Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
25
Verðlagsráð:
Leignbílar of margir
og þjónustan óhagkvæm
Afstaðan byggist á misskilningi á að-
stæðum í stéttinni, segir formaður Frama
VERÐLAGSRÁÐ hefur samþykkt 7,5% hækkun á töxtum
leigubifreiða og sendibifreiða, eins og fram kom í blaðinu
í gær. Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra óskaði eftir
að verðleggja þjónustu leigubifreiða í samræmi við nýjan
taxtagrunn, sem gerður hefur verið, og þýtt hefði 18%
hækkun á núgildandi töxtum. Þvi hafnaði verðlagsráð,
meðal annars vegna þess að það taldi að leigubílar væru
of margir og að þessi þjónusta væri rekin á óhagkvæman
hátt.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði að nýi taxtagrunnurinn sýndi
þörf á 18% hækkun taxtanna mið-
að við núverandi skipulag. Við
umræður um þetta erindi í verð-
lagsráði hefði skipulag þjón-
ustunnar komið til umræðu, eins
og stundum áður. Verðlagsráðs-
menn teldu að leigubflar væru allt
of margir á höfuðborgarsvæðinu,
og hefði þeim flölgað á undanföm-
um árum, en menn teldu að með
fækkun bflanna og betri nýtingu
þeirra allan sólarhringinn mætti
jafnvel lækka taxtana. Verðlags-
ráð teldi að þetta gengi ekki lengur
og að ekki væri hægt að velta
þessum vandamálum út í verðlag-
ið. Því hefði verið samþykkt
samhljóða í ráðinu að hækka
gamla taxtagrunninn i samræmi
við verðlagsþróun að undanfömu,
en taka ekki afstöðu til nýja
gmnnsins. Einnig hefðu verið uppi
raddir um að gefa leigubifreiða-
taxtana ftjálsa, en forsendan fyrir
því væri að afnumdar yrðu allar
reglur sem takmörkuðu ftjálsan
aðgang að atvinnugreininni.
Ingólfur Ingólfsson formaður
Frama, stéttarfélags leigubifreiða-
stjóra, sagði að Bandalag íslenskra
leigubifreiðastjóra hefði unnið að
endurskoðun taxtagrunnsins i ná-
inni samvinnu við Verðlagsstofn-
un. Niðurstaða þeirrar vinnu hefði
orðið sú að þörf væri á 18% hækk-
un núgildandi taxta. „Um af-
greiðslu verðlagsráðs get ég ekki
annað sagt en að hún hlýtur að
vera byggð á misskilningi á að-
stæðum í stéttinni. Við munum að
sjálfsögðu reyna að eyða þeim
misskilningi," sagði Ingólfur, og
vildi ekki tjá sig að öðra leyti um
afgreiðslu verðlagsráðs á erindi
leigubifreiðastjóra.
Ingólfur sagði að skoðanir verð-
lagsráðsmanna um að leigubflar
væra of margir á höfuðborgar-
svæðinu féllu að skoðunum leigu-
bifreiðastjóra. Nú væra um 636
leigubflar á höfuðborgarsvæðinu
og hefði Qölgað sl. tvö ár, en hægt
væri að færa rök að því að þeim
þyrfti að fækka um meira en 100.
Þessu réðu leigubflstjórar hins veg-
ar ekki, sérstök nefnd á vegum
samgönguráðherra úthlutaði leigu-
Lflaleyfum. Af þessu leiddi síðan
að nýting bflanna væri minni en
æskilegt væri.
Mikil ásókn er hjá mönnum að
fá leigubifreiðaleyfí. Aðspurður um
hvort þetta benti ekki til þess að
menn sæu möguleika á sæmilegri
afkomu, sagði Ingólfur: „Þetta
segir ekki neitt um hvað menn
hafa á tímann og það er viður-
kennt að útilokað er að lifa á 8
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
tíma vinnu á dag. Hins vegar hafa
menn möguleika á að vinna sér inn
tekjur með mikilli vinnu. Menn
sækja í þessa vinnu af öðram
ástæðum, svo sem því að geta
unnið sjálfstætt."
Við 7,5% hækkun taxtanna
hækkar startgjaldið úr 120 krón-
um f 130, klukkustund í bið úr
514,30 í 552 krónur, kflómetri í
dagvinnu úr 16,60 í 17,86 krónur
og í næturvinnu úr 25 kr. í 26,84.
Sem dæmi má nefna að fargjald
úr miðbæ upp í Breiðholt, miðað
við 7 km, hækkar úr 240 kr. í 255.
Niður
meö hita-
kostnaðinn
OFNHITASTILIAR
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
Tölvunámskeið
fyrir fullorðna
Fjölbreytt, vandað og skemmti-
legt byijendanámskeið fyrir fólk
á öllum aldri.
Dagskrá
★ Grundvallaratriði við notkun tölva.
★ Forritunarmálið BASIC, æfingar.
★ Ritvinnsla með tölvu, æfingar.
★ Notkun töflureikna, æfingar.
★ Notkun gagnasafnskerfa, æfingar.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Tími: 3., 5., ÍO. og 12. mars kl. 20—23.
Innritun í simum 687590 og 686790
Q
,©
!?M Tölvu f ræðslan
BORGARTÚNI 28, REYKJAVÍK
ínan frá ICEWEAR
er nýkomin
íslensk hönnun! íslensk framleiðsla!
3163
vefð:
«r. 2,040,'
«r. 1.760,-
TTÍTO60'
POSTSENDUM