Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
i
Á myndröðinni
sést hvernig
báturinn komst stig
af stigi á flot í
hinni einstæðu björgun.
*
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Gríndavík:
Skúmur náðíst léttilega á flot
Grindavík.
VÉLBÁTURINN Skúmur GK
22, sem strandaði á þriðjudag-
inn í innsiglingunni við
Grindavik, náðist á flot í gær-
morgun á flóðinu.
Að sögn Björgvins Gunnarsson-
ar, eins eigenda bátsins, stóð
undirbúningur að björguninni
óslitið alla nóttina og ýtt var upp
gryiju meðfram bakborðssíðu
bátsins og rennu aftur af henni.
„Þetta var allt vandlega skipu-
lagt í gær og lagði Kristján,
skipstjóri á Goðanum, á ráðin
hvemig björguninni yrði hagað
en við Fiskanesmenn sáum síðan
um framkvæmdina," sagði Björg-
vin.
„Ég valdi nýjan togvír sem við
áttum af Grindvíkingi. Hann er
3V2“ sver og hengdum við hann
aftan í 60 tonna jarðýtu frá Hag-
virki og átti hún að snúa bátnum.
Þeir á Goðanum voru með 4“ vír
og átti að reyna á hann um leið
og báturinn losnaði. Satt best að
segja hafði ég ekki mikla trú á
þessu en okkur fannst öllum sjálf-
sagt að reyna.“
Klukkan fimmtán mínútur yfir
tíu þeytti Birgir Smári skipstjóri
fiautuna til merkis um að allir
væru tilbúnir um borð í Skúmn-
um.
Vírinn í ýtuna stríkkaði og sneri
ýtan bátnum léttilega og valt
hann ofan í gryfjuna og flaut
síðan. Goðinn tók hann svo í tog
og hélt til Njarðvíkur þar sem
báturinn var tekinn upp í slipp.
Kr.Ben.
Vömskiptajöfnuður
hagstæður um tæpa
4 milljarða í fyrra
Heildarverðmæti vöruútf lutnings
jókst um 16 prósent milli ára
VORUSKIPTAJOFNUÐURINN
var hagstæður um 3.866 milljónir
króna á síðast liðnu ári, en var
í járnum árið áður, að því er
kemur fram í fréttatilkynningu
frá Hagstofu íslands. Allt árið í
fyrra voru fluttar inn vörur fyr-
ir 41.1 milljarð króna (fob), en
hins vegar nam verðmæti út-
fluttra vara 45 milljörðum króna.
Heildarverðmæti vöruútflutn-
ings jókst um 16% frá árinu áður,
og er þá miðað við breytingu á
föstu gengi eins og hún mælist
miðað við breytingu á meðal-
gengi krónunnar á viðskiptavog.
Hlutfallslega varð mest aukning
á verðmæti útfluttra sjávarafurða,
en þar varð 19% aukning frá árinu
áður. Verðmæti útflutts áls jókst
um 7%, en verðmæti útflutts kísil-
jáms minnkaði um 5%. Verðmæti
annarar útfluttrar vöru var 7%
meira en árið áður. Miðað er við
fast gengi.
Árið 1986 var hlutdeild útfluttra
sjávarafurða 77% af heildarútflutn-
ingi, en var 75% árið 1985. Hlut-
deild áls minnkaði hins vegar úr
10% í 9% milli áranna 1985 og 1986.
Heildarinnflutningur vöruinn-
flutnings árið 1986 varð 6% meiri
en á árinu 1985. Á árinu voru flutt
inn skip fyrir 371 milljón króna.
Utgjöld til endurbóta og lengingar
fiskiskipa erlendis námu 930 mjll-
jónum og til landsins voru keyptar
flugvélar og flugvélahlutir fyrir 561
milljón króna. Alls telst því verð-
mæti innfluttra skipa og flugvéla
hafa numið 1.862 milljónum króna,
sem er miklu meira en árið áður.
Verðmæti innfluttrar olíu á árinu
1986 varð 37% minna en árið áður
vegna verðlækkunar á olíu á heims-
markaði.
Broddur í Aust-
urstræti í dag
Selfossi.
SAMKÓR Selfoss býður höfuð-
borgarbúum í dag brodd úr
nýbærum af Suðurlandsundir-
lendinu. Þessi vinsæla sala fer
fram i Austurstræti og hefst
klukkan 14.00.
Það hefur sýnt sig að góður
markaður er fyrir þessa land-
búnaðarafurð í Reykjavík og
þegar Samkórinn býður broddinn
í Austurstrætinu er alltaf handa-
gangur í öskjunni og allt selst á
nokkrum mínútum. Nú mæta kór-
félagar með 300 lítra af brodd
meðferðis og eitthvað af rófum
úr Samkórsakrinum í Sandvíkur-
hreppi. Þessi sala kórsins er ein
af úáröflunarleiðum vegna
Kanadaferðar í sumar.
Sig. Jóns.
Fiskveiðasj óður:
Lánstími f isk-
vinnslu lengdur
STJÓRN Fiskveiðasjóðs hefur
lagt til við sjávarútvegsráðu-
neytið að sett verði reglugerð
um skuldbreytingu lána fisk-
vinnslunnar hjá sjóðnum. Lán
fiskvinnslunnar í Fiskveiðasjóði
voru um áramót 2,3 milljarðar
króna og af því voru 228 milljón-
ir í vanskilum eða 9,9% lánaðs
fjár. Vanskilin eru svipuð og
síðustu þtjú ár. Reiknað er með
að skuldbreyting geti náð til lána
alls að upphæð 1,5 milljarður
króna. Ráð er fyrir því gert að
skuldbreytingunni geti verið lok-
ið á fyrri hluta þessa árs.
í drögum Fiskveiðasjóðs að
reglugerð um skuldbreytinguna
segir meðal annars að fiskverkend-
ur skuli eiga þess kost að breyta
stofnlánum sínum hjá Fiskveiða-
sjóði, hvort sem þau eru í skilum
INNLENT
eða vanskilum, í ný lán. Fiskveiða-
sjóður ákveði endanlega fjárhæð og
endurgreiðslu hvers skuldbreyting-
arláns og taki þá meðal annars tillit
til reiknaðar greiðslubyrði frá árs-
lokum 1985 til afgreiðslu skuld-
breytingarláns. Skilyrði þess, að
fiskverkendur eigi kost á slíku láni,
sé að ljóst verði, að viðkomandi
fyrirtæki verði í eðlilegum rekstri
og það geti að mati sjóðsins staðið
í skilum með greiðslur af öllum lán-
um sínum úr sjóðnum.
Sjóðsstjómin ákveður lánstíma
skuldbreytingarlánanna og skal
miðað við að hann verði 3 til 7 árum
lengri, en veginn meðallánstími
þeirra lána úr Fiskveiðasjóði sem
breytt er. Lánin skulu tryggð með
veði í viðkomandi fískvinnslustöð,
sem sjóðurinn metur fullnægjandi.
Fiskvinnslufyrirtækin munu eiga
þess kost að taka alla þá skuld-
breytingu, sem býðst eða enga.
Undir hugtakið stofnlán falla öll lán
sjóðsins, sem tryggð eru með veði
í viðkomandi fiskverkunarstöð
nema lán úr hagræðingar- og fram-
kvæmdalánadeild, skuldbreyting-
arlán frá 1975—1976 og 1985 og
lán endanlega afgreidd eftir 31.
desember 1986.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ekki gefið út endanlega reglugerð
um þessa skuldbreytingu.