Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Reuter VELÞOKNUNAR VÍSITALA Verið er að prófa nýja vél, sem stjómað er af tölvu og nefnd hefur verið „Velþóknunar vísitala". Konan á þessari mynd hefur slíka vél í innkaupakörfunni og skráir inn á hana hversu vel eða illa henni líka vörur verslunarinnar. Mikhail Gorbachev: Vesturlönd vilja umbæturnar feigar Moskvu. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sakaði í gær vest- ræn riki um að ýta undir spennu í alþjóðamálum til að gera Sovét- mönnum erfiðara fyrir með umbætur í innanlandsmálum. í ræðu, sem Gorbachev flutti á þingi sovéska alþýðusambandsins, sagði hann, að hvorki gengi né ræki í afvopnunarviðræðum stór- veldanna vegna þvergirðingsháttar Bandaríkjamanna. Hefðu þeir og bandamenn þeirra hafíð efnahags- lega og pólitíska sókn gegn Sovét- mönnum seint á síðasta áratug og að til hennar mætti rekja mörg vandamálin í sovésku efnahagslífí. Gorbachev gagnrýndi einnig verkalýðsfélögin í landinu fyrir að beijast gegn eðlilegum launamun en hingað til hafa allir verkamenn fengið sömu laun án tillits til vinnu- framlags. Á sovéska alþýðusam- bandsþinginu sitja 188 fulltrúar fyrir 140 milljónir verkamanna. Lögum samkvæmt er verkalýðs- félögum bannað að boða til verkfalls eða krefjast betri vinnuskilyrða. Umbætur í kommúnistaríkjum: Ríki Yarsjárbandalagsins ráða sjálf hvað þau gera segir Valentin Falin, yfirmaður Novosti Vínarborg, Reuter. VALENTIN Falin, yfirmaður Novosti-fréttaþjónustunnar, sagði á blaðamannafundi í Austurríki í gær að Austan- tjaldsríkin réðu því sjálf hvort þau gripu til sömu umbóta og Mikhail Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, hefði beitt sér fyrir þar í landi. Falin sagði að sovézkir leið- togar hefðu ekkert um það aðsegja hvað gert yrði í öðrum kommúnistaríkjum, í því efni væru ekki um að ræða að sumir væru yfirmenn og aðrir undirsát- ar. Leiðtogar viðkomandi ríkja réðu því sjálfír hvað gert yrði og tæpast myndu þeir gera sömu breytingar og Sovétmenn nema þeir teldu þær nytsamlegar. Falin sagði hins vegar að ráða- menn í ríkjum Varsjárbandalags- ins hefðu umbótatillögur Gorbachevs til athugunar. Nic- olae Ceausescu, leiðtogi Rúm- eníu, hefur nánast útilokað breytingar á ríkisbúskapnum þar í landi og miðstýringu atvinnu- °g þjóðlífs. Ráðamenn í Tékkó- slóvakíu, sem settir voru til valda eftir innrás Sovétríkjanna 1968 til að bijóta á bak aftur umbóta- tilraunir þáverandi valdhafa, hafa miklar áhyggjur af umbót- um Gorbachevs. Eru þeir sagðir ófúsir til að gera breytingar. Erich Honecker, aðalritari kommúnistaflokks Austur- Þýzkalands, hefur einnig lýst yfír því að hann sé andvígur umbót- um, en leiðtogar Ungveijalands, Póllands og Búlgaríu, hafa fagn- að umbótunum í Sovétríkjunum. Bretland: Tvísýiiar aukaþing- kosningar í Greenwich London, Reuter. GREENWICH, hið sögufræga Lundúnahverfi á bökkum Thames- fljótsins, sem meðaltimi í heiminum er miðaður við svo og hádegisbaugurinn milli austurs og vesturs, kann að veita mikla visbendingu um það i dag, hvort Ihaldsflokkurinn undir forystu Margaret Thatcher hefur möguleika á þvi að sigra í þingkosning- um og stjóma Bretlandi þriðja kjörtímabilið i röð. Aukakosningar um þingsæti kjördæmisins fara fram nú vegna þess að þingmaður þess er látinn. Líklegt er, að þetta verði síðustu aukakosningamar í Bretlandi, áður en Thatcher lætur boða til almennra þingkosninga, en talið er, að þær muni fara fram annað hvort í júní eða október nk. Af þeim sökum er þessum aukakosningum veittur mikli meiri gaumur en ella. Athyglin beinist ekki sízt að Bandalagi fíjálslyndra og sósíaldemókrata (SDP), sem hefur lýst yfír þeim eindregna ásetningi að vinna þingsætið af Verkamannaflokkn- um, aðal stjómarandstöðuflokkn- um í Bretlandi. Stjómnmálaskýrendur