Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 59 Skákskýringar/Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins Jóhann hélt uppi heiðri íslendinga í 5. umferð JÓHANN Hjartarson hélt uppi merki landans í 5. umferð IBM— skákmótsins i gær með því að vinna Viktor Kortsnoj glæsilega í 46 leikjum. Sú skák yljaði áhorf- endum á Hótel Loftleiðum sem rétt áður höfðu séð Helga Ólafs- son bíða lægri hlut fyrir Nigel Short sem þar með fékk sinn 5. vinning í röð og hefur unnið all- ar sínar skákir til þessa. Margeir Pétursson átti sennilega tapaða biðskák gegn Jan Timman, en Jón L. Árnason og Lajos Portisch gerðu stutt jafntefli, enda sjálf- sag^t hvorugur í vígahug eftir slæm töp í 4. umferð. Lengi vel voru áhorfendur ekki bjartsýnir fyrir hönd Jóhanns Hjart- arsonar í viðureign hans við Kortsnoj. Kortsnoj beitti bogo- indverskri vöm og Jóhann virtist fá lakara tafl út úr byijuninni. Honum tókst þó að opna taflið og þegar Korstnoj lék ónákvæmt var Jóhann skyndilega kominn með sóknarfæri. í skákskýringarsalnum léku allir á als oddi því það var alveg sama hvaða leiðir vom skoð- aðar, allar leiddu þær til vinnings fyrir Jóhann. „Nú hlýtur hann að rétta fram spaðann“ — „Spjaldið Morgunblaðið/Bára Jóhann Hjartarson rak af sér slyðruorðið og vann sjálfan Kortsnoj í 5. umferð IBM-skák- mótsins í gær. hlýtur að fara að koma upp,“ sögðu menn og áttu þá við spjaldið á vegg- taflið sem tilkynnti að hvftur ynni. Kortsnoj þráaðist þó aðeins við en þegar hann hafði tapað manni og peðstap í viðbót blasti við rétti hann Jóhanni loks höndina. Eftir skákina sátu Jóhann og Kortsnoj í rúman klukkutíma og fóm yfir skákina umkringdir ung- um aðdáendum sem fá ekki á hveijum degi tækifæri til að heyra og sjá bestu taflmenn heims kafa ofan í möguleika skáka sinna. Önnur skák vakti einnig tals- verða athygli, en sú var milli Ljubojevic og Polugaevski. Þar vissi í rauninni enginn hvað sneri upp eða niður á skákinni. Áhorfendum sýndist Ljúbojevic, sem hafði svart, vera snemma kominn með gjörtap- að tafl því menn Polugaevskis vom komnir upp í borð og létu ófriðlega. Ljúbojevic var þó á öðm máli og í hliðarsal heyrðist hann halda því fram að hann hefði unna stöðu. Að minnsta kosti tókst honum að flækja taflið og Polugaevski lenti einnig í tímahraki. Þegar 45 leikj- unum var lokið vissi í rauninni enginn hvor hafði betri stöðu og kannski hafa þeir þess vegna samið um jafntefli. „Crazy position," (bijálæðisleg staða) sagði Ljubojevic eftir skákina og strauk á sér nefíð. Helgi Ólafsson beitti Petroff- vöm gegn Short, en það er fræg jafnteflisbyijun. Short var þó ekk- ert á að sætta sig við jafntefli og Morgunblaðið/Einar Falur , Vangasvipurinn á Tal er óneitanlega myndrænn og meitlaður. Á móti honum situr Agdestein hinn norski. Helgi átti í vök að veijast allan tímann. Helgi fór siðan út í enda- tafl sem hann vonaði að endaði með jafntefli en Short tefldi mjög vel og þegar staða Helga var í raun töpuð lék hann af sér heilum hrók og