Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingl Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Selir og hvalir Hrikalegar lýsingar berast nú daglega í fjölmiðla- fréttum um ágang sela á helztu fiskislóðir við Norður- Noreg. Fiskifræðingar telja að allt að 200 þúsund selir séu á svæðinu frá Þelamörk að landamærum Sovétríkjanna í norðri. Selir þessir, sem eru í fæðuleit, koma frá íshafs- svæðum. Hver selur er talinn torga 6 til 10 kflóum af físki á dag. Selavöðumar valda stórtjóni á veiðarfærum. Fiski- menn eiga í erfíðleikum með að koma netum í sjó, en þau fyllast af sel. Um 30 þúsund selir hafa endað ævi sína í netum Norðmanna á stuttum tíma. Selaplágan hefur ekki sagt jafn ríkulega til sín hér á landi og í Norður-Noregi. Við höfum engu að síður orðið hennar varir, samanber fréttir af óvenjumikilli selagengd á slóð- um Homaflarðarbáta. En enginn veit fyrir, hvort eða hvenær selavöður af þessu tagi berast hingað. Nauðsyn- legt er að efla vísindalegar rannsóknir á selastofnum engu síður en hvalastofnum. Selir og hvalir hafa verið nýttir af þjóðum við Norður- Atlantshaf um aldir, eins og fleiri nytjastofnar í lífríki sjáv- ar. Veiðar og vinnsla þessara nytjastofna em hluti af at- vinnu, efnahag og lífsmáta norrænna þjóða. Island og Norður-Noregur væm lítt byggileg lönd — svo dæmi séu tekin — án þessara auðlinda margvíslegra. Þær hafa hins- vegar nýtingarmörk, sem ekki má yfír fara, eins og hmn sfldarstofnsins er glöggt dæmi um. Nyljastofna sjávar á að nýta að þeim mörkum, sem vísindalegar rannsóknir leyfa, það er, án þess að ganga á eðlilega stofnstærð [höfuð- stól] og án þess að raska nauðsynlegu jafnvægi í nátt- úmnni. Eðlileg nýting eða grisjun þeirra er hinsvegar hluti af lífsbaráttu og fæðuöfl- un fólks. Fátt er mikilvægara fyrir framtíð mannkyns á næstu áratugum en að efla umhverf- isvemd og mengunarvamir — á landi, í legi og í lofti — og stuðla að skynsamlegri nýt- ingu auðlinda lands og sjávar. Þetta á ekki sízt við um þjóð- ir, sem byggja afkomu sína á framleiðslu matvæla, eins og við íslendingar. Viðleitni í þessa átt má þó ekki ganga út í þær öfgar, að stöðva eðli- lega nýtingu eða grisjun sjávarstofna, með þeim afleið- ingum, að jafnvægi í lífríkinu raskist, eins virðist vera niður- staðan við Norður-Noreg, þar sem selamergð er „plága". Selir og hvalir veita físki- mönnum harða samkeppni á fískislóðum. Talið er að selur eti rúmlega milljón tonn físks hér við land á ári, jafnvel hátt í tvær milljónir tonna, og hval- ur annað eins. Það er því ekki óeðlilegt að sjávarútvegsþjóð leggi áherzlu á vísindalegar rannsóknir sela- og hvala- stofna, þann veg, að hægt sé að ná eðlilegu jafnvægi milli vemdar- og veiðisjónarmiða. Eðlilegt er að Hafrannsóknar- stofnun hafí á hendi rannsókn- ir og ráðgjöf í þessu efni og að haldið verði áfram að byggja upp samstarf þjóða við Norður-Atlantshaf um veiði- og vemdarmarkmið. Land- luktar þjóðir, fjarri vettvangi og með takmarkaða þekkingu og takmarkaðan skilning á aðstæðum, eiga hinsvegar ekki að ráða ferð í þessum efnum. Selavöður við Norður-Nor- eg hafa skapað það stór vandamál á fískislóðum Norð- manna, að stjómvöld þeirra leita stuðnings annarra Norð- urlanda — á vettvangi Norður- landaráðs — um viðbrögð, m.a. við að vinna selaskinnum markað á ný og hefja aðgerð- ir