Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 30
«MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
J
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Skýrsla OECD um
íslensk skólamál
Nýbirt skýrsla þriggja full-
trúa Efnahags- og
framfarastofnunarinnar
(OECD) í París um íslenska
skólakerfið er um margt at-
hyglisverð og full ástæða er
til þess, að taka undir þá ósk
menntamálaráðuneytisins, að
hún verði til þess að vekja
málefnalegar umræður um
skólamál okkar á opinberum
vettvangi. í skýrslunni er að
fínna margvíslega gagnrýni á
framkvæmd skólamála, en þar
eru einnig tillögur, sem höf-
undar telja vænlegar til
úrbóta.
í skýrslunni er fjallað um
öll skólastigin, um kennara-
menntun, stjórn menntamála
og opinberar fjárveitingar til
þessa mikilvæga þáttar í
þjóðlífi okkar. Höfundar
skýrslunnar fínna margt að-
fínnsluvert við nám og kennslu
á skyldunámsstigi. Þeir staldra
t.d. við mismunandi hlutföll
námsgreina á stundaskrá
grunnskóla og telja of miklum
tíma varið í tungumála-
kennslu. Þeim finnst skorta
mjög á framboð nýs námsefnis
og kennsluaðferðir telja þeir
að séu oft gamaldags og ófrjó-
ar. Höfundamir vekja athygli
á því, að fjárveitingar til skóla-
mála, þ.m.t. launagreiðslur til
kennara, séu of litlar og benda
á, að það hafi alvarlegar afleið-
ingar fyrir allt skólastarf í
landinu. Kennarar þurfi af
þessum sökum að vinna mikla
yfírvinnu eða vera í öðru starfi
samhliða og það komi niður á
kennslu þeirra, þ.á m. rann-
sóknum háskólakennara. Þeir
telja, að efla þurfi veg kenn-
aramenntunar og segja, að
hún njóti ekki nógu almennrar
viðurkenningar hér á landi. Þá
hrósa þeir námslánakerfínu,
en telja nauðsynlegt að koma
einnig á kerfí námsstyrkja til
að hvetja efnilega nemendur
til að skara fram úr. Ennfrem-
ur nefna þeir, að skapa þurfi
háskólakennurum hvatningu í
starfí með því að verðlauna
þá, sem mesta hæfni sýna.
Höfundum OECD-skýrsl-
unnar virðist sem tengsl
foreldra og bama hér á landi
fari minnkandi vegna mikillar
útivinnu beggja foreldra og
langrar dvalar bama á dag-
vistarheimilum. Þeir benda á,
að þarna geti skapast hættu-
legt kynslóðabil, sem torveldi
nauðsynlega miðlun siða og
menningararfleifðar þjóðar-
innar til uppvaxandi kynslóð-
ar. Þessu atriði þarf að gefa
gaum og líklega er þetta mikil-
vægasta ábendingin í skýrsl-
unni.
Ymislegt í aðfinnslum full-
trúa OECD virðist byggt á
misskilningi eða fljótfæmi.
Þeir virðast t.d. ekki átta sig
á því, hver var kjami deilunnar
um samfélagsfræðikennslu í
grunnskólum veturinn
1983-1984. Þá eru hugleiðing-
ar þeirra um tungumálanám
um margt kynlegar. Þeir telja
t.d., að fjöldi þýddra bóka á
markaði hér sýni að tungu-
málakennsla hafi ekki heppn-
ast sem skyldi. Þetta er að
sjálfsögðu mikill misskilning-
ur, því þýðingar erlendra bóka
á íslensku þjóna alls ekki því
hlutverki einu að gera þær
aðgengilegar þeim sem ekki
skilja viðkomandi tungumál.
Þýðingar eru, eins og allir ís-
lendingar vita, öðmm þræði
viðleitni til að rækta og auðga
íslenska tungu og þar með
menningu okkar.
