Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 52_________________________ Minning: Oddur G. vélsljóri Fæddtir 4. ágúst 1904 Dáinn 18. febrúar 1987 Þegar ég var bam hugsaði ég eins og bam, stendur í helgri bók. Mér kom þetta í hug þegar ég fór að rifja upp samskiptin við Odd frænda minn. Ein af fyrstu bemskuminningum mínum er ter.gd honum. Þá átti ég heima í vestur- bænum, eða á Bráðræðisholti. Ég var fjögurra ára gamall og vildi óður og uppvægur fara með í bílnum sem var að flytja Þórunni ömmu mína á sjúkrahús. Oddur talaði um fyrir mér og fékk mig til að vera heima með góðu. Þá var lífíð einfalt. Á Bráðræðisholtinu sá vel til sjávar. Flæðarmálið hafði mikið aðdráttarafl og oft kom fyrir að Oddur sótti mig þangað. Heims- myndin var skýr. Sólin kom upp á bak við fjöllin á morgnana og sökk síðan í sjóinn á kvöldin úti í flóa. Heimsmiðjan var á Holtinu, þar var alltaf eitthvað að gerast. En ein- hvem veginn fann ég að Oddur þekkti stærri heim en ég, því hann sagði mér tíðum frá ferðum sínum til útlanda, Englands og Þýska- lands. í mínum huga hlutu þessi lönd að vera einhvers staðar á milli Bráðræðisholtsins og þar sem sólin sökk í sæinn, því hann hafði farið þessar ferðir á skipi. Mér var lfka sagt hvemig Oddur braust í slæmu veðri til að ná í ljós- móðurina þegar ég var í þann mund að skjótast í þennan heim. Og enn- þá verra veður var þegar hann hjálpaði séra Áma Sigurðssyni heim frá því að skíra mig, en þann dag bar upp á Halaveðrið í febrúar 1925. Og þó að ég muni þessa at- burði ekki, man ég vel hversu ljúfur og góður hann var við mig, sem var einþykkur með afbrigðum, og alltaf virtist sem erfiðleikar líðandi stundar væru úr sögunni þegar vandamálin voru borin undir hann, því Oddur var ákaflega yfírvegaður og rólegur maður. Síðar á uppvaxtarárunum varð lengra á milli okkar, þegar foreldr- ar mínir fluttu suður í Hafnir. En margar ferðimar fór hann suðureft- ir og þá var hátíð. Alltaf hafði hann eitthvað nýtt að segja okkur. Frá- sagnir af ferðalögum á sjó og landi, bæði innanlands og utan. Ekki var síðra að koma á heim- ili hans á Vesturgötu 37. Það var ævinlega tilhlökkunarefni að koma þar og helst að dvelja um stund. Kvæntur var Oddur jafnöldu sinni, Kristínu Ólafsdóttur. Eignuðust þau tvö böm, þau Kristbjörgu Maríu sem dó í bemsku, og Gunnar við- skiptafræðing. Hans kona er Ema Magnúsdóttir og eiga þau fjögur böm. Heimilið á Vesturgötu 37 var vel búið og fallegt. Gestakomur voru tíðar, enda margt skrafað í þá tíð. Tengdamóðir Odds, Þóra Bjömsdóttir, setti svip sinn á heim- ilið, en það var afar hlýtt með þeim tveimur og Oddur reyndist henni með afbrigðum vel uns hún lést í hárri elli. Árin liðu og ég var ekki lengur bam, en alltaf var sömu alúðina og vináttuna að fínna hjá Oddi. Ég vildi fara og sjá eitthvað af þessum heimi sem hann hafði sagt mér frá. Hann varð mér innan handar við að komast á flugvirkjaskóla í Kali- fomíu þegar ég hafði aldur til. Hann var alltaf mín hjálparhella og stoð. Kannski var hann minnugur þess er hann braust sjálfur til náms af litlum efnum en miklum og sterk- um vilja. En nám hans hófst í Vélsmiðjunni Hamri og Iðnskóla íslands og prófí lauk hann frá Vél- skóla íslands árið 1930. Á þessum árum var hann oft heilsutæpur mjög, og sagði hann mér síðar, að hann hefði tæpast getað lokið þess- um áfanga nema að til hefðu komið góðir vinir. Minntist hann sérstak- lega æskuvinar síns, Erlings Þorkelssonar, sem með honum var í Vélskólanum, og móður hans sem Oddsson hann virti mikið alla tíð. Sagði Oddur að hún hefði hjálpað sér mikið. Að sjálfsögðu var haldið á sjóinn eftir að námi lauk, um fáa kosti var að velja á þeim tímum. Um skeið var hann hjá Landhelgis- gæslunni sem vélstjóri, síðan hjá Eimskipafélagi íslands á Gullfossi. í einni af Kaupmannahafnarferðun- um vildi svo til að farþegi féll útbyrðis úti í hafí. Tilviljun réði því að