Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Nýfundnaland: Óttast ofveiði ve samningavið St. Johns, Nýfundnalandi. AP. BRIAN Peckford, forsætisráð- herra Nýfundnalands, krafðist þess í fyrradag, að Kanada- stjórn kallaði heim sendiherra sinn í Frakklandi og lokaði kanadískum höfnum fyrir frönskum togurum vegna deilu þjóðanna um lögsögu tveggja franskra smáeyja. Á blaðamannafundi, sem Peck- ford efndi til, hvatti hann alríkis- stjómina í Ottawa til að „endurskoða viðskiptaleg sam- bönd og önnur efnahagsleg og menningarleg samskipti við Frakka“ og lagði einnig til, að Kanadamenn hættu þátttöku í ráðstefnu frönskumælandi þjóða en hún verður haldin í Quebec í september nk. Brian Mulroney, forsætisráðherra, vísaði í gær á bug þessum kröfum og sagði, að fískveiðisamningurinn við Frakka væri mikilvægt skref í átt til að leysa deilumar um lögsögu tveggja smáeyja, sem Frakkar eiga við Nýfundnalandsströnd. Það, sem fer fyrir brjóstið á Nýfundnalendingum, er, að með bráðabirgðasamkomulagi við Frakka er þeim veittur aðgangur að þorskmiðunum úti af Labrador og til stendur, að þeir fái einnig þorskkvóta á miðunum fyrir Norð- austur-Nýfundnalandi. Ástandið í Moskva: Borgastjór- inn vill ný kosningalög Moskvu, Reuter. VALERY Saikin, borgastjóri Moskvu, hvatti í gær til þess að teknar yrði upp nýjar aðferðir við kjör fulltrúa til borgarráða. Sagði hann þær aðferðir sem nú tíðkast ýta undir skort á sjálfs- gagnrýni og leti. I viðtali við dagblaðið Sovietska- ya Rossiya sagði Saikin að nýrra aðferða væri þörf til að tryggja kjör þeirra manna sem væru hæfír og áhugasamir. Þá lýsti hann yfír ánægju sinni vegna nýlegra um- mæla Mikhails S. Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, þess efnis að taka bæri upp lýðræðislegar kosn- ingar til flokksembætta. Saikin sagði núverandi kerfí ein- ugis bjóða leti og ómennsku heim. Fjölmargir embættismenn gerðu nánast ekki neitt allan liðlangan daginn. Hann bætti við að þegar hefði verið ákveðið að fækka borg- arráðsmönnum í Moskvu. sjávarútveginum þar er hins vegar þannig, að næstum algert fisk- leysi er á grunnmiðum og með ströndinni og kvóti togaranna, sem sækja dýpra, hefur verið skorinn niður. Gegn þessum veiðiheimildum hafa Frakkar lofað að setja í gerð deiluna um lögsögu tveggja ör- smárra eyja, St. Pierre og Miquelon, sem þeir eiga uppi við Nýfundnalandsströnd, en þeir hafa krafist lögsögu, sem að flat- armáli er á við Nova Scotia. íbúarnir á frönsku eyjunum taka ekki afstöðu með stjóminni í París í þessu máli, heldur með Nýfundnalendingum. Óttast þeir, að Frakkamir eyðileggi fískstofn- ana og taki með því björgina frá þeim, sem þeir segjast vera að beijast fyrir. Moskva: Reuter 17 pólskir verka- menn farast í sprenginu 17 kolanámumenn fórust og 20 slösuðust þegar gassprenging varð í gær í námu skammt frá borginni Katowice í Suður-Pól- landi. Margir eru alvarlega slasaðir og kann tala látinna þvi að hækka. 37 menn að auki fengu að fara heim að aflokinni læknis- skoðun. Myndin var tekin á sjúkrahúsi i Katowice og sýnir lækna hlúa að einum hinna slösuðu. Sakharov ræðir við Kissinerer Moskvu. Reuter. SOVÉSKI eðlisfræðingurinn og andófsmaðurinn Andrei Sak- harov, sem nýlega var látinn laus úr innanlandsútlegð, ætlar í dag að hitta að máli ýmsa kunna Bandaríkjamenn, þ. á m. Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra. Eru þeir nú á ferð í Sovétríkjunum. Sakharov sagði fréttamönnum, að hann myndi eiga fund með Kiss- inger, Cyrus Vance, sem var utanríkisráðherra í tíð Jimmy Cart- er, Harold Brown, varnarmálaráð- herra Carters, og Jeane Kirkp- atrick, áður sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Bandaríkja- mennirnir, sem fóru í ferðina á vegum óháðrar stofnunar um ut- anríkismál, ræddu í gær við Alexander Yakolev, náinn ráðgjafa Mikhails Gorbachev, Sovétleiðtoga, en Yakolev var í síðustu viku gerð- ur að félaga án atkvæðisréttar í stjómmálaráðinu. Sakharov sagði einnig, að Yevg- eny Velikhov, aðstoðarforseti sovésku vísindakademíunnar, hefði hringt í sig í fyrradag og boðið sér þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu um heimsfriðinn en hún verður haldin í Moskvu síðar í mánuðinum. Ætlar Sakharov að ákveða síðar hvort hann þiggur boðið. Danmörk: á vinnumarkaðnum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, SAMNINGAR tókust í fyrrinótt í kjaradeilunni milli útgefenda og blaðamanna, ogþar með var yfirv- ofandi verkfalli afstýrt. Kvöldið áður var samið við prentara og á þriðjudag samþykktu póstmenn og járnbrautarstarfsmenn nýjan kjarasamning við ríkið. Nú hefur verið samið við langflest starfsgreinafélög á hinum almenna markaði. Eiga allir samningamir það sammerkt, að gildistíminn er fjögur ár og vinnutíminn styttist um hálfa klukkustund á ári. Verður vinnuvik- an orðin 37 stundir við lok samn- ingstímans árið 1990. Þar að auki kveða samningamir fréttarítara Morgunblaðsins. á um svo verulegar kjarabætur, að þess voru aðeins örfá dæmi, að samn- ingamenn launþega beruðu verkfalls- vopnið. Nærri öll stéttarfélög höfðu búið sig undir hörð átök við stjóm borg- araflokkanna fyrir þessar samninga- viðræður. Voru blöðin undirlögð af slagorðatilkynningum og verkfalls- sjóðimir barmafullir. En nú segja félögin, að engin not verði fyrir bar- áttuféð. Stjómin slakaði á taumun- um, svo að allt féll í ljúfa löð — langtum fyrr en gerðist t.d. i tveimur síðustu samningalotum, þegar jafn- aðarmenn vom við stjóm. Grænland: Um 3000 manns at- vinnulausir í þéttbýlinu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. Gengi gjaldmiðla London. AP. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði í gær gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum nema kanadíska dollaranum. Gullverðið hækkaði nokkuð. Gjaldeyrissalar sögðu, að þrátt fyrir gengishækkun dollarans ríkti mikil óvissa á markaðnum. „Við bíðum bara og sjáum hvað setur," var haft eftir einum þeirra. Fyrir pundið fengust í gær 1,5235 dollar- ar en 1,5265 í fyrradag. 152,40 jen fengust fyrir dollarann en 152,28 í fyrradag. Gagnvart öðrum gjald- miðlum var gengi dollarans þetta: 1,8185 v-þýsk mörk (1,7875). 1,5355 sv. fr. (1,5095). 6,0625 fr. fr. (5,9700). 2,0525 holl. gyll. (2,0185). 1.293,25 ít. lír. (1.275,50). 1,3265 kan. doll. (1,3328). Fyrir gullúnsuna fengust í gær 403,25 dollarar en 400,40 í fyrra- kvöld. TALA atvinnulausra á Græn- landi jókst um 1.860 manns frá 1980—85, úr 640 í 2.500 manns. Nú í ársbyijun var áætluð tala atvinnulausra 3.000 manns, að því er grænlenska útvarpið sagði með tilvísun í tölur frá vinnu- málastofnun landsins. Tölurnar eru ónákvæmar, þar sem íbúar stijálbýlisins eru ekki taldir með. Josef Motzfeldt, sá landstjómar- manna, sem fer með atvinnumál, nefnir sem dæmi um öfugþróun á vinnumarkaðnum, að 38% þeirra Grænlendinga, sem menntaðir eru í ýmsum greinum byggingariðnað- ar, gangi atvinnulausir á sama tíma og fyrirtæki sæki sífellt fleiri iðnað- armenn til Danmerkur. Þessir dönsku handverksmenn vinna oft á tíðum 70—80 tíma á viku, en græn- lenskir starfsbræður þeirra hafa ekki áhuga á slíku. Þá er það einnig vandamál á Grænlandi, að koma nemum að í verklegt iðnnám. Um 2.500 ung- menni sækja árlega um námsvist, en aðeins eru rúm fyrir 1.000 nema alls. Hætta á að hunda- æði breiðist út Hætta er á, að hundaæði breiðist út á Grænlandi, af því að