Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Hvar eiga unglingamir að læra um ást o g kynlíf? # •• eftir Þorvald Orn * Arnason Að kenna ást og kynlíf í gninn- skólum er titill á grein eftir Ásdísi Erlingsdóttur sem birtist í Morgun- blaðinu_ 3. febrúar sl. Ég fanga áhuga Ásdísar á kynfræðslu og tek undir með henni þegar hún boðar nærgætni við tilfínningalíf bama og unglinga og að ekki skuli hvatt til lauslætis og ábyrgðarleysis. Ég er hins vegar ósammála Ásdísi í mörgum atriðum og ætla að gera grein fyrir því, m.a. vegna þess að Ásdís vitnar í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið 31. október sl. Líffræði eða siðfræði? Ásdís segir mig afskrifa líffræðilega kynfræðslu í grunn- skóla vegna þess að þá gefí kyn- fræðslan ranga mynd af samskipt- um kynjanna. Hér er rangt eftir mér haft. Ég leyfí mér að birta hér aftur kafla úr grein minni frá 31. október, þar sem fjallað er um þátt líffræði í kynfræðslu, en kafli þessi er reyndar orðrétt tilvitnun í bréf sem ég skrifaði sem námstjóri og sent var í alla grunnskóla: „Lögum samkvæmt ber skólum að veita fræðslu um kynlíf og sið- fræði kynlífs. Þótt kynfræðsla sé ekki líffræði nema að hluta til kemur hún í mörgum skólum nær eingöngu í hlut líffræðikennara, einkum í efstu bekkjunum. Skýr- ingin kann að vera sú að námsefn- isgerð á þessu sviði er komin lengst á veg í líffræði. Þó eru samskiptum kynjanna gerð skil í siðfræðinámsefni, en samfélags- fræðiefni á þessu sviði á enn langt í land. Það gefur ranga mynd af sam- skiptum kynjanna ef kynfræðsla er einungis líffræðileg. Lendi öll ábyrgð á slíkri fræðslu á líffræði- kennara þarf hann að bregðast við því á einhvem hátt. Ef hann kennir jafnframt samfélagsfræði, siðfræði eða íslenskar eða erlend- ar bókmenntir getur hann samþætt greinamar um skeið í þemað „samskipti kynjanna", „ást og kynlíf ‘ eða eitthvað þess hátt- ar. Ef fleiri kennarar kenna þessar greinar geta þeir samræmt kennsluna með svipuðum árangri. Ef slíkt samstarf tekst ekki verð- ur líffræðikennarinn að fara „út fyrir efnið" og sinna sjálfur fé- lags- og siðfræðilegum hliðum málsins í líffræðitímum, jafnframt hinum líffræðilegu. Markmið kynfræðslu gætu eink- um verið þessi: 1. Nemendur læri að umgangast hver annan þannig að sambandið einkennist af virðingu fyrir sjálf- um sér og öðrum, jafnrétti, hreinskilni og nærgætni. 2. Nemendur setji sig í spor for- eldris og átti sig á hvaða skilyrði þeir setja fyrir því að eignast bam. 3. Nemendur fræðist um kyn- hvöt, kynþroska, kynfæri, kyn- frumumyndun, fijóvgun, fósturþroska og getnaðarvamir. 4. Að koma í veg fyrir ótímabær- ar þunganir, nauðganir, vændi, kynsjúkdóma og eyðni (AIDS).“ Þessi langa tilvitnun ætti að taka af öll tvímæli um að líffræðileg kynfræðsla er ekki afskrifuð, en hins vegar er varað við að kyn- fræðsla sé eingöngu líffræðileg. Það er rétt skilið hjá Ásdísi að ég tel þörf á því að í skólum sé ijallað um ást og kynlíf og nemend- um hjálpað til að þroska tilfínningar sínar og viðhorf á því sviði sem öðmm. Ég er aldeilis ekki einn um þá skoðun. Ég hef t.d. undir hönd- um greinar úr norskum kristilegum tímaritum þar sem þvílíkum skoð- unum er haldið á lofti. Ummæli Ásdísar um siðferðismál Svía og Dana fínnst mér afar ósmekkleg. Hver á að kenna hvað? Ef ég hef skilið Ásdísi rétt vill hún að kynfræðsla í skólum sé fyrst og fremst í höndum heilbrigðis- stétta og læknanema og gerir Iítið úr þörfínni á kennslufræði. Ég fæ ekki séð að hún ætli kennurum stórt hlutverk í þessum efnum. Lögum