gegn ójafnvægi, sem skapast hefur í lífríki sjávar að þeirra dómi. Það er sjálfsagt ýkt samlík- ing að tala um selavanda Norðmanna sem „engisprettu- plágu“ á fiskislóðum, en vandi þeirra er ærinn engu að síður — og íhugunarefni fyrir okk- . ur, enda getur hann orðið okkar vandi sem fískveiðiþjóð- ar, áður en langir tímar líða. Þjóðir við Norður-Atlantshaf verða að ná samstöðu um stefnumörkun og framkvæmd náttúruvemdar og mengunar- vama á veiðislóðum. Þær verða að þræða gullinn meðal- veg vemdar- og veiðisjónar- miða, sem byggja þarf á vísindalegum rannsóknum á lífríki sjávar og efnahagsleg- um veruleika í viðkomandi löndum. Nauðsyn frekari einkavæðingar eftir Sigurð Helgason Undirritaður sótti nýlega árs- þing Alþjóða verslunarráðsins, en þing þessi eru haldin þriðja hvert ár og í þetta skipti var þingið haldið i Nýju Delhí í Ind- landi. Aukin einkavæðing Eitt af þeim málum sem rætt var um og vakti mikla athygli var frek- ari einkavæðing, þ.e.a.s. tilflutning- ur á vegurn ríkisins yfir til einkageirans. Ég nota orðið einka- væðing hér um það sem á slæmu máli hefur verið kallað „privatiser- ing“. Grundvallarástæða þess að einkavæðing á nú stórum vaxandi fylgi að fagna er sú að menn gera sér almennt betur grein fyrir því að ríkisreknu fyrirtækin standa sig lakar í þjónustu og framleiðslu í samanburði við fyrirtæki í einka- rekstri. Framsögumenn um mál þetta voru frá Englandi, Frakklandi, Arg- entínu, Indlandi og Togo. Allir höfðu þeir rejmslu af einkavæðingu og voru þeir talsmenn frekari þró- unar í þá átt og bentu á augljósa kosti hennar í ítarlegu máli. Gallar opinbers rekstrar Hvers vegna er svona mikil um- ræða um einkavæðingu nú um víða veröld? Sjálfsagt liggja margar ástæður til þess, en braut sú sem ríkisstjóm Englands hefur farið og nú síðast Frakklands, hefur áreið- anlega ýtt undir þessar umræður. Reynsla manna af opinbemm rekstri vegur þar þó þyngst, en í stuttu máli má segja að hún sé þessi: * Slæm reynsla af opinberum rekstri almennt. * Lélegri afköst. * Skortur á hvata til hagkvæmni. * Einokun sem leiðir til lélegrar þjónustu. * Skortur á nýsköpun í rekstri. * Hár kostnaður. * Of mikill fjöldi starfsfólks. Þróun í Bretlandi Árið 1979 var stærri hluti af umsvifum í höndum ríkisins í Bret- landi en í nokkm öðm Evrópulandi. Því er spáð að árið 1990 verði slík umsvif hlutfallslega minni en í nokkm öðm Evrópulandi. Á þessu tímabili munu um 600 þúsund störf hjá ríkinu hafa flust yfir til einka- geirans. í öllum tilfellum slíkrar sölu hafa starfsmenn fyrirtækjanna gengið fyrir um kaup hlutabréfa í viðkomandi félagi. Frakkland í Frakklandi, með valdatöku hinnar nýju ríkisstjómar, hefur ve- rið tekin ákvörðun um að selja 65 fyrirtæki í opinberri eigu til almenn- ings. Sú sala er þegar hafin og er gert ráð fyrir að henni verði lokið innan 5 ára. Fjöldamörg önnur dæmi mætti nefna þar sem veruleg hreyfing er í þá átt að færa rekstur frá ríkinu yfír til einkagejrans. Dæmin þar em Tyrkland, Ítalía, Spánn, Þýskaland, Holland, Kanada, Portúgal auk fjölda ann- arra landa í öðmm heimshlutum. