Morgunblaðið - 14.02.1987, Side 28

Morgunblaðið - 14.02.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 1987 Bandaríkjastjórn fullvissar bandamenn: Geimstöð aðeins í frið- samlegum tilgangi Washington, AP. Bandaríkjamenn hafa fullviss- að vestræna bandamenn sína um að geimstöð, sem ráðgert er að setja upp, verði aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi. Að sögn heimildarmanna verður viðræðum við fulltrúa geimvísinda- stofnunar Evrópu því haldið áfram í París í lok febrúar og viðræðum við Kanadamenn og Japana í mars. Samstarfsmenn Bandaríkjamanna í áætluninni um geimstöðina hætti að standa á sama þegar bandaríska landvamarráðuneytið sagði í des- ember að Bandaríkjamenn vildu eiga þess kost að gera rannsóknir í geimstöðinni. í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu í gær var staðfest að geimstöðin yrði aðeins hönnuð og notuð í friðsamlegum tilkynningu. Landvamarráðuneytið hefur árum saman iýst yfir því að enginn áhugi væri á geimstöðinni á þeim bæ. Fé af fjárlögum landvamarráðuneytis- ins verður ekki verið til þessa verkefnis. Bandaríkjamenn slitu viðræðum eftir yfirlýsinguna í des- ember til þess að endurmeta stöðu mála. Sænska sjónvarpið: Morðið á Palme frá sjónarhóli Sovétmanna Stokkhólmur. Reuter. SÆNSKIR sjónvarpsmenn sök- mynda sem varpað væri fram. uðu í gær bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi um afskiptasemi, þar sem Bandaríkjamenn hafa mótmælt því að sýna á í sænska sjónvarpinu, sovéska heimilda- mynd þar sem gefið er í skyn að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi staðið að baki morðinu á Olof Palme, fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Olle Berglund, forstöðumaður Rásar 1 hjá sænska sjónvarpinu, sagði að tveir starfsmenn banda- ríska sendiráðsins hefðu reynt að fá hann til að aflýsa sýningu mynd- arinnar, sem sýna á 27. febrúar, þegar liðið er eitt ár frá hinu óupp- lýsta morði. Myndin sem er 50 mínútna löng, ber titilinn „Hver drap Olof Palme“ og er byggð á samtölum við nokkra þekkta Svía. f henni er sökinni á morðinu varpað á „alþjóðlega afturhaldssinna" og sagði Berglund að aðild CIA að morðinu væri aðeins ein þeirra hug- Myndin væri einstök og gefa ætti Svíum tækifæri á að sjá „hvemig sovéskir sjónvarpsmenn sæu slíkan atburð út frá pólitísku sjónarhomi". í yfirlýsingu frá bandaríska sendiráðinu í Stokkhólmi sagði, að myndin væri sovéskur áróður og að starfsmenn sendiráðsins hefðu látið í ljósi áhyggjur, þar sem í henni kæmi fram sú fáránlega stað- hæfing að bandarísk stjómvöld hefðu átt einhvem hlut að morðinu. Starfsmenn sendiráðsins hefðu aldrei reynt að kmoma í veg fyrir sýningu myndarinnar, heldur hefðu þeir aðeins viljað fá staðfestingu á, að sýna ætti sovéska áróðurs- mynd, er eitt ár væri liðið frá dauða Olof Palme. S/, ■iát ~ ' r'' X: ■ .,■ í Kiijálabotni þar sem sovézka tankskipið Antonio Gramsci strandaði. Einsog sjá má eru aðstæður til að hreinsa upp olíu, sem lak úr sovézka tankskipinu, hinar erfiðustu. Á innfelldu myndinni er Antonio Gramsci á strandstað. Sovézkt tankskip strandar við Finnlandsstrendur: Olíumengun í Kiijálabotni Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara STÓRT svæði í skeijagarðinum utan við Borgá á suðurströnd Finnlands er talið í mikilli hættu eftir að olía lak úr sovézka tankskipinu Antonio Gramsci, sem strandaði þar fyrir viku. Talið er að um eittþúsund lest- ir af olíu hafí lekið úr skipinu og hefur hreinsunin gengið erfiðlega vegna hafíss og hvassviðris. Svæðið, sem er í hættu, er þekkt sjófuglasvæði og vinsælt útivist- arsvæði. Þar er einnig sumar- húsabyggð. Reki olíuflekkinn á land er hætta á meiriháttar umhverfis- Morgfunblaðsins: tjóni. Reynt hefur verið að ná olíunni upp úr sjónum um borð í skip, sem eru sérhönnuð til verka af þessu tagi, en lagnaðarís hefur valdið miklum erfiðleikum við björgunarstarfið. Antonio Gramsci strandaði er skipið var á leið til olíuhafnarinn- ar í Sköldvik í nágrenni Borgá að kvöldi dags. Skipið beið ekki eftir hafnsögumanni, heldur reyndi skipstjórinn að sigla sjálfur inn í olíuhöfnina. Hafnsögumaður sigldi til móts við skipið en það virti reglur að vettugi og hélt sigl- ingunni áfram í stað þess að bíða eftir honum. Engin skýring hefur verið gefin á framkomu skipstjór- ans. Hafnsögumaðurinn var í talstöðvarsambandi við yfírmenn á Antonio Gramsci en þeir sinntu ekki fyrirmælum hans um að stanza og bíða eftir lóðsbátnum. Þegar lóðsbáturinn kom til móts við skipið og sigldi upp að því stökk hafnsögumaðurinn um borð og gaf skipun um fulla ferð aftur á bak en það var um seinan því skipið steytti á skeri í sama mund. