Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 * Jón Þ. Arnason: Spurningin er: Er sú meinloka ódrepandi, að frelsi geti orðið til blessunar, þegar því er sóað á alla án manngreinarálits? Lífríki og líf shættir CXVII Engin ofætlun ætti að geta falizt í að gerð yrði sú krafa til vitibor- inna manna, að þeir gerðu sér sæmilega grein fyrir þeim gjör- breytingum, sem umsvif og umbrot sjálfra þeirra og forvera hafa haft á ásýnd og ástand jarðar; og þar með lífsforsendur. Ef við þeirri kröfu yrði orðið, og henni fullnægt af skyldugri samvizkusemi, hlyti flestum að geta orðið ljóst, að mannkynið hefir fyrir löngu böðlazt yfir þau takmörk, sem náttúruríki, náttúruréttur og náttúrulögmál settu frelsinu i árdaga sköpunar- verksins. Örlagaboðar líðandi aldar eru óyggjandi vitni þeirrar staðreynd- ar, að framtíð lífríkis á jörðinni ræðst ekki nú fremur en áður af lokleysum þrasfugla um „frelsi" eða „ófrelsi" í einu og öðru. Hún ræðst fyrst og síðast af svari við spumingunni um það frelsi, er fær samrýmzt lífvænlegum lífsháttum annars vegar, og hins vegar frels- ið, sem ekki getur þýðzt frávika- lausar hegðunarreglur, sízt reglur um réttindi og skyldur. Þrír heljarboðar Frelsi hlýtur því ávallt að verða ákaflega þýðingarmikið íhugun- arefni. Auðskilið er, að kostir þess og ókostir verða hvorki metnir né vegnir til fullnustu nema með því móti að ákvarða hlutfallslegt gildi á báðum vogarskálum fyrir- fram. í því efni hefir meginvand- inn venjulega verið talinn fólginn. Hann hefir og sífellt orðið örðugri viðfangs, einkum sökum hins hraðvaxandi ógnarmáttar, er raunvísindin í sífellu hafa lagt á vald tækninnar, sem hafa borið sigurorð af sígildum hugvísindum í stríðinu um sálir mannanna, og því mótað lífemi þeirra. Arftekin, hefðbundin og þraut- reynd menningargildi hafa orðið að þoka fyrir ímyndunarveiki markaðsmanna og marxista, sem halda að eldabuska þjóðarheimil- isins, efnahagshyggjan, sé hús- freyja. Eg hefi áður gerzt svo djarfur að setja þann grun á flot, að ef einhveijum skyldi einhvem tíma auðnast að skrifa eftirmæli 20. aldar, þá myndi hann ekki telja út í bláinn að nefna hana Óld hinna brostnu vona. Við nánari athugun þykir mér eins líklegt, að honum kæmi til hugar að nefna hana Öld hinna skelfilegv váboða, af þeirri ástæðu helzt, að eftir sigur „hins góða í heiminum" (Churchill) í síðari heimsstyijöld, hafa þeir þyrmzt yfir vitundarlíf heimsbyggja hvarvetna með stöð- ugt svartara myrkri sérhvem dag, sem Guð hefir gefíð. Og ekki bara vitundarlífið, heldur líkamslífíð einnig af tilfínnanlegum þunga. Oft á dag skýra fréttamiðlar frá, hveijir váboðamir em, nefnilega: I. Viðstöðulaus múgfjölgun í vanþroskaheiminum. II. Gegndarlaus náttúrurán- skapur og náttúruspjöll. III. Yfirvofandi, fyrirvara- laus kjarnorku-, sýkla- og eiturefnastyijöld. Af sérhveijum einstökum þess- ara þriggja heljarbálka stendur heimsslitaógnun. Þegar úr þeim verður samtvinna, yfirstígur hún allt, sem allar þjóðir samanlagt hefír frá upphafi vega dreymt um vítisloga ragnaraka. Þessar hryllisýnir öðluðust ein- mitt þá sjálfstætt líf og áþreifan- lega tilveru, þegar draumurinn um áhyggju- og fyrirhafnarlaust sældarlíf í samrunakrafti hinnar „ósýnilegu handar" og hins „vísindalega sósíalisma" hafði náð suðumarki. Gullöld óendanlegra efnahagsundra var sögð brosa við handan næsta götuhoms. Tæknin og peningatrúin áttu að hafa gert mannlega bresti, vanhæfni og umkomuleysi, þ. e. náttúrlegar hindranir, að hjómi einu. Bæði kommúnistar í austri og kapítal- istar í vestri töldu sig standa tæpt hænufet frá lokatakmarkinu, þó að rejmdar væri ekki alveg ljóst, hvað þá greindi á eða voru á einu máli um, varðandi göngulagið síðasta spölinn. Sósíalistar Sov- étrikjanna einsettu sér að komast fram úr Bandaríkjamönnum í framleiðsluhamfömm innan fárra ára og stefna hraðbyri „inn í kommúnisma". Nokkrir Banda- ríkjaforsetar höfðu heitið heimin- um freedom from want, frelsi undan skorti. Skyndilega