Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Starfsmenn bæjarfélaga semja: Sarnningiirimi er til þriggja mánaða en ekki þriggja ára - segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB „AÐ forminu til er samningurinn til þriggja ára, en í reynd er hann ekki nema til þriggja mánaða í einu þar sem ákvæði samningsins segja til um að hægt sé að segja honum upp fjórum sinnum á ári,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, um nýgerðan samning bæjarstarfsmanna við launanefnd sveitarfélaganna sem undirritaður var í gær á Akureyri. Viðræðunefnd BSRB, sem nú stendur í samningaþófí við ríkið, kom saman í gær til að funda um nýgerða kjarasamninga bæjar- starfsmannanna. Kristján sagði eftir fundinn að samningurinn væri aðeins rammasamningur 17 bæjar- starfsmannafélaga við launa- nefndina, en eftir væri að fylla út í þennan ramma í sveitarfélögunum sjálfum og bera síðan undir at- kvæði heima fyrir. Fyrr en það hefur verið gert, er ekki fyllilega hægt að leggja dóm á samninginn, sagði Kristján. „Það var vitað fyrirfram að launanefnd sveitarfélaganna hefur verið mun liðlegri í samningum heldur en ríkið, en eftir er að raða starfsmönnum í launaflokka. Hins- vegar verður maður að vona að út úr röðuninni komi fram sami vel- vilji og nú og þá er ekki ástæðulaust að binda vonir við að fjölmennir hópar geti unað glaðir við sitt. En ég þori ekki að leggja dóm á hvað endanlega kemur út úr þessu." Sjá nánar á bls. 35. Áhugi á að leigja svifnökkva í sumar Vestmannaeyjum. ÁHUGAMENN um bættar sam- göngur milli lands og Eyja hafa að undanförnu kannað mögu- leika á þvi að leigja svifnökkva í sumar til þess að sjá hvernig slíkt farartæki reynist. Mikill áhugi er á því að komið verði á föstum ferðum með farþega skemmstu sjóleið til lands. Tvítugur Akur- eyringur játar fjölda íkveikja TVÍTUGUR Akureyringur var handtekinn af rannsókn- arlögregiunni sl. mánudag, grunaður um íkveikjur. Hann hefur nú játað að vera valdur að fjölda íkveikja og var úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 2. mars nk. og gert að sæta geðrannsókn. Ungi maðurinn hefur áður komið við sögu hjá löreglunni, en þá fyrir annars konar afbrot. íkveikjumar sem maðurinn hef- ur játað hér á Akureyri eru eftirtaldar: Hjallalundi 17, Ak- ureyri, en þar var kveikt í geymslu í sameign Qolbýlishúss. Geislagötu 10, en þar var kveikt í rusli í viðbyggðri kompu. Að Eyrarvegi 18 kveikti hann í bflskúr og þá sömu nótt í bifreið- inni A-1216 þar skammt frá, skúr á bak við Bókaverslunina Huld, kyndiherbergi á neðstu hæð hússins nr. 7 við Skipagötu og einnig játaði hann að hafa kveikt í rusli í kompu við hús nr. 88 við Hafnarstræti. í síðustu viku kom til Eyja full- trúi bandaríska fyrirtækisins Textron, sem framleiðir svifnökkva, til viðræðna við sérstaka nefnd sem vinnur að málinu. Á næstu dögum er síðan fulltrúi frá breska fyrirtæk- inu Hoover væntanlegur til við- ræðna við nefndina. Amaldur Bjamason bæjarstjóri, einn nefndarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fulltrúi Tex- tron hefði kynnt fyrir nefndarmönn- um nökkva sem er að dekkplássi 170 fermetrar og getur rúmað 160 farþega. Einnig er möguleiki að minnka farþegarýmið og fá þannig rúm fyrir bifreiðar. — hkj. Morgunbladið/Júlíus Rússneski pianósnillingurinn Dmitri Alexeev, til vinstri, stuttu eftir komuna tíl Reykjavíkur í gær- kvöld. Við hlið hans situr Frank Shipway, sem verður sijómandi Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleikunum í Háskólabíói í kvöld. Alexeev leikur með Sinfóníunni í kvöld: Aheyrendur koma frá útlöndum RÚSSNESKI píanósnillingur- inn Dmitri Alexeev kom til landsins í gærkvöld, en hann mim leika með Sinfóníuhjjóm- sveit íslands á tónleikum f Háskólabíói f kvöld og halda tónleika í Austurbæjarbfói nk. laugardag á vegum Tónlistar- félagsins. Alexeev sagði við komuna til landsins að það hefði komið sér skemmtilega á óvart hve hlýtt væri héma. Frosthörkumar sem ríkt hefðu í Moskvu væru sér ekki að skapi, þó hefði veðrið þar skánað síðustu daga. Alexeev hélt sfðast tónleika í Moskvu fyrir nokkmm dögum. Hann er nú að he§a tveggja mán- aða tónleikaferðalag um gervalla Evrópu og sagðist vonast til að komast heim til Moskvu í þijá daga áður en hann héldi til Ástr- alíu, þar sem fyrirhuguð er röð tónleika f aprfl. Aðspurður sagðist Alexeev verða að viðurkenna að hann þekkti fremur lítið til íslensks tón- listarlffs, en honum var kunnugt um dvöl og starf píanóleikarans og hljómsveitarstjómandans Vladimirs Ashkenazy hér á landi. „Ég hlakka mikið til að leika með Sinfóníuhljómsveit íslands og ég vonast til að fá tækifæri til að sjá eitthvað af landinu ykkar," sagði hann. Nokkrar miðapantanir hafa borist frá útlöndum og munu ekki vera dæmi til þess að