samkvæmt hafa amk. sumar heil- brigðisstéttir og heilbrigðisyfírvöld og heilsugæslustöðvar hér mikil- vægt hlutverk. Og ég er sammála Ásdísi um mikiivægi þess að „full- nýta starfskrafta heilbrigðisþjón- ustu innan skólanna". En um kynfræðslu í skólum segir í 7. gr. laga nr. 25/1975: „Fræðsluyfírvö'.d skulu í samráði við skólayfírlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífs á skyldu- námsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum." í lögum nr. 16/1978 segir í 9. grein: „í grunnskólum skal veita fræðslu um kynsjúkdóma og vamir gegn þeim. Menntamálaráðuneytið kveður á um námsefni og tilhögun fræðslunnar í samráði við yfírlækni húð- og kynsjúkdómadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, Þorvaldur Örn Árnason „Kynfræðsla er mikil jafnvægislist. Þarþarf að tala hispurslaust og fordómalaust um við- kvæm mál án þess að misbjóða nemendum eða sjálfum sér. Þar þarf að virða viðhorf nemenda hver svo sem þau eru, en jafnframt að hafa áhrif á þau til hins betra.“ landlækni og skólayfírlækni." Hér fer ekki á milli mála hver ber höfuðábyrgð á kynfræðslu í skólum og næsta fullvíst að kennar- ar verða að axla dijúgan hluta ábyrgðarinnar. Á einum stað í greininni kemst Ásdís þannig að orði „ ... kyn- fræðslan á að vera líffræðileg, hlutlaus og að því ieyti ópersónu- leg...“ Mér virðist þessi skoðun Ásdísar ekki vera í anda laganna sem vitnað er í hér á undan. Öðru máli gegnir um Dr. Bjöm Bjöms- son, en hann segir m.a. í ágætri grein, „Eyðni og siðfræðileg ábyrgð", í Mbl. 11. febrúar sl.: „Þó hygg ég að langstærsta fræðsluátakið er hafi varanlegt for- vamargildi sitji enn á hakanum, eins og það heftir löngum gert varð- andi kynfræðslu. Hér er átt við að fræða alla, ekki bara böm og ungl- inga, um þá siðfræðilegu ábyrgð sem fylgir því að lifa lífínu sem manneskja í samskiptum við aðra.“ Verum umfram allt nærgætin Því fer ijarri að ég mæli því bót að vaðið sé yfír viðkvæmt tilfínn- ingalíf bama eða unglinga. Ég samsinni Ásdísi er hún segir að það eigi að „kenna bömum og ungling- um að tjá sig, tala beint frá hjart- anu... og „opna leiðir og leyfa bömum og unglingum að eiga sjálf frumkvæðið til að fá nánari og meiri fræðslu." Ég veit um kennara og skólahjúkmnarfræðinga sem hafa sett upp eins konar póstkassa í skólastofunni í byijun kynfræðslu- námskeiðs og hvatt bömin til að skrifa á miða spumingar sem á þeim brenna og setja nafnlaust í kassann. Síðan hefur efni spuming- anna verið tekið til umræðu og leitað svara. Einnig er mikilvægt að kynna ýmis aðgengileg rit og hvetja nemendur til að leita sjálfir svara í þeim. Kynfræðsla er mikil jafnvægis- list. Þar þarf að tala hispurslaust og fordómalaust um viðkvæm mál án þess að misbjóða nemendum eða sjálfum sér. Þar þarf að virða við- horf nemenda hver svo sem þau eru, en jafnframt að hafa áhrif á þau til hins betra, sbr. markmiðin hér framar. Forsenda þessa alls er að andi áðumefnds markmiðs nr. 1 ríki í skólastofunni. Líffræði- og læknisfræðileg þekking dugir þar ekki ein og sér. Þar ríður mest á að vera góður kennari, að ástunda góða uppeldis- og kennslufræði, að vera traust og heiðarleg manneskja. Þetta eru ekki litlar kröfur. Heft kynfræðsla, en frjálst klám? Ásdís ásakar stjómvöld um að bijóta svohljóðandi ákvæði 63. greinar stjómarskrárinnar: „Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða alls- heijarreglu." (í grein þessari er reyndar verið að frjalla um trúfélög, ekki skóla.) Hvað kynfræðslu varð- ar vísa ég þessum ásökunum Ásdísar