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar Telja má að skynsamlegt væri fyrir þá ríkisstjóm sem tekur við völdum síðar á þessu ári að huga að frekari einkavæðingu en fráfar- andi ríkisstjóm hefur sinnt. Þó hefur verið lofsverð viðleitni í þá átt. Forgangur starfs- manna Þegar til slíkrar einkavæðingar kemur er sjálfsagt að starfsmenn þeirra stofnana eða fyrirtækja sem selja á hafi forgangsrétt um kaup hlutabréfa. Með núgildandi skatta- lögum er hvatning fólgin í eigu hlutabréfa og reyndar er það svo að með því frjálsræði sem nú ríkir í peningamálum leggur hinn al- menni borgari meiri áherslu á spamað en áður. Því miður hafa verið takmarkaðir möguleikar til fjárfestingar í hlutabréfum, en þessu mætti gjörbreyta með sölu ríkisfyrirtækja til einkageirans og með þar af leiðandi myndun hluta- félaga, sem almenningur ætti hlut að. Fyrirtæki sem selja ætti Dæmi um fyrirtæki sem rétt væri að hugleiða sölu á er t.d. Ferðaskrifstofa ríkisins, Ríkisskip, ríkisbankamir. ríkisverksmiðiur oe’ svo mætti lengi telja. Rekstri þess- ara og annarra fyrirtækja væri örugglega betur komið í höndum einkaaðila. Heilbrigðisþjónustan Hin mikla umræða sem orðið hefur um heilbrigðisþjónustuna undanfarið hefur ekki leitt til at- hugunar á möguleika á því að hluti af heilbrigðisþjónustunni færi yfir til einkageirans. í Bretlandi hefur þetta átt sér stað með góðum árangri. Um 6% af heilbrigðisþjón- ustu í Bretlandi er nú í einkahönd- um. Ekki er ósennilegt að hægt væri að gera eitthvað svipað hér. Símaþjónustan Símaþjónustan er annar vett- vangur sem vel mætti hugsa sér að færi til einkageirans. Slíkt hefur verið gert í Bretlandi og Japan með góðum árangri og gert er ráð fyrir að Holland fari sömu leið. Að sjálf- sögðu þarf að búa svo um hnútana að sú aðstaða sem þar myndast verði ekki notuð á þann veg að íþyngjandi verði fyrir notendur, þar sem hér er um rekstur að ræða þar Sigurður Helgason „Hin mikla umræða sem orðið hefur um heilbrigðisþjónustuna undanfarið hefur ekki leitt til athugunar á möguleika á því að hluti af heilbrigðisþjón- ustunni færi yfir til einkageirans. I Bret- landi hefur þetta átt sér stað með góðum árangri. Um 6% af heil- brigðisþjónustu í Bret- landi er nú í einkahönd- um. Ekki er ósennilegt að hægt væri að gera eitthvað svipað hér.“ sem takmörkuð samkeppni er fyrir hendi. Auðvelt er að koma slíkum vömum við þar sem um slíkan rekstur er að ræða. Bæjar- og sveitarfélög Bæjar- og sveitarfélög ættu líka að líta til möguleika á einkavæð- ingu. Gott dæmi um slíkt er breyt- ing Bæjarútgerðar Reykjavíkur í hlutafélag með stofnun Granda hf. Árangurinn er þegar kominn í ljós og er mjög lofsverður. En hvers vegna ætti Reykjavíkurborg ekki að huga að því að t.d. Strætisvagn- ar Reykjavíkur yrðu reknir af einkaaðila? Sama má segja um sorphreinsunina, viðhald gatna o.s.frv. Slíkt hefur verið gert með góðum árangri víða um heim og reynsla í Bretlandi og Bandaríkjun- um sýnir að hægt er að ná fram spamaði fyrir skattgreiðendur milli 20 og 40%. Flugrekstur Það er mat undirritaðs að í þeim rekstri þar sem ég þekki best til, flugrekstri, er greinilegur munur á rekstri annars vegar flugfélaga í einkaeign og hins vegar flugfélaga í eigu hins opinbera. Þessi munur lýsir sér í því að flugfélög í einka- eign em almennt betur rekin, veita betri þjónustu og ná meiri hag- kvæmni en félög í opinberri eigu. Velflestir gera sér grein fyrir þessu enda er nú sala nokkurra flugfélaga í ríkiseign fyrirhuguð eða þegar framkvæmd. Nefna má British Air- ways, Malaysian, Singapore og