Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 27 Reuter Elgdýraflutningar í Michigan í Bandaríkjunum hefur að undanförnu verið unnið að þvi að efla elgstofninn með þvi að flytja þangað elgdýr frá Ontario i Kanada. Er farið þannig að, að dýrin eru svæfð og síðan flutt með þyrlu og bifreið á áfangastað. Á næstu 11 dögum verða flutt 11 'dýr en 1985 var 29 boðinn bandariskur borgararéttur. Lifðu 22 og hafa þau átt 26 kálfa til þessa. Suður-Afríka: Blökkumenn fá ekki sérstaka þingdeild Fráleit hugmynd segir Botha forseti Höfdaborg, Reuter, AP. P.W. BOTHA forseti Suður- Afríku sagði í gær að hugmyndir um að setja á stofn sérstaka þing- deild blökkumanna væru fráleit- ar. Þá þvertók forsetinn fyrir að aflétta neyðarástandslögum, sem i gildi eru i landinu. Botha lét þessi orð falla er hann ávarpaði fulltrúa hvíta minnihlut- HAFNAR eru í Moskvu sýningar á kvikmynd um ógnarstjórn Jós- efs Stalín. í dómi um myndina, sem birtist í gær, er almenning- ur varaður við þeirri skoðun að valdaskeið Stalíns hafi verið tímabil mikilla framkvæmda og þjóðfélagslegrar festu. Myndin nefnist „Játningin" og var gerð í Grúsíu fyrir rúmum tveimur árum en Stalín var þar fæddur. Sýningamar eru hins veg- ar nýhafnar og hefur myndin vakið sterk viðbrögð áhorfenda. Myndin lýsir á áhrifamikinn hátt örlögum fanga í vinnubúðum og ættmenna þeirra. í gær birtist dómur um myndina í dagblaðinu Moskovskaya Pravda. Gagnrýnandinn segir aðalsögu- hetjuna eiga að vera Lavrenti Beria, sem var yfirmaður öryggis- lögreglunnar , KGB, þegar Stalín var við völd. í fyrri umsögnum um myndina hefur Beria ekki verið nefndur á nafn og hafa gagnrýn- endur látið nægja að segja að tímabíl þetta í sögu Sovétríkjanna hafi verið „ákaflega erfitt." Gagnrýnandi Moskovskaya Pravda lýkur ritsmíð sinni með því að fullyrða að almenningur hafi ekki verið upplýstur nægilega vel um ógnarstjóm Stalíns. „Heyra menn ekki oft, jafnvel frá ungu fólki, að valdatímabil Stalíns, hafi einkennst af festu? Myndin „Játn- ans á þingi Suður-Afríku í gær. Auk hvítra manna sitja fulltrúar kynblendinga og fólks, sem er af indversku bergi brotið, í sérstökum þingdeildum. Blökkumenn, sem eru um 73 prósent þjóðarinnar, hafa hvorki þingfulltrúa né atkvæðisrétt. Botha sagði tungumálaerfiðleika og væringjar meðal hinna ýmsu kynþátta blökkumanna gera að ingin“ svarar því hers eðlis þessi svonefnda festa var“, segir höf- undur. SVISSNESKA iðnfyrirtækið Sandoz kann að verða lögsótt vegna dauða manns sem lést skömmu eftir að eiturský steig á loft þegar kviknaði í birgða- geymslu fyrirtækisins þann 1. nóvember á siðasta ári. Lögfræðingi ætmenna mannsins hefur verið falið að kanna hvort unnt sé að sækja fyrirtækið til saka vegna láts mannsins. Hann lést af völdum asma 14 dögum eftir að eitrið slapp út í andrúmsloftið. Læknir mun hafa kveðið upp þann úrskurð að ekki væri unnt að úti- loka að maðurinn hefði látist af þeim sökum. verkum að ómögulegt væri að stofna sérstaka þingdeild þeirra. Hugmyndin væri því augljóslega fráleit. Hægri öfgamenn í Þjóðern- isflokknum, flokki Bothas, höfðu sakað hann um að hafa í hyggju að breyta kosningalöggjöfinni. Hófsamir menn í flokknum hafa hvatt til þess að fallið verði frá kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. For- setinn kvaðst hins vegar andsnúinn því að áhrif blökkumanna yrðu auk- in umfram rétt þeirra til setu í ráðgjafamefndum. Boðað hefur verið til kosninga þann 6. maí og munu hvítir menn einungis hafa atkvæðisrétt. Stjóm- arandstæðingar hafa hvatt forse- tann til að aflétta neyðarástands- lögum þar eð kosningar geti tæpast talist fijálsar meðan þau eru í gildi. Desmond Tutu biskup sagði í gær að kosningarnar skiptu í raun litlu máli þar eð í þeim yrði ekki tekist á við vanda Suður-Afríku; kyn- þáttastefnuna og mannréttindabrot stjórnvalda gagnvart blökkumönn- um. Ef lögfræðingnum tekst að leiða rök að því að efnaslysið hafi flýtt fyrir dauða mannsins er unnt að kæra fyrirtækið fyrir manndráp, samkvæmt svissneskum lögum. Talið er að nokkrir mánuðir muni líða þar til ljóst verður hvort af málsókn verður. Auk eitursins sem slapp út í and- rúmsloftið runnu um 30 tonn af eitmðum úrgangi út í Rínarfljót þegar eldar kviknuðu í birgða- geymslunni. Talsmaður fyr*rtækisins vildi í gær ekki tjá sig um málið. Þá neit- aði hann einnig að gefa upp skaðabótakröfur, sem fram hefðu komið á hendur fyrirtækinu. Sovétríkin: Kvikmynd um ógnar- stjóm Jósefs Stalín Moskvu, AP. Sviss: Verður Sandoz- fyrirtækið sak- að um manndráp? ZUrich, Reuter, AP. UTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakirjakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur 750,- og 795,- o.m.fl. ódýrt. Andrés SKÓLAVÖRÐUSTlG 22, SÍMI 18250. Blaðburóarfólk óskast! » 8.1 AUSTURBÆR VESTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Aragata o.fl. ÚTHVERFI KÓPAVOGUR Básendi Hávegur og T raðir Sunnubraut ptori01tw|lfa^iirííl BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaður fyrir: 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiðnað 4. Léttan iðnað ATLAS CÓPCO LOFDRIFIN HANDVERKFÆRI ☆ Borvólar ☆ Slfpivélar ☆ Herzluvólar ☆ Gjallhamrar ☆ Brothamrar ☆ Ryðhamrar ☆ Frœsarar ■ír Loftbyssur ☆ Sagir ☆ Klippur ☆ Máln.sprautur ☆ Sandblásturstœkl ☆ Fylgihlutir ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■■■■■ Fyrirtæki með framleiðslu er ■■■■■■■ JltlasCopco tryggir Þér bætta arðsemi og JhlasCopco góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur (^LANDSSMIÐJAN HF. “^SÓLVHÓISGÓTU 13 - REYKJAVÍK r SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23 ASKRIFENDUR AÐEINS EITT SIMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð a viðkomandi greiðslukortareiknmg manaðarlega nfr0wuI|»W»i®» Li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.