Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 úr mjúku skinni m/skinnklæddu korkinnleggi. Teg.: Clara. Verð kr. 999,- Einnig fáanlegar með hælbandi. Domus Medica, Egilsgötu 3, Sími: 18519. VELTUSUNDI 2, 21212 ÞÆGILEGAR TÖFFLUR ávallt fyrirliggjandi 1 fasa og 3 fasa 0,5 hö — 50 hö Poufeeti Suðurlandsbraut 10. S. 686499. Qompton porkinson rafmótorar Honda Accord 1985 Höfum verið beðnir að selja velútlítandi og falleg- an Honda Accord 4ra dyra Sedan AMEX. Bíll í sérflokki, ekinn 29.000 km. Verð 590.000.- kr. Góðir greiðsluskilmálar. Bifreiðar og* landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14. Símar 31236 og 38600. Sambandsslit eru vald- beiting ráðuneytis eftirSturlu Kristjánsson Vegna þeirra fullyrðinga mennta- málaráðherra um sambandsslit mín við menntamálaráðuneytið, sem m.a. voru lesnar yfir norðlendingum á Sjallafundinum sl. fimmtudag, er óhjákvæmilegt að upplýsa hið sanna í málinu. Fræðslustjóri, fræðsluráð eða skólamenn í Norðurlandsumdæmi eystra hafa aldrei tekið neinar ákvarðanir í þá veru að slíta sam- bandi við ráðuneyti menntamála. Síst af öllu gat fræðslustjóri ætlað sér nokkuð slíkt, þar sem flármálaskrif- stofa menntamálaráðuneytis hafði tekið sér völd og verkefni í fjárlaga- gerð og fésýslu allri og farið svo með þau mál að vandræði hlutust af, vandræði sem fræðsluskrifstofa sat uppi með og var jafnan gerð ábyrg fyrir. Fræðsluskrifstofu var því nauðsyn að hafa mun meiri sam- skipti við ráðuneytið, í síma, með bréfum og á fundum, en eðlilegt gæti talist og því miður verður að segja svo frá að nú er ljóst að ráðu- neytið gekk ekki til þess samstarfs af heilindum og þar á bæ lögðu menn sig ekki fram um að gera skyldu sína — þvert á móti. Lítum á nokkur samskiptadæmi: Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóra frá 06.03 1986, sem ritað var skólamálaskrifstofu eftir að starfsmenn fjármálaskrifstofu ráðuneytisins höfðu upplýst það á fundi með fræðslustjórum að aðstoð- armaður fyrrverandi ráðherra hefði bannað notkun sérkennslukvóta af liðnum grunnskólar almennt á fjár- lögum 1986? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóra til ráðherra dags. 16.06. 1986 varðandi ráðningu leið- beinanda í listgreinum í umdæmið — erindi sent í framhaldi munnlegrar kjmningar? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóra til ráðherra dags. 02.07. 1986 um framhaldsdeild sér- kennslunema? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi forstöðumanns sálfræðideildar til skólamálaskrifstou dags. 10.07. 1986 varðandi áætlanir um sér- kennslu í Norðurlandsumdæmi eystra skólaárið 1986-1987? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóra til ráðuneytis — skóla- málaskrifstofu, dags. 05.08. 1986 vegna niðurskurðartillagna fjármála- skrifstofu menntamálaráðneytisins til hagsýslu er varðar skólahald í Norðurlandsumdæmi eystra 1986-1987? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóranna til skólamálaskrif- stofu dags. 27.08. 