Morgunblaðið - 05.02.1987, Side 26

Morgunblaðið - 05.02.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Nýfundnaland: Óttast ofveiði ve samningavið St. Johns, Nýfundnalandi. AP. BRIAN Peckford, forsætisráð- herra Nýfundnalands, krafðist þess í fyrradag, að Kanada- stjórn kallaði heim sendiherra sinn í Frakklandi og lokaði kanadískum höfnum fyrir frönskum togurum vegna deilu þjóðanna um lögsögu tveggja franskra smáeyja. Á blaðamannafundi, sem Peck- ford efndi til, hvatti hann alríkis- stjómina í Ottawa til að „endurskoða viðskiptaleg sam- bönd og önnur efnahagsleg og menningarleg samskipti við Frakka“ og lagði einnig til, að Kanadamenn hættu þátttöku í ráðstefnu frönskumælandi þjóða en hún verður haldin í Quebec í september nk. Brian Mulroney, forsætisráðherra, vísaði í gær á bug þessum kröfum og sagði, að fískveiðisamningurinn við Frakka væri mikilvægt skref í átt til að leysa deilumar um lögsögu tveggja smáeyja, sem Frakkar eiga við Nýfundnalandsströnd. Það, sem fer fyrir brjóstið á Nýfundnalendingum, er, að með bráðabirgðasamkomulagi við Frakka er þeim veittur aðgangur að þorskmiðunum úti af Labrador og til stendur, að þeir fái einnig þorskkvóta á miðunum fyrir Norð- austur-Nýfundnalandi. Ástandið í Moskva: Borgastjór- inn vill ný kosningalög Moskvu, Reuter. VALERY Saikin, borgastjóri Moskvu, hvatti í gær til þess að teknar yrði upp nýjar aðferðir við kjör fulltrúa til borgarráða. Sagði hann þær aðferðir sem nú tíðkast ýta undir skort á sjálfs- gagnrýni og leti. I viðtali við dagblaðið Sovietska- ya Rossiya sagði Saikin að nýrra aðferða væri þörf til að tryggja kjör þeirra manna sem væru hæfír og áhugasamir. Þá lýsti hann yfír ánægju sinni vegna nýlegra um- mæla Mikhails S. Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, þess efnis að taka bæri upp lýðræðislegar kosn- ingar til flokksembætta. Saikin sagði núverandi kerfí ein- ugis bjóða leti og ómennsku heim. Fjölmargir embættismenn gerðu nánast ekki neitt allan liðlangan daginn. Hann bætti við að þegar hefði verið ákveðið að fækka borg- arráðsmönnum í Moskvu. sjávarútveginum þar er hins vegar þannig, að næstum algert fisk- leysi er á grunnmiðum og með ströndinni og kvóti togaranna, sem sækja dýpra, hefur verið skorinn niður. Gegn þessum veiðiheimildum hafa Frakkar lofað að setja í gerð deiluna um lögsögu tveggja ör- smárra eyja, St. Pierre og Miquelon, sem þeir eiga uppi við Nýfundnalandsströnd, en þeir hafa krafist lögsögu, sem að flat- armáli er á við Nova Scotia. íbúarnir á frönsku eyjunum taka ekki afstöðu með stjóminni í París í þessu máli, heldur með Nýfundnalendingum. Óttast þeir, að Frakkamir eyðileggi fískstofn- ana og taki með því björgina frá þeim, sem þeir segjast vera að beijast fyrir. Moskva: Reuter 17 pólskir verka- menn farast í sprenginu 17 kolanámumenn fórust og 20 slösuðust þegar gassprenging varð í gær í námu skammt frá borginni Katowice í Suður-Pól- landi. Margir eru alvarlega slasaðir og kann tala látinna þvi að hækka. 37 menn að auki fengu að fara heim að aflokinni læknis- skoðun. Myndin var tekin á sjúkrahúsi i Katowice og sýnir lækna hlúa að einum hinna slösuðu. Sakharov ræðir við Kissinerer Moskvu. Reuter. SOVÉSKI eðlisfræðingurinn og andófsmaðurinn Andrei Sak- harov, sem nýlega var látinn laus úr innanlandsútlegð, ætlar í dag að hitta að máli ýmsa kunna Bandaríkjamenn, þ. á m. Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra. Eru þeir nú á ferð í Sovétríkjunum. Sakharov sagði fréttamönnum, að hann myndi eiga fund með Kiss- inger, Cyrus Vance, sem var utanríkisráðherra í tíð Jimmy Cart- er, Harold Brown, varnarmálaráð- herra Carters, og Jeane Kirkp- atrick, áður sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Bandaríkja- mennirnir, sem fóru í ferðina á vegum óháðrar stofnunar um ut- anríkismál, ræddu í gær við Alexander Yakolev, náinn ráðgjafa Mikhails Gorbachev, Sovétleiðtoga, en Yakolev var í síðustu viku gerð- ur að félaga án atkvæðisréttar í stjómmálaráðinu. Sakharov sagði einnig, að Yevg- eny Velikhov, aðstoðarforseti sovésku vísindakademíunnar, hefði hringt í sig í fyrradag og boðið sér þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu um heimsfriðinn en hún verður haldin í Moskvu síðar í mánuðinum. Ætlar Sakharov að ákveða síðar hvort hann þiggur boðið. Danmörk: á vinnumarkaðnum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, SAMNINGAR tókust í fyrrinótt í kjaradeilunni milli útgefenda og blaðamanna, ogþar með var yfirv- ofandi verkfalli afstýrt. Kvöldið áður var samið við prentara og á þriðjudag samþykktu póstmenn og járnbrautarstarfsmenn nýjan kjarasamning við ríkið. Nú hefur verið samið við langflest starfsgreinafélög á hinum almenna markaði. Eiga allir samningamir það sammerkt, að gildistíminn er fjögur ár og vinnutíminn styttist um hálfa klukkustund á ári. Verður vinnuvik- an orðin 37 stundir við lok samn- ingstímans árið 1990. Þar að auki kveða samningamir fréttarítara Morgunblaðsins. á um svo verulegar kjarabætur, að þess voru aðeins örfá dæmi, að samn- ingamenn launþega beruðu verkfalls- vopnið. Nærri öll stéttarfélög höfðu búið sig undir hörð átök við stjóm borg- araflokkanna fyrir þessar samninga- viðræður. Voru blöðin undirlögð af slagorðatilkynningum og verkfalls- sjóðimir barmafullir. En nú segja félögin, að engin not verði fyrir bar- áttuféð. Stjómin slakaði á taumun- um, svo að allt féll í ljúfa löð — langtum fyrr en gerðist t.d. i tveimur síðustu samningalotum, þegar jafn- aðarmenn vom við stjóm. Grænland: Um 3000 manns at- vinnulausir í þéttbýlinu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. Gengi gjaldmiðla London. AP. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði í gær gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum nema kanadíska dollaranum. Gullverðið hækkaði nokkuð. Gjaldeyrissalar sögðu, að þrátt fyrir gengishækkun dollarans ríkti mikil óvissa á markaðnum. „Við bíðum bara og sjáum hvað setur," var haft eftir einum þeirra. Fyrir pundið fengust í gær 1,5235 dollar- ar en 1,5265 í fyrradag. 152,40 jen fengust fyrir dollarann en 152,28 í fyrradag. Gagnvart öðrum gjald- miðlum var gengi dollarans þetta: 1,8185 v-þýsk mörk (1,7875). 1,5355 sv. fr. (1,5095). 6,0625 fr. fr. (5,9700). 2,0525 holl. gyll. (2,0185). 1.293,25 ít. lír. (1.275,50). 1,3265 kan. doll. (1,3328). Fyrir gullúnsuna fengust í gær 403,25 dollarar en 400,40 í fyrra- kvöld. TALA atvinnulausra á Græn- landi jókst um 1.860 manns frá 1980—85, úr 640 í 2.500 manns. Nú í ársbyijun var áætluð tala atvinnulausra 3.000 manns, að því er grænlenska útvarpið sagði með tilvísun í tölur frá vinnu- málastofnun landsins. Tölurnar eru ónákvæmar, þar sem íbúar stijálbýlisins eru ekki taldir með. Josef Motzfeldt, sá landstjómar- manna, sem fer með atvinnumál, nefnir sem dæmi um öfugþróun á vinnumarkaðnum, að 38% þeirra Grænlendinga, sem menntaðir eru í ýmsum greinum byggingariðnað- ar, gangi atvinnulausir á sama tíma og fyrirtæki sæki sífellt fleiri iðnað- armenn til Danmerkur. Þessir dönsku handverksmenn vinna oft á tíðum 70—80 tíma á viku, en græn- lenskir starfsbræður þeirra hafa ekki áhuga á slíku. Þá er það einnig vandamál á Grænlandi, að koma nemum að í verklegt iðnnám. Um 2.500 ung- menni sækja árlega um námsvist, en aðeins eru rúm fyrir 1.000 nema alls. Hætta á að hunda- æði breiðist út Hætta er á, að hundaæði breiðist