Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
t
Útför konu minnar, dóttur og systur,
HRANNAR HUGRÚNAR HARALDSDÓTTUR,
Söriaskjóli 9, Reykjavfk,
fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 10.30.
Jarðsett verður að Borg á Mýrum.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir.
Marinó Þ. Jónsson,
Sigrún Jónsdóttir
og systkini hinnar látnu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA EGILSDÓTTIR,
Hvammi, Hvftársfðu,
sem lést 30. janúar verður jarðsungin frá Gilsbakkakirkju laugar-
daginn 7. febrúar kl. 13.30.
Ferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 10.00 f.h.
Guðlaugur Torfason, Steinunn A. Guðmundsdóttir,
Svanlaug Torfadóttir, Ásgeir Þ. Óskarsson,
Magnús Ágúst Torfason, Steinunn Thorstensson
og barnabörn.
- M
t
Móðir okkar og tengdamóöir,
MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR,
frá Austurey,
verður jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 7. febrúar kl.
13.30. Jarösett verður að Laugarvatni. Sætaferð verður frá BSl
kl. 12.00 með viðkomu í Hveragerði kl. 13.00.
Börn og tengdabörn.
t
Útför eiginmanns míns,
HAFSTEINS MAGNÚSSONAR,
Krókatúni 13,
Akranesi,
verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 14.30.
Jóhanna Kristfn Guðmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞORLÁKURS. BERNHARÐSSON,
Hátúni 10a, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl.
13.30.
Þóra Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum samúö og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KOLFINNU MAGNÚSDÓTTUR,
Halldórsstööum.
Magnús Þ. Torfason,
HjálmarTorfason,
Ásgeir Torfason,
Guðrún Torfadóttir,
Sigrfður Torfadóttir,
barnabörn
Sigrfður Þórðardóttir,
Unnur Pótursdóttir,
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
András Magnússon,
barnabarnabörn.
og
t
Alúðarþakkir til allra er heiðruðu minningu
RANNVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
hæstaróttarlögmanns.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Reykjalundi fyrir góöa umönn-
un og hlýhug.
Fyrir hönd vandamanna,
Óiafur Þorsteinsson.
Við þökkum öllum sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við frá-
fall eiginmanns míns og föður okkar,
JOHN MCKENZIE.
Sigrfður McKenzie
og börn.
Sigríður Tómas-
dóttir - Minning
Fædd 28. september 1909
Dáin 29. janúar 1987
Sigríður Tómasdóttir . kvaddi
þessa jarðvist að morgni 29. janúar
sl. 77 ára að aldri. Hún hafði verið
meira og minna rúmliggjandi í tæp
tvö ár eftir að hún handleggsbrotn-
aði og dvaldi á spítala. Upp frá því
náði hún sér aldrei fullkomlega,
hvorki andlega né líkamlega.
Sigríður fæddist í Auðsholti í
Biskupstungum 28. september
1909. Foreldrar hennar voru Vil-
borg Jónsdóttir frá Syðra-Seli og
Tómas Tómasson frá Auðsholti.
Hún var ein af níu börnum þeirra
hjóna, en nú eru þrjú þeirra horfin
á braut.
Sigríður unni æskustöðvunum
ákaft og dvaldi oft í bústað sínum,
Sumarhúsum í Auðsholti, yfir sum-
artímann með böm sín. Fyrir
nokkrum árum gengum við á dögg-
votu sumarkvöldi um túnin „heirna"
og var hún afar sæl er hún leiddi
mig um og fræddi mig um liðna
æskudaga í stóra bamahópnum.
Sigríður giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, ísleifi Ólafssyni
stýrimanni úr Reykjavík, árið 1941.
Þau eignuðust þijú böm, Ólaf vist-
mann í Tjaldanesi, Vilborgu gifta
Christian Bickel og búsett í Wies-
baden í Þýskalandi og Tómas
kvæntan Elísabetu Magnúsdóttur.
Bamabömin eru flögur, Tómas,
Höskuldur, Sigríður og Sunneva.
Ég kynntist Vitastígshjónunum
fyrst fyrir 17 ámm er ég kom til
þeirra sem leigjandi á menntaskóla-
ámnum. Mér em enn ljóslifandi
móttökumar, alúðin, hjartahlýjan
og glaðværðin sem einkenndi
Sigríði ávallt. Frá fyrsta degi var
mér tekið opnum örmum, eins og
einni úr fjölskyldunni, eins og ég
væri eitt af bömunum hennar. Alla
tíð var Sigríður mér sem önnur
móðir, bar hag minn fyrir bijósti,
var metnaðarfull fyrir mína hönd
og vildi veg minn sem mestan.
Eftir langa dvöl erlendis var ég
heldur aldrei komin raunvemlega
heim fyrr en ég var búin að koma
til hennar í litla vinalega eldhúsið
á Vitastígnum, sem hafði um ára-
raðir verið miðdepill glaðværðar,
bollaspádóma og gamansemi.
