Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 15 Fíkniefna- lögreglan tók hass og kókaín Fíkniefnadeild lögreglunnar handtók fyrir nokkrum dögum konu um þrítugt, sem kærð var fyrir dreifingu á hassi. Kom í ljós við rannsókn málsins að kon- an hefur undanfarið dreift um 800 grömmum af efninu. Konan var úrskurðuð í gæslu- varðhald, en henni var sleppt á mánudagskvöld, enda málið talið upplýst. Lögreglan lagði hald á um 130 grömm af þeim 800 sem konan hafði dreift. Konan hefur komið við sögu hjá fíkniefnadeildinni áður. Þá lagði tollgæslan fyrir skömmu hald á 10 grömm af kókaíni. Efnið var í póstsendingu til fólks í Reykjavík, en það mun ekki tengt málinu. Ekki er vitað hver réttur mótttakandi var. Fíkniefnadeild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn máls sem starfsmenn þar vilja lítt ræða um að svo stöddu. Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Landsvirkjum: Nýr kerfis- ráður keyptur Kaupverðið er 220 milljónir STJÓRN Landsvirkj unar hefur undirritað verksamning við Harris Corporation í Banda- ríkjunum um smíði á nýjum kerfisráð til tölvuvæddrar fjar- stýringar og fjargæslu á raf- orkukerfi Landsvirkjunar. Samningurinn er að fjárhæð 5.555.050. bandarílgadalir sem er fast verð og er að jafngildi 220 miljjónum íslenskra krona. Landsvirkjun greiðir 5% eða 11 miljónir á þessu ári en að öðru leyti greiðist kaupverðið í áföng- um á árinum 1988 og 1989. Kerfísráðnum nýja er ætlað að koma í stað búnaðar sem verið hef- ur notaður síðan 1974, en er nú orðinn úreltur. Auk þess nær núver- andi kerfísráður aðeins til aflstöðva og spennistöðva Landsvirkjunar á Suðurlandi og er hinum nýja því ætlað að ná að auki til stöðvn Landsvirkjunar í öðrum landshlut- um, þannig að unnt sé að tryggja sem hagkvæmasta nýtingu á lands- kerfínu í heild. Alls bárust sex tilboð í kerfisráð- inn og voru þau opnuð 15. júlí 1986. Athugun og samanburði á tilboðun- um lauk fyrir skömmu og varð niðurstaðan sú að tilboð Harris Corp. væri það hagstæðasta, bæði fjárhagslega og tæknilega. Nýr for- stöðumaður Þróttheima BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Helga Grímsson for- stöðumann Þróttheima. íþrótta- og tómstundaráð hafði áður samþykkt á fundi sínum þann 26. þessa mánaðar að Helgi yrði ráðinn forstöðumaður. Philippe Sarda, samstarfsmaður Kristínar, við vinnu Basaltsýni af hafsbotni, sem verið er að efnagreina. sína á rannsóknarstofunni. var heima hjá honum í níu mánuði, en eftir þann tíma var ég búin að fá nóg af því að vera heimavinn- andi og fór að vinna hjá komungu fýrirtæki sem sérhæfir sig í meng- unarvömum. Geymsla á iðnaðarúrgangi er mikið vandamál nú á dögum. Þann úrgang sem ekki er hægt að brenna eða eyða með öðmm hætti, verður að koma fyrir á stöðum þar sem hann getur ekki valdið skaða. Fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að eiturefnin berist með gmnnvatni í drykkjarvatnið. Því miður hafa ýmis iðnfyrirtæki ekki sinnt þessu nógu vel, og í Bandaríkjunum hefur mengað gmnnvatn stofnað heilsu íbúa stórra svæða í hættu. T.d. hefur verið hægt að tengja óeðlilega háa tíðni blóðkrabba í bömum við efni úr iðnaðarúrgangi sem hafa mengað gmnnvatnið. Það em vafalaust fleiri hundmð staðir í Bandaríkjunum