Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 í deiglunni Undirritaður er lítt gefinn fyrir málfarslegar umvandanir en stundum verður ekki horft fram hjá málleti útvarps- og sjónvarpsmanna. í hinn annars ágæta morgunþátt þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Siguijónssonar á rás 2 mætti í fyrradag í morgunkaffið ónefnd bandarísk rokkhljómsveit. Er ekki að orðlengja að þau Kristján og Kolbrún tóku hljómsveitarmenn tali og röbbuðu við þá í rúmlega tíu mínútur að sjálfsögðu á ensku. Við- talið var drýgt með tónlist hljóm- sveitarinnar þar til klukkuna vantaði þijár mínútur í 12, þá hljómar rödd Kolbrúnar Halldórsdóttur: Því miður leyfir ekki tíminn að við þýðum viðtalið. Vonum við að þeir er skilja ensku hafi notið þess. Ég læt hlustendum, útvarpsstjóra, útvarps- ráði, menntamálaráðherra, málfars- ráðunauti Ríkisútvarpsins og yfirmanni rásar 2 eftir að dæma um fyrrgreind vinnubrögð þáttastjór- anna. En það mega þau Kolbrún og Kristján eiga að þau tala gott mál eins og velflestir þáttastjórar rásar 2. En málletin er lúmsk eins og áður greindi. Bœndur En nú vendi ég mínu kvæði í kross frá vamarbaráttu íslensku þjóðarinn- ar gegn holskeflu engilsaxnesku menningarinnar og vík að málefnum bænda á Englandi. í sjónvarpsfrétt- um í fyrradag var greint frá lífí og starfí enskra bænda á aðgangsharðri kvótaöld. Fréttin vakti sérstaka at- hygli mína vegna þess hversu skemmtilega var staðið að myndskýr- ingu textans. Sá ég ekki betur en að myndskýringin væri unnin á tölvu. Er ekki tími til kominn fyrir íslensku sjónvarpsstöðvamar að festa kaup á hugbúnaði er gerir þeim fært að tölvumyndskreyta fréttimar svona í hófí? Slíkt ætti ekki að sliga sjón- varpsstöðvamar því jafnvel einka- tölvur í dag ráða yfir miklum myndlýsingarmöguleikum en það má víst ekki nefna nein nöfn, slíkt leyfíst aðeins þegar ákveðið súkkulaði liggur á borðum í betri stofu Bylgjunnar. En fyrrgreind frétt af bændum á Englandi vakti ekki aðeins athygli mína vegna frábærrar myndlýsingar. Þar var og greint frá því hvemig enskir bændur hafa bmgðist við skertum kvóta. Sumir hafa brugðið á það ráð að opna sveitabæina fyrir borgarbömum. Geta borgarbömin heimsótt sveitaheimilin gegn ákveðnu gjaldi, þegið þar veitingar og skoðað skepnuhaldið. Stórsnjöll hugmynd er mætti reyna hér heima. Er ég hand- viss um að fjöldi Reykvíkinga er eigrar hér með bömin í sunnu- dagabíltúra eða Tívolí myndi tjúka heim á sveitabæ þar sem hægt væri að uppfræða bömin um skepnuhald og jafnvel foma búskaparhætti. Snertingin við náttúruna er mikilvæg og ekki síður við íslandssöguna. Aldnir sagnaþulir mættu gjaman vera til staðar á sveitabænum góða svo böm og fullorðnir gætu kneyfað af bmnni fortíðar og hin fullkomnu landbúnaðartæki 21. aldar em og næsta forvitnileg. Martröð Ég hef kvartað undan byssuleikja- þáttunum á Stöð 2. Finnst mér stundum eins og spennan minnki þegar byssan er ætíð látin leysa málið. Síðastliðið þriðjudagskveld brá svo við að á stöðinni var sýndur fyrri hluti bandariskrar sjónvarpsmyndar er nefnist Martröð. í þeim þætti sást hvergi byssa en samt var spennan svo yfírþyrmandi að lá við að undirrit- aður lemdi unga lækninn er kvaldi þar ungu konuna sína með útsmogn- um sálrænum pyntingaraðferðum og svo kom bamið í heiminn. Segi ekki meira en þessi mynd er núna efst á vinsældalista heimilsins við hlið hins frábæra nýsjálenska myndaflokks í faðmi fjallanna er nýlega lauk göngu sinni hjá ríkissjónvarpinu. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP 71. Tónlistarkrossgátan Sunnudaginn 8. febrúar ■■■■ Næstkomandi "| K 00 sunnudag verð- AO ur 71. tónlistar- krossgáta Jóns Gröndal á dagskrá Rásar tvö. Þá mun Jón leggja tónlistargátur fyrir hlustendur og svörin skulu færð inn í kross- gátuna sem hér er. Svör skulu send til Rásar tvö, sérstaklega merkt Tónlistarkrossgátunni, en heimilisfangið er: Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. 