Oddur var uppi á þilfari. Hann stakk sér á eftir manninum og gat haldið honum uppi þar til frekarí hjálp barst. Ekki flfkaði Oddur því að hann hafði fengið verðlaun úr Camegie-sjóðnum fyrir björgun úr sjó og heiðursverðlaun frá Eim- skipafélagi íslands af sama tilefni. Seinna fór hann sem vélstjóri til Alliance-útgerðarfélagsins og var fyrsti meistari á Hannesi ráðherra um árabil. Þar kynntist hann mörg- um mætum mönnum, en einn af hans bestu vinum um borð var loft- skeytamaðurinn Henry Hálfdánar- son. Báðir áttu það áhugamál að efla slysavamir, bæði til lands og sjávar og unnu að þeim málum. Ráðherrann strandaði við Kjalames og var Oddur í þeirri ferð. Hann sagði mér að óþægilegt hefði verið að vakna í kojunni við urgið í gijót- inu þegar það nuddaðist við skips- botninn. Allir komust heilir í land en skipið náðist ekki út aftur. Nýtt skip var fengið í stað Ráðherrans. Aftur var Oddur orðinn fyrsti meist- ari og nú á einum stærsta togara sem til landsins hafði verið keypt- ur. Hann var nokkum tíma á skipinu. Stríðið var skollið á og mikil sala í físki til Bretlands og siglt með aflann þangað. Kristín, kona Odds, grátbað hann um að fara ekki með eitt skiptið með skip- inu í siglinguna til Bretlands. Með eftirtölum lét hann það eftir henni. Skipið kom ekki aftur úr þeirri för. Þegar þama var komið sögu hætti Oddur sjómennsku. Þegar í land var komið var auð- velt fyrir Odd að snúa sér að öðrum störfum því hann var afburða hag- leiksmaður og kunni vel til verka í jámsmíði. Hann hóf störf í Nýju blikksmiðjunni við margskonar smíði sem til féll. Var hann hjá Haraldi og Einari í nokkur ár og hélst vinátta þeirra félaga ávallt við Odd eftir að hann hélt til annarra starfa. Fyrir rúmum 40 árum réðst Odd- ur til starfa hjá Hf. Shell á íslandi. Hans starfssvið var sala á smurolíu og smurefnum félagsins og að veita tæknilegar uppiýsingar varðandi þær vömr. Hófst nú nýr kafli í starfsævi Odds. Margar ferðir fór hann til Shell Intemational í London og víðar til að taka þátt í margs konar námskeiðum um smur- og olíuefni. Fyrstu ferðina fór hann í lok heimsstyijaldarinnar. Allt var í rúst. Matur af mjög skomum skammti, nánast engin upphitun í húsum manna, lítið um flugferðir en farið með skipum og þá stundum með togurum sem voru í fisksölu- túmm. Allt þetta þraukaði Oddur. Hann aflaði sér upplýsinga um sínar vömr sem hann síðan kom frá sér í formi upplýsinga og ráðlegginga til viðskiptamanna félagsins. Ófá vom ferðalögin innanlands á öllum árstímum og viðlegumar þegar bíða þurfti eftir skipum og hafa tal af skipstjómarmönnum. Þettagattek- ið nokkrar vikur í senn. En Oddur hafði ánægju af að takast á við vandamálin og leysa þau. Ég held að allir viðskiptavinir félagsins hafí kunnað að meta þá fyrirgreiðslu alla. Að vissu leytí var hann brautryðj- andi hér á landi varðandi auglýsing- ar á olíuvörum. Hann fór aldrei í ferðalag án þess að hafa með sér kvikmyndavél og fílmur tæknilegs eðlis og talaði svo textann sjálfur eftir því sem efnið gaf tilefni til. Þetta kom oft að ómældum notum. Annað sem vakti mikla athygli hjá mönnum var að hann sýndi þeim á hitaplötu mismun á smurolíuteg- undum við bruna og þar með sótmyndunina sem eftir varð í vél- inni. Þótt Oddur væri önnum kafínn við störf sín, hvfldi hann sig oft í kjallaranum á Vesturgötu 37. Þar hafði hann tæki og tól til alls konar smíða, og máti heita að flest væri hægt að smíða þar niðri sem hægt var að koma út um dymar. Átti hann margar ánægjustundimar við rennibekkinn og skrúfstykkið. Nýtnin sat í fyrirrúmi og naut ég oft góðs af því, og fór aldrei bónleið- ur til búðar ef mig vanhagaði um eitthvað smálegt. Tíminn leið og allt í einu var Oddur orðinn sjötugur. Hann trúði þessu varla sjálfur, því alla tíð hafði hann verið fremur heilsuveill og bjóst ekki við langri ævi. Bræður hans, Jónas, Sigurður og Maron, létust allir á besta