Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Stuttar þingfréttir Níu varaþingmenn Sex varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í vikunni í Qarvistum aðal- manna (þing Norðurlandaráðs): Davíð Pétursson, bóndi, tók sæti Friðjóns Þórðarsonar (S.-Vl.). Hann hefur ekki áður setið á Alþingi. Jóns Sveinsson, lögfræðingur, kem- ur í stað Davíðs Aðalsteinssonar (F.-Vl.), Magnús H. Magnússon símstjóri í stað Eiðs Guðnasonar (A.-V1.), Sverrir Sveinsson veitu- stjóri mætir fyrir Pál Pétursson (F.-Nv.), Guðmundur H. Garðars- son viðskiptafræðingur fyrir Pétur Sigurðsson (S.-Rvk.) og Magðalena Margrét Sigurðardóttir frú fyrir Steingrím Hermannsson, forsætis- . ráðherra. Áður vóru mættir til leiks Tryggvi Gunnarsson skipstjóri fyrir Sverri Hermannsson, menntamála- ráðherra, og Guðrún H. Tiyggva- dóttir fyrir Halldór Ásgrímsson, sj ávarútvegsr áðherra. Þjálfun, skírteini og vaktstöður sjó- manna Fram hefur verið lagt stjómar- frumvarp sem heimilar ráðherra siglingamála að setja reglur til að framfylgja Alþjóðasamþykkt um - þjálfun, skírteini og vaktstöður sjó- manna á kaupskipum (STCW 1978). 52 ríki hafa þegar staðfest þessa samþykkt, þar á meðal öll nágrannaríki okkar og helztu við- skiptaþjóðir. Opninber neyzlu- og manneldis- stefna Ásta R. Jóhannesdóttir (F.- Rvk.) og átta aðrir þingmenn úr öllum þingflokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um mótun opinberrar neyzlu- og manneldis- stefnu. Tillagan flallar um skipun nefndar er vinni að mótun slíkrar stefnu. Meginatriði stefnunnar skulu vera: hollusta fæðunnar, fræðsla um hollt mataræði, hvatn- ing til neyzlu næringarríkrar fæðu, gæðakröfur matvöru með tilliti til litar- og bragðefna, betra mataræði á stofiiunum, efling næringarrann- sókna, nýting innlendrar fram- leiðslu og að „stjómvöld stýri neyzlunni með verðlagningu". Leiðrétting: Hafna- o g vegaáætlanir í frétt Morgunblaðsins um hafna- og vegaáætlanir í gær slæddust inn villur, sem nauðsyn- legt er að leiðrétta. Áætlaður framkvæmdakostnaður hafna- áætlana árabilið 1987 til 1990, ,að báðum meðtöldum, er þessi: Vesturland samtals 174,6 m.kr., Vestfirðir samtals 366,9 m.kr., Norðurland vestra samtals 222,5 m.kr., Noðmrland eystra samtals 355.3 m.kr., Austurland samtals 390,8 m.kr., Suðurland 75,9 m.kr. og Reykjanes samtals 167,5 m.kr. Heildarfjárveiting til hafnamála þetta fjögurra ára tímabil er 1753,5 m.kr. Reykjavík er utan ríkis- styrktra hafnarframkvæmda. I fyrirsögn að frétt um vegáætl- un, þar sem tíunduð er heildartala flárveitinga til vegamála á sama :fyögurra ára tímabili hefur og orðið misritun. Heildarfjárveting til vega- mála þetta tímabil er 13,2 milljarðar króna (13,220 m.kr.). AIMACI Fólksflutningar í atvinnuskyni með langferðabflum eru háðir leyfi samgönguráðherra. Fólksflutningar með langferðabilum: Skipulagsnefndin áfram sjö manna FRUMVARP samgönguráð- herra um skipulag á fólksflutn- ingum með langferðabifreiðum var í gær samþykkt í neðri deild Alþingis og fer nú til efri deildar. Sú breyting hefur verið gerð á frumvarpinu í meðförum sam- göngunefndar neðri deildar, að skipulagsnefnd fólksflutninga, sem er ráðherra til ráðuneytis um leyfisveitingar, verður sjö manna í stað fimm manna. Fulltrúar frá Búnaðarfélagi íslands og Ferða- málaráði verða í nefndinni auk fulltrúa frá Alþýðusambandinu, Félagi hópferðaleyfishafa, Félagi sérleyfíshafa, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ráðherra. Er þetta sama skipan og í gildandi lögum frá 1983. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því í hinni nýju mynd frumvarps- ins, að samgönguráðuneytið geti að fengnum meðmælum skipu- Iagsnefndar fólksflutninga veitt ferðafélögum, ferðaskrifstofum eða öðrum aðilum, sem hafa með höndum þjónustu við ferðafólk, leyfi til að auglýsa eða starfrælqa sætaferðir þar sem seld eru ein- stök sæti í alla ferðina eða meginhluta hennar þó að ekki sé um sérleyfísferðir að ræða. Bif- reiðar, sem notaðar eru til slíkra ferða, skulu hafa hóp- eða sérleyf- isréttindi. Meginefni frumvarpsins er sem fyrr, að leyfi samgönguráðherra þurfi til að hafa með höndum í atvinnuskyni fólksflutninga með bifreiðum sem rúma níu farþega eða fleiri. Leyfí þarf og til að hafa á hendi reglubundna fólks- flutninga með bifreiðum sem rúma þijá til átta farþega. Með reglubundnum fólksflutningum er átt við fastar ferðir á ákveðinni leið samkvæmt fyrir fram birtri áætlun einu sinni eða oftar í viku allt árið eða hluta þess. Leyfin