gafst samstundis upp. Jón L. og Portisch vom greini- lega báðir miður sín eftir töp sín í 4. umferðinni. Jón hafði svart og beitti drottningar-indverskri vöm en eftir 15 leiki höfðu báðir fengið nóg og sömdu um skiptan hlut. Mikhail Tal fékk snemma betra tafl út úr byijun skákar sinnar við Simen Agdestein og í endatafli hafði hann biskupaparið gegn bisk- up oc riddara. Þegar skákin fór í bið var Tal búinn að ná ógnandi frípeði og virtist því standa til vinn- ings, en Agdestein þóttist eiga jafnteflismöguleika. Og galdramað- urinn frá Riga virðist ekki hafa fundið neina töfraþulu sem hann taldi duga því hann bauð jafntefli án þess að tefla frekar. Síðasta skákin var síðan milli Margeirs Péturssonar og Jan Timmans. Timman beitti undarlegu afbrigði af Sikileyjarvöm og tefli skákina mjög frumlega. Þegar skákin fór í bið hafði Margeir geficP^ ' drottningu sína fyrir hrók og ridd- ara og eftir vonlitla baráttu í biðskákinni gafst Margeir upp. Ljubojevic gafst upp, því hann verð- ur mát eftir 43. — gxf5 (43. — Kg4, 44. Hg5). 44. Dxf5+ - Kh6, 45. Dg5. Jóhann missti af vinning Jóhann Hjartarson yfírspilaði norska stórmeistarann Simen Agdestein eftir öllum listarinnar reglum í byijun skákar þeirra í þriðju umferð: Jóhann lék 31. Rxa5?, en eftir 31. c4 - Rb4 (31. - Rc3, 32. Dh7+ - Kb6?, 33. c5+ - dxc5, 34. dxc5+ — Ka6, 35. Dd3n----og vinnur). 32. Dh7-I— Kb6, 33. Dxh5 hefði orðið fátt um vamir hjá Norð- manninum. Framhaldið varð: 31. - Df5!, 32. Dxf5 - exf5, 33. c4 - Rxe3, 34. Kf2 - Rdl+, 35. Ke2 - Rb2, 36. Ke3 - Kb6, 37. Rb3 - Rxc4+, 38. Kf4 - c5, 39. dxc5+ — dxc5, 40. Kxf5 — Re3+, 41. Ke4 Eða 41. Kg5 - Rxg2, 42. Kxh5 - Re3 og hótunin — Rfl ætti að tryggja svarti jafntefli. 41. - Rxg2, 42. a5+ - Kb5, 43. a6 — Kxa6, 44. Rxc5+ — Kb5, 45. Rd3 - h4! Með þessum peðakaupum tiyggir svartur sér jafntefli, því hann getur alltaf fómað riddaranum fyrir síðasta peð hvíts. 46. Re5 — hxg3, 47. hxg3 — Kc5, 48. Rxgl - Kd6, 49. Re5 - Re3, 60. Rf7+ — Ke7, 51. Kxe3 - Kxf7, 52. Kf3 - Kg7, 53. Kg4 og keppendur sömdu um jafntefli. Framhaldið gæti orðið 53. — Kg6, 54. Kf4 - Kf6, 55. g4 - Kg6, 56. g5 - Kg7, 57. Kf5 - Kf7, 58. g6+ - Kg7, 59. Kg5 - Kg8, 60. Kh6 - Kh8, 61. g7+ - Kg8, 62. Kg6 patt. Jóhann sigraði Korchnoi! Jóhann Hjartarson gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og lagði Korchnoi að velli í flókinni og skemmtilegri skák. Byijunin gaf ekki tilefni til bjartsýni fyrir Jóhann því með svörtu taflmönnunum fékk Korchnoi fmmkvæðið í sínar hend- ur. Jóhann varðist hins vegar vel og ginnti áskorandann gamla til að opna kóngsstöðu sína og í fram- haldinu kom hann illskeyttum hrók í herbúðir Korchnoi. Korchnoi missti mann og gaf taflið eftir 46 leiki. Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: Viktor Korchnoi. Bogo-indversk vöm. 