Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 21 Kristín Bjarnadóttir, leikritahöf undur: Það er sárt að vaxa KRISTÍN Bjarnadóttir er höf- undur annars einþáttungarins sem Þjóðleikhúsið frumsýnir næstkomandi þriðjudag á Litla sviðinu. Leikritið segir frá Beggu, sérkennilegri konu. Hugarheimur hennar ber okk- ur víðs vegar og allt að þrjá áratugi aftur í tímann, en að mestu gerist leikurinn á heimili Agnesar, vinkonu hennar. Begga á erfitt með að finna sjálfa sig og á sjaldan samleið með öðrum. En hún á sér drauma eins og aðrir og einn af þeim er að eignast barn. Leikarar í Gættu þín eru Sigur- jóna Sverrisdóttir, sem leikur Beggu, Elfa Gísladóttir er Agn- es, vinkona Beggu. Bryndís Pétursdóttir er móðir Beggu, Róbert Arnfinnsson er faðir Beggu, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir leikur Beggu á barns- aldri og Andrés Sigurvinsson leikur Nonna. Kristín hefur starfað mikið sem blaðamaður og er leikari að mennt og atvinnu. Hún býr nú í Svíþjóð, en skrapp heim vegna frumsýningar á leikriti sínu, „Gættu þín." og ræddi ég við hana eftir eina æfinguna. Kristín, nú er verk þitt ekki það sem hægt er að kalla hefðbundið verk í byggingu eða persópnusköp- un, heldur bregður þú upp eins konar myndum sem fara að hreyf- ast. Um hvað ertu að skrifa? „Verkið fjallar um baráttu manneskjunnar við að halda söns- um í nútímaþjóðfélagi." Ein konan í verkinu hjá þér virð- ist halda öllum endum saman, en fær kannski ekki mikla tilfinninga- lega umbun fyrir það frá öðrum. Finnst þér svona fórnfýsi vera hluti af reynsluheimi kvenna? „Ef það er fórnfýsi að berjast við vindmillur, þá — kannski - já. Það heldur enginn einn öllum end- um saman. En ég býst við að það sé hluti af reynsluheimi allra að fá ekki alltaf svörun við tilfínning- Kristín Bjarnadóttir, leikritahöfundur. Bryndís Pétursdóttir í hlutverki móður Beggu og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sem Begga á barnsaldri. um sínum, á þann hátt sem maður helst væntir. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir hinum ýmsu leikjum sem manneskjurnar leika, til að uppná einhverju. Til að fá svörun, ýmist tilfinningalega eða efnislega. Ef hægt er að tala um fórnfýsi, þá held ég að hún sé hluti af þess- um leik. Það fórnar enginn öllu fyrir ekkert. Ekki vísvitandi. Hins- vegar held ég að konur séu oft gjafmildari á tilfinningar en karl- menn. Ekki eins varar um sig. Sveigjanlegri kannski. En það á, að mínu mati, lítið skilt við fórn- fýsi. Ef einhver færir fórn, þá er það örugglega fyrir Guð en ekki menn. Að menn svo njóti góðs af, það er annað mál. Annars held ég að hver einstakl- ingur eigi sinn reynsluheim, allt ,eftir því hvað hann hefur gengið í gegnum í lífinu, þótt við getum qft fundið einhverja samnefnara. Eg held að hversu mikið sem við eigum sameiginlegt, þá hugsi eng- Morgunblaðið/Þorkell Helga Bachmann, leikstjóri ingalýsing sé í því. Er abasúrdleik- húsið betur til þess faliið að leggja tilfínningarnar á yfirborðið en aðr- ar tegundir leikhúss? „Verk af þessu tagi sem heppn- ast, finnst mér ekki bara vera fólk og tilfinningar. Textinn, orðin í verkinu ganga oft þvert á tilfinn- inguna, eru eins og tónlist, undir- spil, til að leyna tilfinningum. í þessu verki finnst mér rythminn í textanum hafa gifurlega mikið að segja. Oft fer fólkið á skeið með orð til að leyna sársauka sínum, komast hjá því að tala um hann. Um leið er það hnyttið. Mér finnst mjög spennandi að stilla þessum tveimur verkum hlið við hlið í sýningu, þótt þau séu gífurlega ólík. Það sem tengir þau er að báðir höfundarnir eru að fjalla um sársauka og eru báðar að skrifa um þrána eftir hamingju og hreinlega leit eftir fótfestu. En þær hafa gífurlega ólíkt sjónar- horn. Verk Kristínar Bjarnadóttur, „Gættu þín," er raunsæislegra og maður fínnur miklu meira fyrir poesíunni, sem er gífurlega dýr- mæt. í rauninni eiga þær nöfnur það sameiginlegt að þær eru ljóðskáld. Ég vil segja að það sé kostur þeirra og geri það að verkum að þær eru mjög næmar fyrir texta. Þær eiga það raunar líka sameiginlegt, að þær eru mjög ærlegar gagnvart sínum persónum. Þær eru ekki með neinar steríótýpur. Þær hafa mjög sterka samkennd með sínu fólki og persónurnar eru samkvæmar sjálfum sér. Þær „ganga upp" eins og sagt er og