fleiri flugfélög. Rætt er um sölu stærri hluta Lufthansa til almenn- ings. Við höfum verið svo farsælir, íslendingar, að slíkur rekstur hefur verið í einkageiranum allt frá byij- un, enda er ég sannfærður um að svo stórfelld þróun sem átt hefur sér stað i þessum rekstri væri ekki fyrir hendi ef ekki hefðu komið til einstaklingar sem að rekstrinum stóðu. Lokaorð íslendingar em fáir og við höfum ekki efni á að sóa mannafla í opin- beran rekstur sem gæti verið í einkarekstri. Með því losuðum við mannafla til að sinna margvíslegum aðkallandi verkefnum sem vantar fólk til að sinna. Öll þau fyrirtæki sem em nú í opinbemm rekstri em eign landsmanna allra og hvers vegna ekki að færa þessa eignarað- ild yfír til hins almenna borgara? Hinum almenna borgara er ömgg- lega betur trúandi fyrir velferð þessara fyrirtælqa en Qarlægu ópersónulegu stjómvaldi opinberra fyrirtækja. Rekstur hins opinbera er aldrei jafn hagkvæmur og ef hann er á einkahöndum því að þann hátt verða afköstin meiri, aukin hag- kvæmni næst og þjónustan stómm betri. Höfundur er stjómarformaður Flugleiða hf. Tónleikar í minningu Björns Ólafssonar fiðluleikara: Gæfa íslenskra fiðluleikara að fá að njóta handleiðslu Björns Hljóðfæraleikarar á æfingu fyrir minningartónleikana í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Bjami tíma, sem hann stofnaði og stjórnaði lengst af. Bjöm Ölafsson er vel kunnugur þeim sem fylgst hafa með tónlist- arlífí á íslandi síðustu áratugi. Hann var konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands í 22 ár, frá stofnun hennar árið 1950 til ársins 1972. Bjöm stundaði fiðlunám úti í Vínarborg og þar átti hann vísan frama svo glæsilegur fíðluleikari sem hann var, en örlögin höguðu því þannig að hann flentist hér heima á Islandi og var það mikil gæfa fyrir okkur íslendinga, að sögn Helgu Hauksdóttur fíðluleik- ara. Hann kom heim frá námi árið 1939, þá 22 ára gamall, og kom stríðið í veg fyrir að hann héldi aftur í nám erlendis. Bjöm lést í aprfl árið 1984 og kom þá strax upp sú hugmynd að gamlir nemendur hans og sam- starfsfólk héldi tónleika í minningu hans enda var hann sérstaklega ástsæll og vinsæll kennari. „Flest okkar hófum hljómsveitarferilinn í Nemendahljómsveitinni hjá Bimi og hafa reyndar flestir núlifandi fíðlu- leikarar verið nemendur Bjöms eða Helga Hauksdóttir, fiðluleikari nemendur nemenda hans,“ sagði Guðný Guðmundsdóttir, núverandi konsertmeistari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, en hún tók við því starfi árið 1974, tveimur ámm eftir að Bjöm lét af því. í millitíðinni var Jón Sen konsertmeistari. Guðný sagði að hópurinn starfaði á hvetj- um degi í Sinfóníunni þannig að hljóðfæraleikarar væm mjög sam- hentir. Guðný verður einleikari og stjómandi á tónleikunum. Á efnis- skránni verða verk eftir Bach, Mozart, BarberogBritten. Aðgang- ur er ókeypis. - segir Helga Hauksdóttir fiðluleikari TÓNLEIKAR í minningu Björns Ólafssonar fiðluleikara verða haldnir i Bústaðakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast þeir kl. 20.30, en Björn hefði ein- mitt orðið 70 ára í dag hefði honum enst aldur til. Það er 20 manna strengjasveit úr Sinfóníu- hljómsveit lslands, sem tekið hefur sig saman um að leika á tónleikunum, og hefur efnisskrá- in verið valin með hliðsjón af þeim verkum, sem Björn