Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Sameiginlegur lífeyrissjóður landsmanna: „Verðum að nálg- ast það markmið með öðrum leiðum — segir Guðmundur H. Garðarsson vegna ummæla Jóns Baldvins. „ÞAÐ er rangt hjá Jóni Baldvin að Sjálfstæðisflokkurinn hafi falhð frá þeim hugmyndum sem fram komu í tillögu minni um sameiginleg- an lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hins vegar verðum við, úr því sem komið er, að nálgast þetta markmið með öðrum hætti, og það verður eitt af baráttumálum flokksins í næstu framtíð“, sagði Guð- mundur H. Garðarsson, er hann var spurður álits á fuilyrðingum Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn væri fallin frá hugmyndum um sameiginleg- an lífeyrissjóð landsmanna og höfð voru eftir honum í frétt Morgunbiaðsins á miðvikudag. Guðmundur H. Garðarsson kvaðst hafa flutt frumvarp til laga um lífeyrissjóð allra landsmanna árið 1976. „Frumvarpið gerði ráð fyrir svokölluðu gegnumstreymis- kerfi," sagði Guðmundur. „Þetta var í upphafí þessa almenna söfnun- arsjóðakerfís, sem hefur þróast síðan. Ellefu ár eru nú liðin síðan ég flutti þetta frumvarp og þessar hugmyndir fengu þá ekki hljóm- grunn, hvorki á Alþingi né meðal þeirra sem stóðu að stofnun al- menna söfnunarsjóðakerfísins. Nú er það kerfí búið að vera við lýði í um það bil 17 ár og hefur náð að skjóta rótum og er nú annar aðal- þátturinn í ellilífeyriskerfí þjóðar- innar, samhliða almenna trygging- arkerfinu. Stefna Sjálfstæðisflokks- ins er eftir sem áður sú að koma á samræmdum lífeyrisréttindum, sem tryggja öllum landsmönnum mann- sæmandi eftirlaun og það er bara útúrsnúningur í Jóni Baldvin að halda þvf fram að formaður Sjálf- stæðisflokksins hafí snúist gegn þeim hugmyndum. Sú stefna hefur hins vegar orðið ofan á, ekki síst meðal almennings í landinu, að unnið skuli að sam- ræmdu lífeyriskerfí fyrir alla þjóð- ina, sem byggist á tveimur megin stofnum, annars vegar almanna- tryggingarkerfínu, sem verður þá endurskoðað, og hins vegar lífeyris- sjóðum. Undanfarin ár hefur farið fi-am endurskoðun á stöðu og hlut- verki lífeyrissjóðanna og búast má við frumvarpi til laga um ramma- löggjöf um Iífeyrissjóðina sem felur í sér ákveðna samræmingu á rétt- indum og fleira. En það nægir ekki, heldur verður að eiga sér stað grundvallarendurskoðun á al- mannatryggingakerfínu, þannig að það verði grunnkerfi, sem tryggi öllum ákveðin lágmarks ellilífeyri. Síðan verður að koma á samræmi milli lífeyriskerfísins og þessa nýja almannatryggingarkerfís, þannig að lífeyrissjóðsfélögin njóti að fullu iðgjaldagreiðslna umfram lág- marksréttindi almenna trygginga- kerfísins, en það hins vegar verður að tryggja því fólki, sem ekki hefur öðlast þessi réttindi í lífeyrissjóðun- um, betri réttindi heldur en þetta fólk á von á í dag miðað við núver- andi kerfí. Með öðrum orðum, lífeyrissjóð- imir sjá um söfnunina og trygg- ingakerfið um gegnumstreymið og væntanlega mun þetta með tíman- um leiða til eins heildartrygginga- kerfís. Markmiðið er það sama þótt það sé nálgast með öðmm Ieiðum en gert var ráð fyrir í mínu frum- varpi frá 