halda þvi fram, að sigur frambjóðanda SDP, Rosie Bames, sem er fertug að aldri, gæti farið langt með að sannfæra fólk um, að Bandalagið geti enn náð því takmarki sínu að verða oddaflokkur á næsta þingi með því að vinna nógu mörg þingsæti til að tryggja það, að hvorki íhaldsflokkurinn né Verka- mannaflokkurinn nái hreinum meiri hluta þar. Bandalagið, sem samkvæmt skoðanakönnunum missti mikið af fylgi sínu í fyrra vegna deilna um vamarmál, hefur nú aðeins 25 þingsæti af 650 á brezka þing- inu. Verkamannaflokkurinn hefur þar 211 og íhaldsflokkurinn 392. Skoðanakannanir að undanfömu benda hins vegar til þess að SDP sé á góðri leið með að ná Verka- mannaflokknum, sem haldið hefur þingsætinu í Greenwich allt frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Frambjóðandi íhalds- flokksins, John Antcliffe, sem er 25 ára gamall bankamaður, má hins vegar eiga von á því að lenda í þriðja sæti. Samkvæmt niðurstöðum síðustu skoðanakönnunarinnar styðja 43% kjósenda í Greenwich Verkamannaflokkinn, _ 39% Bandalagið og aðeins 16% íhalds- flokkinn. Verkamannaflokkurinn, sem undir forystu Neils Kinnocks hefur reynt að færast nær miðju í því skyni að vinna fylgi frá Bandalaginu og auka stuðning sinn á ný hjá millistéttinni, hefur gert sjálfum sér erfíðar fyrir með frambjóðanda, sem gjaman er skipað á bekk með öfgasinnuðum vinstri mönnum. Það er Deirdre Wood, 44 ára gömul kona, sem íhaldsmenn hafa í háð sagt, að væri afsprengi „vinstri vitleysing- anna“ vegna starfs hennar í þágu öfgasinnaðra aðila á vettvangi menntamála og sveitarstjóma- mála. Frú Wood hefur ennfremur sætt gagnrýni fyrir tvöfeldni í afstöðu sinni til NATO og fyrir að hafa átt þátt í því að koma á viðræðum við Sinn Fein, stjóm- málaarm írska lýðveldisishersins (IRA), sem staðið hefur fyrir hryðjuverkum á írlandi. Sumir frammámenn í Verka- mannaflokknum óttast það að álit það sem Wood hefur sem róttækl- ingur, gæti haft mjög neikvæð áhrif og orðið til þess, að SDP sigri Verkamannaflokkinn nú í fyrsta sinn í fjögur ár. Slíkt gæti orðið Kinnock mikill álitshnekkir. Niðurstöður einnar skoðanakönn- unarinnar benda til þess, að allt að 40% af stuðningsmönnum íhaldsflokksins í Greenwich gætu reynzt reiðubúnir til að gefa Bandalaginu atkvæði sitt ein- vörðungu í þeim tilgangi að tryggja það að Verkamamanna- flokkurinn bíði ósigur. Ef slík aðferð væri innleidd í brezk stjómmál, þá gæti það orð- ið til að auka mjög á tvísýnuna varðandi úrslitin í næstu almennu þingkosningum. Eins og er þá benda skoðanakannanir til þess að íhaldsflokkurinn hafí naumt forskot fram yfir Verkamanna- flokkinn í heild. Nýlega fór þó fram skoðanakönnun í 73 kjör- dæmum, þar sem enginn af flokkunum hefur afgerandi for- skot. Úrslitin í þeim myndu því mjög sennilega ráða úrslitum í heild varðandi flokkaskipan á brezka þinginu eftir næstu kosn- ingar. Niðurstöður þeirrar könn- unar bentu hins vegar eindregið til þess að íhaldsflokkurinn myndi þá sigra örugglega. Joseph Begun Begnn boð- ið til Banda- ríkjanna College Park, Maryland, AP. HÁSKÓLINN í Marylandfylki í Bandaríkjunum tilkynnti á þriðjudag að sovéska gyðingnum og andóf smanninum Joseph Beg- un hefði verið boðin staða gisti- prófessors við skólann. Begun, sem er stærfræðingur, var sent bréf dagsett 20.febr. en hann var látinn laus úr fangelsi sl. mánu- dag, eftir að hafa afþlánað dóm fyrir að kenna hebresku og vinna að því að sovéskir andófsmenn fengju að flytjast úr landi. Ekki er vitað hvort Begun þiggur boðið, en nemendur við Marylandháskólann hafa um árabil sýnt Begun sér- stakan áhuga. Þéir hafa skrifað honum bréf, heimsótt konu hans í Moskvu og farið þess á leit, án ár- angurs að vísu, að hann yrði gerður að heiðursdoktor við skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.