1986 um sér- kennslu, fjárveitingar og úrvinnslu. Bréfið er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni vilja fræðslu- stjórar leggja á það áherslu að þegar í stað verði hafin úttekt á stöðu sér- kennslu í landinu. Að því verði stefnt að fá fram raunverulega þörf fjár- veitinga til þess að unnt sé að veita þá þjónustu, sem lög og reglur gera ráð fyrir. Sé verulegt misræmi á metinni þörf fjárveitinga og því fé, sem til verksins er ætlað er ljóst að gæta verður fyllstu varúðar og gætni við skiptingu Qárins á milli fræðslu- umdæma og skólahverfa. Fræðslu- stjórar óska samráðs við ráðuneytið um farsæla úrlausn sérkennslumála og þá sérstaklega nú fyrir það skóla- ár sem er að hefjast." Undirritað f.h. fræðslustjóra af þáverandi formanni, Snorra Þorsteinssyni. Hver urðu viðbrögð ráðneytis? Hver urðu svör ráðuneytis við ályktun skólastjómenda á Norður- landi eystra dags. 26.09. 1986 um jöfnuð þjónustu skv. grunnskólalög- um, þar sem niðurskurður ráðuneytis á áætlunum fræðslustjóra um sér- kennslu var þungamiðja? Hver urðu svör ráðuneytis eftir fund fræðslustjóra og tveggja full- trúa úr fræðsluráði með skrifstofu- stjóra fjármálaskrifstofu og Sturla Krisfjánsson „Ég hlýði alltaf fyrirmæl- um yfirboðara, hvað sem tautað er og hver sem skoðun mín á þeim er. En hvers vegna tekur ráðu- neytið að sér rannsókn og dómsvald yf ir mér og mínum störfum, hvers vegna má ég ekki njóta þeirra grundvallarmann- réttinda að um meint misferli verði fjallað sam- kvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna? Eru þessi lögboðnu mannréttindi virkilega fótum troðin að ráði ríkislögmanns eins og hefur mátt skilja af orðum ráðherra?“ deildarstjóra grunnskóladeildar á skrifstofu þess fýrmefnda þann 02.10. 1986? Hver urðu svör ráðuneytis við bréfi fræðslustjóra dagsettu 03.10. 1986 í framhaldi af nefndum fundi og bréfi frá 05.08. 1986? Hver urðu svör ráðuneytis við skriflegri beiðni fræðslusljóra um aukafjárveitingu dags. 06.10. 1986, beiðni sem var efnislega og tölulega unnin upp í samráði við ráðuneytis- menn á fyrmefndum fundi 02.10. 1986? Hver urðu svör ráðuneytis við inn- lögðum gögnum um kennslumagn í Norðurlandsumdæmi eystra 1986-1987 ásamt ljósritun af upp- gjöri við Akureyrarbæ vegna umframkennslu á kostnað bæjarins undanfarin ár, gögnum sem lögð vom inn á fjármálaskrifstofuna föstudaginn 9. janúar 1987? Já, hver urðu svör ráðuneytis? Það skal ég upplýsa. Ráðuneytið hefur látið svo lítið að svara tveimur fram- angreindra erinda og báðum þeim á þann veg að í besta falli mætti segja svörin á misskilningi byggð, jafnvel útúrsnúninga eða eitthvað þaðan af verra. Svör ráðuneytisins vom við: a) erindi um framhaldsdeild sér- kennslunema (hæfingarstig) í þeim tilgangi að auka möguleika þeirra á „sjálfstæðu" lífi og at- vinnu. b) ályktun skólastjómenda (o.fl.) um sérkennslu aðallega þ.e. niður- skurð fagráðuneytis á áætlunum fræðslustjóra (eftir greiningum) í tillögum sínum til hagsýlu. Öðmm erindum hefur ráðuneytið ekki svarað. Var einhver að tala um sambandsleysi, samstarfserfiðleika eða sambandsslit? Að lokum vil ég minnast á fund er ég var boðaður til og átti með ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skólamálaskrifstofu þann 9. janúar 1987. Allt það, sem ráðherra hefur síðan sagt um og af þeim fundi eru rangtúlkanir og ósannindi. Ég vil hér drepa á nokkur atriði varðandi fund- inn, form og efni. 1. Fundurinn var mér boðaður sem samráðs- og samstarfsfundur en ekki réttarrannsókn. 