Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 13

Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 13
f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 13 Tónstofa opnuð í Heyrnleys- ingjaskólanum TÓNSTOFA í Heymleysinga- skólanum var formlega tekin í notkun fimmtudaginn 19. febrú- ar sl. og var sérstakur gestur skóians við opnunina danski heyrnleysingjakennarinn og músikterapeutinn Claus Bang, einn nafntogaðasti frumkvöðull músikterapiu við kennslu heym- ardaufra barna. Við opnun tónstofunnar afhenti Ijonsklúbburinn Fjölnir skólanum að gjöf hljóðfæri og hljómburðar- tæki fyrir hálfa milljón króna. Borgþór H. Jónsson veðurfræðing- ur og formaður klúbbsins afhenti gjöfína en Gunnar Salvarsson skólastjóri tók við henni fyrir hönd Heymleysingjaskólans. Tónlist hefur verið notuð í æ ríkari mæli í heymleysingjakennslu á síðustu áram og þykir eitthvert besta hjálpartækið sem völ er á til þess að örva skynjun heymardaufra á hljóðum og hljómfalli, gegnum til dæmis hreyfíngu, dans og söngva. Músíkterapía hefur verið notuð með Verkamanna- félagið Arvakur: Samtök laun- þega í fjórð- ungunum verði efld Á STJÓRNARFUNDI í verka- mannafélaginu Árvakri á Eski- firði þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Stjóm verkamannafélagsins Árvakurs vill vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur um að leggja niður fjórðungssambönd innan verkalýðs- hreyfíngarinnar, leggja áherslu á að samtök launþega í fjórðungnum verði efld og telur að hagsmunum verkafólks á landsbyggðinni verði best borgið innan öflugra fjórð- ungssambanda." góðum árangri í heymarþjálfun og talkennslu og Heymleysingjaskól- inn bindur miklar vonir við þá nýjung í kennslu heymardaufra á íslandi sem felst í opnun tónstof- unnar. Claus Bang efndi til námskeiðs um gildi músíkterapíu í sérkennslu dagana 20. og 21. febrúar og var námskeiðið haldið í Gerðubergi á vegum Hejmleysingjaskólans og Þjálfunarskóla ríkisins, Safamýri. Um fímmtíu sérkennarar sóttu námskeiðið. (Fréttatilkynning) Tónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar heldur sína árlegu tónleika laug- ardaginn 28. febrúar nk. Tónleikamir verða í íþróttahús- inu v/Strandgötu og hefjast kl. 14.30. Stjómandi Lúðrasveitar Hafnar- fjarðar er Hans Ploder, en hann hefur verið stjómandi sveitarinnar í rúm tuttugu ár. Kynnir á hljómleikunum verður Markús Á. Einarsson veðurfræð- ingur. Fuglabjörg á fundi Fugla- vemdarfélagsins í KVÖLD, fimmtudag, heldur Fuglavemdarfélag íslands fræðslufund f Norræna húsinu, sem öllum er opinn og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum verður fluttur fyrir- lestur um fuglabjörg og er það próf. Amþór Garðarsson sem er fyrirles- ari. Danski heymleysingjakennarinn og músikterapeutinn Claus Bang prófar nýju hljóðfærin ásamt nokkr- um nemendum skólans. ný þjónusta VERÐBRÉFAMflRKflÐS IÐNAÐARBAWKflNS HF aO Ármúla 7 VERBBntfAREIKNINGUR Með verðbréfareikningi býðst ný þjónusta Verðbréfamarkaðs Iðn- aðarbankans hf. sem sparar bæði' tíma og fyrirhöfn. í henm telst m.a. □ að kaupa eða I henni selja skuldabréf og að kaupa hlutabréf samkvæmtóskum reikningseig- anda og varðveita þau skrásett á verðbréfa reikningi hans □ að innheimta greiðslur af skuldabréfum og fylgjast með arðgreiðslum af hlutabréfum og útgáfu jöfnunarhluta- bréfa □ að ráðstafa greiðslum af verðbréfum eftir óskum reikn- ingseiganda þannig að jafnan sé fé til reiðu á umsömdum tíma □ að senda reikningseiganda sérstök yfirlit um verðbréfa- eign og viðskipti hans með reglubundnum hætti. Á verðbréfareikning er hægt að skrá allar algengar teg- undir verðbréfa. Sem dæmi má netna overðiryggö og verð- tryggð skuldabréf, skuldabréf verðbréfasjóða, kaupsamn- inga, hlutabréf, spariskírteini ríkis- sjóðs, erlend verðbréf o.s.frv. Eigandi verðbréfareiknings getur látið Verðbréfamarkað Iðnaðarbankans hf. sjá um kaup eða sölu verðbréfa í sínu nafni þegar honum hentar. Starfsmaður Verðbréfamarkaðs Iðnaðarbankans hf. sér um að leggja fé inn á bankareikning eigandans hafi verðbréf verið seld eða taka fé út af bankareikn- ingi til kaupa á verðbréfum hafi þess verið óskað. Með því að ávaxta fé á verðbréfareikningi er þannig unnt að trygyjayóða ávöxtun til lengri eða skemmrl tlma. Verðbréfarelknlngirr Verðbréfamarkaðs IðnaðarbanKanstif. er ætlaður þeim sem vilja ávaxta fjármuni sína á öruggan og áhyggjulausan hátt. Til dæmis þeim sem vilja leggja fyrir reglulega og ávaxta fjármuni til eftirlaunaáranna eða þeim sem nú þegar eiga fjármuni og þurfa reglulegar greiðslur til að lifa af. Þeim sem vilja spara bæði tíma og fyrirhöfn og láta okkur um að gera verðbréfaviðskiptin einföld og örugg. 1 Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla7 s 68-10-40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.