71. tónlistarkrossgátan. Rás 1: Símtal yfir f lóann ■■■■ í kvöld mun onoo Amar Jónsson, "O leikari, lesa smásöguna „Símtal yfir flóann“ eftir Indriða G. Þorsteinsson. Sögu þessa er að finna í nýrri bók Ind- riða, Átján sögur úr Álfheimum, sem út kom fyrir jólin. Sagan er rituð árið 1985 og segir frá miðaldra manni í Reykjavík, sem hringir til miðaldra vinkonu sinnar uppi á Skaga og heimsækir hana í fram- haldi af því. í ljós kemur þó hið fomkveðna að liðið er liðið og að erfítt getur reynst að vekja fortíðina upp frá dauðum. Indriði er í hópi snjöll- ustu smásagnahöfunda þjóðarinnar og eru Átján sögur úr Álfheimum fjórða sagnasafn hans, auk þess sem að 1984 var gefíð út úrval sagna hans, Vafur- logar. UTVARP fj FIMMTUDAGUR 5. febrúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guömund- ur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Svanirnir", ævintýri ehir H.C. Andersen. Sigur- laug M. Jónasdóttir les þýðingu Steingrims Thor- steinssonar (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Morguntónleikar. a. Fyrsti þáttur úr Sinfóníu nr. 2 í D-dúr op. 36 eftir Ludwig van Beethoven. Fílharmoníusveitin í Vinar- borg leikur; Leonard Bern- stein stjórnar. b. Annar og þriðji þáttur úr Pianókonsert nr. 1 í e-moll op. 11 eftir Frédéric Chopin. Krystian Zimerman og Fíl- harmoníusveitin í Los Angeles leika; Carlo Maria Giulini stjórnar. c. Atriði úr óperunni „II Trov- atore” eftir Giuseppe Verdi. Luciano Pavarotti, Gildis Flossman og Peter Baillie syngja með kór og hljóm- sveit Ríkisóperunnar í Vínarborg; Nicola Rescigno stjórnar. d. Þriðji þáttur úr Fiðlukon- sert f D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. Zino Francescatti leikur með Filharmoníusveitinni i New York; Leonard Bernstein stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Nútímafólk. Umsjón Anna G. Magnúsdóttir og Berg- lind Gunnarsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Móðir Theresa" eftir Desmond Doig. Gylfi Pálsson les þýð- ingu sína (7). 14.30 Textasmiöjan. Lög við texta Jóhannesar úr Kötlum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson kynnir íslenska samtímatónlist. 17.40 Torgið — Nútímalífs- hættir. Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 „Simtal yfir flóann." Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson. Arnar Jóns- son les. 20.30 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar (slands í Háskólabíói. Fyrri hluti. Stjórnandi: Frank Shipway. Einleikari á píanó: Dmitri Alexeev. a. Sinfónía concertante eftir Szymon Kuran. b. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaninoff. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.20 Leiklist í New York. Fyrsti þáttur af þremur. Umsjón: Árni Blandon. Les- arar: Július Brjánsson og Gísli Rúnar Jónsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 „Séð og munaö". Þor- SJÓNVARP jO. FÖSTUDAGUR 6. febrúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson. (Nils Holgersson). Nýr flokk- ur — Annar þáttur. Þýskur teiknimyndaflokkur gerður eftir kunnri barnasögu eftir Selmu Lagerlöf um ævin- týraferö drenghnokka í gæsahópi. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 18.25 Stundin okkar. Endursýning. Endursýndur þáttur frá 1. fébrúar. 19.00 Á döfinni. 19.10 Þingsiá. Umsjón: ÓlafurSigurösson. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Spítalalíf. (MASH). Sautjándi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustriöinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Smithereens. Upptaka frá hljómleikum I Gamla biói fyrr I vikunni. 21.30 Mike Hammer. Annar þáttur. Bandarískur sakamálamyndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjar- ann Mike Hammer. Aðal- hlutverk Stacy Keach. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.20 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.50 Seinni fréttir. 