Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. PEBRÚAR 1987 35 Gunnar Jósavinsson HaUdórBlöndal Birna Sigurbjörnsdóttir Sverrir Leósson greiðslukerfíð kemst á. „Á að innheimta þetta í einn allsherjar sjóð og skila sveitarfélögunum sínum hlut eða halda hrepparnir áfram að innheimta sinn hlut sjálf- ir?" spurði hann. Hann sagðist einnig vera undrandi á því hve skattleysismörk yrðu há skv. nýja kerfinu. Hann sagðist undrandi hve margir slyppu alveg. Þorsteinn sagði að undanfarin ár hefðu deilur farmanna verið leystar með lögum og við þær að- stæður hlæðist upp spenna og menn ættu erfiðara með að eigast við. „Okkar grundvallarsjónarmið er að slíkar deilur leysist í samningum. Menn geta ekki hent vandamálum sínum hvað eftir annað í löggjafar- valdið. Það þurfti að knýja á um að þetta leystist og það tókst. Það skiptir öllu." Um innheimtu skatt- anna sagði Þorsteinn að eftir breytingarnar myndu íslendingar búa við eitt einfaldasta kerfi í Vest- ur-Evrópu. Skatturinn yrði lagður á í fyrirtækjunum — upphæðirnar reiknaðar út og launagreiðandinn sæi um að leggja inn hluti ríkisins og sveitarfélagsins. Hann sagði einnig að ríkið myndi eins og áður standa undir útsvarsgreiðslum þeirra sem eru undir skattleysis- mörkum. Um það hvort skattleysis- mörkin væru of há sagði Þorsteinn að þetta væri í 3. skipti á 2 vikum sem hann væri spurður um þetta og það sannfærði sig enn betur en annað um að þetta væri rétt leið. Sverrir Leósson, ræddi um bankamál. Hann sagði stjórnmála- menn hafa talað um að fækka þyrfti bönkum og spurði ráðherra hvers vegna, þegar tækifæri gafst til, Útvegsbankinn hefði ekki verið lagður niður og þannig fækkað um einn banka f landinu. Þorsteinn svaraði því til að ekki hefði verið rétt að leggja Útvegs- bankann niður. Ekki hefði verið hægt að henda öllum viðskipta- mönnum hans á kaldan klaka. Sjálfstæðismenn hefðu reyndar vilj- að fara aðrar leiðir en eins og málum var komið hefði þetta verið skásta leiðin. Það væri ekki heil- brigt að búa við pólitískt bankakerfi að 3/4 hlutum og nú væri tækifæri Hjálmar Júlíusson til að byggja upp sterkan hlutafé- lagsbanka. „Ég vona að menn í atvinnulífinu skynji að það er at- vinnulífinu fyrir bestu að það eigi peningastofnanir, geti stjórnað pen- ingamálunum," sagði Þorsteinm. Halldór Blöndal, alþingismaður, sagði Þorstein Pálsson hafi náð miklum árangri í starfi á stuttum tíma. Hann sagði að á árinu 1985 hefði verið „uggur í mönnum, að sú mikla fórn sem menn höfðu fært mundi renna út í sandinn og ekki næðist að ná þeim tökum á efnahagsmálum okkar þjóðar að við gætum nýtt okkur þann mikla ár- angur sem þá hafði náðst. „Þá tók Þorsteinn Pálsson þá djörfu ákvörð- un að setjast í sæti fjármálaráð- herra, fyrsti formaður í íslenskum stjórnmálaflokki, á vægast sagt mjög erfiðum tímum, og endur- skipulagði ríkisstjórnina." Hann sagði aðila vinnumarkaðarins hafa litið ríkisstjórnina öðrum augum eftir að Þorsteinn kom inn í hana — „eftir 'að Sjálfstæðisfiokkurinn kom með fullum þunga inn í hana". Halldór sagði samningana fyrir einu ári tímamótasamninga. „Það er auðvitað merkilegt að það skuli takast á einu ári að ná um það al- gjöru samkomulagi að menn reyndu Gunnlaugur Fr. Jónasson að skorða launahækkamir svo að þær yrðu innan þess ramma sem sú gengisstefna, sem menn voru sammála um að halda uppi, leyfði og það er líka merkilegt að verka- lýðshreyfingin skyldi nú, áður en kjarasamningarnir runnu út, koma sér saman um það að ná nýjum samningum