Höfundar OECD-skýrslunn-
ar nota oft um nám og kennslu
orð eins og „nútímalegur“,
„gamaldags“, „framsækinn“
eða „frjór“. Þeir hirða hins
vegar ekki um, að skilgreina,
hvað þeir eiga við með þessum
orðum, og það er alvarlegur
Ijóður á skýrslunni. Hér á landi
eru skoðanir skiptar um leiðir
í skólamálum og einnig, að því
er virðist, að einhverju leyti
um markmið. Hið sama er upp
á teningnum í mörgum ná-
grannalöndum okkar, þar sem
fram fara heitar deilur um nám
og kennslu í skólum. I þessum
efnum er ekki nein ein „rétt“
niðurstaða fyrir hendi, engar
lausnir sem „sérfræðingar“
geta kveðið upp einhlíta dóma
um. Það sem sumir telja
t.a.m. „framsækið“ kunna aðr-
ir að telja varhugaverðar
grillur. Þar með er auðvitað
ekki sagt, að allar skoðanir séu
jafnréttháar, en leiðin til að
komast að niðurstöðu um það,
sem æskilegast er, felst í mál-
efnalegum rökræðum á
grundvelli áhuga, yfirvegunar
og þekkingar. Slíkar rökræður
þurfa að fara fram í auknum
mæli, enda má segja að skóla-
málin snerti hveija og eina
fjölskyldu í landinu.
Ameríkubikarinn:
„Þetta er stór st
fyrir Dennis Cok
- sagði bandaríski skútnstjórimi þegar hann
hafði endurheimt siglingaverðlaunin eftirsóttu
Fremantle, AP. Reuter.
„ÞETTA er stór stund fyrir
Bandaríkin, fyrir áhöfnina á
Stars & Stripes og ekki sízt fyrir
Dennis Conner. Osigurinn 1983
var súr en nú hef ég hefnt ófar-
anna þá og var hefndin sæt,“
sagði bandaríski skútustjórinn
Dennis Conner er hann steig á
land eftir að hafa tryggt sér
Ameríkubikarinn i siglingum í
gær. Conner stýrði hinni reyk-
bláu skúta sinni, Stars & Stripes,
til fjórða sigursins á áströlsku
skútunni Kookaburra III í röð
og endurheimti bikarinn, sem
hann tapaði árið 1983.
Lokasiglingin var svipuð þeim
fyrri að því ieyti til að Conner náði
forystu strax í startinu og hélt
Kookaburra fyrir aftan sig. Murray
reyndi að komast fram úr með
krókasiglingu upp í vindinn á fyrsta
áfanganum, en án árangurs, og
hafði Conner náð 20 sekúndna for-
skoti við fyrstu bauju. Murray
minnkaði bilið á næsta áfanga, á
lensinu, en eftir það skipti engu
hvort siglt væri beitivind, hliðarvind
eða undan vindi, alltaf jók Conner
bilið og kom 1 mínútu og 59 sek-
úndum á undan Murray í mark.
Alls tók siglingin röskar þrjár
stundir en keppnisleiðin er 24,1
sjómíla eða 38,8 kílómetrar.
Conner, sjómannssonurinn frá
San Diego, lagði allt í sölurnar til
þess að endurheimta Ameríkubikar-
inn, „gömlu könnuna" eins og
verðlaunin eru oftast nefnd. Undir-
búningurinn hófst fyrir þremur
árum og í tvö ár stundaði hann og
áhöfn hans þrotlausar æfingar við
Hawaii, en þar þóttu aðstæður
líkastar því sem búast mætti við
undan Perth í Ástralíu. Lét Conner
smíða fyrir sig þrjár skútur, sem
síðan var breytt eða fínslípaðar þar
til hann valdi endanlegan keppnis-
bát. Kostnaður Conners við að
endurheitma Ameríkubikarinn er
kominn langleiðina í 20 milljónir
dollara, eða um 800 milljónir ísl. kr.
Þúsundir Bandaríkjamanna voru
á bryggjunni þegar Stars & Stripes
sneri til hafnar og brutust út mikil
fagnaðarlæti. Áhöfnin tók upp risa-
stórar kampavínsflöskur og lét vínið
sprautast yfir viðstadda.
