Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Kjósendur, hvað getum við gert? Hefur lýðræðishugsjónin vikið fyrir hagsmunasamtryggingu stjórnmálamanna? eftírPál V. Daníelsson Formenn stjórnmálaflokka hafa birt áramótahugleiðingar sínar, sumpart hver með sínum hætti en þó er það yfírleitt sameiginlegt að þeir lýsa ágæti flokka sinna og reyna að telja fólki trú um að þeirra leiðsaga sé sú eina rétta og þjóð- inni fyrir bestu. Þeir hafa litið á málin frá sínum sjónarhóli en útsýn- ið er e.t.v. ekki það sama frá sjónarhóli hins almenna kjósanda og ekki er óeðlilegt að að hann svipist um og lýsi því sem hann sér og hvað hann vill að gert sé til þess að framtíðarsýnin verði bjart- ari. Vilji þjóðar að vettugi virtur Frá sjónarhóli almennings er stjómarskráin ekki nógu skýr og ákveðin og gefur þingmönnum og ríkisstjóm ekki nauðsynlegt aðhald. Breytingar sem orðið hafa eru eink- um í sambandi við lqordæmaskipan og þingmannaflölda. Síðast var þingmönnum íjölgað enn á ný. Mik- ill meirihluti þjóðarinnar var á móti þeirri ijölgun. Þó sameinuðust for- menn allra stjómmálaflokka um að ijölga þeim um þijá og það var keyrt í gegnum Alþingi án þess að kjósendur kæmu nokkrum vömum við. Hér var á ferðinni hagsmuna- trygging alþingismanna. Þeir höfðu valdið og slepptu því ekki til þjóðar- innar. Viljum við ekki geta kosið um slik mál? Husnæðismál Alþingis Og nú vilja alþingismenn byggja nýtt þinghús. Og það á að vera vel við vöxt. Ef að líkum lætur verður ekki langur tími þar til það offyllist vegna áframhaldandi fjölgunar þingmanna. Best er því að setja undir lekann strax, byggja ekki nýtt þinghús, heldur fækka þing- mönnum svo að núverandi húsa- kynni nægi. Fækka þeim t.d. (48. Um þetta viljum við gjarnan kjósa. Persónulgör Prófkjörin hafa gengið sér til húðar segja menn, enda hafa al- þingismenn, sem sótt hafa fé í ríkissjóðinn til þess að styrkja starf- semi þingflokkanna, beitt §árveldi sínu til þess að koma svo fyrir stjómun innan hinna pólitísku flokka að þingmennimir geti sem best tryggt æviráðningu sína við stjómmálastörf. Þó hafa á stundum komið upp þær hugmyndir að tiyggja beri kjósendum rétt til þess að geta kosið persónukosningu á kjördegi, en af því hefur enn ekki orðið, enda þingmenn hræddir við að kjósendur muni hafna þeim og velja nýtt fólk til þingsetu. Þetta sannar best þá andstöðu flokkanna við það, að bjóða megi fram fleiri en einn lista fyrir sama flokk í sama kjördæmi. Þau lýðréttindi fólks, sem ekki vill af einhveijum orsökum lúta þröngri flokksforystu, em af því tekin. Þó tryggja þau flokks- fylgið, en ekki fylgið við þá sem eru í náðinni hjá flokksstjóminni á hveijum stað. Þurfum við ekki að fá að tjá okkur um breytingar f þá átt að velja þá einstaklinga, sem við treystum best? Páll V. Daníelsson „Það verður ekki annað séð en að hugsjónabar- átta stjórnmálaf lokk- anna hafi snúist í harðsvíraða valdabar- áttu einstaklinga. Það sýna hin hörðu átök sem farin eru að tíðkast í prófkjörum.“ Ráðherrar ættu ekki að vera þingmenn Ég hefí áður vakið athygli á því að ráðherrar ættu ekki samtímis ráðherradómi að gegna þingstörf- um. Þegar sjötti hver þingmaður er ráðherra er sú hætta fyrir hendi að ráðherra hafí ekki nauðsynlegt aðhald Alþingis heldur verði gjörðir hans staðfestar af AJþingi, þótt gagnrýni verðar séu. Ennfremur ættu alþingismenn ekki að sitja í stjómum eða nefndum utan Al- þingis. Þannig verða þeir óháðari framkvæmdavaldinu og virkari eft- irlitsaðilar en þegar þeir þurfa að hafa eftirlit með sjálfum sér. Um þetta viljum við kjósa. Takmarka setu á Al- þingi og ýmsum stjórnunarstörfum Hætt er við að löng seta fólks í störfum leiði til vissrar stöðnunar. Það er því nauðsynlegt þegar um veigamikil stjómunarstörf er að ræða að tryggja þar eðlilega end- umýjun. Þetta á við um alþingis- menn, forstöðumenn stofnana, sveitarstjómamenn o.fl. Þar sem það hefur komið mjög í ljós að fólk situr eins lengi og stætt er f þessum efnum væri tímabært að setja lög- gjöf er bannaði að gegna slíkum störfum lengur en 8 ár í senn. Mundi þetta verða mjög til þess að efla lýðræðisleg vinnubrögð, mál- efnalegri stjómun og draga úr því að fólk gerði pólitík að atvinnu sinni, sem fyrr eða síðar getur koll- varpað lýðræðinu, að minnsta kosti eykur slíkt mjög á miðstýringu. Um þetta þurfum við að fá að kjósa. Miðstýringin Miðstýringin í þjóðfélaginu er gífurleg og ekkert lát þar á. Að vísu telja menn sig hafa selt ríkis- fyrirtæki eða hluta í þeim og stæra sig af því að hafa