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - Bb4+ 4. Rbd2 - b6 5. a3 - Bxd2+ 6. Bxd2 — Bb7 7. Bg5 (Gagnmerk nýjung sem Korchnoi kom fyrstur með.) 7. - d6 8. e3 - Rbd7 9. Bd3 - h6 10. Bh4 - g5 11. Bg3 — h5 12. h3 — Hg8 (A skákþingi íslands 1986 varð áframhaldið í skák Jóhanns Hjartarsonar og Jóns L. Ámasonar 12. — h4 13. Bh2 — Hg8 með óljósri stöðu.)13. De2 — De7 14. e4 - h4 15. Bh2 - Rh5. (Skemmtileg taflmennska. Svartur beinir skeytum sínum að veikleikun- um í hvítu stöðunni og undirbýr stökk á f4.) 16. Rxh4 - gxh4 17. Dxh5 — Df6! 18. e5 — dxe5 19. dxe5 — Dg5 20. Dxg5 — Hxg5(- Korchnoi hefur traust frumkvæði fyrir peðið sem bætist brátt í sarp- inn.) 21. Bfl - 0-0-0 22. f4 - Hg7 23. b4 - Bxg2 24. Hgl - Hdg8 25. Kf2 - Be4 26. Hxg7 - Hxg7 27. Ke3 - f5 28. exf6 - Rxf6 29. Ha2 Bb7 30. c5! (Stórsnjall leikur. Jóhanni var sann- arlega ekki hugað líf í þessari stöðu og síst eftir þennan leik. Leikurinn er hins vegar stórsnjall, býður svarti að opna b-línuna sem síðar reyndist afdrífarrík ákvörðun.) 30. — bxc5? 31. bxc5 —Bd5 32. Hb2! (Hrókur- inn á heima á opinni línu.) 32. — Re4 33. Kd4 r Rg3 34. Bd3 - Bg2 35. Ke5!(Á meðan Korchnoi hefur leikið mönnum sínum ráð- leysislega fram og til baka hefur Jóhann virkjað lið sitt.) 35. — Bxh3 36. c6! - Rh5? (Hinn af- drífaríki afleikur. 36. — Bfl var eini möguleikinn.) 37. Ba6+ — Kd8 38. Hb8+ - Ke7 39. Hc8 (Skyndilega standa öll spjót á Korchnoi og hann tapar a.m.k manni.) 39. — Bg2 40. Hxc7+ — Kd8 41. Hc8+ - Ke7 42. c7 - Kd7 43. Hh8 - Kxc7 44. Hxh5 - Kb6 45. Bc4 - Hc7 46. Bgl+ og Korchnoi gafst upp í þessari von- lausu stöðu. Endataflsstund hjá Korchnoi Korchnoi er kunnur snillingur hvað endatöfl varðar. Fræg er sag- an er hann átti í einvígi við Karpov um heimsmeistaratitilinn og ein skákin fór í bið í flóknu hróksenda- tafli. Aðstoðarmenn hans spurðu hann þá í forundran hvor keppand- inn stæði betur og með hneykslun- arsvið gaf Korchnoi þeim þá hæversku yfírlýsingu að staða sín væri unnin!, enda vann hann skák- ina af miklu öryggi. í þriðju umferð fékk Timman að reyna á snilligáfu Korchnoi, því upp kom endatafl sem álitið var aðeins betra hjá hvítum. Þegar komið er til sögu hafa 34 leikir verið leiknir. 34. — a5! ( Njörvar hvítu peðin niður á reitum samlitum biskupn- um.) 35. g4 - f6 36. Ke3 - Kf7 37. Bc4 - Ke7 38. Kd4 - Kd6 39. Bb5 — e3 40. Kxe3 — Bg2 41. Kf4 - Bxh3 42. g5 - Ke7! (Staðan krefst nákvæmrar talning- ar. Eftir 42. — fxg5 43. Kxg5 — Be6 44. Kxh4 - Bxb3 45. Kg3 - Kc5 46. Kf3 - Kb4 47. Ke3 - Bxa4 48. Kd2! heldur hvítur jafn- tefli, þrátt fyrir að biskupinn falli þvi kóngurinn tekur sér sæti í hom- inu og verður ekki þaðan hrakinn, eins og kunnugt er undir nafninu “vitlausa homið“.) 43. gxf6 - Kxf6 44. Bc4 - Bc8 (Peðsendataflið eftir 44. — Be6 45. Bxe6 — Kxe6 46. Kg4 — Ke5 47. Kxh4 - Kd4 48. Kg4 - Kc3 49. Kf3 - Kxb3 50. Ke3 - Kxa4 51. Kd2 - Kb3 52. Kcl er jafntefli.) 