Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Á toppinn Sigurinn yfir Júgóslövum í hand- boltanum var stórkostlegur að ekki sé dýpra tekið i árinni. Undirrit- aður hefir lítinn áhuga á handbolta en þegar íslendingar sækja á tindinn þá kviknar áhuginn og þjóðarstoltið ljómar. Er nema von að spurt sé hvort þjóðin hafi efni á að styrkja ekki enn frekar þá miklu afreksmenn er nú stíga fram á hið alþjóðlega íþróttasvið, kraftakarlinn Jón Pál, stórmeistarana í skák og að sjálf- sögðu handboltastrákana? Kortsnoj Ég minntist hér áðan á skákmenn- ina okkar er nú beijast hetjulegri baráttu á einhveiju sterkasta skák- móti sem haldið hefir verið, IBM- skákmótinu margfræga. Við ofurefli er að etja en þó vann Jóhann Hjart- arson það afrek að sigra Kortsnoj. Þórir Guðmundsson, fréttamaður á Stöð 2, átti reyndar athyglisverða stund með meistara Kortsnoj í fyrra- kveld og var hið stutta spjall er þá birtist aðeins hluti af viðameira við- ali er birtast mun í heild næstkom- andi föstudag. í þriðjudagsspjallinu minntist Kortsnoj á þær breytingar er nú flæða yfir hið sovéska sam- félag í kjölfar valdatöku hins nýja Péturs mikla — Mikhail Gorbachev. Lauk Kortsnoj miklu lofsorði á Gorbachev og notaði svipuð lýsing- arorð um kappann og sjálfur ut- anríkisráðherra Bandarikjanna, George Shultz, en bætti svo við: Gorbachev og nokkrir félaga hans í æðstaráðinu eru frjálslyndir og víðsýnir, en hvað um alla hina er engu vilja breyta? Hér vitnaði Kortsnoj til alþjóðlegs skákmeistara er hann hitti fyrir skömmu á skák- móti: Þessi maður var einstaklega vingjamlegur og áður en við kvödd- umst bað ég hann að færa vinum mínum í Sovétríkjunum litla mynd en þótt bréfín mín komist í gegnum ritskoðunina eru allar myndir flar- lægðar úr umslögunum. Hinn al- þjóðlegi stórmeistari, virtur og dáður um víða veröld, starði á mig einsog naut á nývirki. f Sovétríkjunum búa 260 milljónir manna og þótt þar séu nokkrir frjálshuga og víðsýnir ein- staklingar þá breytast allir hinir ekki á einum degi, sagði Kortsnoj að lokum. Persónulega finnst mér ummæli Victors Kortsnoj mjög athyglisverð. Þessi mikli maður viðurkennir mikil- mennið eða andófsmanninn (?) Gorbachev er reynir nú að breyta hinu stirðnaða og oft ómennska so- véska valdakerfí. En Kortsnoj bendir einnig á að í slíku kerfí hreiðra gjam- an um sig einstaklingar er engu vilja breyta því breytingamar geta hugs- anlega fært valdataumana til fólks- ins. Kortsnoj glotti við er hann lýsti hinum lítilþæga skákmanni; var kappinn máski að skjóta óbeint á okkur Vesturlandabúa? Við skulum gá að því að Gorbachev-byltingin gerir miklar kröfur til okkar er hér hírumst á mótum hins kalda stríðs. Fjöldi manna hagnast á hinu kalda stríði risaveldanna og vill engu breyta. Óheyrilegar fjárhæðir streyma úr vösum skattborgara Vesturlanda í hemaðarframkvæmd- ir og þeir peningar leggja gjaman grunninn að ítökum ríkjandi vald- hafa. Mér er til efs að þeir aðilar er hingað til hafa fítnað á hinu kalda stríði austan hafs og vestan vilji nokkuð hafa með Gorbachev að gera. En þá ber fjölmiðlunum að beijast með oddi og egg gegn aftur- haldsöflunum og í þágu fijálslyndra og framsýnna manna á borð við Victor Kortsnoj, George Shultz og Mikhail Gorbachev. Skora ég á hina harðduglegu fréttamenn ljósvaka- miðlanna að upplýsa okkur hér á skerinu um uppgjörið mikla milli afturhaldsaflanna og 21. aldar- mannanna. Forðið mér samt frá því að hlusta endalaust á nöldur Stefáns Jóns Hafstein útí Reagan-stjómina. Slík einstefnufréttamennska heyrir fortíðinni til. