Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Búnaðarþing 26 mál hafa verið lögð fram á búnaðarþingi: Fyrsta málefnið komið úr nefnd TUTTUGU OG SEX mál hafa nú verið lögð fram á búnaðar- þingi. Þeim hefur öllum verið vísað til nefnda, flestum eða öllum án umræðna. Málin fá yfirleitt itarlega umfjöllun í nefndum bún- aðarþings og koma siðan til tveggja umræðna á fundum þingsins. í gær kom fyrsta málið úr nefnd. Það er frumvarp Jóns Magnús- sonar og Bessíar Jóhannsdóttur um að fella heimild til innheimtu jöfnunargjalds af innfluttum kartöflum út úr gildandi búvörulög- um. Allsheijamefnd búnaðarþings leggur til að Alþingi felli frumvarpið. Samþykkt var samhljóða að vísa tillögu allsheijar- nefndar til annarrar umræðu. Málin sem lögð hafa verið fram, númer 4—29, eru þessi: Mál nr. 4: Tillagatil þingsálykt- unar um flutning Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins til Hvanneyrar, 72. mál 109. löggjaf- arþings. Frá atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr.. 5: Tillaga tii þingsálykt- unar um endurskoðun laga um innflutning búfjár, 106. mál 109. löggjafarþings. Frá atvinnumála- nefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags Is- lands. Mál nr. 6: Tillaga til þingsálykt- unar um könnun á búrekstrarað- stöðu, 132. mál 109. löggjafar- þings. Frá atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 7: Fmmvarp til tolla- laga, 196. mál 109. löggjafar- þings. Frá fjárhags- og viðskipta- nefnd neðri deildar Alþingis. L^t fyrir af stjóm Búnaðarfélags ls- lands. Mál nr. 8: Framvarp til laga um virðisaukaskatt, 212. mál 109. löggjafarþings. Frá fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Al- þingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 9: Tillaga til þingsálykt- unar um eflingu atvinnu og byggðar í sveitum vegna breyttra búhátta, 218. mál 109. löggjafar- þings. Frá atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Formenn búnaðar- sambandanna gagn- rýna Framleiðnisjóð: Peningxim sjóðsins verði varið til ný- búgreina FORMENN búnaðarsamband- anna gagnrýna ráðstöfun á verulegum hluta af peningum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til framleiðslutakmarkana í hefðbundnum búgreinum. í er- indi sem þeir hafa lagt fram á búnaðarþingi kemur fram að þeir telja að sem mestu af fjár- magni sjóðsins skuli varið til eflingar nýrra búgreina og at- vinnuuppbyggingar, eins og gert er ráð fyrir í búvörulögun- iim Formenn búnaðarsambandanna telja þó að full þörf hafi verið á að bæta bændum að verulegu leyti verðskerðingu vegna framleiðslu síðastliðins árs en að ríkissjóður bæti sjóðnum það fjármagn sem hann hefur lagt fram til þess. Þá telja þeir að ekki komi til greina að binda meirihluta ráðstöfunarfjár til framleiðslutakmarkana eins og verið hefur. Vilja þeir að Fram- leiðnisjóður veiti stórauknu fé til þekkingaröflunar og markaðs- starfa, auk beinna styrkja til nýbúgreina. Mál nr. 10: Tillaga til þings- ályktunar um tiyggingasjóð loðdýraræktar gegn verðsveiflum, 236. mál 109. löggjafarþings. Frá atvinnumálanefnd sameinaðs Al- þingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 11: Tillaga til þings- ályktunar um eflingu fiskeldis sem búgreinar á bújörðum, 237. mál 109. löggjafarþings. Frá at- vinnumálanefnd sameinaðs Al- þingis. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 12: Tillaga til þings- ályktunar um landgræðslu- og landvemdaráætlun fyrir árin 1987-1991. Lögð fram á 109. löggjafarþingi. Lögð fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 13: Erindi Búnaðarsam- bans Kjalamesþings um söluskatt af tijáplöntum og blómum og inn- heimtu á Búnaðarmálasjóðsgjaldi. Mál nr. 14: Framvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46 27. júní 1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvöra, sbr. 1. nr. 25/1986 um breytingu á þeim lögum, 177. mál 109. lög- gjafarþings. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags lslands. Mál nr. 15: Framvarp til jarð- ræktarlaga. Lagt fram á 109. löggjafarþingi. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 16: Framvarp til laga um skógvemd og skógrækt. Lagt fram á 109. löggjafarþingi. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags Is- lands. Mál nr. 17: Erindi Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu um Byggðasjóð. Mál nr. 18: Erindi Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu um Framleiðnisjóð. Mál nr. 19: Erindi Búnaðarsam- bands Austurlands um skógrækt- armál. Mál nr. 20: Erindi Búnaðarsam- bands Austurlands um ræktun ullarkanína. Mál nr. 21: Erindi Bjama Guð- ráðssonar um breytingar á lögum nr. 46/1985 um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvöram. Mál nr. 22: Erindi Búnaðarsam- bands Suðurlands um bænda- skóga. Mál nr. 23: Erindi Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu um verzlun með stórgripakjöt. Mál nr. 24: Erindi Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu um takmörkun framleiðslu búvara á ríkisbúum. Mál nr. 25: Erindi formanna- fundar búnaðarsambanda um eflingu leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélagslslands. Mál nr. 26: Áskoran formanna- fundar búnaðarsambanda til Alþingis um íjárveitingar, er tryggi framgang ákvæða búfjár- Morgunblaðið/Bjami Þrír búnaðarþingsfulltrúar, f.v.: Jóhann Helgason í Leirhöfn, Ágúst Gíslason á ísafirði og Birkir Friðbertsson í Birkihlíð. ræktarlaga. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags Islands. Mál nr. 27: Ályktun formanna- fundar búnaðarsambanda um ráðstöfum úr Framleiðnisjóði. Lagt fyrir af stjóm Búnaðarfélags íslands. Mál nr. 28: Erindi Egils Bjama- sonar um lán frá Stofnlánadeild landbúnaðarins vegna bátakaupa bænda, sem hætt hafa hefðbund- inni búvöraframleiðslu. Mál nr. 29: Erindi Egils Bjama- sonar um stækkun sjávarhelgi jarða. Búnaðarsamband Austurlands: Kanínuræktín fái stuðning STJÓRN Búnaðarsambands Austurlands hefur beint því til búnað- arþings, að það taki til umfjöllunar málefni þeirra sem stunda ullarkanínurækt og vinni að því að kanínuræktin njóti sömu fyrir- greiðslu og aðrar nýbúgreinar. í rökstuðningi fyrir erindi stjómarinnár segir að ýmsar þekktar staðreyndir bendi til þess að hér sé á ferðinni búgrein, sem hafi möguleika á að fylla að hluta í það skarð sem orðið hefur við samdrátt í mjólkur- og kindakjöts- framleiðslunni. Era eftirfarandi atriði meðal annars nefnd því til stuðnings: Gerð verði stórfelld áætlun um bændaskóga SKÓGRÆKT fær væntanlega ítarlega umfjöllun á yfirstand- andi búnaðarþingi. Tvö búnað- arsambönd hafa sent búnaðarþingi erindi um málið, auk þess sem þar verður fjallað um frumvarp til laga um skóg- rækt og skógvernd. í ályktun formannafundar Bún- aðarsambands Suðurlands er hvatt til þess að gerð verði stór- felld áætlun um bændaskóga, sem falli undir jarðræktarlög, þannig að þeir bændur sem áhuga hefðu á skógrækt sem búgrein og létu land til þeirra