Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 -f ÚRVALS FILMUR Kvnninaarverd ## Dreifing: TOLVUSPIL HF. sími: 687270 Nýtt stjórnmálafræðírit eftir dr. Hannes H. Gissurarson; „Reyni að sætta frjáls- lyndi og íhaldssemi" KOMIN ER út í Bandaríkjunum bókin Hayek's Conservative Lib- eralism eftir dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson, lektor í Háskóla íslands og fram- kvæmdastjóra Stofnunar Jóns Þorlákssonar. Garland Publish- ing í Ncw York, sem sérhæfir sig í útgáfu fræðirita fyrir há- skólabókasöfn, gefur bókina út. „I þessari bók reyni ég að sætta frjálslyndi og íhaldssemi, ef svo má að orði komast," sagði dr. Hann- es Hólmsteinn Gissurarson í samtali við Morgunblaðið. „Meginuppistað- an í henni er doktorsritgerð sú, sem ég varði í stjórnmálafræði við Ox- ford-háskóla haustið 1985. Sú gáta, sem ég glími við í bókinni er hvern- ig maðurinn sjálfur geti hagnýtt sér þekkingu, sem hann hafi ekki sjálf- ur sem einstaklingur, heldur sé fólginn í menningu okkar og skipu- lagi. Ég leiði rök að því að nokkur SATJKIÖrOG BAUNIR Fáðu þér góða baunasúpu á Sprengidaginn. Veldu þér gott hráefni. Whitworths baunir gefa rétta bragðið. Whitworths baunir, gular og fallegar, viðurkennd gæðavara. nn KRISTJAN O. LtJ SKAGFJÖRÐ HR Hólmaslóö4,sími24120, Rvk. sannleikskjarni sé í þeirri virðingu, sem íhaldsmenn beri gjarnan fyrir gömlum siðum og venjum, en gagn- rýni þá fyrir að vilja ekki breyta þeim, þegar breytinga er þörf. Þekkingaröflun og þekkingarmiðl- un verði við frjálsa þróun skipulags- ins, þrotlausa tilraunastarfsemi einstaklinganna." „Ég held því fram, að ýmsir kunnustu stjórnmálahugsuðir Vest- urlanda hafi fylgt því, sem ég kalla frjálslynd íhaldsstefna, þar á meðal þeir Adam Smith, David Hume, Edmund Burke og Alexis de Tocqueville, en ég vel þó einkum kenningar Friedrichs von Hayeks til viðmiðunar. Hayek hefur að mínum dómi betrumbætt hina gömlu kenningu um sjálfsprottið skipulag og fært hana út á svið siðferðis og laga með athyglisverð- um hætti," sagði Hannes Hólrn- steinn. „í fyrstu tveimur köflum bókar- innar lýsi ég þessari frjálslyndu íhaldsstefnu, en í tveimur síðari köflunum ræði ég um ýmsar rök- semdir, sem hugsa má sér gegn henni," sagðiHannes Hólmsteinn ennfremur. „íhaldsmenn hafa til dæmis allt frá dögum Hegels gagn- rýnt frjálslynda menn fyrir að aðhyllast skipulag, sem sé hlutlaust í siðferðilegum efnum, en það bjóði heim hættunni á rótleysi fjöldans og siðferðilegri upplausn. Frjáls- lyndir menn, svo sem Robbins lávarður í Bretlandi, hafa hins veg- ar gjarnan gagnrýnt íhaldsmenn fyrir blinda fastheldni á forna siði, sem leitt geti okkur í öngstræti umhugsunarlauss vana. Ég reyni að sýna, að frjálslyndir íhaldsmenn geti svarað þessum röksemdum. I því sambandi ræði ég meðal annars um réttlætiskenningar markaðs- hyggjumanna, sem eru ólíkar kenningum Hayeks, og um sátt- málakenningu James M. Buchanan, sem fékk nóbelsverðlaunin í hag- fræði á síðasta ári, en hún er um margt athyglisverð." „Ég ætlaði ekki að gefa þessa bók út svo skömmu eftir doktors- prófið," sagði Hannes Hólmsteinn að lokum. „En fáeinum vikum eftir Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? s; n;° v < Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son með doktorsritgerð sína, sem nú er komin út hjá Garland Publ- ishing í New York. að ég lauk doktorsprófi skrifaði Garland Publishing mér og bauð mér að gefa út bók upp úr ritgerð minni, og mér fannst ég ekki geta neitað þessu góða boði. Hvaðan þeir höfðu vitneskju um hana veit ég hins vegar ekki. Ég býst við, án þess að ég sé viss um það, að þetta rit mitt sé fyrsta fræðilega ritið á sviði stjórnmálafræði, sem kemur út eftir Islending á ensku, þótt nokkrir menn hafi birt styttri ritgerðir og bókarkafla." Þess má geta að bók Hannesar Hólmsteins er til sölu í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austur- stræti og Bóksölu stúdenta við Hringbraut. Brids = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SlMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Arnór Ragnarsson Úrslit í forkeppni til landsliðsvals í yngri flokki spilara Um síðustu helgi fór fram í Sig- túni á vegum Bridssambands Islands forkeppni til vals á landsliði í flokki yngri spilara, f. '62 og síðar. 18 pör mættu til leiks og var spiluð Butler-tvímenningskeppni, allir v/alla með 4 spilum milli para. Úrslit urðu: Jakob Kristinsson — Garðar Björnsson Akureyri/Reykjavík 188-72 (plús 116) Hrannar Erlingsson — Ólafur Týr Guðjónsson Reykjavík 190-106 (plús 84) Ólafur Jónsson — Steinar Jónsson Siglufirði 179-110(plús69) Kjartan Ingvarsson — Sigurjón H. Björnsson Laugarvatni 155—97 (plús 58) Gylfi Gíslason — Hermann Erlingsson Reykjavík 157-122 (plús 35) Guðmundur Auðunsson — Eiríkur Hjaltason Reykj avík/Kópavogi 154-127 (plús 27) Baldvin Valdimarsson — Steingrímur Gautur Pétursson Reykjavík 133-108 (plús 25) Július Sigurjónsson — Matthías Þorvaldsson Reykjavík 139-117 (plús 22) Landsliðsnefnd mun á næstunni velja nokkur pör úr báðum aldurs- flokkum ('66 og síðar og '82 og síðar) til æfinga fyrir Norðurlanda- mótið, sem haldið verður í Eyjafirði í júní. Nýtt símanúmer íSigtúni Bridssamband íslands vekur at- hygli á nýju símanúmeri f Sigtúni 9. Tvö númer eru í húsnæðinu, það eldra 91-689360 verður fyrir skrif- stofu BSÍ eingöngu, en hið nýja mun þjóna spilasal og annarri starf- semi. Númerið er: 91-689361 (einn hefur bæst við í lokin). Framvegis á spilakvöldum mun nýja númerið þjóna þörfum þeirra sem þurfa að ná sambandi við Sigtún 9. JL=
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.