lét Nemendahljómsveit Tónlistar- skóla Reykjavíkur leika á sínum AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Paul Treuthardt Við lá að stefna Frakka i kjamorkumálum yrði að milliríkjamáli fyrir skemmstu vegna kjarnorku- vers sem er i smíðum i Cattenom, um 10 km. frá þeim stað þar sem landamæri Frakklands, Vestur Þýzkalands og Luxemborg mætast. Kjamorkuver vin- sæl í Frakklandi Sá sem hefur yfirumsjón með smiði kjarnorkuvera i Frakklandi segist feginn því að starfa i landi þar sem lítið fer fyrir mótmæl- um frá samtökum kjarnorkuandstæðinga. Aðeins hefur verið hætt við smíði eins kjamorkuvers vegna almennra mót- mæla, og í Frakklandi, þar sem miðstýringin ræður ríkjum, hafa héraðsdómstólar ekkert vald til að fella úr gildi löglega teknar ákvarðanir um smíði veranna. Rafmagnseinkasala ríkisins, Electricite de France, framleiðir 76% heildar raforkunnar í 16 kjamorkuverum, og fleiri kjam- orkuver eru í smíðum. Rene Carle, sem stjómar smíði kjamorkuvera og annarra orku- vera landsins, segir að velgengni Iq'amorkuvæðingar orkuveranna eigi að miklu leyti rætur að rekja til stjómkerfísins. Héraða- og sveitastjómir hafa Iítil völd, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum eða Vestur Þýzkalandi, og það eru franska ríkisstjómin og þingið sem taka ákvarðanimar. „Hvort kjamorka sé hættuleg eða hvort hún sé til hagsbóta fyr- ir Frakkland em spumingar sem landsyfírvöld svara," segir Carle. „Við reynum að hafa íbúa ná- grennisins með í ráðum, gemm svæðiskannanir og útskýmm mál- ið fyrir íbúunum. Það er nauðsyn- legt, en sé um einhvem ágreining að ræða em það landsyfírvöldin sem ráða.“ Carle telur að lög varð- andi þessi mál séu allt of fijálslynd í Bandaríkjunum og Vestur Þýzkalandi. „Þar geta þrír menn komið saman, stofnað samtök og stöðvað framkvæmdir sem löggjafavald landsins, þingið, hefur ákveðið," sagði hann. I júlí 1981 lét Francois Mitter- rand, þá nýkjörinn forseti Frakk- lands, hætta við fyrirhugaða smíði kjamorkuvers við Plogoff á Bretagneskaga eftir langvarandi mótmæli þar og stundum hörku- leg. Carle kvaðst álíta að mótmælin þar hafí ekki síður stafað af hefð- bundinni óánægju með að þurfa að sætta sig við ákvarðanir tekn- ar í París en af andstöðu gegn kjamorkuvemm. Blaðamenn sem viðstaddir vom í Plogoff sögðu að mótmælin virt- ust aðallega beinast gegn spill- ingu stórbrotins klettabeltis á ströndinni, þar sem kjamorkuver- ið átti að standa. En þrátt fyrir þessi mótmæli, segir Carle, hélt Edmond Herve þáverandi ráð- herra orkumála i stjóm sósíalista, uppi vömum fyrir kjamorku- stefnu stjómarinnar í hörðum deilum á þingi þremur mánuðum síðar. „Þetta kom ýmsum flokksklík- um sósíalista, sem vom andvígar kjamorkuvemm, í opna skjöldu," sagði hann. Það dró einnig úr baráttuvilja samtaka kjamorkuandstæðinga að sögn Louise Tmssel, sem er talsmaður Frakklandsdeildar Gre- enpeace samtakanna. „Fjölmenn- ustu mótmælin höfðu verið gegn smíði Creys-Malville kjamorku- versins árið 1977,“ segir hún. Alls er talið að um 100.000 manns hafí tekið þátt í þeim mótmælum. „Þegar mönnum varð ljóst að kjamorkuverinu var komið upp þrátt fyrir allt urðu þeir vonsvikn- ir og gramir, þeim fannst þeir hafa verið að beija höfðinu við stein," sagði Louise Tmssel. Hún segir að sósialistar hafí „bmgðizt þeirri stefnu sinni að stöðva