settist frost von- - og m. a. s. trúir hrokafíflskunni. Manneskjan ætti því og að skaðlausu að reyna að flýta sér að gleyma „að orð em til alls fyrst", og leitast við að muna, að hugsun er til alls fyrst, og ekki síður, að hún er ekki fyrst og fremst það, sem hún etur, heldur það, sem hún hugsar og gerir. Við þetta er þó nauðsyn að bæta, að hugsun er langt frá að vera almennur og útbreiddur eiginleiki. Hún hefir ævinlega verið á valdi fárra einvörðungu. Ekki fer held- ur á milli mála, að þegar ábyrgir og réttsýnir menn leggjast í hirðu- leysi og óreiðu, tekur hugsunar- leysið þegar í stað við. Það hefir því oftar en auðvelt hefir reynzt að afbera orðið ríkjandi ástand. Vonin um vald hinna heilbrigt hugsandi má því aldrei bregðast, hversu háskalega sem syrta kann í álinn. Með hliðsjón af þessu, getur djúpstæður ágreiningur ekki orðið um, að óhæfu þeirri, sem mein- æxlun fijálslyndis og vinstri- vettvangi hafa „siðaboð" fjáls- lyndis og vinstrimennsku knúið fram nær skilyrðislausa uppgjöf fomra dyggða og því upprætt „fordóma" í ungum hjörtum, og uppskorið Stúdenta ’68 og Sam- tökin ’78. Óvíða hefir samstaða verið einlægari og fómfúsari, eða forskriftir allar tvímælalausari. Eftirtalin 10 meginatriði hafa þótt bera með sér mestan þokka og henta borgaralega þenkjandi velferðarforeldmm með mestum ágætum (þetta er lauslegur samtíningur úr dr. Benjamin Spock: „Common Sense Book of Baby and Child Care“, 1946, og Wilhelm Reich: „Die sexuelle Re- volution", 1936-1945,): 1. Frá blautu bamsbeini skul- ið þið láta börn ykkar fá allt, sem þau biðja um eða heimta. Þannig alast þau upp í þeirri trú, að þjóðfélagið beri ábyrgð á að uppfylla allar óskar þeirra og kröfur siðar á ævinni. 2. Þegar börnin taka að temja sér ijótt orðbragð, s. s. SKÖPUNARANDI: „Látið okkur um að frelsa ungviði ykkar undan firringu, bælingu og fordómum.“ óþægilegum spumingum, því að svörykkar gætu verið full af for- dómum gegn „Hose runter/Beine breit/ Bumsen ist ’ne Kleinig- keit/“. 8. Þegar böm ykkar lenda í útistöðum við fullorðið fólk, t.d. kennara, nágranna eða lög- reglu, skulið þið alltaf taka einarða afstöðu með þeim, þvi að þetta pakk getur bara ekki skilið framfaragildi nýtizku uppeldisvísinda. Þannig læra þau að meta frets- ið og berjast gegn miðstýringu. 9. Ef afspringar ykkar kom- ast i klandur eða undir mannahendur, skulið þið af- saka ykkur með að segja: „Hann (hún) hefir bara alltaf verið svo erfitt bara; ég hefi bara aldrei ráðið við hann (hana).“ Þannig fá þau staðfestingu þess, að þau eru orðin frjálsir og óháðir einstaklingar með sjálfs- meðvitund. 10. Hafið skjót viðbrögð! Búið ykkur undir að eyða síðari hluta ævinnar í andvökur, áhyggjur og kvíða. Þannig munið þið loksins gleðja unglingana svo að um munar; þeir líta á sálarangist ykkar sem staðfestingu þess, sem þeir alltaf hafa haldið fram, að þeir hafi búið við fordóma, firringu og bælingu í bemsku og æsku. Og svo kom AIDS Guði og gæfunni eiga Vest- urlönd að þakka, að sáning fijáls- lyndis hefir hingað til ekki orðið sú blómlega uppskera vinstri- mennsku, sem til var stofnað og ætlun var. Fjöldi ungmenna er óspilltur enn og „fordóma“-for- eldrar halda víða velli, en óhæfan hefir samt sem áður orðið gríðar- leg, og fullvíst að vinstriverk eru víðs Qarri að vera afstaðin. Vesturlönd standa t. d. frammi fyrir AIDS. Og AIDS kemur frá vinstri. Afleiðingamar eru taldar Fijálslyndi í vinstriham Hagsmunir Stúdentar ’68 Vinstrisýkin ógna hugsjónum og Samtök ’78 AIDS brigðanna að. Hinn breiði vegur mundaði í einstígi, loft blandaðist lævi, það þrengdi að andardrætti vonarinnar. En, þrátt fyrir allt, lítur út fyrir að línur muni skýr- ast og skerpast, því að ef vinstri- víman rennur af okkur, hljótum við að uppgötva, að um aldaskeið fyrir daga flónskudraumsins um „frelsi, jöfnun og bræðralag" í jarðneskri paradís, hafði mann- eskjan strítt og stritað, þolað og þreyð án þess að glata voninni um þolanlegt líf héma megin