Skeyti frá Reagan
Vart var skútan lögst að bryggju
er sendiboði bandaríska sendiráðs-
ins færði Conner heillaóskaskeyti
frá Reagan forseta. „Þú hefur ekki
aðeins unnið kappsiglingu, heldur
sannað hveiju hægt er að áorka
með stórkostlegu samspili áhafnar,
kappgimi, ósérhlífni og óbilandi
amrískri hugvitssemi," sagði í
skeytinu. „Það er okkur Nancy
mikil ánægja að flytja þér og áhöfn
þinni hamingjuóskir bandarísku
þjóðarinnar. Þolinmæði þín hefur
þrautir sigrað allar og bandaríska
þjóðin er hreykin og stolt af þér.
Það yrði mér mikil ánægja að fá
að taka á móti þér og áhöfn þinni
í Hvíta húsinu þegar þið komið til
baka,“ sagði í skeyti Reagans.
„Hafði ekki roð við
Conner“
„Við höfðum ekki roð við honum,
jafnvel þótt við sigldum betur en
nokkru sinni áður í keppninni,"
sagði Iain Murray, skútustjóri á
Kookaburra III, eftir siglinguna í
gær. Nokkrum mínútum áður en
rásmerki var gefíð stukku aðstoðar-
menn áhafnarinnar á Kookaburra
í sjóinn og smurðu nýju síróps-
kenndu efni á skrokkinn til þess
að draga úr viðnámi þegar báturinn
kleif ölduna. Var það síðasta hálm-
strá Murrays en þegar upp var
staðið játaði hann að Conner væri
í sérflokki sem skútustjóri.
Um það leyti sem keppnin hófst
í október sögðu siglingasérfræðing-
ar að Conner hefði enga möguleika
á að endurheimta Ameríkubikarinn
Egilsstaðaflugvöllur:
Framkvæmdir hefjast
REIKNAÐ er með að framkvæmdir við nýja flugbraut sem
fyrirhuguð er við Egilsstaðaflugvöll muni taka 2-3 ár. Fyrir-
hugað er að nýja flugbrautin verði staðsett nær Lagarfljóti
en gamla flugbrautin. Þá eru fyrirhugaðar gagngerar breyt-
ingar á flugstöðinni til að aðlaga hana breyttum aðstæðum,
en hún þarfnast orðið mikils viðhalds. Þingsályktunartillaga,
þar sem gert er ráð fyrir því að að heimilað verði að hefja
nú þegar undirbúning og forvinnu vegna framkvæmdanna,
var lögð fram á Alþingi á þriðjudag. Samkvæmt tillögunni
verður verkið unnið eftir tillögum flugmálanefndar.
Að sögn Péturs Einarssonar,
flugmálastjóra, munu fram-
kvæmdir heijast við nýju flug-
brautina um leið og ijárveitinga-
valdið hefur afgreitt málið.
Fyrsta stig framkvæmdanna er
að að fjaijægja lífrænan jarðveg
og þarf að grafa niður á meters
dýpi. Eftir jarðvegskiptin þarf
að láta nýja jarðveginn síga og
getur það tekið allt að einu ári.
Nýja flugbrautin verður vænt-
anlega 2.000 metra löng og 30
metra breið með tilheyrandi ör-
yggissvæðum umhverfis. Gamla
brautin er um 1.400 metra löng.
Sagði Pétur að kostnaðaráætlun
vegna framkvæmdanna hljóðar
uppá rúmar 200 milljónir króna.
Er þar gert ráð fýrir að kostnað-
ur við brautina sjálfa muni nema
allt að 180 milljónum og tækja-
búnaður,ljós og fleira muni kosta
yfir 30 milljónir.
Sem fyrr segir eru fyfirhugað-
ar breytingar á sjálfri flugstöð-
inni, en hún þarfnast orðið
mikillar endumýjunar. Flugstöð-
in hefur verið notuá til afgreiðslu
millilandaflugs, til Færeyja, og
hefur aðstöðu til að stöðin geti
þjónað því hlutverki verið mjög
ábótavant. Eins og sjá má á
meðfylgjandi korti lendir flug-
brautin öfugu megin við flug-