til að halda áfram þess- ari stefnu • sem þá hafði verið mörkuð. Þetta er einsdæmi hér á landi á síðustu árum og það ber því vitni að rétt var að staðið að okkur hefur nú tekist að ná fjórða árinu í röð sem hagvöxtur hefur verið verulegur, 4%, að það skuli hafa tekist að bæta lífskjörin svo að kaupmáttur heimilanna hefur kannski ef til vill aldrei verið meiri — og þegar við tölum um það skul- um við rifja það upp, að það var efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, Jóri Sigurðsson, sem fyrstur setti þessi orð á pappír, þegar hann var forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, sem auðvitað sýnir okkur að við erum ekki að fara með neitt fleipur þegar við •vitnum til hans." Halldór ræddi talsvert um byggðamál. Hann sagði unga Sjálf- stæðismenn hafa sagt fyrir tveimur áratugum að eina heilbrigða stefna Halldór Blöndal: Arni Gunnarsson vildi gefa sameiginlega yf irlýs- ingu um samstarf svilja HALLDÓR Blöndal, aíþingis- maður, sagði á fundinum í Lóni, að Árni Gunnarsson, ef sti mað- ur á lista Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, hef ði þrívegis ymprað á þvf við sig að þeir gæf u út sameigin- lega yfirlýsingu þess efnis að þeir vildu starfa saman eftir kosningar. Halldór sagðist hafa hafnað þessari málaleitan Árna því Al- þýðuflokksmenn hefðu oft áður rætt um slíkt fyrir kosningar. „Ég trúi þér ekki," sagðist Halldór hafa sagt, því þegar upp væri staðið hefði það sýnt sig að kratar vildu „brosa til vinstri" þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosn- ingar. Hugmynd á Akureyrarfundinum: Akureyringar fái Laxárvirkjun aftur Halldór Blöndal: tilbúinn að berjast fyrir því BÁRÐUR Halldórsson, fundar- stjóri, lýsti þvi yfir á Lóns- fundinum, að hann hefði aldrei skilið það hvers vegna Akur- eyringar. gáfu sina „bestu mjólkurkú" og átti þar við er Laxárvirkjun var sameinuð Landsvirkjun „fyrir 5% eignar- hlut og stjórnarstól fyrir Val Arnþórsson," eins og hann orð- aði það. Bárður hélt áfram: „Ég hef sagt í tvö ár að við eigum að reyna að fá Laxárvirkjun til baka. Því spýr ég Þorstein Pálsson og þing- mennina; hver yrði ykkar afstaða ef bæjarstjórn Akureyrar færi fram á að fá hlut sinn aftur í Landsvirkjun? Halldór Blöndal sagði sér mjög kært að svara Bárði. Hann sagð- ist tilbúinn að berjast fyrir því að Norðlendingar eignuðust Laxár- virkjun á ný. „Eg myndi ekki spara kraftana ef ég heldi að það bæri árangur og við næðum Lax- árvirkjun til baka," sagði þing- maðurinn. Ráðherra sagðist ekki hafa skoðað málið jafnvel og Bárður og Halldór og gæti því ekki lýst ákveðinni skoðun sinni nú. íslendinga í byggðamálum væri sú að efla byggðakjarnann við Eyja- fjörð svo að hann gæti böðið Reykjavíkurvaldinu byrginn á sem flestum sviðum. Hann sagði að nú væri þetta markmið að nást með ýmsum hætti; nefndi hann í því sambandi háskóla á Akureyri, sem hann sagði mikinn þátt í byggða- baráttu Sjálfstæðismanna. Einnig nefndi hann vöxt í sjávarútvegi og fleira. Halldór sagði greinilegt að fólk úti á landi væri bjartsýnna nú • en áður og skýringin væri vafalaust sú að meiri stöðugleiki í efnahags- málum væri til hagsbóta fyrir landsbyggðina. Til að mynda hefði hann ferðast undanfarið um kjör- dæmið og greinilegt væri að andrúmsloftið væri allt annað en það hefði verið áður. Framleiðsluat- vinnuvegirnir, sjávarútvegur og landbúnaður, gengju að öllu jöfnu betur þegar stöðugleiki væri í efha- hagsmálum og þvi væri það mikið byggðamál — kannski eitthvert