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Antonio Gramsci, veldur umhverf- istjóni því skipið strandaði í Eystrasalti undan Lettlandi árið 1979 og hlauzt af mikil umhverf- ismengun. Þá láku úr skipinu 6.000 tonn af olíu. Þingkosningar í Finnlandi í marz: Grípt'ana! Sorsa segist klár í stj órnar- andstöðu eftir kosningar UmImimI,, ¥ - - • - ¥ f —fill il I n Unwvnnkld JcinQ Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. KAJLEVI Sorsa, forsætisráð- herra og formaður finnska jafnaðarmannaflokksins, segist reiðubúinn að fara í stjórnarand- stöðu eftir þingkosningarnar í marz nk. Hann segir útilokað fyrir flokk sinn að mynda sam- steypustjórn með Miðflokknum og hægriflokknum Kokoomus þar sem báðir hafi færst of mik- ið til hægri að undanförnu. Sorsa lýsti þessu yfír í hring- borðsumræðum, sem leiðtogar stjómmálaflokkana tóku þátt í. Paavo Váyrynen, utanríkisráðherra og formaður Miðflokksins, tók einn- ig þátt í umræðunum en vék sér hjá því að svara spumingu um hvort hann gæti hugsað sér að mynda stjóm með Kokoomus. Að undanfömu hafa leiðtogar þriggja stærstu flokka Finnlands, Jafnaðarmannaflokksins, Mið- flokksins og hægriflokksins Kokoomus látið í veðri vaka að líklegast myndu þessir flokkar mynda samsteypustjóm að kosn- ingum loknum. Nú hefur Sorsa hins vegar lýst yfir að stjóm þessara þriggja flokka sé óhugsandi frá Gengi gjaldmiðla Sanitas London, AP. Bandaríkjadalur hækkaði í verði gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims í gær og gull- verð lækkaði. Sérfræðingar sögðu helztu ástæðuna fyrir hækkun dalsins þá að búizt væri við að Qármálaráð- herrar og seðlabankastjórar fímm helztu iðnríkja heims myndu senn hittast til þess að semja um leiðir til að koma á jafnvægi á gjaldeyris- mörkuðum. Dalurinn hækkaði gagnvart sterlingspundinu, sem kostaði í gærkvöldi 1,5210 dali miðað við 1,5235 í fyrradag. Fyrir viku kost- aði pundið 1,5088 dali. Gengi dalsins var annars þann veg að fyrir hann fengust 1,8305 vestur- þýzk mörk (1,8165), 1,5490 sviss- neskir frankar (1,5855), 6,0975 franskir frankar (6,0395), 2,0650 hollenzk gyllini (2,0455) 1.302,50 ftalskar lírur (1.291,25) og 1.3455 kanadískir dalir (1,34375). í Japan var dalurinn skráður á 153,95 jen en í London á 153,60. Gullúnsan lækkaði í 396,60 dali í London (401,00) og í 397,50 dali í Zurich (401,50). sjónarhóli jafnaðarmanna. Kosningabaráttan hefur til þessa einkennzt af málefnafátækt. Um- ræðan hefur fyrst og fremst snúizt um hvaða flokkar séu líklegastir til að mynda næstu stjóm. Togstreyta hefur farið vaxandi milli Jafnaðar- mannaflokksins og Miðflokksins og af þeim sökum hafa báðir reynt að nálgast Kokoomus. Ólíklegt er talið að Jafnaðarmannaflokkurinn og Miðflokkurinn, sem stjómað hafa með fulltingi ýmissa smáflokka undanfarin 20 ár, haldi áfram stjómarsamstarfí og því bera báðir í víumar fyrir Kokoomus. Þrátt fyrir að hægri og miðflokkar hafí í sameiningu verið í meirihluta á þingi nær alla tíð hefur Kokoomus verið í stjómarandstöðu í rúma tvo áratugi. Fylgi vinstriflokkanna hefur dal- að síðustu árin. Jafnaðarmanna- flokkurinn hefur þó haldið nokkumveginn sínu en fylgi kommúnista, sem klofnuðu endan- lega sl. vor í þjóðemissinnaðan vinstriflokk annarsvegar og hins- vegar í Moskvutrúan flokk, fer minnkandi. Skoðanakannanir benda þó til að litlar breytingar verði á kjörfylgi stjómmálaflokk- anna í kosningunum eftir mánuð. Samkvæmt könnununum hefur Jafnaðarflokkurinn 26% fylgi, Mið- flokkurinn 17% og Kokoomus 21%. Em það mjög svipuð hlutföll og í kosningunum 1983. Fjöldi sijarna á friðarþingi í Moskvu Moskvu, Reuter. FJÖLDI frægra kvikmyndastleik- ara, visindamanna, stjómmála- manna og kaupsýslunianna koma til Moskvu um helgina til að sitja alþjóðlegt friðarþing sem Kreml- arbændur efna til. Ráðstefnan ber nafnið „Alþjóð- legtu þing um kjarorkulausan heim og afkomu mannkyns" og er búst við að Claudia Cardinale og Paul New- man mæti til leiks ásamt Pierre Trudeau, fyrrum forsætisráðherra Kanadag, John Kenneth Galbraith, hagfræðingi, rithöfundunum Graham Greene og Norman Mailer, breska píanóleikaranum John Ogdon og fleir- um. Umræður verða haldnar í dag og á morgun og á mánudag flytur Mik- hail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, ávarp, sem sovéskir talsmenn segja að verði afar mikilvæg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.