Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 27
Fræðsluskrifstofa Reykjaness MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 27 f. Námsstefna um markmið grunn- skólalaganna - hátt í 700 þátttakendur „NÁM og kennsla við hæfi hvers og eins - hvernig förum við að?“ var yfirskrift námsstefnu, sem haldin var á vegum fræðsluskrif- stofu Reykjaness í Þinghólsskóla í Kópavogi og Garðaskóla í Garðabæ í siðuastu viku. Hátt í 700 þátttakendur voru á báðum ráðstefnunum. Að þeim stóðu einnig skólaþróunardeild, Kenn- araháskóli Islands og Kennara- samtökin. Guðjón Ólafsson, deildarstjóri kennsludeildar fræðsluskrifstof- unnar Reykjanesumdæmis, hefur haft veg og vanda að undirbúningi og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að undirbúningur hefði staðið síðan í september og væri náms- stefnan hluti af verksviði fræðslu- skrifstofunnar. „Hlutverk fræðslu- skrifstofunnar er að kynna kennurum markmið og inntak Guðjón Ólafsson, deildarstjóri kennsludeildar fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis grunnskólalaganna, sem þeir eiga að vinna eftir, og hinsvegar að kynna þeim mögulegar leiðir að þeim markmiðum. Fræðsluskrif- stofur geta og hafa mikið hlutverk. Þær veita kennurum og skólum kennslufræðilega ráðgjöf, leiðbein- ingar og stuðning, en hlúa jafn- framt að hverri þeirri þróun og nýbreytni er verður til í hveijum skóla. Varast ber að taka frum- kvæði af skólum og kennurum. Skólamir þyrftu tvímælalaust aukið sjálfræði í samræmi við þarf- ir nemendanna, sem sækja skólana. Fræðsluskrifstofur eiga fyrst og fremst að vera skólunum til halds og trausts, en ekki stjómendur svo skólamir verði óvirkir. Skólamir ættu að hafa sem mest sjálfstæði í faglegum og ijárhagslegum rekstri. Hveijir vita til dæmis betur en kennaramir hvað nemendum er fyrir bestu? Það væri eflaust hægt að nefna mörg grátbrosleg dæmi er valda óhagræðingu og óskyn- samlegum vinnubrögðum í mennta- kerfínu. Það fjármagn, sem er til ráðstöfunnar, myndi nýtast miklu betur ef heimamenn fengju að ráð- stafa því og yrði starfsemi skólanna jafnframt nær markmiðum grunn- skólalaganna," sagði Guðjón. Fræðslustjóri Reykjanesumdæm- is, Helgi Jónasson, flutti ávarp í upphafi beggja ráðstefna. Arthur Mortens sérkennari ræddi um markmið grunnskólalaganna og hvemig framkvæmdin væri í reynd. Kristrún ísaksdóttir lektor talaði um endumýjun skólastarfs innanfrá og Bima Sigutjónsdóttir yfírkenn- ari ræddi um skólastefnu kennara- samtakanna. Síðan var þátttakend- um skipt upp í 14 hópa þar sem þeir kynntu sér mögulegar leiðir í kennslustarfínu til að nálgast mark- mið grunnskólalaga. Guðjón sagðist telja að slíkar námsstefnur væru til margra hluta nytsamlegar. Kennarar fengju tækifæri til að hittast og kynna hveijir öðmm hvemig þeir vinna. Bók fyrir börn sem erf itt eiga með lestur ÚT ER komin hjá Námsgagna- stofnun bókin Bjarni og Svenni eftir Kristján Guðmundsson með teikningnm eftir Búa Kristjánsson. Sagan hlaut viður- kenningu í samkeppni Náms- gagnastofnunar um bækur á léttu máli. í frétt frá Námsgagnastofnun segir að frágangur á bókinni sé sérstaklega miðaður við þarfír þeirra bama sem erfitt eiga með lestur. Lítið lesmál er á hverri síðu, letur skýrt og línur stuttar. Bókin er 37 bls. og myndskreytt. Sagan um Bjarna og Svenna er einnig gefin út á hljómbandi sem ætlast er til að notað sé með bókinni, hlusta á hljómbandið um leið og fylgst er með orðunum í bókinni. Er það höfundur sem les. Gódan daginn! Morgunblaiið/Ámi Sæberg Sigríður Jónsdóttir námsstjóri fjallaði um byrjunarkennslu í einum hópnum og ræddi hún meðal ann- ars um þroska og getu 6 til 8 ára barna trÉbær IJölskyldiistaðiir og marglitt mmlif Óvenjugóð aðstaða fyrir barnafjölskyldur, góðar sólarstrendur, fjörugt næturlíf og einhver bestu hótel sem hægt er að hugsa sér, hafa gert Alcudiaströndina á Mallorca að einum vinsælasta sumarleyfisstað í Evrópu. Meðan mamman og pabbinn sóla sig áhyggjulaus á hvftri ströndinni, versla eða kæla sig í tærum sjónum tekur Pjakkaklúbburinn til starfa. Barnafararstjóri Polaris fer með Pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarð- inn, stjórnar kastalabyggingum á ströndinni og hvað- eina. íslendingum gefst tækifæri á að njóta dvalar við Alcudiaflóann, hjarta Mallorca, á sérlega hagstæðu Polarisverði. Dæmi: 3 vikur og fjórir í 3. herbergja íbúð áDelSol kosta aðeins frá 30.600,- Fríið erporíþétfmð Folaris! FERDASKRIFSTOFAN /A\ POLARIS Kirkjutorgi4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.