Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
„ÞcÁ \ciS yfir -fi Linn og x/ih
4innum ekki gáeslumanninn.
©1986 Universal Pre»s Syndic«le
Kaffið getur ekki verið
kalt. Búinn að vera
straumur undir því í þrjá
daga.
HÖGNI HREKKVlSI
„VÁ ! peiR EIZU BÚWfZ AB> SKRSVTA ALLr
pÖSTHÖS\£>J »
Neðri málstofa breska þingsins
Endurskoðið byggingarmál
nýju þinghallarinnar
Kæri Velvakandi.
í Morgunblaðinu 3. janúar sl.
birtist eftirtektarverð grein eftir
Siguijón Sigurbjömsson undir fyr-
irsögninni „Hvort er hagkvæmara
að fjölga húsum eða fækka þing-
mönnum?"
Eins og fram kemur í greininni
ríkir mikil óánægja meðal þing-
manna og almennings um þá
teikningu að þinghúsi, sem verð-
launuð hefur verið og einnig um
staðsetningu og jafnvel hvort þörf
sé á nýju þinghúsi í næstu framtíð.
í þessu sambandi bendir greinar-
höfundur á að oft hefur verið rætt
um það utan þings að þingmenn
væru óþarflega margir. En þeir
sjálfir hafa verið einráðir um fjölg-
un sína og til skamms tíma
skammtað sér laun og hlunnindi.
Hann bendir réttilega á að í stað
Lífskjörin batna ekki
með kúgnn og ofbeldi
Willy Brandt segir manni að
fylgjast grannt með stjómarstefnu
Gorbachevs, en er hann rétti maður-
inn til þess? Brandt hefur alltaf
verið dyggasti stuðningsmaður
kúgunar og útþenslustefnu vald-
hafanna í Moskvu, og verður minnst
fyrir það í sögunni, ef stuðningur
hans og þeirra sem honum fylgja
ganga ekki að lýðræðinu dauðu.
Það er satt að fleiri andófsmenn
fá nú frelsi en áður og er ástæðan
fyrir því, að nú er í fyrsta skipti
farið að tala um mannréttindamál
á afvopnunarfundum. En hvað líður
umbótum í lífi almennings í Sov-
étríkjunum? Það bólar ekki neitt á
þeim. Ekkert er minnst á bættan
vinnuaðbúnað, ekki á að leggja nið-
ur sjúkrahúsin fyrir verkamenn,
ekki á að hrófla við Gulaginu og
geðsjúkrahúsin fyrir pólítíska and-
stæðinga eru enn við lýði o.s.frv..
Má þjóð sem skrifað hefur undir
Helsinki-sáttmálann reka slíkar
stofnanir? Að ekki sé minnst á
hryðjuverkaskólann sem KGB rekur
fyrir útlendinga og lesa má um í
bókinni KGB-Today.
Willi Brandt stjómaði demó-
krataþinginu sem haldið var í Perú
og neitaði að tala við flokksbræður
sína. Þeir sögðu sem satt var að
þeir hefðu hrakið Somoza frá völd-
um og ætlað að koma á lýðræði í
Nicaragua. Sandinistar ætluðu aft-
ur á móti að koma á stjómskipulagi
eins og á Kubu með stuðningi Cast-
ros. Til þess fá þeir fé frá skand-
inövum og þeim fylgir vinstri
pressan, félagsfræðingamir, frið-
ardúfurnar og jafnvel kirlqan, þó
ekkert fordæmi hafi í kristinni trú
að styðja kúgunaröfl sem fótum
troða öll mannréttindi.
Stuðningurinn við sandínistana
er auglýstur en bandaríkjaforseti
verður á laun að styðja frelsisöflin
í Nicaragua, og fær bágt fyrir hjá
þeim sem þykjast vera að beijast
fyrir frelsi, friði og öðrum sjálfsögð-
um mannréttindum. En lífskjörin
batna ekki með kúgun, ofbeldi og
engu tjáningarfrelsi.
Húsmóðir
þess að færa úr kvíamar í þessu
efni, með því að fara að byggja
nýja þinghöll fyrir milljarða, þá
beri að fækka þingmönnum um
þriðjung, þannig að þeir yrðu 42
og að löggjafarþing með þeim þing-
mannafjölda myndi nýtast þjóðinni
jafn vel og með 63 eða fleiri. Þetta
myndi spara ríkinu stórfé í launum
og öðrum kostnaði og gera bygg-
ingu nýrrar þinghallar óþarfa um
sinn.