22.55 Fuglarnir. (The Birds.) Bandarísk bíó- mynd frá árinu 1963, gerð eftir sögu eftir Daphné Du Maurier. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Tippi Hedren og Rod Tayl- or. Skelfing grípur um sig I sjávarþorpi einu þegar fugl- ar himinsins hópast saman og leggja til atlögu við mannfólkiö. Atriði I mynd- inni eru ekki við hæfi barna. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 1.00 Dagskrárlok. STODTVO FIMMTUDAGUR 5. febrúar 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. Um- sjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Teiknimynd. Furðubúarnir (Wuzzles). 19.30 Fréttir. 20.00 Ljósbrot. Kynning helstu dagskrárliða Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklað á helstu viðburöum menningarlífsins. Umsjón- arkona er Valgerður Matt- híasdóttir. 20.20 Morðgáta (Murder She Wrote). Bandarískur sakamálaþáttur. § 21.05 Ótemjurnar (Wild Horses). Bandarísk bíó- mynd með Kenny Rogers og Ben Johnson I aöalhlut- verkum. Tveir fyrrum kúrek- ar eru sestir I helgan stein. Þeir láta sig dreyma um að komast aftur I sviösljósiö og spennuna sem fylgir kú- rekasýningum. Halda þeir því af stað I ævintýraleit. 22.35 Af bæ I borg (Perfect Strangers). Bandarískur gamanþáttur. 23.00 Maður að nafni Stick Bandarísk bíómynd meö Burt Reynolds, Candice Bergen, George Segal og Charles Durning I aöalhlut- verkum. Ernest Stickley (Reynolds) snýr aftur heim til Flórida eftir að hafa verið I sjö ár i fangelsi fyrir vopnað bankarán. Hann er staðráð- inn i því að hefja nýtt líf. En undirheimar Miami eru við- sjárverðir og fljótt flækist hann I net þeirra. 00.40 Dagskrárlok. geir Þorgeirsson les þýð- ingu sína á Ijóðaflokki eftir færeyska skáldið Christian Matras. 22.30 Bláa dalían. Um reyfara- höfundinn Raymond Chandler og ævintýri hans I Hollywood. Þáttur I umsjá llluga Jökulssonar. FIMMTUDAGUR 5. febrúar 9.00 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir tímar á vinsældalist- um, tónleikar um helgina, verðlaunagetraun og Ferða- stund með Sigmari B. Haukssyni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Hingað og þangaö um dægurheima með Inger Önnu Aikman. 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Tilbrigöi. Þáttur í umsjá Hönnu G. Siguröardóttur. 17.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnar Svanbergsson kynnir tíu vinsælustu lög vik- unnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragn- heiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórn- andi: Svavar Gests. ( þessum þætti verður rætt um tónskáldið Johnny Merc- er og fyrstu plötur hljóm- plötufyrirtækisins Capitol. 23.00 TónlistCharlieChaplins Þáttur í umsjá Sigurðar Skúlasonar. (Áður útvarpaö á nýársdag). 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 90,1. 18.00—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. 989 BYL GJAN FIMMTUDAGUR 5. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með 23.10 Kvöldtónleikar. a. Píanótríó í B-dúr í einum þætti. Wilhelm Kempff, Henryk Szeryng og Pierre Fournier leika. b. Septett í Es-dúr op. 20. Félagar í Vínaroktettinum leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundið, opin lína, mataruppskrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Tónlistar- gagnrýnendur segja álit sitt á nýútkomnum plötum. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavik síödegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk- ið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verölaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta tengt efni og þægileg tónlist i umsjá Árna Snævarr frétta- manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA KrlstUeg itnrputM, FM 102,9 FIMMTUDAGUR 5. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 22.00 Fagnaöarerindiö flutt í tali og tónum. Þáttur sér- staklega ætlaður ensku- mælandi fólki. 24.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.