út á Grænlandi, af því að bóluefni er þrotið hjá yfírvöldum. Hundaæði kom fyrst upp í refum í kringum Syðri-Straumíjörð. Það- an barst sjúkdómurinn til Holsteins- borgar á vesturströndinni, og samkvæmt upplýsingum yfírdýra- læknis, Sören Holck, hefur hunda- æði nú fundist í öllum héruðum frá Holsteinsborg til Thule á vestur- ströndinni. Á þessu svæði eru um 30.000 sleðahundar og ber að bólusetja þá þriðja hvert ár. Holck sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að brestur hefði orðið á þessu og að- eins um helmingur hundanna verið bólusettur reglulega. Krefjast 20% kaup- hækkunar og 35 stunda vinnuviku Á þriðjudag hófust viðræður vegna væntanlegra kjarasamninga á grænlenska vinnumarkaðnum. Launþegasamtökin, SIK, sem hafa um 6.000 manns úr mörgum starfsgreinum innan vébanda sinna, krefjast 20% launhækkunar. Nemur hækkunin um 220 milljónum d. króna. SIK setur fram kröfu um, að heimamenn og aðkomufólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Kraf- ist er lengingar fæðingarorlofs úr 14 í 26 vikur og 35 stunda vinnu- viku, auk fastráðningar fískvinnslu- fólks. Kína: Sljórn- málasam- band við Israel? Jerúsalem. Reuter. Kínveijar virðast reiðubúnir að taka upp stjórnmálasamband við Israela gegn því að fá að taka þátt í hugsanlegri alþjóðar- áðstefnu um Miðausturlönd. Var sagt frá þessu í gær í blaðinu Davar og kom þar einnig fram, að Avraham Tamir, ráðuneytis- stjóri í ísraelska utanríkisráðu- neytinu, hefði í fyrri viku átt leynilegan fund með kínverskum embættismönnum í París. Jórd- aníumenn og Egyptar vilja efna til ráðstefnu um Miðausturlönd með fulltrúum allra ríkja í ör- yggisráði SÞ en ísraelar vilja ekki viðurkenna þátttöku Sovét- manna og Kínveija nema þeir komi fyrst á eðlilegu stjórn- málasambandi við þá. Friðarverðlaunin: Terry Waite tilnefndur Ósló. Reuter. TERRY Waite, sendimaður ensku biskupakirkjunnar, Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, og blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela eru meðal þeirra, sem tilnefndir hafa verið til friðarverðlauna Nóbels á þessu ári. Alls eru tilnefningam- ar 84, 56 einstaklingar og 28 samtök. Er þetta haft eftir heim- ildum innan Norsku nóbelstofn- unarinnar. írski rokksöngvarinn Bob Geldof, sem unnið hefur mikið starf í þágu flóttamanna, og sovéski andófsmaðurinn Anatoly Koryagin eru einnig til- nefndir og í annað sinn. Eindagi tilnefninganna var 1. febrúar. Stokkhólmur: Dýrkeyptur starfsmaður Stokkhólmi. Erik Liden, fréttaritari Mbl. 22 ára gamall viðskiptafræðing- ur og starfsmaður Stokkhólms- borgar hefur unnið það vafasama afrek að gera borgar- sjóð 300 millj. skr. fátækari. Hafði hann um nokkurt skeið tekið þátt í alls kyns verðbréfa- braski með peninga borgarinnar en þegar honum þótti vera farið að síga ískyggilega mikið á ógæfuhliðina varð hann sjálfur til að skýra yfirboðurum sínum frá hvemig komið væri. Fjár- málastjóri borgarinnar hefur vikið úr starfí meðan rannsókn fer fram en upplýst hefur verið, að hvorki meira né minna en 20 milljarðar kr. af lausafé borg- arinnar hafí verið í umferð án þess, að borgaryfirvöld vissu af. Spánn: Framtíð her- stöðva óráðin Madrid, Reuter. Francisco Fernandez Ordonez, utanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að tilboð Bandaríkjastjórn- ar í samningaviðræðum um framtíð herstöðva á Spáni væri ófullnægjandi. Sagði hann að ekki yrði samið um herstöðvaramar án þess að Bandaríkjamenn fækkuðu í herliði sínu á Spáni í samræmi við kröfur stjómvalda í Madrid. Hann kvaðst hins vegar bjartsýnn um að áfram- haldandi viðræður myndu skila viðunandi árangri fyrir báða aðila.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.