Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 39

Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 39 Morgunblaðið/Helgi Þrír efstu i opna flokknum, Jón Garðar Viðarsson, Ingimar Jóns- son og Arnar Þorsteinsson. Jón Garðar sigraði á Skákþingi Norðlendinga JÓN GARÐAR Viðarsson frá Akureyri varð sigurvegari í opnum flokki á Skákþingi Norðlendinga sem haldið var á Raufarhöfn um síðustu helgi. Jón Garðar hlaut 5 í öðru sæti í opna flokknum varð dr. Ingimar Jónsson, Dalvík, með 5 vinninga og Arnar Þorsteinsson, Akureyri, varð í þriðja sæti með 4 V2 vinning. Gylfí Þórhallsson, Akureyri, varð fjórði einnig með 4 >/2 vinning. í unglingaflokki varð Sigurður Gunnarsson frá Siglufírði sigurveg- ari með 8 vinninga af 9 mögulegum. Rúnar Sigurpálsson, Siglufírði, fékk 7 V2 vinning og varð f öðru sæti, Ásgrímur Angantýsson, Rauf- arhöfn, í þriðja sæti einnig með 7 V2 vinnig og í fjórða sæti Smári Sigurðsson, Siglufírði, með 5 vinn- inga. I flokki 12 ára og yngri urðu þrír efstu frá Akureyri, allir urðu þeir jafnir með 4 V2 vinning af 9. V2 vmning af 7 mögulegum. Örvar Amgrímsson telst þó sigur- vegari, annar varð Þorleifíir Karls- son og þriðji Ólafur Gíslason. Viktor Bjarkason, Raufarhöfn, varð í fjórða sæti með 4 vinninga. Einnig var keppt í hraðskák. í opna flokknum sigraði Gylfí Þór- hallsson, Akureyri, í hraðskákinni, Jón Garðar Viðarsson, Akureyri, varð annar og Siguijón Sigur- bjömsson, Akureyri, varð þriðji. í unglingaflokki sigraði Sigurður Gunnarsson, Siglufirði, Rúnar Sig- urpálsson, Akureyri, varð annar, og Smári Sigurðsson, Siglufírði, þriðji. Þorleifur Karlsson, Akureyri, sigraði í hraðskákmóti 12 ára og yngri, Örvar Amgrímsson annar og Ólafur Gíslason þriðji. Sigurður Gunnarsson, Siglufirði, sem vann í unglingaflokki. Örvar Amgrímsson, Akureyri, sigraði í flokki 12 ára og yngri. Framtíðarskipan skólamála: Tillaga skólanefndar samþykkt BÆJARSTJÓRN samþykkti í fyrradag tillögu meirihluta skólanefndar um framtiðarskip- an skólahverfa i bænum. Tillagan felur í sér að frá og með næsta hausti fari kennsla í 7.-9. bekk einungis fram í tveimur skól- um í bænum, Gagnfræðaskóla Akureyrar (nemendur búsettir sunnan Glerár) og Glerárskóla (nemendur búsettir norðan Glerár). Gagnfræðaskólinn verður eingöngu safnskóli fyrir eldri nemendur en Glerárskóli verður bæði hverfís- og safnskóli. Skv. tillögunum verður skipulag sunnan Glerár óbreytt og var um það einhugur í skólanefnd. Norðan Glerár verða hins vegar breytingar. Glerárskóli verður bæði hverfís- og safnskóli eins og áður sagði. Þar eiga að stunda nám í 7.-9. bekk öll böm búsett norðan Glerár og í 0.—6. bekk böm í Glerárhverfi aust- an Hlíðarbrautar. Kennsla í 0.—6. bekk fyrir böm í Síðuhverfi verður í Síðuskóla en en þegar kemur upp í 7. bekk fara þau sem sagt í Glerár- skóla. Sigrún Sveinbjömsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalagsins í skólanefnd, haJFði aðrar hugmyndir um breyt- ingamar norðan Glerár en félagar hennar í skólanefnd, en tillögur hennar hlutu ekki samþykki. Sigrún lagði til að norðan Glerár yrði stefnt að tveimur nokkuð jafnstóram hverfísskólum, Glerárskóla og Síðu- skóla. í tillögum hennar segir m.a.: Leiðrétting TVÆR leiðinlegar villur slædd- ust inn í frásögn af stjóramála- fundi Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, á Akureyri um helgina, i blaðinu á þriðju- dag. Báðar vörðuðu þær Tómas Inga Olrich, er hann ræddi um hitaveitu- málið. Haft var eftir Tómasi að hann hefði sagt Akureyringa vilja láta ríkissjóð leysa vandamál Hita- veitu Akureyrar alfarið. Þama vantaði að sjálfsögðu orðið ekki inn í. Á fundinum sagði Tómas Akur- eyringa ekki vilja láta ríkissjóð leysa málið alfarið, en „allir telja það réttlætismál að ríkið taki þátt í að leysa vandann," sagði hann. Tómas talaði um að ef til vill væri hægt að fínna tvo Akureyringa sem vildu láta ríkissjóð alfarið leysa vandann — einn Alþýðuflokksmann og einn Alþýðubandalagsmann, og væra báðir í ríkisstjóm, en þar átti að standa að báðir væra í bæjar- stjóra. Beðist er velvirðingar á þessum villum. „Því verði ekki aukið við byggingar í Glerárskóla, en þriðji áfangi verði byggður við Síðuskóla, eins og upp- haflega var ráðgert. Þannig rúmi Glerárskóli og Síðuskóli tvær hlið- stæður skólabarna 6—16 ára miðað við núgildandi norm." Sigrún sagði að meðan álag yrði sem mest í Síðu- hverfí mætti ætla 7.