þar sem hættulegum efnum hefur verið komið íyrir án þess að mengunar- vömum hafi verið hlýtt sem skyldi. Stundum er um meinta vanrækslu að ræða. Stór iðnfyrirtæki ráða minni fyrirtæki til að losa sig við úrganginn og þessi litlu fyrirtæki skilja gjaman við hann í umbúðum sem duga kannski í nokkur ár en svo fara efnin að seytla niður í jörð- ina og menga gmnnvatnið." — Er hægt að ganga tryggi- lega frá svona úrgangi? „Ef hann er ekki brenndur eða gerður skaðláus með öðmm hætti, verður að grafa stórar gryfjur sem em einangraðar með þykkum leir- Iögum og þykku plasti. Stundum er byggt þak yfir gryfjuna til að tryggja að regnvatn seytli ekki um hana og beri eiturefnin út í gmnn- vatnið. Til að fylgjast með því hvort nokkuð bjáti á em grafnir bmnnar í kring til að unnt sé að taka sýni af grannvatninu. Bandaríkjastjóm stofnaði öflug- an sjóð, svonefndan „Superfund“, til að standa undir þessum kostn- aði. Það em 95 milljarðar dollara í sjóðnum, sem áætlað er að nota á næstu fimm ámm og það er vegna tilkomu hans sem hægt er að fara út í svona lagað." Syndir feðranna „Reyndar á sjóðurinn að halda sér við með því að fara í mál við þá sem bera ábyrgð á menguninni. Löggjöfin er mjög ströng og ef fyr- irtækið sem bar ábyrgð á mengun- inni hefur lagt upp laupana, má jafnvel höfða mál á hendur erfingj- um þeirra sem áttu fyrirtækið. Oftast hafa mörg ár Iiðið milli þess að hættulegu efnunum var komið fyrir og að upp hefur komist um mengunina. Raunar er þessi meng- un yfírleitt alltaf út af efnum sem komið var fyrir fyrir ailöngum tíma, þv{ núorðið er fylgst mjög vel með hvað iðnfyrirtækin gera við sinn úrgang. Því má segja að nú sé ver- ið að hreinsa syndir feðranna. Fyrirtækið sem ég vann hjá var stofnsett til að takast á við þessi verkefni, en þetta er að verða vax- andi atvinnuvegur. Eg var ráðin til að hanna tölvumódel um hvemig ýmis efni berast með gmnnvatninu, en þar sem fyrirtækið var ungt var ég látin semja umsóknir, gera tilboð og sinna stjómunarstörfum. Þó ég hafí meðfædda stjómunarhæfíleika leiddist mér að sinna ekki rannsókn- arstörfum og ákvað að hætta þrátt fyrir stórfín laun og ágæta stöðu." — Hvenær kom svo París inn í myndina? „Ég kynntist Claude Allégre á jarðfræðiráðstefnu sem var haldin heima fyrir nokkmm áram. Þá kom þetta fyrst til umræðu. Nú er ný- búið að ráða mig til eins árs hjá CNRS, sem er rannsóknarstofnun franska ríkisins. Bemard verður gistiprófessor við háskóla héma.“ Eðalgös „Ég verð fyrst og fremst að fást við að mæla eðalloftegundir eða eðalgös í jarðhitalofti af ýmsum svæðum, m.a. frá íslandi. Eðalgös em þær gastegundir sem ganga ekki í samband við önnur efni. Helíum og neon em dæmi um slík gös. Ég ætla að rannsaka hvemig þessar lofttegundir berast í gegn um möttulinn og jarðskorpuna. Þetta em erfíðar mælingar og París er einn af sárafáum stöðum í heim- inum þar sem aðstaða er til að framkvæma þær. Mér líst vel á samstarfið við AU- égre. Hann er mjög góður vísinda- maður og er gæddur þeim hæfileika að geta séð hlutina í viðu sam- hengi." — Það þarf víst ekki að spyrja hvort þér þyki ekki jarðfræði spennandi grein? „Jarðvísindin hafa þróast ákaf- lega hratt á síðustu áratugum og em enn í örri þróun. Það er