45. Bd5? (Timman ákveður að sitja á strák sínum uns skákin fer í bið en það reynist afdrifaríkt. Ekki verður betur séð en hvítur haldi jafntefli með 45. b4! — axb4 46. a5 - t.d. h3 47. Kg3 - Ke5 48. a6 - Kd4 49. a7 - Bb7 50. Bb3 o.s.frv. ) 45. — h3 46. Bc4 (Biðleikur Timmans. Frípeð svarts á h-línuninni hefur runnið fram og líklegast er staða svarts nú unnin.)46. — Ke7 47. Kg3 — Kd6 (Korchnoi undirbýr nú að heija á hvítu peðin á drottningarvæng og hvíti biskupinn á þar við ofurefli að etja.) 48. b4 — axb4 49. Bb3 — Kc5 50. Kh2 - Kb6 51. Kg3 - Ka5 52. Bc2 - Be6 53. Kh2 - Bd7 54. Bb3 - Kb6 55. Kg3 - Kc5 56. Kh2 - Kd6 57. Kg3 - Be6 58. Bc2 - Kc5 59. Bdl - Kc4 60. Kh2 - Kc3 (Aldeilis frá- bærar kóngstilfærslur. Svartur hótar nú 61. — Kd2 og ýta síðan b-peðinu áfram. Hvítur leikur því a-peðinu áfram til að fá rými á a4 en þá kemur svarti kóngurinn ein- faldlega til baka og hirðir hvíta frelsingjann.) 61. a5 — Bc8 62. Kg3 - Kd4 63. Bb3 - Kc5 64. Ba4 - Be6 65. Kh2 - Kd6 66. Kg3 - Kc7 67. Bc2 - Kc6 68. Ba4+ - Kb7 69. Bb5 - b3 70. Bd3 - b2 71. Kh2 - Kc6 72. Kg3 - Kc5 73. Kh2 - Bc8 74. Kg3 - Kb4 og Timman gafst upp. Það verður örugglega langt þangað til hann hefur hugrekki á ný að beina skák gegn Korchnoi í endatafl. Short sigrar enn Short heldur enn uppteknum hætti og í gærkvöldi lagði hann Helga Olafsson örugglega að velli í 41. leik. Fyrir umferðina von^. vangaveltur meðal gáranganna hvort óslitin sigurganga enska stór- meistarans yrði rofín af Helga sem hafði gert jafntefli í öllum sínum skákum, en það dugði ekki til. Helgi beitti Petrov-vöm og fékk aðeins þrengra tafl. Short tefldi áfram- haldið hins vegar snilldarlega og hagnýtti sér smávægilega veikleika í svörtu stöðunni. Þegar Helgi gerði þau mistök að skipta upp á drottn- ingum varð ekki aftur snúið og Short sigraði í endataflinu öragg- lega. Hvítt: Nigel Short. Svart: Helgi Ólafsson. Petrov-vöm. 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. Rxe5 - d6 4. Rf3 - Rxe4 5. d4 - d5 6. Bd3 - Rc6 7. 0-0 Bg4 8. c4 - Rf6 9. cxd5 - Bxf3 10. Dxf3 - Dxd5 11. De2+ (Þannig hefur Short teflt áður gegn Plaskett. Hann minntist á slæma reynslu sína af svörtu stöðunni því í þau fjögur skipti sem hann hefur varið stöðuna hefíir hann aðeins hlotið hálfan vinning.) 11. — Be7 12. Bb5 — Dd6 13. Rc3 - 0-0 14. Bxc6 - bxc6 15. Hdl - Hfe8 16. Df3 - Rd5 17. Rxd5 - Dxd5? (Short taldi að staðan var einungis jöfn eftir 17. — cxd5 því eini mögu- leikinn að hagnýta sér örsmátt framkvæðið væri í endataflinu.) ^ 18.Dxd5 - cxd5 19. Bf4 — c6 (Svarta staðan er mjög erfið þvi hvítur getur endurbætt stöðu sina í rólegheitum án nokkurra vandkvæða.) 20. Hacl — Hac8 21. Kf2 - f6 22. Hd3 - Kf7 23. f3 - Bf8 24. ffl>3 - h5 (24. - g5 var trúlega skárri möguleiki.) 25. h4 - He6 26. a4 - Ke8 27. Hel - Hxel+ 28. Kxel - c5 29. bxc5 — Bxc5 30. Hb7(Hvíta staðan er nú unnin.)30. — Bd4 31. Kd2 — Bb6 32. b4 - Hc4 33. Bd6 - g5 34. a5 — Bgl 35. hxg5 — hxg5 36. b5 - Ha4 37. a6 — Ha2+ 38. Kd3 - Kd8 39. Bb8 - Ha3+ 40. Kc2 — Ha5? (Styttir endalokin, en staðan var töpuð.) 41. Bc7+ og svartur gafst upp. Short hefur nú fengið fljúg- andi start á helstu keppinauta sína og virðist ekki líklegur til að láta forystuna af hendi. ^ ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.