Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 39 Morgunblaðið/Helgi Þrír efstu i opna flokknum, Jón Garðar Viðarsson, Ingimar Jóns- son og Arnar Þorsteinsson. Jón Garðar sigraði á Skákþingi Norðlendinga JÓN GARÐAR Viðarsson frá Akureyri varð sigurvegari í opnum flokki á Skákþingi Norðlendinga sem haldið var á Raufarhöfn um síðustu helgi. Jón Garðar hlaut 5 í öðru sæti í opna flokknum varð dr. Ingimar Jónsson, Dalvík, með 5 vinninga og Arnar Þorsteinsson, Akureyri, varð í þriðja sæti með 4 V2 vinning. Gylfí Þórhallsson, Akureyri, varð fjórði einnig með 4 >/2 vinning. í unglingaflokki varð Sigurður Gunnarsson frá Siglufírði sigurveg- ari með 8 vinninga af 9 mögulegum. Rúnar Sigurpálsson, Siglufírði, fékk 7 V2 vinning og varð f öðru sæti, Ásgrímur Angantýsson, Rauf- arhöfn, í þriðja sæti einnig með 7 V2 vinnig og í fjórða sæti Smári Sigurðsson, Siglufírði, með 5 vinn- inga. I flokki 12 ára og yngri urðu þrír efstu frá Akureyri, allir urðu þeir jafnir með 4 V2 vinning af 9. V2 vmning af 7 mögulegum. Örvar Amgrímsson telst þó sigur- vegari, annar varð Þorleifíir Karls- son og þriðji Ólafur Gíslason. Viktor Bjarkason, Raufarhöfn, varð í fjórða sæti með 4 vinninga. Einnig var keppt í hraðskák. í opna flokknum sigraði Gylfí Þór- hallsson, Akureyri, í hraðskákinni, Jón Garðar Viðarsson, Akureyri, varð annar og Siguijón Sigur- bjömsson, Akureyri, varð þriðji. í unglingaflokki sigraði Sigurður Gunnarsson, Siglufirði, Rúnar Sig- urpálsson, Akureyri, varð annar, og Smári Sigurðsson, Siglufírði, þriðji. Þorleifur Karlsson, Akureyri, sigraði í hraðskákmóti 12 ára og yngri, Örvar Amgrímsson annar og Ólafur Gíslason þriðji. Sigurður Gunnarsson, Siglufirði, sem vann í unglingaflokki. Örvar Amgrímsson, Akureyri, sigraði í flokki 12 ára og yngri. Framtíðarskipan skólamála: Tillaga skólanefndar samþykkt BÆJARSTJÓRN samþykkti í fyrradag tillögu meirihluta skólanefndar um framtiðarskip- an skólahverfa i bænum. Tillagan felur í sér að frá og með næsta hausti fari kennsla í 7.-9. bekk einungis fram í tveimur skól- um í bænum, Gagnfræðaskóla Akureyrar (nemendur búsettir sunnan Glerár) og Glerárskóla (nemendur búsettir norðan Glerár). Gagnfræðaskólinn verður eingöngu safnskóli fyrir eldri nemendur en Glerárskóli verður bæði hverfís- og safnskóli. Skv. tillögunum verður skipulag sunnan Glerár óbreytt og var um það einhugur í skólanefnd. Norðan Glerár verða hins vegar breytingar. Glerárskóli verður bæði hverfís- og safnskóli eins og áður sagði. Þar eiga að stunda nám í 7.-9. bekk öll böm búsett norðan Glerár og í 0.—6. bekk böm í Glerárhverfi aust- an Hlíðarbrautar. Kennsla í 0.—6. bekk fyrir böm í Síðuhverfi verður í Síðuskóla en en þegar kemur upp í 7. bekk fara þau sem sagt í Glerár- skóla. Sigrún Sveinbjömsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í skólanefnd, haJFði aðrar hugmyndir um breyt- ingamar norðan Glerár en félagar hennar í skólanefnd, en tillögur hennar hlutu ekki samþykki. Sigrún lagði til að norðan Glerár yrði stefnt að tveimur nokkuð jafnstóram hverfísskólum, Glerárskóla og Síðu- skóla. í tillögum hennar segir m.a.: Leiðrétting TVÆR leiðinlegar villur slædd- ust inn í frásögn af stjóramála- fundi Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, á Akureyri um helgina, i blaðinu á þriðju- dag. Báðar vörðuðu þær Tómas Inga Olrich, er hann ræddi um hitaveitu- málið. Haft var eftir Tómasi að hann hefði sagt Akureyringa vilja láta ríkissjóð leysa vandamál Hita- veitu Akureyrar alfarið. Þama vantaði að sjálfsögðu orðið ekki inn í. Á fundinum sagði Tómas Akur- eyringa ekki vilja láta ríkissjóð leysa málið alfarið, en „allir telja það réttlætismál að ríkið taki þátt í að leysa vandann," sagði hann. Tómas talaði um að ef til vill væri hægt að fínna tvo Akureyringa sem vildu láta ríkissjóð alfarið leysa vandann — einn Alþýðuflokksmann og einn Alþýðubandalagsmann, og væra báðir í ríkisstjóm, en þar átti að standa að báðir væra í bæjar- stjóra. Beðist er velvirðingar á þessum villum. „Því verði ekki aukið við byggingar í Glerárskóla, en þriðji áfangi verði byggður við Síðuskóla, eins og upp- haflega var ráðgert. Þannig rúmi Glerárskóli og Síðuskóli tvær hlið- stæður skólabarna 6—16 ára miðað við núgildandi norm." Sigrún sagði að meðan álag yrði sem mest í Síðu- hverfí mætti ætla 7.