grafar. Og nú, þegar 2. árþúsund- ið frá upphafi tímatals vestrænna þjóða óðfluga nálgast að verða fortíð, á mannkynið enn þessa hófsamlegu og ætíð staðfóstu von til að hugga sig við. Von um vald Að engu getur hún vissulega orðið. Það gerist örugglega, ef vanrækt verður að læra af reynslu og sögu; hveiju manneslg'an á líf að launa, hvemig henni hefir famazt í baráttunni við að aga eðlishvatir sínar til undirgefni við þau máttar/öld, sem öllu ráða og stjóma í þeim tilgangi einum að þóknast sér sjálfum. Ekki til dýrð- ar „kórónu sköpunarverksins", „æðstu skepnu jarðarinnar", sem segist vera „sköpuð í mynd Guðs" mennsku hefir valdið, verður að linna og ljúka. Það er óneitanlega hún, sem um næstliðna áratugi hefir ákvarðað andleg, sálræn og siðferðisleg viðbrögð vestrænna þjóða andspænis aðsteðjandi úr- lausnarefnum. Samtvinnun þessara beggja arma efnahags- hyggjunnar hefir þannig af- skræmt þjóðfélög Vesturlanda og gert þau að því, sem þau nú eru: Krypplingar í siðferðis-, menn- ingar- og stjómmálalegum efnum. Aðeins eitt hrikalegt dæmi: Kirkjan daðrar við lágvaxtastefnu í stað þess að leggja áherzlu á þann boðskap, sem henni var í upphafí ætlað að koma til skila. Hún lýsir yfir stuðningi við komm- únískar launmorðingjasveitir í Afríku og Mið-Ameríku og styrkir með fjárfúlgum, en lætur sig engu skipta útrýmingarherferð Israels- gyðinga gegn vamarlausum, sveltandi og langhijáðum Pal- estínumönnum, sem þeir flæmdu af eigin ættjörð, með hiyllilegri atgangi en orð fá lýst og eiga sér naumast fordæmi annars staðar en í Gamlatestamentinu að boði Jahves. Auðunnið hráefni Af uppeldis- og menntamálum er það helzt að segj'a, að á þeim :......1 11i r /Vfíiei blóts- og klúryrði, skulið þið bara hlæja eða brosa. Þannig eykst sjálfstraustið og losnar um bælingu. 3. Forðist allar fortölur af trúar- og siðgæðisrótum. Þannig eiga þau auðveldara með að mynda sér sjálfstæðar skoðanir, þegar þau eru orðin 16 ára. 4. Takið alltaf til eftir bömin ykkar; skó, sokka, föt, mynda- blöð, hljómplötur, videospólur o. s. frv., og látið þau ekki ofreyna sig. Þannig venjast þau á að koma alltaf eigin skyldustörfum á aðra, og losna því við fírringu. 5. Rífizt og skammizt sem oftast í návist baraanna. Þannig munu þau ekki fyllast gremju ogsöknuði, þegarþið slítið samvistum. 6. Látið þau fá peninga eins og þau vilja; látið þau ekki hafa fyrir að vinna þá inn. Þannig forðið þið þeim frá því óláni, sem þið komust ekki hjá, þegar þið voruð ung. 7. Leyfið þeim ótrufluðum að njóta framleiðslu klámvöru- iðnaðarins, og kynnast kynlífi af eigin raun, þegar þeim finnst sjálfum að þau hafi burði til. Þannig komizt þið hjá að svara muni verða ofboðslegar. Jafnvel sáðmenn skelfast — og læðast nú niðurlútir með veggjum. Bandaríkjamaðurinn dr. Spock (1903-) játaði að vísu sekt sína og afneitaði fyrri kenningum, og gyðingurinn Wilhelm Reich (1897-1957) er dauður. Hann dó í bandarísku fangelsi úr sýfflis (eins og faðir Churchills mesta, Lord Randolph (1849-1895), sem lézt úr sýfilisbijálsemi tæpra 46 ára að aldri, reyndar ekki í banda- rísku fangelsi.) En þótt forystan sé lömuð, þá æpa verkin, og fyrirhugaðar „vamir“ velferðarríkisins gegn AIDS eru einvörðungu reistar á von um aukna framleiðslu gúmmí- vamings. Siðferðislegt hreinlæti kemur naumast til álita. Frelsið skal ekki skert, enda mælti yfír- páfi kynfæraverkfræðinnar, marxistinn Wilhelm Reich (í bók sinni, „Die sexuelle Revolution", endurútgáfa Frankfurt 1971): „Það, sem gerir fjöldann óhæfan til frelsis, er bæling kynfæralegs ástalífs barna, unglinga og fullvaxta.“ „Kyn- færaleg bæling breytir eðli hins efnahagskúgaða þannig, að hann vinnur gegn eigin hags- munum." Tíðarandinn býður upp í dans — í kringum frelsistréð: Um síðustu helgi smituðust yfir 300 manns af AIDS I Ham- borg. í Bandaríkjunum voru yfir 1.500.000 manns talin smituð í lok ársins 1986 og 70-100.000 í Vestur-Þýzkalandi. — J 9a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.