2. Fráleitt er að nota fundinn gegn öðrum fundaraðila á þann hátt, sem gert hefur verið. Engin fund- argerð var rituð og ráðuneytið hefur því unnið greinargerð um fundinn sér í hag í nú augljósum tilgangi. 3. I lok fundarins, sem var málefna- legur og umræðan opinská, neitaði ráðuneytisstjóri því að í undirbúningi væri að ég hyrfi úr starfi, en síðar hefur hann sagt öðmm að nefndur fundur hafi aðeins verið „pro forma". Brott- vísun hafi verið ákveðin. 4. í tilvísunum sínum til fundarins hefur ráðherra orðið tíðrætt um játningar mínar, yfirlýsingar um sambandsslit og það að ég ætlaði að þrauka áfram. Engin þessara tilvitnana er sannleikanum sam- kvæm. Hins vegar þykir mér það undarlegt að hann skuli ekki nefna niðurstöður fundarins og tel ég sjálfsagt að geta þeirra hér, hafi þær ef til vill „gleymst" í greinargerð ráðuneytisins. Rétt er það að ég kvartaði undan vinnubrögðum einstakra starfs- manna ráðuneytisins og vitnað þar um í ýmsa aðila. Ég benti þó á, að mér virtist sem hlutimir væm að ganga upp og fundur sem þessi gæfi fyrirheit um viðunandi samskipti framvegis. Ég benti á það, að meginvandi okkar á Norð- urlandi eystra væri skráður hallarekstur í umdæminu upp á aðeins 2-4% af veltu og ætti hann rætur innan ráðuneytisins en fyr- ir þremur árum — í tíð annars ráðherra og annars fræðslustjóra — hefði skekkja í íjárlagagerð verið 10-12%. í þessu efni væmm við því á endaspretti og ekki þyrfti marga fundi sem þennan til að slíta snúmna. Ég benti á augljósar uppsetningarvillur í svari um sérkennslu, þingskjali 319, og kvaðst skila greinargerð um það plagg til ráðuneytis eftir helgina. Ég sagðist vita af því að þingmenn umdæmisins hefðu komið 5 milljóna fjárveitingu vegna sérkennslu inn á ijárlög og óskaði formlegra upplýsinga frá ráðuneytinu um það hvort okkur væri þetta fé ætlað. Að lokum var rætt um nefndarskipan fræðsluráðs frá 12.12 1986, þar sem fræðsluráð skipar fímm manna nefnd, fræðslustjóra, tvo fræðsluráðsmenn, fulltrúa skóla- stjóra og fulltrúa kennara, til þess að ná viðunandi samskiptaformi við ráðuneytið og leysa úr þeim málum, sem vegna einhverra ann- arlegra ástæðna höfðu enn ekki fengist í lag. Ráðuneytismenn höfðu nefnda fundargerð í hönd- unum. Ég tók fram að tilnefning- ar kennara og skólastjóra fengjust um þessa helgi (9.-11.) og við gætum því stefnt að fyrsta fundi í næstu viku. Þó svo framtíðin virtist björt bjóst ég aldrei við því að verða boðinn í fínu veisluna ráðuneytisins þá um kvöldið, þar sem fræðslustjórar eru ekki starfsmenn ráðuneytisins, en ég varð undrandi er að þvi kom að ég fékk fyrstu og einu formlegu fyrir- mælin, sem ég hef fengið frá ráðherra, dagsett 10. janúar 1987, fyrirvaralaus lausn frá störfum, rétt eins og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væru ekki til. Ég hlýði alltaf fyrirmælum yfir- boðara, hvað sem tautað er og hver sem skoðun mín á þeim er. En hvers vegna tekur ráðuneytið að sér rann- sókn o g dómsvald yfir mér og mínum störfum, hvers vegna má ég ekki njóta þeirra grundvallarmannrétt- inda að um meint misferli verði fjallað samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna? Eru þessi lögboðnu mannréttindi virkilega fótum troðin að ráði ríkis- lögmanns eins og hefur mátt skilja af orðum ráðherra? Höfundur er fyrrv. frseðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.