samkvæmt frumvarpinu eru þrenns konan 1) Sérleyfi, sem felur f sér heimild til reglubund- inna fólksflutninga; 2) Leyfi til hópferða, sem felur í sér heimild til óreglubundinna fólksflutninga þar sem greitt er ákveðið heildar- gjald fyrir þjónustu ökutækisins án tillits til nýtingar þess; 3) Leyfi til sætaferða, sem felur í sér heim- ild til óreglubundinna fólksflutn- inga á ákveðinni leið þar sem seld eru einstök sæti. Höfuðbreytingin frá gildandi lögum er sú, að umferðarmála- deild er Iögð niður, skattur á sérleyfíshafa og hópferðaleyfís- hafa er afnuminn og ákyæði um rétt sveitarfélaga til einkaréttar á rekstri strætisvagna eru gerð skýrari og víðtækari en nú er. Samgönguráðherra mælir fyrir vegaáætlun 1987-1990: Bundið slitslag- spar- ar þjóðinni stórfé 62% umferðar er á bundnu slitlagi Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, mælti í vikunni fyrir vegaáætlun 1987-1990. Hér á eft- ir verða rakin örfá efnisatriði úr ræðu hans. Benzíngjald Benzíngjald hefur verið og er meginuppistaða í tekju- og ráðstöf- unæíé Vegagerðarinnar. Aukning benzínsölu hefur hinsvegar ekki haldist í hendur við aukinn bíla- flota. Skýringin er að hluta til sú að tveir bílar á heimili, sem fara í vöxt, þýða tiltölulega litla aukningu á heildarakstri. Meðaleyðsla á bíl á ári er um 1250 lítrar (var 1685 lítrar fyrir 10 árum). Benzínsala hefur að magninu til aukizt um 22% á tíu árum en umferð á þjóðvegakerfínu um 31%. Af þessum sökum, þ.e. vegna lækkunar meðaleyðslu bíls á benzí- ni, lagði ég til, sagði samgönguráð- herra, að lækkun benzínsverðs á heimsmarkaði væri nýtt til auka skatthlut Vegagerðarinnar í benzín- verði, sem gefíð hefði 200-300 m.kr. meira til vegagerðar. Sú til- laga mín hlaut ekki samþykki í ríkisstjórn. Bætt nýting’ vegafjár Ráðherra sagði að fjárveitingar til vegamála hefðu nýtzt betur en fyrr. Veruleg aukning útboða hafi leitt til þess að fjármunir nægðu til meiri framkvæmda. Hagræðing og minna mannahald Vegagerðar hafi einnig leitt til þess að meiri fjármunir hafi runnið til fram- kvæmda. Loks hafí verðlækkun olíuvara leitt til minni kostnaðar við bundið slitlag á vegi. Góðvegir gullnáma fyr- ir bíleigendur Ráðherra sagði bíleigendur spara 15% í eldsneyti bifreiðar við að fara af vondum malarvegi yfir á bundið slitlag, auk 38% spamaðar í minna bflasliti og 33% í minni viðhalds- kostnaði. Fyrir vörufiutningabfla er spamaðurinn enn meiri. Góðvegir þýði bæði sparnað í rekstri bifreiðar og á tíma ökumanna. Því meiri umferð sem er um veg, því fljótar borgar hún kostnað við bundið slit- lag. Mikill hluti spamaðarins er í erlendum gjaldeyri. Dæmi: Arðsemi bundins slitlags á vegi með 200 bfla umferð á dag er 15-25%, með 500 bfla umferð á dag 36-60% og með 750 bfla um- ferð á dag 50-90%. Áætlaður akstur á vegakerfínu er tæplega 580 milljónir kflómetra. Af þeim eru í dag tæplega 220 milljónir km. á malarslitlagi, þ.e. 62% af allri umferð er á bundnu slitlagi. Enn eru þó margir malar- vegir með mikla umferð. Undanfarin ár hafa að meðaltali verið lagðir 200 km. af bundnu slit- lagi. Magn framkvæmda hefur ekki minnkað Um sl. áramót lauk fyrsta tíma- bili (1983-86) langtímaáætlunar í vegagerð. Varið var rúmlega fjórum milljörðum króna til vegamála eða 78% af áætlaðri upphæð. Magn framkvæmda minnkaði ekki að sama skapi, þar eð vegafé nýttist betur en ætlað var, vegna ástæðna sem þegar er getið. Sumir fram- kvæmdaþættir eru jafnvel á undan áætlun. Alls eru bundin slitlag á 1,420 km. vega í árslok 1986, sem er um 150 km. meir en áætlun stóð til. Matthías Bjarnason Umferð og slys Ráðherra rakti síðan í ítarlegu máli unna og ráðgerða fram- kvæmdaþætti í vegamálum, sem ekki er rúm til að hafa eftir að sinni. Hann vék því næst að um- ferðarslysum. Árið 1985 urðu, samkvæmt lög- regluskýrslum 923 slys á þjóðveg- um landsins, utan þéttbýlis. I 250 tilfellum urðu slys á fólki, þar af dauðaslys í tólf skipti. 36% slysa varð við útafakstur og 61% slysa með meiðslum á fólki. Meðalslysa- tíðni áranna 1977-1985 virðist liggja töluvert neðan meðaltals ár- anna á undan. Sá þjóðvegur, sem flest slys urðu á, var Hafnarfjarðar- vegur frá Fossvogslæk að Reykja- nesbraut (skráð 147 slys 1985). Aðrir vegakaflar með mikinn slysa- fjölda eru: Reykjanesbraut (við Hafnarfjörð og Njarðvík), Vestur- landsvegur næst Reylq'avík og kafli í Norurárdal. Stefnt er að því að bæta úr ágöllum á þessum vegum, sem og að bæta vegamerkingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.