Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
33
Skipulegar varn-
ir gegn alnæmi
Moskvu, AP.
SOVÉTSTJÓRNEN hefur gert
áætlun um varnir gegn út-
breiðslu alnæmis. Almenningi
mun gefast kostur á að hringja
í sérfræðinga og fá upplýsingar
um sjúkdóminn og einkenni hans.
Þá munu læknar einnig skoða
þá sem þess óska, að sðgn emb-
ættismanns í sovéska heilbrigðis-
málaráðuneytinu.
Sovéskir embættismenn telja að
útlendingar komi einkum til með
að breiða alnæmi út t Sovétríkjun-
um. Starfsmaður í heilbrigðismála-
ráðuneytinu sagði í gær að menn
hefðu einkum áhyggjur af því að
Afríkubúar bæru með sér veiruna
sem veldur sjúkdómnum og benti á
að hvergi hefðu greinst fleiri tilfelli
en í Afríku. Gennady Gerasimov,
talsmaður sovéska utanríkisráðu-
neytisins, skýrði frá því fyrir
skömmu að 20 tilfelli sjúkdómsins
hefðu greinst f Sovétrílq'unum og
að enginn hinna sýktu væri Sovét-
borgari.
Vatnsskort-
ur í Havana
Miami, AP.
Fréttir frá Miami herma að
vatnsskortur sé yfirvofandi á
Kúbu. Kúbönsk útvarpsstöð
sagði að það væri um ofneyslu
væri að ræða.
I útsendingunni frá Reloj út-
varpsstöðinni sagði að í janúar
hefðu aðeins verið 21 milljón rúm-
metra vatns til neyslu í stað þeirra
36 milljóna sem borgin þarfnaðist.
Utvarpsstöðin kenndi ekki aðeins
heimilisneyslu um heldur sjúkra-
húsum og öðrum stofnunum.
Víetnam:
Fetað í fótspor
kapitalistanna
Bangkok, AP.
YFIRVÖLD í Víetnam hafa gefið
út nýjar reglugerðir er miða að
þvi að hvetja til nýjunga i efna-
hagslifinu og framleiðslu á
neysluvarningi, að sögn hinnar
opinberu fréttastofu landsins.
Aðgerðir þessar virðast vera í
samræmi við tilraunir hins nýja
aðalritara víetnamska kommúnista-
flokksins, Nguyen Van Linh, til að
hleypa nýju lífi í efnahag landsins
með því að draga úr afskiptum
ríkisins og fylgja fordæmi kapital-
ista að ýmsu leyti. Þeir sem finna
upp hluti sem hægt verður að selja
á góðu verði munu t.d. fá 15-20%
af söluhagnaðinum.
Útvarpsfréttir frá Hanoi herma
að yfirvöld þar í borg vonist til
þess, að á næstunni muni atvinna
aukast þar sem fjölskyldum verði
leyft að reka fyrirtæki og stuðning-
ur veittur til að brydda upp á
nýjungum.
Gorbachev í góðu
álití hjá Frökkum
París, Reuter.
KÖNNUN fransks fyrirtækis
leiddi í ljós að tilraunir Gorb-
achevs til að gefa aðra og betri
mynd af sjálfum sér og landinu
mælast vel fyrir í Frakklandi.
í könnuninni kemur fram að
59 prósent Frakka hafa gott álit
á Gorbachev en það er þremur
prósentum hærra en Reagan fékk.
Aðspurðir um það “hvor hefði
vinninginn" kváðust 65 prósent
telja það vera Gorbachev en 20
prósent sögðu það vera Reagan.
Þegar spurt var um hvor leið-
toginn væri til meiri sóma fyrir
þjóð sína kváðust 54 prósent teija
það vera Gorbachev en 34 prósent
sögðu það vera Reagan.
Könnun þessi var gerð af fyrir-
tæki sem ber nafnið IPSOS og
munu nánari niðurstöður úr henni
verða birtar í dag í vikublaðinu
VSD.
Enskir knatt-
spymuáhorfend-
ur með óspektir
Madríd, AP.
SEX Englendingar á aldrinum
17-28 ára voru dæmdir í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi
auk sekta í Burgos á Spáni á
þriðjudag.
Fimm þeirra voru dæmdir fyrir
að valda skemmdum á diskóteki,
en sá sjötti fyrir að eyðileggja girð-
ingu.
Atvikið átti sér stað kvöldið fyrir
landsleik milli Englendinga og
Spánverja, þegar breskir knatt-
spymuáhugamenn voru á leið á
leikinn.
Róm:
Dýrgripum fyrir
15,5 milj. stolið
Rámaborg, AP.
VERÐMÆTU safni silfureft-
irlíkinga, hluta þeirra frá tímum
Rómaveldis, var stolið frá Róm-
verska menningarsafninu i Róm
nýlega, að þvi er italskir fjölmiðl-
ar skýrðu frá á þriðjudag.
Silfurhlutimir, sem eru 89 að
tölu, em metnir á um 500 milljónir
líra (um 15.5 millj. ísl. kr.) og segja
yfirmenn safnsins að nánast
ómögulegt sé að gera nýjar eftirlík-
ingar þar sem frumgerðimar séu
margar glataðar eða á erlendum
söfnum.
Þjófamir virðast hafa kunnað vel
til verka og þekkt til á safninu, því
þeir fóm aðeins inn í herbergi sem
ekki vom í sambandi við þjófavam-
arkerfið, notuðu lykla til að opna
glerskápana og skildu ekki eftir
nein fíngraför. Á tæpum tveimur
ámm hafa fimm þjófnaðir af svip-
uðu tagi verið framdir í Rómaborg.
Reuter.
Viðræður hafnar
SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, kom til Egyptalands í gær, tíl viðræðna við egypska
ráðamenn. Esmat Abdel-Meguid, utanrikisráðherra (t.v.) tók á móti Peres og ræddust þeir við óform-
lega á herflugvelli þeim er flugvél Peresar lenti á. ísraelski utanríkisráðherrann mun hitta Hosni
Mubarak, forseta, að máli í dag.
Láttu ekki rugla þig
Vertu þinn eigin dagskrárstjóri
Ef þú vilt sjá góðar myndir þegar þér hentar er myndbandið ómetanlegur
kostur. Þessar tvær gæðamyndir frá CBS/FOX eru komnar á allar góðar
myndbandaleigur. Leigðu því eintak á myndbandaleigunni þinni, því það
er langt þangað til að þú átt þess kost að sjá þessar myndir ruglaðar
eða afruglaðar á skjánum.
Tvær hörkuspennandi og sérlega skemmtilegar myndir. með þeim Micha-
el Douglas, Kathleen Turner og Danny De Vito.
, s\eVta6,a\"'
S\^X ^ se^ wv m9^
eV-Vti^íTa°Joai'
Vxe\d°r
"a6sW
sldnorhf
CBS/FOX myndbönd fyrir alla.
Nýbýlavegi 4,
Kópavogi,
sími 46680.