-9. bekk þaðan skólagöngu í Glerárskóla eða í fær- anlegu kennsluhúsnæði í eigu Akureyrarbæjar. Ennfremur að verði byggt í Giljahverfi, skv. deili- skipulagi, þá leggi hún til að þar rísi skóli (skólasel) fyrir eina hlið- stæðu 6—12 ára bama en eldri böm sæki Glerár- eða Síðuskóla eftir aðstæðum. Varðandi Giljahverfí er í tillögum meirihluta skólanefndar gert ráð fyrir að nemendur sæki nám í for- skóla til 6. bekkjar í Síðuskóla. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, lagði til á þriðjudag að afgreiðslu málsins yrði frestað og haldinn yrði sameiginleg- ur fundur bæjarstjómar og skóla- nefndar. Hún benti á að álit flestra skólastjóra í bænum og einnig for- eldraráðs Síðuskóla væri annað en _ skólanefndin legði til. Frestunartil- laga Sigríðar var felld með sjö atkvæðum meirihlutans gegn 4. Tillaga meirihluta skólanefndarinn- ar var svo samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2. Báðir fulltrúar Alþýðubandalagsins vora á móti. JNNLENTV Alþýðubandalagið: Guðmundur J. og Garðar harðlega gagnrýndir GUÐMUNDUR J. Guðmundsson og Garðar Sigurðsson, alþingis- menn alþýðubandalagsins, eru hardlega gagnrýndir i yfirlýsingu sem birtist i gær i Norðurlandi, málgagni Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra, vegna afstöðu sinnar i fræðslu- stjóramálinu. í yfírlýsingunni segir m.a.: „Við, undirritaðir félagar og stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, lýsum furðu okk- ar og vanþóknun á afstöðu tveggja þingmanna flokksins, sem við at- kvæðagreiðslu um frávísunartillögu við frumvarp til laga um rannsókn í svonefndu fræðslustjóramáli, veittu gerræðislegri og óþinglegri frávísun- artillögu Sjálfstæðisflokksins braut- argengi með atkvæði sínu og hjásetu." Síðar segir. „Það er von - okkar og trú, að með brotthvarfí þessara manna úr þingflokki Al- þýðubandalagsins takist honum betur að standa vörð um þau grundvallar- réttindi sem nú hafa verið fótum troðin. Undir þessari yfirlýsingu era nöfn 45 alþýðubandaíagsmanna í kjör- dæminu. Sjónvarp Akureyri FIMMTUDAGUR 26. febrúar § 18.00. Hernaðarleyndarmál (Top Secr- et). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Val Kilmer og Lucy Gutteridge í aðal- hlutverkum. Myndin er skopstæling á kvikmyndum af öllum hugsanlegum gerðum. 10.30. Glæframúsin. Teiknimynd. 19.65. Opin lína. ( þessum þætti fjallar Helgi Pétursson um kynlff, smokka og eyöni. 20.16.1 sjónmáli. Þáttur um eyfirsk mál- efni. Gestur Einar Jónasson ræðir við Ragnar Steinbergsson, framkvæmda- stjóra Sjúkrasamlags Akureyrar, og Hjálmar Freysteinsson, yfirlækni heilsugæslustöðvarinnar, um lyfja- notkun Akureyringa. Þá ræðir Bjami Hafþór Helgason við Sæmund Frið- riksson, eiganda Fiskverks, og Þráin Lárusson, eiganda Sjávargulls, um starfsemi þessara tveggja nýju fisk- búða I bænum. Ennremur ræðir Benedikt Sigurðarson við Stefán Gunnlaugsson, Stefán Vilhjálmsson og Lilju Sigurðardóttur um áhugamál þeirra, sem eru knattspyrna, bridge og frjálsar íþróttir. 21.20. Morðgáta (Murder She Wrote). §22.10. Af bæ í borg (Perfect Strangers). 22.46. Bam annarrar konu (Another Womans Child). Bandarisk sjónvarps- mynd frá CBS. 00.06. Dagskráríok. atvinna - - atvinna - - atvinnz — atvinna — atvinna — atvinna Náttúruverndarráð auglýsir stöður landvarða á friðlýstum svæð- um, sumarið 1987, lausar til umsókna. Námskeið í náttúruvernd-landvarðanám- skeið er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslu- starfa á vegum Náttúruverndarráðs á frið- lýstum svæðum. Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúru- verndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 10. mars 1987. Prentarar Offsetprentari óskast á GTO. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Farið veröur með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. mars merkt: „Prentari — 8198“. Trésmiðir 2-3 trésmiði vantar í mótauppslátt (kerfis- mót), helst vana, sem fyrst. Upplýsingar í síma 611385 milli kl. 8.00 og 10.00 og í síma 35832 eftir kl. 19.00. Dagmamma Kalli 7 ára og Bjössi 6 mán. óska eftir góðri konu heim til að passa sig meðan mamma og pabbi vinna úti. Erum í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 23632. Kranamaður Viljum ráða vanan mann á byggingarkrana til starfa í Straumsvík. Upplýsingar í síma 622700. Núpursf., Skúíatúni4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.