þjóna hlutverki leik- hússins. Sú tónlist sem ég hef fengið Guðna Fransson til að gera og leik- myndin sem ég hef fengið Þor- björgu Höskuldsdóttur, myndlistar- konu, til að gera, virðast ætla að þjóna verkunum mjög vel. Tónlistin er fyrst og fremst í leikriti Kristín- ar Bjarnadóttur, en óþörf í verki Kristínar Ómarsdóttur, því þar leik- ur þögnin á hljóðfærið, hvernig sem hún fer að því. Það eru forréttindi að sviðsetja nýtt verk. Leikrit er ekki orðið til fyrr en það hefur verið sviðsett. Að setja á svið nýtt íslenskt verk er ægileg og heillandi ögrun." ssv Sigurjóna Sverrisdóttir, sem Begga í Gættu þín og Andrés Sigurvins- son sem Nonni. ir tveir einstaklingar eins. Þeir geta smitast hvor af öðrum og gera það sjálfsagt meir, eftir því sem samskipti og tilfinningasam- bönd ganga nær þeim. Og kannski hefur aldrei verið eins nauðsyn- legt, og jafnframt krefjandi fyrir hvern einstakling að greina sinn eigin veruleika frá veruleika ann- arra. Það er svo auðvelt að smitast í nútíma samfélagi. Við fáum ekki lífshlutverkin í vöggugjöf í sama mæli og algengt var í gamla bændasamfélaginu. í dag fæðist engin manneskja inn í heim þar sem hún getur gengið að því vísu að þörf sé fyrir hana. Ekkert er gefíð og hún verður sjáif að finna sinn ramma, sín takmörk og tak- markaleysi. í dag er um svo margar Ieiðir að velja að það er vel hægt að eyða allri ævinni í að átta sig og það gera margir í leit sinni að heppilegum farvegi í lífinu, bæði hvað varðar vinnu og lífsfélaga. Möguleikarnir eru svo margir í dag og hlutverk fólks gagnvart hvert öðru að mörgu leyti óljósari en áður." Hvaða áhrif telur þú að þessi hlutverkariðlun hafi haft á líf kvenna? „Margskonar, bæði á líf karla og kvenna. Ég held að nútíma- manneskjan sjái sig neydda til að horfast í augu við að ekkert er varanlegt, nema hennar eigið líf, svo iengi sem það varir. Samtímis því að hún ber enn í sér drauminn um varanleika. Þegar nýjar dyr opnast er því vandinn að kunna að loka þeim gömlu, þannig að þær hrökkvi ekki upp í tíma og ótíma — kannski þegar verst stendur á. Kannski vegna þess, að hversu frjáls sem manneskjan vill vera í sínu vali, þá skynjar hún alltaf þá staðreynd að samfélagið sem hún lifir í, velur að einhverju leyti fyrir hana. Hlutverkin sem við erum að tala um, mótast af þörfum samfélags- ins hverju sinni, ekki síður en einstaklingsins. Síðustu samningar hafa áhrif á starfsval til dæmis og þar með á hlutverk fólks gagnvart hvert öðru. Hringrás tímans er ekki lengur árstíðabundin, heldur miklu frekar efnahagsbundin. En einmitt af því samfélag er nú einu sinni til þess gert að koma á mofs við þarfir þegnanna, eru breyting- ar óhjákvæmilegar. Ég held nefnilega að manneskjan sé fædd til að lifa í uppreisn. Uppreisn gegn því sem er og var og hét. Hvernig gæti hún annars vaxið? Og það er sárt að vaxa. Þess vegna eiga manneskjurnar bágt." Hvaða áhrif finnst þér kvenna- baráttan hafa haft á samskipti fólks? „Hún hefur örugglega skapað aukin samskipti. Brúað bil og lagt vegi yfir allskyns torfærur. Stutt margar konur í að horfasst í augu við eigin veruleika sem hlýtur að vera forsendan fyrir öllum mann- legum samskiptum. Konur eru ekki eins einangraðar og þær voru áður og hafa nú enga afsökun fyrir að þegja sig í hel. Og ný réttindi leiða af sér nýjar skyldur. Þannig er það víst með allar uppreisnir að vandinn er mestur þegar afleiðingarnar koma í ljós. Sé maður óánægður með eitthvað, eyðir maður svo miklum kröftum í að fá því breytt. Og fyrst þegar upp er staðið er hægt að átta sig á hvort breytingarnar henti manni í rauninni. Manneskjan getur breytt kring- umstæðum sínum hraðar en sjálfri sér. Þannig leggjum við oft á herð- ar okkur skyldur og ábyrgð sem við erum ekki fær um að axla ein- sömul. Kvennabaráttan hefur trúlega stutt margar konur beint og óbeint í að taka afleiðingum orða sinna og gerða. Síðan hafa sprottið upp mörg ný félagssamtök sem gera það að verkum að fólk talar öðruvísi saman en áður, talar um tilfinningar sem ekki voru til umræðu fyrri hluta aldarinnar. Reynir að skilgreina sjálft sig í samvinnu við það fólk, sem það a einhverra hluta vegna samleið með. Leið nútímamanneskjunnar hiýtur að vera að bera ekki harm sinn í hljóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.