hluta, gætu átt þess kost að ná sambærilegum tekjum og aðrar stéttir. I greinargerð segir að jarðrækt- arstyrkirnir hefðu verið mikil lyftistöng fyrir túnræktina en nú væri komið nóg af henni f bili og því ákjósanlegt að snúa bænda- stéttinni að öðram viðfangsefnum sem seinna meir gætu orðið að gróskumiklum atvinnugreinum. Víða í sveitum væri hægt að rækta skóg með góðum árangri, ef ræktunin væri stunduð af alúð og skógurinn hirtur og borið á hann eins og annan gróður. Eftir 20—30 ár verði sfðan hægt að vinna afurðir í verksmiðjum. í ályktun stjómar Búnaðarsam- bands Austurlands er skorað á búnaðarþing að taka skógræktar- mál til umfjöilunar. Setja þurfí lög sem feli meðal annars í sér að framlög ríkisins til skógræktar verði fast hlutfall af þjóðartekjum árlega, að minnsta kosti lh% af vergri þjóðarframleiðslu og að starfsemi Skógræktar ríkisins verði efld veralega sem tilrauna- og leiðbeiningastofnun, en plönt- un og hirðing nytjaskóga verði á vegum einstakra bænda eða sam- taka þeirra. I greinargerð með tillögunni segir að með ríkisframlagi til tún- ræktar hafi umtalsverðu fé verið varið til ræktunar landsins um langt árabil. Nú iiggi fyrir, að ekki sé þörf á að taka.nýtt land til túnræktar á næstum áram, svo nokkra nemi. „Því stendur þjóðin frammi fyrir því, hvort hún ætlar að hætta eða halda áfram að rækta landið," segir í greinargerð Austfírðinganna. * Aðkeypt aðföng til þessarar búgreinar era tiltölulega lítil. Fóð- urs mun að stóram hluta vera hægt að afla heima á búum bænda og fjárfesting við stofnsetningu er ekki mikil. * Þungi og magn rekstrarvara og sömuleiðis afurðanna er tiltölu- lega lftill, svo að flutningskostnað- ur er hlutfallslega óveralegur þáttur í búrekstrinum. Það skiptir því litlu máli rekstrarlega, þótt þessi búgrein sé stunduð í stijál- býlum héraðum. Gæti hún hentað vel sem hliðarbúgrein með sauð- fjárrækt. * Verðlag á kanínuullinni er það hátt, eins og er, að sterkar líkur era á, að framleiðsla hennar geti gefið þokkalegar tekjur, ef hún væri stunduð á hinn hag- kvæmasta hátt. Vinnsla á ullinni virðist vera vaxandi iðngrein, og nokkrar líkur era á, að íslending- ar geti náð fótfestu á markaðnum, ef þeir verða snöggir að koma sér fyrir með all mikla og góða fram- leiðslu, og ekki spillir það, að ullarvinnslustöðvamar þrói jafn- framt upp tækni við fullvinnslu þessa hráefnis og breyta því í verðmæta iðnaðarvöru. Tillaga Húnvetninga: Ríkið hætti fram- leiðslu á nautakjöti Framleiðslu ríkisbúanna verði stillt í hóf BÚNAÐARSAMBAND Austur-Húnvetninga skorar á bún- aðarþing að beita sér fyrir því að framleiðslu landbúnaðar- vara á rikisbúum verði stillt eins mikið í hóf og mögulegt er. Einnig vill sambandið að framleiðsla á holdanautakjöti á vegnm rikisins verði lögð niður, nema af þeim gripum sem nauðsynlegir eru vegna sæðinga og tilrauna. Búnaðarsambandið sendi er- indi þessa efnis til yfirstand- andi búnaðarþings. I greinar- gerð segir: Nú þegar offram- leiðsla er á hefðbundnum land- búnaðarvörum er nauðsynlegt að framleiðslan sé sem allra mest á höndum almennra bænda í landinu, sem hafa lífsviðurværi sitt af hefðbundn- um búgreinum. Búnaðarsamband Austur- Húnvetninga lætur einnig sölu á nautgripakjöti til sín taka. Það hvetur búnaðarþing til að beita sér gegn því að stórgripa- kjöt, sem lent hefur í lélegri gæðaflokkum, sé selt neytend- um sem fyrsta flokks vara á háu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.