-9. bekk þaðan skólagöngu í Glerárskóla eða í fær- anlegu kennsluhúsnæði í eigu Akureyrarbæjar. Ennfremur að verði byggt í Giljahverfi, skv. deili- skipulagi, þá leggi hún til að þar rísi skóli (skólasel) fyrir eina hlið- stæðu 6—12 ára bama en eldri böm sæki Glerár- eða Síðuskóla eftir aðstæðum. Varðandi Giljahverfí er í tillögum meirihluta skólanefndar gert ráð fyrir að nemendur sæki nám í for- skóla til 6. bekkjar í Síðuskóla. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, lagði til á þriðjudag að afgreiðslu málsins yrði frestað og haldinn yrði sameiginleg- ur fundur bæjarstjómar og skóla- nefndar. Hún benti á að álit flestra skólastjóra í bænum og einnig for- eldraráðs Síðuskóla væri annað en _ skólanefndin legði til. Frestunartil- laga Sigríðar var felld með sjö atkvæðum meirihlutans gegn 4. Tillaga meirihluta skólanefndarinn- ar var svo samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2. Báðir fulltrúar Alþýðubandalagsins vora á móti. JNNLENTV Alþýðubandalagið: Guðmundur J. og Garðar harðlega gagnrýndir GUÐMUNDUR J. Guðmundsson og Garðar Sigurðsson, alþingis- menn alþýðubandalagsins, eru hardlega gagnrýndir i yfirlýsingu sem birtist i gær i Norðurlandi, málgagni Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra, vegna afstöðu sinnar i fræðslu- stjóramálinu. í yfírlýsingunni segir m.a.: „Við, undirritaðir félagar og stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, lýsum furðu okk- ar og vanþóknun á afstöðu tveggja þingmanna flokksins, sem við at- kvæðagreiðslu um frávísunartillögu við frumvarp til laga um rannsókn í svonefndu fræðslustjóramáli, veittu gerræðislegri og óþinglegri frávísun- artillögu Sjálfstæðisflokksins braut- argengi með atkvæði sínu og hjásetu." Síðar segir. „Það er von - okkar og trú, að með brotthvarfí þessara manna úr þingflokki Al- þýðubandalagsins takist honum betur að standa vörð um þau grundvallar- réttindi sem nú hafa verið fótum troðin. Undir þessari yfirlýsingu era nöfn 45 alþýðubandaíagsmanna í kjör- dæminu. Sjónvarp Akureyri FIMMTUDAGUR 26. febrúar § 18.00. Hernaðarleyndarmál (Top Secr- et). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Val Kilmer og Lucy Gutteridge í aðal- hlutverkum. Myndin er skopstæling á kvikmyndum af öllum hugsanlegum gerðum. 10.30. Glæframúsin. Teiknimynd. 19.65. Opin lína. ( þessum þætti fjallar Helgi Pétursson um kynlff, smokka og eyöni. 20.16.1 sjónmáli. Þáttur um eyfirsk mál- efni. Gestur Einar Jónasson ræðir við Ragnar Steinbergsson, framkvæmda- stjóra Sjúkrasamlags Akureyrar, og Hjálmar Freysteinsson, yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar, um lyfja- notkun Akureyringa. Þá ræðir Bjami Hafþór Helgason við Sæmund Frið- riksson, eiganda Fiskverks, og Þráin Lárusson, eiganda Sjávargulls, um starfsemi þessara tveggja nýju fisk- búða I bænum. Ennremur ræðir Benedikt Sigurðarson við Stefán Gunnlaugsson, Stefán Vilhjálmsson og Lilju Sigurðardóttur um áhugamál þeirra, sem eru knattspyrna, bridge og frjálsar íþróttir. 21.20. Morðgáta (Murder She Wrote). §22.10. Af bæ í borg (Perfect Strangers). 22.46. Bam annarrar konu (Another Womans Child). Bandarisk sjónvarps- mynd frá CBS. 00.06. Dagskráríok. atvinna - - atvinna - - atvinnz — atvinna — atvinna — atvinna Náttúruverndarráð auglýsir stöður landvarða á friðlýstum svæð- um, sumarið 1987, lausar til umsókna. Námskeið í náttúruvernd-landvarðanám- skeið er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslu- starfa á vegum Náttúruverndarráðs á frið- lýstum svæðum. Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúru- verndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 10. mars 1987. Prentarar Offsetprentari óskast á GTO. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Farið veröur með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. mars merkt: „Prentari — 8198“. Trésmiðir 2-3 trésmiði vantar í mótauppslátt (kerfis- mót), helst vana, sem fyrst. Upplýsingar í síma 611385 milli kl. 8.00 og 10.00 og í síma 35832 eftir kl. 19.00. Dagmamma Kalli 7 ára og Bjössi 6 mán. óska eftir góðri konu heim til að passa sig meðan mamma og pabbi vinna úti. Erum í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 23632. Kranamaður Viljum ráða vanan mann á byggingarkrana til starfa í Straumsvík. Upplýsingar í síma 622700. Núpursf., Skúíatúni4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.