bóluefni er þrotið hjá yfírvöldum. Hundaæði kom fyrst upp í refum í kringum Syðri-Straumíjörð. Það- an barst sjúkdómurinn til Holsteins- borgar á vesturströndinni, og samkvæmt upplýsingum yfírdýra- læknis, Sören Holck, hefur hunda- æði nú fundist í öllum héruðum frá Holsteinsborg til Thule á vestur- ströndinni. Á þessu svæði eru um 30.000 sleðahundar og ber að bólusetja þá þriðja hvert ár. Holck sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að brestur hefði orðið á þessu og að- eins um helmingur hundanna verið bólusettur reglulega. Krefjast 20% kaup- hækkunar og 35 stunda vinnuviku Á þriðjudag hófust viðræður vegna væntanlegra kjarasamninga á grænlenska vinnumarkaðnum. Launþegasamtökin, SIK, sem hafa um 6.000 manns úr mörgum starfsgreinum innan vébanda sinna, krefjast 20% launhækkunar. Nemur hækkunin um 220 milljónum d. króna. SIK setur fram kröfu um, að heimamenn og aðkomufólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Kraf- ist er lengingar fæðingarorlofs úr 14 í 26 vikur og 35 stunda vinnu- viku, auk fastráðningar fískvinnslu- fólks. Kína: Sljórn- málasam- band við Israel? Jerúsalem. Reuter. Kínveijar virðast reiðubúnir að taka upp stjórnmálasamband við Israela gegn því að fá að taka þátt í hugsanlegri alþjóðar- áðstefnu um Miðausturlönd. Var sagt frá þessu í gær í blaðinu Davar og kom þar einnig fram, að Avraham Tamir, ráðuneytis- stjóri í ísraelska utanríkisráðu- neytinu, hefði í fyrri viku átt leynilegan fund með kínverskum embættismönnum í París. Jórd- aníumenn og Egyptar vilja efna til ráðstefnu um Miðausturlönd með fulltrúum allra ríkja í ör- yggisráði SÞ en ísraelar vilja ekki viðurkenna þátttöku Sovét- manna og Kínveija nema þeir komi fyrst á eðlilegu stjórn- málasambandi við þá. Friðarverðlaunin: Terry Waite tilnefndur Ósló. Reuter. TERRY Waite, sendimaður ensku biskupakirkjunnar, Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, og blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela eru meðal þeirra, sem tilnefndir hafa verið til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári. Alls eru tilnefningam- ar 84, 56 einstaklingar og 28 samtök. Er þetta haft eftir heim- ildum innan Norsku nóbelstofn- unarinnar. írski rokksöngvarinn Bob Geldof, sem unnið hefur mikið starf í þágu flóttamanna, og sovéski andófsmaðurinn Anatoly Koryagin eru einnig til- nefndir og í annað sinn. Eindagi tilnefninganna var 1. febrúar. Stokkhólmur: Dýrkeyptur starfsmaður Stokkhólmi. Erik Liden, fréttaritari Mbl. 22 ára gamall viðskiptafræðing- ur og starfsmaður Stokkhólms- borgar hefur unnið það vafasama afrek að gera borgar- sjóð 300 millj. skr. fátækari. Hafði hann um nokkurt skeið tekið þátt í alls kyns verðbréfa- braski með peninga borgarinnar en þegar honum þótti vera farið að síga ískyggilega mikið á ógæfuhliðina varð hann sjálfur til að skýra yfirboðurum sínum frá hvemig komið væri. Fjár- málastjóri borgarinnar hefur vikið úr starfí meðan rannsókn fer fram en upplýst hefur verið, að hvorki meira né minna en 20 milljarðar kr. af lausafé borg- arinnar hafí verið í umferð án þess, að borgaryfirvöld vissu af. Spánn: Framtíð her- stöðva óráðin Madrid, Reuter. Francisco Fernandez Ordonez, utanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að tilboð Bandaríkjastjórn- ar í samningaviðræðum um framtíð herstöðva á Spáni væri ófullnægjandi. Sagði hann að ekki yrði samið um herstöðvaramar án þess að Bandaríkjamenn fækkuðu í herliði sínu á Spáni í samræmi við kröfur stjómvalda í Madrid. Hann kvaðst hins vegar bjartsýnn um að áfram- haldandi viðræður myndu skila viðunandi árangri fyrir báða aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.