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP / SJONVARP Bylgjan: Hallgrímur Thorsteinsson ■■H Að venju verður -| rjOO Hallgrímur A 4 — Thorsteinsson á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis í dag. Snemma í þættinum ætl- í Reykjavík síðdegis ar hann að fá þá Áma Johnsen og Óla H. Þórðar- son í hljóðnámu til sín og er ekki að efa að þeir munu skiptast á skoðunum, hvort sem þeir tileinka sér skoð- anir hins eða ekki. Ámi Johnsen hefur sem kunn- ugt er gert tillögu um það að löglegur hámarkshraði á vegum úti verði 100 km á klukkustund, en sektar- heimild er til staðar sé ekið 10 km hraðar en hámarks- hraði segir til um. Fleira verður Hallgrímur með í pokahominu og fær hann m.a. Þórunni Sigurð- ardóttur, leikstjóra, og nokkra meðlimi Herranæt- ur, leikfélags Menntaskól- ans í Reykjavík, í viðtal, en Herranótt er að færa upp leikrit Williams Sha- kespeares, Rómeó og Júlíu. — Þá vonast Hallgrímur til þess að fá Bubba Morthens á lfnuna, en Ásbjöm er á Akureyri. Hafa þeir eflaust margt að spjalla og ekki ólíklegt að nýútgefíð smokkalag beri á góma. UTVARP FIMMTUDAGUR 26. febrúar 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Mar- teinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Saemundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fjörulalli" eftir Jón Viðar Gunnlaugsson. Dóm- hildur Sigurðardóttir lýkur lestrinum (9). (Frá Akureyri.) 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Morguntónleikar. a. Grande Rondeau i A-dúr. Emil og Elena Gilels leika á pianó. b. Kvintett í A-dúr op. 114. (Silungakvintettinn) Svjat- oslav Rikhter leikur með Borodin-kvartettinum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Efri árin. Umsjón Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Áfram veginn", sagan um Stefán íslandi. Indriði G. Þorsteins- son skráði. Sigríður Schiöth les (5). 14.30 Textasmiöjan. Lög við texta Þórarins Eldjárns og Ólafs Hauks Símonarsonar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 18.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson kynnir islenska samtímatónlist. 17.40 Torgið — Menningar- straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Brögð í tafli", tveir einþáttungar eftir Rod- erick Wilkinson. Þýðandi: Margrét Jónsdóttir. Leik- stjóri: Jón Viðar Jónsson. Fyrri einþáttungurinn nefn- ist „Maðurinn sem gekk of langt" og leikendur eru: Harald G. Haralds, Sigurður Karlsson, Erlingur Gíslason, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Síðari einþáttungurinn heitir „Shang-skálin" og í honum leika: Siguröur Skúlason, Aðalsteinn Bergdal, Jón Hjartarson, María Sigurðar- dóttir og Steindór Hjörleifs- son. (Einþáttungarnir verða endurteknir nk. þriðjudags- kvöld kl. 22.20.) 21.00 Samleikur i útvarpssal Die Xylophoniker-hljóðfæra- flokkurinn frá Munchen leikur tónlist eftir Praetorius, Bach, Schubert, Joplin og fleiri á ásláttarhljóðfæri. 21.30 Áin, fiskarnir og fuglarn- ir allir. Stefán Jónsson ræðir við Björn J. Blöndal, rithöf- und I Laugaholti. (Áður útvarpað sumarið 1967.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 10. sálm. 22.30 Önnur saga. Þáttur I umsjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Kristínar Ást- geirsdóttur. 23.00 Túlkun I tónlist. Rögn- SJÓNVARP •O. Tf FÖSTUDAGUR 27. febrúar 18.00 Nilli Hólmgeirsson — Fimmti þáttur Þýskur teiknimyndaflokkur gerður eftir kunnri barna- sögu eftir Selmu Lagerlöf um ævintýraferð dreng- hnokka I gæsahópi. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.26 Stundin okkar'—Endur- sýning Endursýndur þáttur frá 22. febrúar. 19.06 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.10 Þingsjá Umsjón. Ólafur Sigurösson. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spitalallf (M*A*S*H) Tuttugasti þátt- ur. Bandariskur gaman- myndaflokkur sem gerist á neyöarsjúkrastöö banda- ríska hersins I Kóreustríð- inu. Aðalhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.36 Auglýsingarog dagskrá 20.40 Unglingarnir I frumskóg-' inum Efni frá Breiöóvision '87, skíöaæfingar I Skálafelli og rabb við færeyskar stúlkur á Islandi. Umsjón: örn Þórð- arson. 21.10 Mike Hammer — Fimmti þáttur Bandarískur sakamála- myndaflokkur gerður eftir sögum Mickey Spillane um einkaspæjarann Mike Ham- mer. Aðalhlutverk: Stacy Keach. Þýðandi Stefán Jök- ulsson. 