hversu skammt er á milli heppni og óheppni í íþrótt- um,“ sagði heimsmeistarinn margfaldi. Austurríkismaðurinn Marc Gir- ardelli, sem kepir fyrir Lúxemborg, varð annar í keppninni og ítalinn Alberto Tomba þriðji. Zurbriggen hafði tímann 2:32,38 eftir báðar umferðirnar, Girardelli 2:32,45 og Tomba 2:33,13. Þetta eru fyrstu verðlaun ítala í Crans-Montana. „Eg var hæstánægður með að hljóta fjórða sætið á meðan ég fylgdist með Gaspoz niður braut- ina,“ sagði Tomba á blaðamanna- fundi eftir keppnina. „Mér þykir leiðinlegt hans vegna að hann datt en er himinlifandi mín vegna að hafa unnið bronsverðlaunin fyrir Ítalíu." Brautin var snarbrött, glerhörð og keppendum kom saman um að hún hafi verið erfið. „Brautin er mjög erfið en ég gerði engin mis- tök,“ sagði Gaspoz eftir fyrri umferðina. „Keppnin við Zurbrigg- en verður hörð en ég kvíði ekki seinni umferðinni." Girardelii sagði að hann hefði átt í nokkrum erfiðleikum og gert nokkur mistök í báðum umferðum. „En ef maður leggur sig allan fram þá tekst þetta,“ sagði heimsmeist- arinn í alpatvíkeppninni. Þetta voru hans þriðju verðlaun í Crans- Montana og hann sagði að þau gleddu sig mest. „Ég las einhvers staðar að verð á gulli værí að falla en silfur færi hækkandi," sagði hann hlæjandi. Girardelli sagðist ekki eiga von á verðlaunum í svigkeppninni sem verður haldin á sunnudag. Aust- urríkismenn vonast til að standa sig vel þá en þeim hefur gengið illa fram til þessa. „Þegar liðið stendur ekki saman þá er ekki von á góðu,“ sagði einn tækniþjálfari Sfmamynd/Rautsr • Pirmln Zurbriggen hált upp á 24 ára afmæli sitt í gær mað þvf að vinna önnur gullverðlaun sín á HM f Crans-Montana. Hann hafði þvf rfka ástæðu til að fagna. liðsins. Gaspoz fær einnig nýtt tækifæri á sunnudag. Hann er sterkasti maður Svisslendinga í svigi. Hann bar sig vel eftir áfallið í gær og sagðist vonast til að bæta fyrir það með því að hljóta verðlaun í svigkeppninni. Zurbriggen hélt upp á 24 ára afmælið í litlum fjölskyldu- og vina- hópi í gærkvöldi. Stærri veisla verður haldin þegar hann snýr heim af heimsmeistaramótinu á sunnudag með tvenn silfur- og tvenn gullverðlaun í farangrinum. Sfmamynd/AP • Danfel Hilmarsson frá Dalvfk hafnaði f 48. sæti f stórsvigskeppninni í gær. Hár er hann í brautinni sem var mjög erfið. 1X2 •o o « Xi c 3 ? o 5 > Q Ttmlnn c £ ! a Dagur O £ «0 1 « É c « 1 m Sunday Mlrror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aston Villa — QPR X 1 X 1 1 1 1 1 1 2 2 X 7 3 2 Charlton — Man. Utd. 2 2 2 2 X 2 2 2 2 2 2 X 0 2 10 Chelsea — Sheff. Wed. X X 1 1 2 X X 1 X 1 1 1 6 S 1 Leicester — Wimbledon 1 1 X X X 1 1 1 1 X X 1 7 5 0 Newcastle — Luton 1 1 2 1 1 1 2 2 X X 2 2 S 2 5 Brlghton — Sunderland 1 X 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 9 3 0 Derby — Birmingham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Hull — Oldham 2 2 2 X X 2 2 X X X 2 X 0 6 6 Ipswich — Portsmouth 1 X 1 2 1 X 2 1 1 X X 1 6 4 2 Reading — Plymouth X 1 X 2 1 2 2 2 X X 2 2 2 4 6 Sheffield Utd. — Leeds 1 1 1 X 2 X 1 1 2 1 1 1 8 2 2 Stoke — Crystal Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 11 1 0 „Brautin var rosalega erf ið“ - sagði Daníel sem hafnaði í 48. sæti í stórsvigi Crans-Montana, frá Önnu Bjarnadóttur, fróttaritara Morgunbiadsins. DANÍEL HILMARSSON varð númer 48 af 66 keppendum og fékk tímann 2:49,62 mfn. f stór- svigi karla á heimsmeistaramót- inu í alpagreinum í Crans-Mont- ana í gær. Honum urðu á mistök í upphafi fyrri umferðar og tapaði tíma á þvf en gekk vei f seinni umferð. „Ég var nokkuð spenntur fyrir keppnina og það munaði litlu að ég færi út úr í fyrri umferð. Ég er mjög óánægður með hana. Seinni umferðin gekk betur og ég get verið ánægður með hana,“ sagði Danfel. 96 þátttakendur tóku þátt í fyrri umferðinni en 80 hinni seinni. Daníel startaði númer 69. Hann hlaut tímann 1:27,06 í fyrri umferð og varð 58. í röðinni. í seinni um- ferð hlaut hann tímann 1:22,56 og var samtals rúmum 7 sekúndum á Knattspyrna: Ekki misst úr leik 167 ár EINS og margoft hefur komið fram fá stuðningsmenn aðkomu- liða ekki að horfa á leiki liða sinna á heimavelli Luton. En engin regla er án undantekninga og um helg- ina fékk einn stuðningsmaður QPR að horfa á leik sinna manna gegn Luton á útivelli. Viðkomandi skrifaði John Moore, framkvæmdastjóra Luton, sagðist ekki hafa misst af leik með QPR í 67 ár og fór fram 'a að fá miða á leikinn gegn Luton. Moore kannaði feril mannsins, fann ekk- ert athugavert og bauð honum tvo miða, sem maðurinn þáði að sjálf- sögðu með þökkum. eftir heimsmeistaranum Pirmin Zurbriggen. „Ég hafði heppnina ekki með mér,“ sagði Daníel. „Brautin var rosalega erfiö, grjót- hörð og snarbrött. Eg er aðallega feginn að ég komst niður." Daníel mun keppa í svigi á sunnudag. „Ég er búinn að skoða brekkuna og hún er snarbrött og svakaleg. En ég reyni að æfa mig næstu daga. Ég ætla að láta vaða í sviginu, ég nenni ekki aö verða aftur númer 48," sagði Daníel. Heimsmeistaramótinu lýkur á sunnudag. Daníel mun halda heim í næstu viku eftir sex vikna útivist. „Mér skilst að það sé alltaf 10 stiga hiti á íslandi og allur snjór að fara heima á Dalvík. En ég reyni að halda mér í æfingu í vetur og þjálfa fyrir landsmótið,“ sagði eini íslenski þátttakandinn í heims- meistaramótinu í alpagreinum. Aðalfundur AÐALFUNDUR Knattspyrnu- þjálfarafélags íslands verður haldinn í kvöld í íþróttamið- stöðinni í Laugardal og hefst klukkan 20.30. Idag EINN leikur er í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld. ÍBK tekur á móti Haukum og hefst leikurinn klukkan 20. UMFG og ÍS leika í 1. deild karla og Haukar leika við ÍR- inga í 1. deild kvenna og hefjast báðir þessir leikir klukkan 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.