gífur- lega mikið sem eftir er að kanna og margar gátur era óleystar. Af þessu leiðir að jarðfræðin er ákaf- lega spennandi fag, ekki síst sérgrein mín, jarðefnafræði. Við emm alltaf að átta okkur betur og betur á því hve mikið efnafræðin getur hjálpað okkur að skilja ýmis jarðfræðileg fyrirbæri." Ég þakka Kristínu Völu fyrir gott spjall sem er víst ekki hægt að hafa lengra því annars missir fréttaritarinn af síðustu neðanjarð- arlestinni heim til sín. VIÐTAL OG MYNDIR: Torfi H. Tulinius fjallastöðvarinnar, Níels Óskarsson, Guðmundur Pálmason, Karl Grön- vold o.fl. njóta almennrar virðingar fyrir störf sín meðal jarðfræðinga í heiminum." „Þú gegnir ákveðnu hlutverki í frönskum stjórnmálum. Finnst þér að vísindamenn eigi að láta meira til sin taka í stjórnmálum?" „Já, og þess vegna hef ég farið út í að skipta mér af pólitík. Núttm- anum er þannig háttað að vísindi og tækni hafa síaukin áhrif. Þessu fylgja ákveðnar hættur e.o. kjam- orkustríð og umhverfíseyðing. Fólk gerir sér ekki nægilega vel grein fyrir þessum hættum og stjóm- málamenn láta gjaman skammtímasjónarmið ráða ferð- inni.“ „Er það fjölmiðlum að kenna að svona lítið ber á vísindamönn- um?“ „Nei, flölmiðlar endurspegla um- ræðuna sem á sér stað í þjóðfélag- inu. Visindamennimir em ekki nógu duglegir að láta í sér heyra. Að sumu leyti er það e.t.v. áhugaleysi sem skýrir þetta en önnur skýring er sú að eins og málum er háttað í dag njóta vísindamenn ákveðins valds sem er dulið og sem má kalla sérfræðingaveldi. Þessu valdi fylgir enginn ábyrgð eins og valdi stjóm- málamannanna, en getur haft vemleg áhrif á allar ákvarðanatök- ur. Gallinn við þetta fyrirkomulag er að enginn sérfræðingur er óskeik- ull. Ef umræðan færi fram fyrir opnum tjöldum gætu aðrir sérfráeð- ingar einnig komið sínu áliti á framfæri. Það væm lýðræðislegri vinnubrögð og gætu komið í veg fyrir mistök. Annað sem er hættulegt við það að vísindamenn láti of lítið fara fyr- ir sér er að til em alls konar hópar sem nota eitthvað sem þeir kalla vísindalegan sannleik til að koma málum sínum áfram. Margir um- hverfissinnar hafa fallið í þá gryiju að vilja bara sjá hálfan sannleik- ann.“ Fréttaritaranum dettur auðvitað í hug að þetta gæti átt vel við hin erfiðu samskipti íslendinga og hval- vemdunarsinna að undanfömu." „Hvað er til ráða?“ „Aukin fræðsla almennings um visindi en fyrst og fremst að vísinda- mennimir stígi niður úr fílabeins- tuminum og taki þátt í umræðunni eins og hveijir aðrir þegnar í lýðræð- isþjóðfélagi," sagði Claude Allégre. Höfundur er fréttaritarí Morgun- b'aðsins i París. Claude Allégre prófessor á skrifstofu sinni í París. hægt að skoða landrekið þar við fyrsta flokks skilyrði. Einnig er þar svokallaður „heitur reitur", Kverk- Qallasvæðið, þar sem kvika berst upp frá óvenju miklu dýpi, úr neðri möttlinum. Þetta veldur því að ís- land er mjög óvenjulegur staður á hnettinum og einn af „helgistöðum" jarðfræðinnar." íslenskir jarð- fræðingar „íslenskir jarðfræðingar em ekki ýkja margir en þeir em mjög atorku- samir og hafa unnið mikið og gott starf. Menn eins og Sigurður heitinn Þórarinsson, Guðmundur Sigvalda- son, forstöðumaður Norrænu eld- Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.