aldri. Móðir mín, systir Odds, fylgdi honum þó eftir, tveimur árum yngri. Það hafði atvikast þannig, að ég elti Odd til Olíufélagsins Skeljungs. Við vomm þar saman í 10 ár, þar af 3 ár í sama herbergi. Það var gott að vera nærri honum. Einn daginn kom hann inn í herbergi okkar og sagði við mig að nú væri ég laus við sig, það væri búið að gefa sér „Híf og heis“. „Ég er að hætta störfum hér vegna aldurs," sagði hann. Ég held að undir niðri hafí honum fallið nokkuð þungt að þurfa að hætta, þótt ekki hefði hann hátt frekar en endra nær. Vafalaust fannst honum starfsork- an vera meiri en hann gerði sér grein fyrir. En svona er gangur lífsins. Það eldra verður að víkja fyrir hinu yngra. Hann hélt heim og vann við ýmsa handavinnu í kjallaranum góða, og átti nokkur ánægjuleg ár á Vesturgötunni. Hann hafði alltaf haft gaman af spilum og sótti spilaklúbbana hjá Félagsmálastofnun og eignaðist þar marga góða kunningja. Því alltaf var hann vel kynntur hvar sem hann fór. Um ættir Odds ætla ég ekki að íjölyrða. Hann hét fullu nafni Odd- ur Guðmann. Föðurætt hans var af Kjalamesi og móðurætt úr Grímsnesi. Og dvaldi hann stundum hjá föðurfólki sínu í Bakkakoti og Króki. Þau Kristín og Oddur fluttu fyrir nokkrum árum af Vesturgötunni á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrst í hjónaíbúð í Jökulgrunni en síðan inn á „hótelið" eins og hann kallaði það. Smátt og smátt hrakaði heilsu beggja, en Kristín dó fyrir tveimur árum. Eftir það var hann einn, en átti sína vini þar sem og annars allt merkilegt í umhverfínu var rík í honum og þá kannski ekki alltaf farið að þeim leikreglum em við hin fullorðnu setjum bömum okkar. Samt skulum við hafa hugfast að það er einmitt þessi rannsóknar- og könnunarárátta sem fært hefur mannkynið frá tilveru steinaldar- mannsins til tæknivæðingar nútím- ans. Það var eflaust þessi könnunarþörf sem dró Siguijón að Elliðaánum örlagadaginn í liðinni viku, að skoða þar samspil vatns og íss, hita og kulda í náttúrunni. Skyndilega verður slys og Siguijón litli er hrifinn á brott úr þessum heimi. Eftir situr sár söknuður og minningin ein. Við sem erum komin til fullorð- insára minnumst flest úr bemsku okkar einhverra atvika þar sem við staðar. Viggo Backmann, gamall starfsfélagi frá Shell, var á sömu hæð, og var Oddi hjálplegur. Ég kom til Odds fyrir fáum dög- um. Bemskuminning flaug í hug mér er ég sá hann þá. Mér fannst andlitið svo líkt og á Þórunni ömmu minni þegar ég sá hana síðast þeg- ar hún fór í bflnum á spítalann og kom ekki aftur. Þessi gamli vinur minn var þreyttur, vildi hvfla sig. Vegmóður var hann af göngunni löngu. Fáeinum dögum síðar var hann allur. Göngunni var lokið, hann hafði loksins fengið að hvfla sig. Ég vildi að lokum færa Oddi móðurbróður mínum bestu þakkir okkar allra frá Merkinesi í Höfnum. Faðir minn, Vilhjálmur Hinrik ívarsson, og móðir mín, Hólmfríður Oddsdóttir, sjá nú á eftir sínum kærasta vini sem frá fyrstu tíð vildi veg þeirra sem mestan og aldrei bar skugga á vináttu þeirra. Við systkinin stöndum líka í mikilli þakkarskuld við þau Kristínu og Odd. Án þeirra hefði svo margt orðið öðruvísi. Ég veit að leikfélag- amir frá Vesturgötunni senda sínar innilegustu kveðjur og þakkir fyrir allt það sem notið var þar í gamla daga. Kahlil Gibran segir eftirfarandi um dauðann: „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og óQötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst muntu heíja íjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ Ég er viss um að Oddur frændi hefði verið sammála skáldinu. Kannski er ekki sorgarviðburður þótt gamall maður deyi. En alltaf er það nú svo að við sem eftir stönd- um erum ekki viðbúin að taka fráfalli náins vinar og ættingja. Svo er það með mig. Én ég er glaður hans vegna — hann er búinn að fá langþráða hvfld. Á hinn bóginn trega ég hann og er um leið þakklátur fyrir að