endurvinnslu kjamakleyfra efna, sem umhverfísfræðingar telja höfuðnauðsyn. Þeir réttlættu virkjun kjamorkunnar með því að segja að engin hætta stafaði af geislavirkum úrgangsefnum. Þetta var fáránlegt, en menn misstu áhugann." Carle segir að Frakkar sýni umhverfísmálum yfirleitt ekki mikinn áhuga. „Ég held að áhuginn fari vax- andi eftir þvi sem norðar dregur í Evrópu,“ segir hann. Hann segir einnig að Frakkar séu of miklir einstaklingshyggjumenn, og bendir á að fámenn hreyfíng græningja sé klofín í mörg flokks- brot. Louise Tmssel er sammála því að samtök kjamorkuandstæðinga séu áhrifalítil og klofin í afstöð- unni til innlendra vandamála. Segir hún að viðbrögðin séu allt önnur en í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. „Utið bara á þegar 1.800 manns komu saman á afskekktu svæði í Nevada til að mótmæla síðustu tilraunum Bandaríkja- manna með kjamorkuvopn," sagði hún, og átti við mótmælaað- gerðir sem efnt var til nýlega í Nevadaríki í suðvesturhluta Bandaríkjanna. „Þar samþykkir þingið ályktanir. Hér heyrist ekki hljóð úr homi.“ Hún er sammála Carle um að mikill pólitískur stuðningur sé við kjamorku í Frakklandi. Eitt mannslát hefur verið tengt kjamorkumótmælum í Frakk- landi. Það var í mótmælaaðgerð- unum við Creys-Malville. Carle segpr að þau mótmæli hafí haft sérstöðu, því þeim hafi verið beint gegn tímgunarofnum (breeder reactors), en það eru kjaraofnar, sem auk þess að framleiða orku breyta úrani í kjamakleyft form. „Menn geta verið fylgjandi kjam- orku og andvígir tímgunarofn- um,“ segir Carle. Creys-Malville kjamorkuverið er hannað í samvinnu Frakka, ítala og Vestur Þjóðveija. Verið hóf framleiðslu með fullum af- köstum í desember í fyrra og verður starfrækt í heilt ár áður en franska stjómin tekur ákvörð- un um smíði fleiri tímgunarofna. Carle segir að fleiri atriði hafí áhrif á skoðanamyndun varðandi kjamorku í Frakklandi. Bilanir ollu myrkvunum í Frakklandi f desember 1978, hálfu öðm ári eftir mótmælin við Creys-Malville. „Það stuðlaði mjög að því að fólk sætti sig við kjamorkuna," sagði Carle. En hann taldi að kjamorkumótmæli í nágranna- löndum gætu valdið erfiðleikum í Frakklandi. „Við eigum á hættu að standa einir, einangraðir - og það er al- varlegt vandamál, því við getum ekki endalaust afsakað það gagn- vart frönsku þjóðinni að við séum að halda áfram þótt allir aðrir hafí hætt,“ segir Carle. Við lá að stefna Frakka í kjam- orkumálum yrði að milliríkjamáli fyrir skemmstu vegna kjamorku- vers sem er í smíðum í Cattenom, um 10 km. frá þeim stað þar sem landamæri Frakklands, Vestur Þýzkalands og Luxemborg mæt- ast. Ákveðið hafði verið árið 1975 að samskonar kjamorkuver yrði einnig reist í Luxemborg. En þar hafði mönnum snúizt hugur, og árið 1978 var ákveðið að hætta við smíði versins í Luxemborg. Sú ákvörðun olli erfiðleikum, þvi smíði kjamorkuversins f Catt- enom var þegar hafín, sagði Carle. „Það er rétt að verði ein- hvemtíma slys, mun geislavirkt skýið ekki virða nein landamæri, það var okkur ljóst og það sann- aði Chemobyl," sagði hann. „Ef við ætluðum í dag að hefja smíði nýs kjamorkuvers við landamærin hefðum við samráð við íbúana handan landamæranna jafnt sem franska íbúa svæðisins." Höfundur er fréttamaður hjá Associated Press.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.