Sigríður var afskaplega mikill gest-
og gleðigjafi, það geislaði af henni,
hún var félagslynd og vildi hafa líf
og fyör í kringum sig. Það var
ávallt veisla á Vitastígnum, hún
hafði unun af að gera manni gott
og veitti öllum vel. Hún var mjög
snyrtileg og þrifin og mátti ekki
vamm sitt vita. Hafði yndi af falleg-
um hlutum og átti fallegt heimili.
Sigríður var falleg kona, nett og
fínleg, samviskusöm og heiðarleg.
Hún var vönduð manneskja og við-
kvæm og mátti ekkert aumt sjá.
Það var henni mikið áfall að eign-
ast Ólaf, þetta fallega vangefna
bam. En það var aldrei kvartað og
voru þau hjónin þessum dreng af-
skaplega góð og vildu hafa hann
heima eins lengi og þau gátu við
komið.
Sigríður sótti styrk sinn í trúna
og marga daga fann ég hana þar
sem hún sat og las í Biblíunni. Hún
sótti um skeið mikið kirkju hjá að-
ventistum. Hún hafði sérstakt yndi
af fallegri tónlist og kunni mikið
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Teldð er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
t
Þökkum samúö og vlnarhug viö andlát og jarðarför
BENEDIKTS SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR,
fyrrum bónda á Stóra-Múla f Dalasýslu.
Anna Benediktsdóttir, Sigurjón Sveinsson,
Ingiberg Benediktsson, Halldóra Guðbjartsdóttir,
Kristján Benediktsson, Svanlaug Ermenreksdóttir,
Benedikt Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vináttu viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu,
ÞURÍÐAR VIGFÚSDÓTTUR,
fyrrum húsmóður,
Hafnarstræti 6,
isafirði.
Starfsfólki hjúkrunardeildar Hrafnistu, Reykjavík, þökkum viö góöa
umönnun.
Sigrún Einarsdóttir, Yngvi Guðmundsson,
Sigrfður Guðmundsdóttir, Jónas Helgason
og barnabörn.
af ljóðum og sálmum sem hún hafði
lært af ömmu sinni, Guðrúnu, sem
var henni mjög hjartfólgin.
Sigríður og Isleifur voru samrýnd
og góðir vinir. Það kom best í ljós
hin seinni ár í veikindum Sigríðar.
Hún mátti aldrei af honum sjá.
Hann var sá styrki stólpi sem hún
gat ávallt treyst, enda hafði hann
séð afskaplega vel fyrir sínu heim-
ili og fjölskyldu þar sem hann var
mikið í siglingum og hafði tækifæri
til þess að búa vel að sínum.
Það var Sigríði mikið áhyggju-
efni, þegar heilsunni fór að hraka,
að verða sett á stofnun innan um
ókunnugt fólk og óskaði hún þess
heitt að fá að sofna heima á sínu
heimili þar sem hún hafði ávallt
verið örugg og fékk hún þá ósk
sína uppfyllta.
Eftir erfitt handleggsbrot var
eins og lífslöngun hennar væri tek-
in frá henni. Hún varð aldrei söm,
þessi káta og glaðværa kona.
Síðustu mánuði óskaði hún sér
að mega kveðja þetta líf enda var
hún sárlasin og kraftar hennar á
þrotum.
Gegnum veikindi Sigríðar var
ísleifur afskaplega natinn og elsk-
andi eiginmaður. Hann sá um
matseld og allt heimilishald með
miklum myndugleik. Hann var
óþreytandi við að hlúa að Sigríði
og hjúkraði henni af mikilli nær-
gætni og alúð. Hann er búinn að
reynast konu sinni sem sannkölluð
hetja í veikindum hennar.
Ekki má gleyma hlut systra
Sigríðar, þeirra Sesselju, Guðrúnar
og Jónínu, sem hjálpuðu henni mik-
ið gegnum árin. Sigríður var mjög
háð þeim og þótti afar vænt um
aðstoð þeirra og þurfti að hafa þær
nálægt sér.
Elsku ísleifur minn, þú hefur
mikið misst, þinn besta vin, og bið
ég góðan Guð að styrkja þig í minn-
ingunni um góða konu.
Ég fæ aldrei fullþakkað þann
mikla kærleik og umhyggju sem
þessi elskulega kona auðsýndi mér
alla tíð.
Blessuð sé minning Sigríðar
Tómasdóttur.
Guðrún Jónsson
Að hittast og dvelja
hér í fáa daga,
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
Þessar iátlausu ljóðlínur lærði ég
sem bam, óvitandi um þann mikla
sannleika sem í þeim felst.
Dauðinn heggur á böndin sem
tengja saman þá sem lifa, einn af
öðrum hverfa mennimir á brott,
Leiðrétting
í KVEÐJUORÐUM um Þórarin
Sigurðsson í Morgunblaðinu 3. febr-
úar kom fram sá misskilningur að
Bjami heitinn, tengdafaðir Þórar-
ins, hafi verið ættaður frá Stokks-
eyri. Svo er ekki og var hann
Vestfirðingur. Þetta leiðréttist hér
með.
Þorgeir Magnússon