Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 35 Starfsmenn sveitar- félaga semja um 18,25% hækkun á þremur árum Fulltrúar Launanefndar sveitarfélaga við undirskrift samning-anna í gær Morgunblaðið/í'Vída Proppé FULLTRÚAR starfsmannafé- laga sveitarfélaga, sem telur á milli 2.000 og 3.000 manns, und- irrituðu nýja kjarasamninga við launanefnd sveitarfélaga á Ak- ureyri í gær. Samningurinn gildir fyrir næstu þijú ár, frá 1. janúar 1987 til 31. desember. Samanlögð prósentuhækkun samningana nemur 16,9% sem þýðir að laun bæjarstarfsmanna munu hækka á samningstímabil- inu um 18,25%. Samningurinn kveður á um að lágmarkslaun fyrir fullt starf skuli vera 26.500 krónur að loknu þriggja mánaða starfi í viðkomandi starfs- grein og gilda þau ákvæði frá 1. desember 1986. Hækkanir launa á þessu ári eru í samræmi við sam- Þriggja ára samningiir eftir klukkustundar fund „VIÐ treystum okkur til að koma saman þessum samningum því við erum svo sjálfstæð," sagði Erlingur Aðalsteinsson, talsmað- ur starfsmannafélaga sveitarfé- laga og formaður Starfsmanna- félags Akureyrar, eftir undirritun kjarasamnings þeirra og launanefndar sveitarfélaga á Hótel KEA á þriðja tímanum i gær. Jón Gauti Jónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga og bæj- arstjóri í Garðabæ, sagði aðspurður, áður en hann hélt til síns heima í gær, að samningurinn fæli að með- altali í sér 3,6% hækkun nú þegar, en í samningnum væru ákvæði um verulega samræmingu milli sveitar- félaga innbyrðis annars vegar og milli starfsmanna sveitarfélaga á almennum vinnumarkaði hinsveg- ar. Hann bað í lokin fyrir kærar þakkir til Akureyrarbæjar fyrir höfðinglegar móttökur, sem ættu ekki síst þátt í árangursríku starfí aðila samningsins Tæplega 40 manna hópur, full- trúar starfsmannafélaga sveitarfé- laga og launanefndar sveitarfélaga, sem í áttu sæti fúlltrúar allra kaup- staða á landinu nema Siglufjarðar, Akraness og Reykjavíkur, komu saman til samningafíindar sl. laug- ardag á Akureyri og lauk fundar- haldi þeirra í gær með kjarasamn- ingi, sem gildir til næstu þriggja ára, þ.e. frá 1. janúar 1987 til 31. desember 1989. Jón Gauti Jónsson sagði meðal annars við undirritunina að að baki samningnum lægi samtals jafngildi 19 mánaða dagvinnu eins manns. Hann sagði ennfremur, eftir að hafa þakkað samningafólkinu góða viðkynningu: „Mörgum fannst ég bjartsýnn, er ég hafði á orði í upp- hafí samningaviðræðnanna á laugardag að við næðum hér samn- ingum. Þetta hefur tekist hér á 73 klukkustunda fundi. Við höfum náð tímamótasamningum, sem ég von- ast til að verði til gæfu fyrir báða aðila.“ Hann sagði síðan að samnings- gerðin væri vonandi upphaf að nýjum vinnubrögðum í samninga- gerð, því þama hefðu menn sest niður og náð samkomulagi í stað þess að leggja fram og hafna kröfu- gerðum á víxl. Hann sagði í lokin, að nú þyrfti að reka endahnút á þetta með því að leggja samninginn fram heima í hémðum. Erlingur Aðalsteinsson, formað- ur STAK, talsmaður starfsfólksins, sagði við þetta tilefni, eftir að hafa þakkað samstarfíð, að þetta hefði verið einstaklega samstæður hópur o g ánægjulegt að vinna með honum. Hann sagði síðan: „Við treystum okkur til að koma saman þessum samningi því við emm svo sjálf- stæð,“ og mun hann þar hafa átt við þá staðreynd að endanlega verð- ur gengið frá samningunum heima í héruðunum og að samstarf þeirra byggðist á því að nú væri í lögum ákvæði sem tryggðu einstaka starfsmananfélögum sjálfstæði til samninga. Þá þakkaði hann launa- nefndinni góða samvinnu og sagðist vonast til að samningurinn yrði til gæfu og gengis. Morgunblaðið/Fríða Proppé Jón Gauti Jónsson formaður Launanefndarinnar tO vinstri og Erling Aðalsteinsson talsmaður Starfsmannafélaga sveitarfélaga takast í hendur eftir undirritun kjarasamninganna L Hótel KEA á þriðja tímanum í gær. FORMAÐUR fræðsluráðs Norð- urlandskjördæmis eystra, Þráinn Þórisson, sendi þingmönnum kjördæmisins símskeyti um há- degisbilið í gær þar sem hann tilkynnti, að þeir hefðu frjálsar hendur hvað varðar fyrri óskir fræðsluráðs til málflutnings á Alþingi í fræðslustjóramálinu. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagði i gær, að hann myndi senda fræðsluráðinu svar sitt í dag, fimmtudag. Mál þetta var rætt í þingflokki Framsóknarflokksins, en þingmenn flokksins í kjördæminu boðuðu þar flutning þingmáls sem hefði í för með sér skipan rannsóknanefndar, sem Hæstiréttur hlutaðist til um. Þingflokkurinn hafnaði þessari hugmynd þeirra, enda hefur menntamálaráðherra lýst því yfír margsinnis að hann líti á allan slíkan tillöguflutning sem van- traustsyfírlýsingu og yrði stjórnar- samstarfinu hætta búin með því. Síðdegis í gær höfðu nokkrir skólamenn hér fyrir norðan heimild- ir fyrir því, að Ingvar Gíslason þingmaður Framsóknarflokks myndi samt sem áður flytja um- rædda tillögu og að til þess að auðvelda honum það gjörð hefði símskeyti fræðsluráðs verið sent. Ingvar sagði sjálfur, er rætt var við hann í gærkvöldi, að hann teldi ástæðulaust og ótímabært að flytja tillöguna. Menntamálaráðherra myndi samkvæmt heimildum hans gefa svar fljótlega og eftir því væri beðið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun það hafa verið kynnt í þingflokki Framsóknarflokksins, að menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, muni bjóða fræðslu- ráðinu upp á að skipuð verði nefnd fulltrúa menntamálaráðuneytisins og fræðsluráðsins til þess að ræða ágreiningsmálin. Ráðherrann vildi ekkert tjá sig um efni svars síns er rætt var við hann í gær. Hann kvaðst hafa lofað fræðsluráðinu því, að ræða ekki við fjölmiðla og við það myndi hann standa. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst fundaði menntamála- ráðherra með ríkislögmanni í gærmorgun. Mun hann og fjár- málaráðherra hafa farið fram á það við hann að setjast að samninga- borði með lögmanni Sturlu Kristj- komulag ASÍ og VSÍ, það er 2% þann 1. mars nk., 1,5% þann 1. júní nk. og aftur þann 1. október nk. um 1,5%. Þá munu laun hækka um 1,3% þann 1. janúar 1988 og um 1,8% þann 1. mars, 1. júní og 1. október 1988. Síðan verður 1,3% hækkun á launatöxtum þann 1. jan- úar, 1. mars, 1. júní og 1. október 1989. Launaliður samningsins er upp- segjanlegur ef forsendur verðlags og kaupmáttar breytast verulega á samningstímanum. Samninga- nefndir aðila skulu fylgjast sérstak- lega með þróun framfærsluvísitölu og meta ástæður til launahækkana fari verðlagshækkanir fram úr við- miðunarmörkum samningsins. Hafí samkomulag ekki tekist um breyt- ingar á launalið samningsins miðað við þróun framfærsluvísitölu eða breytingar í samræmi við niður- stöðu kjararannsóknanefndar sveit- arfélaga er heimilt að segja honum upp með 15 daga fyrirvara miðað við 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí eða 1. október ár hvert. Sjónvarp Akureyri DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyrar í kvöld, fimmudagskvöld, er svo- hljóðandi: 18.00 Teiknimynd. Glæframúsin. 18.40 Morðgáta (Murder She Wrote). Að þessu sinni er Jessica fengin til að rannsaka dauða jasstónlistar- manns sem var myrtur á meöan á kveðjutónleikum hans stóð. Fræðslustjóramálið í þingflokki Framsóknarflokksins: Menntamálaráðherra sagður svara með boði um sáttanefnd í dag 19.30 Knattspyrna. Umsjónarmaöur er Heimir Karlsson. 20.20 Af bæ í borg. (Perfect Strangers). Nýr bandarfskur framhaldsmynda- flokkur. Larry Appelton er borgarbam sem er að reyna að koma sér fyrir i lifinu. Hann verður fyrir áfalli þegar inn í líf hans detturfjarskyldurættingi nýkom- inn frá einhverju krummaskuði við Miðjarðarhafið. Þættirnir fjalla um grátbroslegar tilraunir þeirra til aö deila saman súru og sætu hliðum til- verunnar. 20.50 Bráðlæti (Hasty Heart) Bandarisk bíómynd. Með aðalhlutverk fara Gregory Harrison, Cheryl Ladd og Perry King. Myndin gerist á sjúkrahúsi i Burma. Myndarlegur Skoti, Lachen að nafni, liggur fyrir dauöanum. Sjúklingar og starfslið leggjast á eitt að stytta hon- um stundir, en skapferli hans gerir þeim erfitt fyrir. 23.20 Dagskrárlok. ánssonar fyrrverandi fræðslustjóra til að ná samkomulagi um réttar- stöðu Sturlu, en menntamálaráð- herra hefur marglýst því yfír, að ekki komi til greina að setja Sturlu i embættið á ný. Sverrir Hermanns- son vildi ekkert tjá sig um það mál í gær, sagði aðeins að hann myndi svara fræðsluráðinu í dag, fimmtu- dag. Fer inn á lang flest heimili landsins! Kaupskip hf. Innflytjendur athugið! M.s. Combi Alfa lestar til íslands í Aveiro, Portúgal, 3.-5. februar, í Rotterdam 10. febrúar og í Esbjerg 12. febrúar. Næsta lestun: Aveiro í 10. viku Rotterdam i 10. viku Esbjerg i 11. viku Nánari upplýsingar i sima 96-27035 Kaupskip hf. Strandgötu 53, Akureyri, sími 27035
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.