Erlingsdóttur til föður- húsanna. Að mínu mati mætti frekar ásaka stjómvöld fyrir að hafa ekki sinnt lögbundinni kyn- fræðslu nægjanlega vel, eða að hafa ekki gengið nógu vasklega fram í baráttunni gegn þeim klám- vamingi sem flæðir yfír allt. Það er meira en lítið undarlegt að sú sama Ásdís, sem slær um sig með guðsorði og sakar yfírvöld um ósiðsemi vegna kynfræðslu í skól- um, mælir söluvamingi þessum bót, eða er hægt að skilja þessi orð hennar öðruvísi: „Erlendis er hægt að fá t.d. leigðar klámrásir og dóna- tal í síma. En amk. mjmdbandaleig- ur hérlendis ættu að geta sinnt klámþörf einstaklinga og bíóin um miðnætti þegar næturlífið byrjar. Samkvæmt þessu geta einstakling- ar sjálfír haft frumkvæði til að bera sig eftir því sem sérhver gimist." Ég minnist þess varla að hafa séð svo ákveðna réttlætingu kláms á síðum þessa blaðs. Þá geng ég út frá því að hér sé átt við raun- verulegt klám (þ.e. pomografi). Það er hins vegar dapurleg staðreynd að margt fólk fínnur hjá sér mikla þörf fyrir klám með tilheyrandi mannfyrirlitningu og jafnvel of- beldi. Ég álít að ef við stöndum vel að kynfræðslu megi draga verulega úr þessari „klámþörf" og forða mörgu ungu fólki frá tilheyrandi ógæfu og jafnvel sjúkdómum, eyðni þar meðtalin. Það er einnig vert að hafa í huga að umræddur klámvamingur er dijúgur hluti námsefnis þeirrar kynfræðslu sem unglingar stunda sjálfír á götunni. Hlutverk kyn- fræðslu er m.a. að vinna gegn fordómum sem klámvamingur þessi elur á. Ónóg eða ófullkomin kyn- fræðsla í skólum bætir líklega samkeppnisstöðu hins fijálsa klám- iðnaðar gagnvart hinni ríkisreknu kynfræðslu. En jafnvel forhertustu firjálshyggjumenn veigra sér við að mæla þess háttar frelsi bót. Siðanefnd ríkisins! Ásdísi er laus hnefinn í um- ræddri blaðagrein. Hún lætur höggin ekki einungis dynja á stjóm- völdum. Af samhengi greinarinnar fæ ég ekki betur skilið en orð henn- ar um „hömlulaust ævintýrafólk sem notar sína aðstöðu til að af- vegaleiða ungviðið vegna rangrar meðhöndlunar" séu ætluð mér, ásamt þeim öðrum sem koma ná- Iægt kynfræðslu. Mér fínnst að Ásdís Erlingsdóttir eigi að taka þessi orð aftur og biðja okkur afsök- unar, sé henni annt um mannorð sitt. En hún lætur ekki við þetta sitja. Tillaga hennar um „siðanefnd ríkis- ins“, pólitíska siðanefnd sem Alþingi skipi og setji um reglur ásamt viðurlögum ber keim af því versta sem sagt er þrífast fyrir austan jámtjald. Ég held að viti borin umræða og umhugsun fólks- ins í landinu og faglega grundaðar ákvarðanir stjómvalda væru væn- legra til siðbóta. Mér hefur ekki virst siðferði háttvirtra alþingis- manna, amk. sumra, vera neitt tiltakanlega betra en okkar hinna. Höfundur er námstjóri ískólaþró- unardeild menntamálaráðuneytis- ins. Austurland: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði | Vestmannaeyjar: Geisli, Vestmannaeyjum | Suðurnes: Rafiðn, Keflavík ^ Vestfirðir: Póllinn, ísafirði | Norðvesturland: Rafmagnsverkstæði Kf. — Sauðárkróki .///' RÖNNING SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 Hljómsveitin Súld, en hana skipa Tryggvi Hubner, Szymon Kuran, Stefán Ingólfsson og Steingrimur Guðmundsson. Hljómsveitin Súld í Duus-húsi HLJÓMSVEITIN Súld heldur tónleika fimmtudaginn 26. fe- brúar í veitingahúsinu Duus-hús. Hljómsveitina Súld skipa Szymon Kuran fiðla, Tryggvi Hubner gítar, Stefán Ingólfsson bassa og Steingrímur Guðmundsson tromm- ur. Hljómsveitin spilar mest fmm- samin lög. Tónleikamir hefjast kl. 22.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.