byggðamálið — að það tækist að halda þessari stefnu áfram. Tómas Ingi Olrich kom aftur f ræðustól og ræddi á ný um hita- veitumálið. Hann sagði Akur- eyringa vilja láta ríkissjóð leysa málið alfarið, kannski væri hægt að finna tvo, einn alþýðuflokks- mann og einn alþýðubandalags- mann og þeir væru báðir í ríkis- stjórn. „En allir telja réttlætismál að ríkið taki þátt $ því að leysa vandann." Tómas sagði að nú væri hægt að bera lof á Sjálfstæðisflokkinn og sérstaklega fjármálaráðherra. Menn fyndu ætíð fyrir því þegar efnahagsmál væru í ólagi, en þegar þau væru í góðu lagi héldu margir að þau gengju af sjálfu sér. Það væri misskilningur og því þyrfti að halda því á lofti þegar vel gengi. Ekki skyldi lofa tillögur heldur ár- angur — nú hefði náðst árangur og því væri hægt að lofa ráðherra. Tómas sagði að í fyrsta sinn f sögu Islands væri að komast klofn- ingur í þjóðina. „Ég hef sagt að hér séu tvær þjóðir í einu landi og það hefur farið illa í marga. Höfuð- viðfangsefni okkar næstu ár ætti að vera að halda þjóðinni saman." Hann sagði að þróun byggðamála yrði að athuga vel og þau yrði að taka til gagngerrar athugunar á landsfundi í mars. Þar yrði að taka á málinu og komast niður á raun- hæfar aðgerðir. Birna Sigurbjörusdóttir sagði kjarasamninga nú lausa og ósamið væri við fiesta ríkisstarfsmcnn. Hún spurði ráðherra hvort þeirri stefnu yrði haldið að semja ætti innan sama ramma og í fyrra þó góðæri væri og hagvöxtur betri. Svar ráðherra var á þá lund að eðlilega yrði ríkisvaldið að fylgjá' línum sem lagðar væru á almennum vinnumarkaði. Rfkið væri aðili að samningi milli ASÍ og VSÍ og sömu meginsjónarmið yrðu því í samning- um við starfsmenn ríkisins. Hjálmar Júlíusson sagði mjög ánægjulegt að fá haskóla á Akur- eyri en þá mætti ekki vera starfandi f landinu menntamálaráðherra sem ræki rektorinn ef hann ynni vel. í framhaldi af því spurði hann for- mann Sjálfstæðisflokksins hvort hann legði blessun sfna á gerðir'- menntamálaráðherra í Sturlu-mál- inu. Þorsteinn sagði að auðvitað mætti um það deila hvernig að brottvikningu Sturlu hefði verið staðið. „En þetta er orðinn hlutur — honum hefur verið mætt með ákveðnum hætti; með tillögum á alþingi og kæru f dómskerfinu. Nið- urstöður verða þvf að fást þannig." Gunnlaugur Fr. Jónasson sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa ætlað að endurskoða tollalög. Hann nefndi ýmis dæmi úr „tollalaga-frumskóg- inum" eins og hann kallaði Iögin og spurði hvort breytingar á þeim væru enn á stefnuskrá flokksins. í svari Þorsteins kom fram a&'- um alllangt skeið hefur verið unnið að því að setja upp nýja samræmda tollskrá. „Hún er tilbúin en því er ekki að leyna að það mun kosta mikið að lögfesta hana og af fjár- hagsástæðum verður það ekki gert á þessu þingi," sagði Þorsteinn Pálsson. Eyjafjarðarbraut vestari: Lægsta tilboð- h ið66%afkostn- aðaráætlun EITT tilboð var langlægst f lagn- ingu Eyjafjarðarbrautar vestari, frá Brunná að Hrafnagili, en tíl- boð í verkið voru nýlega opnuð. Rúdolf Agust Jónsson á Akureyri gerði þetta tilboð, 17.606.468 krónur, sem er 66,1% af kostuað- aráætlun Vegagerðarinnar. Vegarkaflinn á EyjafjarðarbraisS er 8,3 km að lengd og á verkinu að \júka 1. ágúst í sumar. Kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar var 26,6 milljónir kr. Tólf tilboð bárust í verkið og voru átta undir áætlun. Næst lægsta tilboðið var frá Foss- verki sf á Selfossi, rúmlega 21 milljón kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.