1976. Aðalatriðið er auðvitað að fólkið fái mannsæm- andi tryggingar. Úr því að flokks- bræður Jóns Baldvins gátu ekki tekið undir mínar hugmyndir sínum tíma er ekki um annað að ræða en þetta samræmda tveggja stofna kerfi úr því sem komið er“, sagði Guðmundur H. Garðarsson. Einörð andstaða við til- lögu Alþýðuflokksins Höfnum sameiningu sjóðanna,segir Gunn- ar J. Friðriksson formaður VSÍ og SAL FORYSTA ASÍ og VSÍ er andvíg þingsályktunartillögu Alþýðuflokks- ins um þjóðaratkvæði um sameiginlegan lifeyrissjóð allra landsmanna. Samband almennra lifeyrissjóða mælir einnig gegn henni. Að sögn Gunnars J. Friðrikssonar formanns VSÍ og Sambands almennra lífeyr- issjóða kemur skýrt fram i i frumvarpsdrögum „8 manna nefndarinn- ar“ sem i eiga sæti fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðsfélaga að þessir aðilar hafni sameiningu sjóðanna i einn. „Þetta er einfaldlega þingsályktun um tómamengið, því i hana vantar alla nánari út- færslu,“ sagði Ásmundur Stefánsson formaður ASÍ. Þingmenn Alþýðuflokksins lögðu tillöguna fram í sameinuðu þingi fyrir áramót, en hún hefur legið í nefnd síðan í nóvember. Þorsteinn Pálsson hefur lýst yfir andstöðu sjálfstæðismanna við tillöguna og segir að stjómarsamstarf við Al- þýðuflokkinn komi ekki til greina nema að þeir falli frá henni. Jón Baldvin Hannibalsson taldi ummæli Þorsteins bera þekkingarskorti vitni. Hann sagði jafnaðarmenn andviga núverandi stefnu í lífeyrismálum. Þeir vilji hlíta dómi þjóðarinnar og engum öðrum. I álitsgerð Sambands almennra lífeyrissjóða til Félagsmálanefndar sameinaðs þings segist stjóm þess mæla gegn stuðningi við þingsálykt- unina. Heillavænlegast sé að þeir aðilar sem standi að sjóðunum nái frjálsu samkomulagi um framtíðar- skipan mála. Stjómin segir það stefnu SAL að koma eigi á sam- felldu lífeyriskerfí, með fækkun sjóðanna og samræmdum rétti starf- andi manna. Miðstjóm Alþýðusambands ís- lands segir í sinni álitsgerð að í ályktuninni sé ekki tekið á „efnis- legri hlið lífeyrisréttinda". Megin- vandamálið í umfjöllun um samræmt lífeyriskerfí sé við hvaða réttindi skuli miðað. Án skýrra ákvæða um þau sé útilokað að kjósendur geti tekið marktæka afstöðu til málsins. „í þingsályktunina vantar alla útfærslu á því með hvaða hætti eigi að samræma réttindi sem sjóðirnir veita og skyldur þeirra," sagði Ás- mundur. „Við teljum betra að feta sig út úr flækjunum með því að sam- ræma reglur sjóðanna og ávinning réttinda, en halda í grundvallaratrið- um kerfí sjálfstæðra lífeyrissjóða undir stjóm þeirra sem semja um kaup og lqor á hveiju svæði." Frá æfingu á Rómeó og Júliu. Morgunblaðið/Þorkell „Er miklu meira en skemmtilegt“ Rómeó og Júlía á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík Leiksýningar á Herranótt hjá Menntaskólanum í Reykjavík eru orðnar ár- viss viðburður. Í ár er ráðist í að sýna Rómeó og Júlíu eftir William Shake- speare, undir leikstjóm Þórannar Sigurðardóttur og verður leikritið frum- sýnt í kvöld ii Félagsstofn- un stúdenta. í viðtali við Morgunblaðið sagði Thor Aspelund, sem fer með hlutverk Rómeó og er jafn- framt formaður Herranætur: „Maður fær ekki tækifæri til að leika nema einu sinni á ári og auðvitað er þetta mjög gam- an. En þetta er miklu meira en skemmtilegt, því maður lærir svo mikið í leiðinni. Herranótt er heilt fyrritæki sem þarf að skipu- leggja og reka. Við þurfum sjálf að gera allt, fá leikstjóra, leik- mynda— og búningahönnuð, skylmingakennara og danskenn- ara til liðs við okkur, sauma búninga, koma leikmyndinni upp, útbúa leikskrá, selja auglýsingar í hana og ótal margt fleira." Er Herranótt nafnið á leik- félaginu hjá ykkur? „Nei, það heitir í rauninni Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, en við frumsýnum á Herranótt. Nafnið er þannig til komið að um miðja 18. öld tóku skólapiltar sig til og héldu hátíð einu sinni á ári. Á þessari hátíð var dúxinn krýndur til konungs, næsti til biskups og svo koll af kolli þangað til búið var að manna embættismannahópinn í kringum þá. Síðan máttu þeir fara með þessa embættismenn eins og þeir vildu. Gera grín að þeim og fíflast. En það mátti aðeins gera þetta eina kvöld á árinu. Upp úr 1800 var þetta svo bannað því farið var að líta á Herranótt sem uppreisn. Síðan var nafnið ekki tekið upp aftur fyrr en 1950. Hinsvegar var far- ið að sýna leikrit í skólanum árið 1848. Það voru mest sýningar á verkum Holbergs. Sýningar, eins og gerast á Herranótt nú, hófust árið 1920 og sú hefð hefúr hald- ist óslitin sfðan.“ Er Herranótt þá liður í náminu eða skólastarfmu hjá ykkur? „Nei, Herranótt hefur í raun- Thor Aspelund, formaður Herranætur, (tíl vinstrí), fer með hlut- verk Rómeó. Myndin tekin á æfingu. inni ekkert með skólann að gera. Það eru sjö manns í stjóm Herra- nætur og við byijum á því á haustin að auglýsa leiklistamám- skeið og það er alveg fyrir utan námsskránna. Við fáum leik- stjóra til að kenna okkur og sá hópur sem tekur þátt í námskeið- inu vinnur svo að leiksýningunni sem er færð upp á Herranótt. En þetta er á engan hátt tengt skólastarfínu. Þrátt fyrir þessa áratugahefð sem komin er á leik- sýningar hjá okkur, höfum við enga aðstöðu í skólanum. Við höfum æft í húsnæði Æskulýðs- ráðs, þar sem námskeiðið var haldið, og síðan f Félagsstofnun stúdenta. Það er enginn tækni- búnaður til í skólanum, hvorki ljós né annað og þar er engin aðstaða til eins eða neins. Við þurftum meir að segja að fá lán- aðan bílskúrinn hjá ömmu og afa til að sauma búningana. En þetta hefur allt gengið vel. Við höfum fengið gott fólk til liðs við okkur sem hefur kennt okkur mikið. Þórunn Sigurðar- dóttir, leikstjóri, leiðbeindi okkur á námskeiðinu. Nanna Ólafs- dóttir æfír dansana, Karl Aspe- lund hannar leikmynd og búninga og Halla Helgadóttir sér um að útfæra þá. Kristín Guðmunds- dóttir sér um tónlistina, sem sex manna hljómsveit spilar, Amór Egilsson kennir okkur skylming- ar og Egill Öm Ámason sér um lýsingu. Og að sjálfsögðu er þýð- ingin eftir Helga Hálfdánarson. Það er stórkostlegt að fá að kynnast þessum texta, ekki síst fyrir mig og Jóhönnu Halldórs- dóttur, sem leikum Rómeó og Júlíu. Maður fær varla tækifæri til þess nema einu sinni á ævinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.