22.00 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.30 Seinni fréttir 22.40 Gegnum járntjaldið (Torn Curtain) Bandarísk bíómynd frá 1966. Leik- stjóri: Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk: Paul Newman og Julie Andrews. Banda- rískur vísindamaöur leitar hælis í Austur-Þýskalandi eftir að hugmyndum hans um gagnflaugakerfi hefur verið hafnað. Hann tekur upp samvinnu við þýska starfsbræður en leyniþjón- ustan í Berlín grunar þó útlendinginn um græsku. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.40 Dagskrárlok (t 0, STOD-2 FIMMTUDAGUR 26. febrúar §17.00 Myndrokk. §18.00 Knattspyrna. Um- sjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Ferðir Gúllivers. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. Einn frétta- manna Stöðvar 2 fjallar um ágreiningsmál líðandi stundar og svarar spurning- um áhorfenda á milli kl. 20.00 og 20.15 í síma 673888. 20.15 Ljósbrot. Kynning helstu dagskrárliða Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklaö á helstu viðburðum menn- ingarlífsins. Umsjónarmað- ur er Valgerður Matthías- dóttir. 20.40 Morðgáta (Murder She Wrote). Bandarískur saka- málaþáttur. §21.30 Pappírsflóö (Paper Chase). Gamanmynd með Timothy Bottoms, Lindsay Wagner og John Houseman í aðalhlutverkum. Leikstjóri er James Bridges. Ungur maður hefur nám við laga- deild Harvard-háskóla en ástamálin gera honum lifið leitt. §23.10 Af bæ í borg (Perfect Strangers). Banda- rískur gamanþáttur. §23.45 Garöurinn hernum- inn (The Park Is Mine). Bandarfsk kvikmynd með Tommy Lee Jones í aðal- hlutverki. Fyrrverandi Víet- namhermaður tekur Central Park herskildi til þess að vekja athygli é málstað sinum. 01.20 Dagskrárlok. valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Frá alþjóðaskák- móti i Reykjavík. Jón Þ. Þór flytur skákskýringar. 00.15 Dagskrárlok. WA» FIMMTUDAGUR 26. febrúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Tvennir tímar á vinsældalistum, tónleikar helgarinnar, verðlaunaget- raun og Feröastund með Sigmari B. Haukssyni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Hingað og þangaö um dægurheima með Inger Önnu Aikman. 15.00 Sólarmegin. Tómas Gunnarsson kynnir soul og fönktónlist. (Frá Akureyri.) 16.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. 17.00 Hitt og þetta. Andrea Guðmundsdóttir kynnir lög úr ýmsum áttum. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö. Gunnar Svanbergsson kynnirtiu vinsælustu lög vik- unnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragn- heiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórn- andi: Svavar Gests. I þætt- inum verður rætt um söngflokkana Andrews- systur og Pointer-systur. 23.00 Allar vildu meyjarnar eiga þá. Á áttunda áratugn- um nutu söngvarar á borð við Donny Osmond og David Cassidy mikilla vin- sælda en mega nú muna fífil sinn fegri. I þessum þætti er fjallaö um feril nokk- urra slíkra söngvara og leikin þekktustu lög þeirra. Umsjón: Helgi Már Baröa- son. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRJ 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. M.a. er leitaö svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á Markaðs- torgi svæðisútvarpsins. 989 BYLGJAN FIMMTUDAGUR 26. febrúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað — fund- ið, opin lína, mataruppskrift- ir og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóamarkaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar slðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Tónlistar- gagnrýnendur segja álit sitt á nýútkomnum plötum. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk- ið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tónlist í umsjá Karls Garðarssonar fréttamanns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA Kriatlle| ÉtvaiftatM. FM 102,9 FIMMTUDAGUR 26. febrúar 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Barnagaman. Endur- fluttur þáttur frá fyrri laugar- degi. 17.00 Hlé. 21.00 Kvöldstund með Tomma. 22.00 Fagnaðarerindið flutt ( tali og tónum. Þáttur sér- staklega ætlaður ensku- mælandi fólki. 24.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.