útlendingar sjái ástæðu til að koma hingað sérstaklega vegna tónlistarvið- burða. Er það til marks um þá frægð og virðingu sem þessi rússneski pfanóleikarí nýtur. Sjálfur kippti Alexeev sér ekki upp við tíðindin um miðapantan- imar, sagði ekki óalgengt að sér væri fylgt landa á milli þegar hann væri á tónleikaferðalögum. Þess má að lokum geta, að Sin- fóníuhljómsveitin hefur fallist á að lána Steinway-flygil sinn úr Háskólabfói á tónleika Alexeevs á vegum Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói næstkomandi laugar- dag. Breyting Útvegsbankans í hlutafélag: „Vonandi aðeins fyrsta skref- ið til aukinnar hagræðingar“ segir Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri GEIR Hallgrímsson seðlabanka- stjóri telur að sú leið, sem stjóm- arflokkarair komu sér gaman »»m að fara varðandi endurreisn Út- vegsbankans, hafi verið sú sísta sem í boði var, samkvæmt tillög- um Seðlabankans frá þvi í nóvember. Hann segir þó að sú ákvörðun að stofna hlutafélag um bankann sé af hinu góða. Ákveðnar efasemdir eru uppi um það að ríkinu takist að selja þær 650 milljónir sem það kemur til með að leggja fram sem hlutafé. Stjórnarmaður úr Fiskveiðasjóði telur á hinn bóginn að hagsmuna- aðilar I sjávarútvegi eigi eftir að taka þvi fegins hendi að gerast beinn eignaraðili að bankanum. Geir Hallgrímsson sagði í sam- „Styrkur fyrir flokkinn að standa einhuga að listanum“ - segir Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík „ÞAÐ er mikill styrkur fyrir flokkinn að hafa staðið ein- huga að listanum og þvi fagna ég að sjálfsögðu", sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra er hann var inntur álits á niðurstöðu fulltrúaráðs- fundar sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, þar sem framboðs- listi flokksins til næstu Al- þingiskosninga var samþykkt- ur samhljóða. Fyrstu tiu sætin voru ákveðin samkvæmt nið- urstöðum prófkjörsins, sem haldið var 18. október síðast- liðinn, en þar varð Albert i fyrsta sæti eins og kunnugt er. Aðspurður sagði Albert að sér kæmi niðurstaða fulltrúaráðs- fundarins ekki á óvart. „Ég trúði því aldrei að það yrðu átök um listann þrátt fyrir sögusagnir í þá veru. En sú eining, sem fram kom á fundinum um skipan framboðslistans í Reykjavík, er að mínum dómi mikill styrkur fyrir flokkinn og gott veganesti í upphafí kosningabaráttunnar," sagði Albert Guðmundsson. tali við Morgunblaðið í gær: „Þetta er sú lausn sem við töldum sísta í tillögum okkar frá því í nóvember. Hún er þó betri að því leyti, að þetta er gert í hlutafélagsformi. Það er von mín að þetta sé aðeins fyrsta skrefíð sem stigið verður. Ef látið verður staðar numið við þetta, þá á sér ekki stað sú hagræðing og aukna skilvirkni I bankakerfínu sem nauðsynleg er. Menn hljóta því að halda áfram að teknu þessu skrefi, enda er það tekið fram í samkomu- lagi ríkisstjómarinnar að leitast verði við að koma á samvinnu og samruna viðskiptabanka í kjölfar þessa." Geir kvaðst vonast til þess að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi og fyrirtæki brygðust þannig við í hlutafíárkaupum, að þessi banki gæti fljótlega orðið öflugur og sterkur einkabanki. Gunnar Óskarsson hjá Fjárfest- ingarfélaginu var í gær spurður hveijar hann teldi horfumar á því að ríkinu tækist að selja þær 650 milljónir króna sem það leggur fram með bankanum: „Þetta er náttúr- lega gífurleg Qárhæð á íslenskum fíármagnsmarkaði og þar af leið- andi þarf mikið átak til þess að þetta seljist á skömmum tíma. Síðan fer það eftir því hvaða hags- muni menn sjá í því að gerast hluthafar í bankanum, hvort þeir taka ákvörðun þess efnis eða ekki. Þetta ræðst auðvitað af því hveijar eru væntanlegar framtfðartekjur hins nýja félags og hvemig tekst að sannfæra væntanlega kaup- endur um að það sem við nefnum hagrænt verðgildi sé gott,“ sagði Gunnar. Stjómarmaður Fiskveiðasjóðs sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær telja að Fiskveiðasjóður væri það fjárhagslega öflugur, að hann gæti auðveldlega lagt fram þær 150 milljónir króna sem talað er um að verði hlutur Fiskveiðasjóðs í bank- anum. Hann sagði að afstaða stjómar sjóðsins myndi að sjálf- sögðu ráðast af því hvað væri í boði hjá nýja bankanum, en hann taldi þó að hér gæti verið gullið tækifæri fyrir heila atvinnugrein, sjávarútveginn að gerast stór eignaraðili að nýjum og öflugum banka. Hann kvaðst ekki telja að hlutafjársöfnunin yrði mikil fyrir- staða, því ef erlendur banki gerðist eignaraðili, þá væm strax komnar 250 milljónir króna, og ef sjávarút- vegurinn yrði sterkur eignaraðili, þá væri raunhæft að reikna með lágmarksupphæð 250 milljónum króna þaðan. Þá væra einkafyrir- tæki, sparisjóðir og Fiskveiðasjóður enn ótalin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.