Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 39 500 kanínur skila jafn- miklu og 500 kindur Morgunblaðið/Jón Sig. Halldóra handleikur hér 1. flokks fiðu. • • - segja Ásbjörn Jóhannesson og Halldóra Jónmundsdóttir kanínubændur á Auðkúlu Blönduósi. AÐ UNDANFÖRNU hafa verið miklar umræður um framleiðslu- mál landbúnaðarins og þá byggðaröskun sem óhjákvæmi- lega hlýst af samdrætti í hinum hefðbundnu búgreinum. Reynt hefur verið að benda á ýmsar búgreinar sem fyllt gætu upp í það skarð sem myndast við sam- dráttinn m.a. loðdýrarækt, fiskeldi og ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Ein búgrein virðist þó alveg hafa orðið útund- an i þeirri umræðu en það er ullarframleiðsla af angórakanín- um. Hvað sem því veldur, þá er þessi búgrein stunduð hér á landi og þeir sem leggja einhveija rækt við hana og stunda hana í einhverju mæli telja sig hafa þokkaiegar tekjur af þessum búskap. Á Áuðkúlu í Svínavatnshreppi búa hjónin Ásbjörn Jóhannesson og Halldóra Jónmundsdóttir með 300 ullarkanínur. Það eru um 5 ár síðan þau hófu kanínuræktina og þau hafa verið að reka sig á og gera mistök fyrstu árin en þau telja sig ' vera komin yfir byijunarörðugleik- anna. Halldóra og Ásbjöm sögðu að fram til þessa hefði þessi bú- grein notið lítils skilnings af hálfu búnaðarsamtakanna í landinu og nánast fallið í skuggann á refnum. Öll fyrirgreiðsla af hálfu hins opin- bera hefur beinst að refum og minkum og það er sérstaklega tek- ið fram í reglugerð um eftirgjöf gjalda á fjárfestingavörum í loð- dýrarækt, að kanínubændur séu þar ekki með. Þau sögðu þó að núna fengju kanínubændur eftirgjöf á söluskatti og aðflutningsgjöldum á rekstrarvömm en engin reglugerð væri um það. Halldóra sem jafn- framt er stjómarmaður í Landssam- bandi kanínubænda sagði í samtali við Morgunblaðið að kanínubændur hefðu setið uppi með ullina (fiðuna) síðan 8. júlí en það stæði til bóta. Það er stefnt að því að verksmiðja sem nýlega var keypt til landsins og vinnur úr fiðunni taki til starfa 1. mars nk. Afkastageta þessarar verksmiðju er 80-120 tonn af fíðu á ári svo mikið vantar á að hún sé fullnýtt. Þau hjónin sögðu að 5-6 þúsund kanínur væm til í landinu og af þeim væm um 1000 í A- Húnavatnssýslu. Um afkomumögu- leika í þessari búgrein sögðu þau Auðkúluhjón: „500 kanínur gefa af sér til að greiða laun og fastan kostnað svipað og 500 kindur. Það fengust um 125 þýsk mörk fyrir kílóið af fíðu en það samsvarar um 2750 krónum. Kostnaðurinn við að fóðra kanínuna á ári er 735 krónur sé farin dýrasta leiðin. Hver ang- órukanína gefur af sér 1000-1200 gr af fíðu á ári svo eftir standa þegar fóðrið er greitt um 2000 krónur". Þau sögðu að þetta dæmi miðaðist við að 90-95% af fíðunni færi í 1. flokk. Til að ná þeim ár- angri þarf þekkingu og nákvæmni í vinnubrögðum. Þau hjónin Ásbjöm og Halldóra töldu að það sem helst skorti í þessari búgrein væri öflug leiðbeiningastarfsemi og aðgengi- legar upplýsinga svo þeir sem em að byija í kanínuræktinni þurfí ekki að falla í allar þær gryfjur sem þau hefðu lent í. Ef þetta á að geta tekist þurfa bændasamtökin sjálf að viðurkenna kanínuræktina í fullri alvöm. - Jón Sig. Halldóra og Ásbjörn á Auðkúlu hafa stundað kanínuræktina í 5 ár. Hér halda þau á angórakanínunni Höddu og 3. vikna afkvæmum hennar. ORYGGISGÆSLA -EROKKARFAG ÖRYGQISVERÐIR Staðbundin gæsla eða farandgæsla til lengri eða skemmri tíma. Peningaflutningar og önnur sérverkefni. ÖRYGGISKERFI Qera aðvart um innbrot, eld, flæðandi vatn, vélabiianir, afbrigðilegt hitastig o.fl. ÖRYGGISMIÐSTÖÐ Tekur við boðum frá aðvörunarkerfum um hvað sem er hvaðan sem er af iandinu, hvenær sem er sólarhringsins og gerir strax viðeigandi ráðstafanir. m/ ORYGGISÞJONUSTA Ódýr, vönduð og viðurkennd af tryggingarfélögum og dómsmálaráðuneytinu. VARI ÖRYGGISÞJÓNUSTA S: 91-29399 Austur-Húnavatnssýsla: Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! J m Conference ráðstefna Malthus AS, Noregi: Quotim AS, Danmörfcu: Esgard Teem AS, Svíþjóð: Liquid Piastics Ltd., Englandi: Einar Háland, Ame Hálsen, John Lásn- egord, Morthen Hvamm. Percy Finsen. Tony Blomqvist. Graham Jones, Poul Bennison. Velkommen til den tredje nordiske to dages conference om betonskader og betonreperation dagene 6.-7. febmar 1987. Velkomnir til þriðju norrænu ráðstefnunnar um steypuskemmdir og viðgerðir steypu- skemmda dagana 6.-7. febrúar 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.