hafa notið samvistar við hann svona lengi. Gunnari og Emu konu hans, svo og fjölskyldu þeirra, flyt ég innileg- ar samúðarkveðjur með þökk fyrir allt sem þau gerðu fyrir Odd frænda. Sigurjón Vilhjálmsson höfum þrátt fyrir vamaðarorð farið út á ystu nöf en eitthvert ólýsan- legt lán komið okkur til bjargar. Einmitt þess vegna ættum við að vita að skammt dugar að vara við hættum þegar böm eiga í hlut, það þarf að byrgja bmnninn. Okkur íbúum Árbæjarhverfis hefur oft hryllt við þeirri slysahættu sem stafar af stíflunni og lóninu á bak við án þess að hafast nokkuð að til að fá hana ijarlægða. Þó hafa þar áður orðið hörmuleg slys og verða áfram þar til eitthvað veður gert. Á þessari sorgarstundu leiftra fyrir hugskotssjónum okkar minn- ingar úr Hraunbænum. Við sjáum Siguijón fyrir okkur, ljóshærðan, grannvaxinn og kvikan í hreyfíng- um með eilítið glettnislegan glampa í augunum. Við minnumst stund- anna sem hann dvaldi við leiki með syni okkar inni hjá okkur þar sem Siguijón var ávallt stilltur og prúð- ur. Við sjáum hann þar sem hann stendur á stigapallinum framan við dymar hjá okkur að bíða þess að Gunnar komi heim til að leika. Við sjáum hann á harðaspretti úti með í fótbolta eða öðrum leikjum með krakkahópnum. Við sjáum hann fyrir okkur í strákahópnum sem hefur skipst í tvær andstæðar fylk- ingar sem elda grátt silfur saman. Við sjáum fyrir okkur dreng sem var góður við sér yngri böm. Við sendum foreldrum Siguijóns, Hrönn og Hallgrími, Ellen, litlu systur hans, og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur G. Flóvens, Sigurrós Jónasdóttir. Sigmjón Hallgríms- son - Kveðjuorð Okkur langar til að þakka litla drengnum okkar, Siguijóni Svan- berg, samfylgdina og þá gleði sem hann veitti okkur, þann tíma sem hann var hjá okkur. „Ó Jesú bróðir besti og bamavinur mesti. Æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (Páll Jónsson) Afi og amma, Hamrabergi 7. Mig langar með örfáum línum að kveðja litla vininn minn hann Siguijón S. Hallgrímsson, sem með svo sviplegum hætti var frá ástvin- um og foreldrum kvaddur þann 18. þessa mánaðar aðeins átta ára gam- all. Því verður ekki með orðum lýst þvflíkur harmur það er að sjá á eftir ungum vini, sem svo skyndi- lega var frá okkur tekinn, vini sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eignast. Það fer eflaust betur á því að við skiljum ekki tilganginn, en þegar slíkur harmur dynur yfír er ekki óeðlilegt að um stund verði trúin efablandin og spumingar sem þessar leiti á hugann: „Hvers vegna“? Hvers vegna er átta ára vinur minn látinn deyja? Hann sem var svo blíður og góður og öllum þótti vænt um. Hann sem var svo skýr, áhugasamur og námfús. Af hveiju fékk hann ekki að takast á við lífið. En ég veit að við þessu fæ ég aldrei svör, en hitt veit ég að minninguna um litla vin min getur enginn frá mér tekið. Minn- inguna sem mér er ljúft að geyma. Guð blessi minningu hans. Ég bið góðan guð að blessa foreldra hans, afa og ömmu og veita þeim styrk og stuðning í hinni miklu sorg, og megi algóður guð lina þjáningar þeirra, blessa þau og varðveita og haldi sinni vemdarhendi yfir þeim um ókomna framtíð. Guðrún Halldórsdóttir í dag verður lítill drengur, Sigur- jón Hallgrímsson, borinn til hinstu hvfldar, aðeins átta ára gamall. Við kynntumst Siguijóni fyrir allmörgum árum er hann flutti með foreldrum sínum í fjölbýlishúsið að Hraunbæ 86, þar sem við bjuggum. Með árunum tókst góð vinátta með honum og Gunnari, syni okkar, þótt á þeim væri nokkur aldursmun- ur. Þeir undu sé oft langtímum saman ýmist úti á leiksvæðunum í Hraunbænum eða inni hjá öðrum hvorum, einkum þó tvö sfðustu árin og þar til við fluttum úr húsinu fyrir fáeinum mánuðum. Siguijón var athafnasamur drengur, sístarfandi og leitaðist alltaf við að vera þar sem eitthvað var um að vera. Þörfín til að skoða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.