Eftir að ég las þessa ágætu grein
Siguijóns á sínum tíma, eða þegar
hún birtist í byijun þessa árs (betur
að fyrr hefði verið), þá rifjaðist það
upp fyrir mér að hafa einhvem
tímann lesið um það, að á stríðsár-
unum, eða nánar tiltekið árið 1941,
hefðu Þjóðveijar gert loftárás á
breska þinghúsið, The House of
Parliament", og við það hefði sá
húshluti þar sem neðri málstofan,
The House of Commons, var ge-
reyðilagst. Þegar að því kom að
gera við skemmdimar og endur-
byggja málstofuna var strax alger
einhugur meðal æðstu ráðamanna
í öllum þingflokkum, með Winston
Churchill í fararbroddi, að húshluti
neðri málstofunnar, sem skemmdist
mest í árásinni skyldi endurbyggður
algjörlega í sinni upprunalegu
mynd, en það sem meira var, aðeins
tveir þriðju þingmannaQöldans, sem
þá voru 430, rúmuðust þar, en
heildarfjöldi þingmanna neðri mál-
stofunnar var þá 630.
Eg vona að íslensk stjómvöld
beri gæfu til að endurskoða fyrir-
huguð byggingarmál nýrrar þing-
hallar og að þá sitji í fyrirrúmi
fyrirhyggja og ráðdeildarsemi um
ákvörðunartöku áður en lengra er
haldið.
Kjósandi
Víkverji skrifar
að er með ólíkindum hversu
margir heimsfrægir íþrótta-
menn heimsækja ísland. Á dögun-
um var haldin hér mikil bridshátíð
og meðal snillinganna sem sneru
spilum við græna borðið voru menn
á borð við Belladonna, Zia Mah-
mood, Sontag og Eisenberg.
Þessir kappar voru vart fyrr fam-
ir af landi brott er heimsþekktir
skákmenn vom seztir í stólana
þeirra á Hótel Loftleiðum. Menn
af þremur kynslóðum skákmanna
með þá Kortsnoj, Timman og
undrabamið Short í broddi fylking-
ar. Þrír erlendu gestanna í viðbót
em meðal stigahæstu skákmanna
í heimi, þeir Ljubojevic, Polugaevski
og Portisch. Okkar menn hafa eðli-
lega átt við ramman reip að draga,
en þó náð að hræra við skák-
strengnum í bijósti íslendinga eins
og þegar Jóhann vann Kortsnoj á
mánudaginn.
XXX
Krökkt hefur verið af fólki á
skákmótinu og sömu sögu er
að segja af landsleikjunum í hand-
knattleik í vikunni. Landsliðið lék
tvo leiki gegn heimsmeistumm,
Júgóslövum og urðu margir frá að
hverfa. Þó sýndi ríkissjónvarpið
leikina að miklu leyti beint, útvarps-
stöðvar vom með margra tíma
dagskrá í sambandi við leikina og
blöðin skrifuðu og mynduðu grimmt
svo allt kæmist til skila. Þeir sem
fylgdust með heimsmeistarakeppn-
inni í Sviss í fyrra gera sér grein
fyrir getu Júgóslavanna.
XXX
Meira um gestakomur. Á næst-
unni er væntanlegur hingað
til lands hópur Norðmanna til að
kynna sér sjónvarpsrekstur. Norð-
menn undirbúa nú stofnun annarrar
sjónvarpsstöðvar (TV 2) og standa
sjö af stærstu sveitarfélögum Nor-
egs að baki þeirri vinnu; Tromsö,
Þrándheimur, Álasund, Bergen,
Stavanger, Kristiansand og Liile-
hammer. Á hveiju svæði er
hugmyndin að verði sjálfstæðar
stöðvar og byggði hver um sig á
um 500 þúsund manna áhorfenda-
markaði.
Þær gagnrýnisraddir hafa komið
fram í Noregi að hálf milljón manna
sé of lítill hópur að byggja á fyrir
alvarlega, en þó metnaðargjama
sjónvarpsstöð. Urtölumönnunum
hefur verið bent á, að á íslandi sé
ekki ein, heldur tvær lifandi sjón-
varpsstöðvar. Þar búi aðeins 240
þúsund manns. Þá velta Norðmenn
mjög fyrir sér auglýsingum í sjón-
varpi. Hvemig áhorfendur brygðust
við slíku og hvaða áhrif þær hefðu
á annað sjónvarpsefni og á aðra
fjölmiðla svo dæmi séu tekin.
XXX
Iviðtali í útvarpi fyrir nokkru
talaði virðulegur borgarfulltrúi
um að einhveijir væru komnir á
yzta naf. Hefur sjálfsagt átt við
yztu nöf blessaður. í sjónvarpi tal-
aði stjómandi þáttar um að
Reykvíkingar innbyrtu svo og svo
mikið af rafmagni.