komið á frelsi í peningamálum. En hverra frelsi er það? Jú, bankamir hafa fengið frelsi til þess að bjóða í það fé, sem við höfum aflögu. Og ríkisvaldið sér til þess, að það að geyma fé sitt á banka eða kaupa ríkisskuldabréf njóti allt annarrar og hagkvæmari skattameðferðar en ef við ieggjum það milliliðalaust í atvinnurekstur. Þetta gerir það að verkum að stöð- ugt hærri hluti af flármagninu næst til banka- og sjóðakerfis, sem svo miðstýrir f|'ármagninu til baka út í þjóðfélagið og enn meiri vandi skapast en áður við lausn miðstýr- ingarhnútanna. Stjómvöld og einstakir alþingismenn hafa áfram möguleika á því að sinna margs konar gæluverkefnum, sem undir verður að standa með sköttum og/ eða gjaldþrotum og væri full ástæða til þess að rannsaka öll þau gjald- þrot, þar sem alþingismenn hafa komið við sögu varðandi áhættu- sama lánafyrirgreiðslu. Þurfum við ekki að fá að kjósa um hve langt við viljum ganga i miðstýringunni? Byggðastefnan og at- kvæðisrétturinn Byggðamálin em mörgum vin- sælt umræðuefni. Stjómmálamenn- imir tala um að það þurfí að veita þennan eða hinn stuðninginn. Þeim hefur tekist í krafti miðstýringar að draga stjómun mála í ríkum mæli til þéttbýlisins. Nánast farið með landsbyggðina eins og um ný- lendu væri að ræða. Dregið þaðan fjármagn og verkefni. Þessu þarf að snúa við. Byggðalögin eiga að fá að halda fé sínu og hafa fijáls- ræði til þess að stjóma málum sínum sjálf. Og það er óhætt að fela landsbyggðarfólkinu mál sín til úrlausnar og það leysir þau, það þarf ekki að hugsa fyrir það á skrif- stofu í þéttbýli. Það þarf ekki að segja því hvað það getur gert og hvað ekki, né heldur hvemig það á að leysa verkefni sín. Þá miðstýr- ingu má leggja niður. Þá nýtist atkvæðisréttur hvers einstaklings miklu betur sé kosið um þau mál, sem byggðarlögunum tilheyra á heimavelli en að kjósa einhveija menn til að stýra öllu með ljarstýringu. Um þetta viljum við kjósa. Tökin hert En lítt birtir til í þessum efnum. Aðförin að Borgarspítalanum sýnir það. Þeir sem flármagninu hafa náð vilja líka ráða stjómuninni. Það er út af fyrir sig ekki út í hött. Hins vegar þarf að flytja verkefnin frá ríkisvaldinu til einstaklinga og byggðarlaga. Minnka ríkisbáknið. Valdaþræðimir liggja í gegnum peningakassann. Til einkaaðila þarf að flytja alla þá þjónustu, sem er þess eðlis að hún sé samskonar og almennt er rekin af einkaaðilum eins og verk- stæðisrekstur o.fl. Og til byggðar- laganna á að flytja meginhluta fræðslumála, heilbrigðismála, at- vinnumála, löggæslumála, félags- mála, dagvistarmála, menningar- mála, æskulýðs- og tómstunda- mála, vega- og samgöngumála, húsnæðismála o.fl. Flutningnr á fjármagni Til þess að gera þetta þarf að flytja gjaldstofna og fjármagn frá ríki til sveitarfélaganna. Byggðar- lögin ættu t.d. að hafa að öllu leyti gjaldstofna, sem byggjast á tekjum og eignum, hvort tveggja myndast og þróast eftir því stjómarfari sem í heimabyggð ríkir. Tekju- og eigna- skattar eiga því alfarið að flytjast til sveitarfélaga. Síðan væri rétt að flytja allan söluskattinn til byggðar- laganna. Sé tekin ákvörðun um þetta er vandalftið að ræða flutning verkefinanna. Mundi fátt geta orðið landsbyggðinni meira til uppbygg- ingar en að fá vald og (jármagn til þess að stjóma eigin málum í stað þess að lúta landeyðingarstefnu þeirri sem felst í því að draga allt vald til höfuðborgarinnar og reka landsbyggðina á nýlendugrundvelli. Hér þurfum við sannarlega að fá að lýsa vilja okkar. Lífeyrissjóðirnir Tekjumismunum fólks á eftir- launaaldri er gífurleg. Fjöldi fólks hefur vart möguleika til þess að lifa sjálfstæðu lífí. Eina leiðin allt of margra er að koma sér inn á stofn- un því þá er greitt fyrir það hvað sem kostnaðurinn er mikill. Það er nánast keypt þangað. Það þarf því að koma upp einum gegnumstreym- islífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Sá sjóður yrði með eigin launaflokk- um, t.d. 5—7, sem fólk velur sig inn í og greiðir iðgjöld eftir. Vilji fólk hins vegar búa við forréttindi eins og alþingismenn og slíkir verða þeir að kaupa sér viðbótarrétt á fijálsum markaði, þar geta þeir notið fijálshyggjunnar. Ég hefí áður bent á að gegnumstreymissjóður gæti sinnt eftir- og örorkulaunum, launum í veikindum, launum fyrir heimilisstörf o.fl. og orðið þannig til aukins öryggis og frelsis fyrir flölskylduna. Viljum við ekki geta kosið um þessi mál? Ei veldur sá er varar við hættunni Framsýnt og hugsandi fólk gerir sér grein fyrir því að betra er að koma í veg fyrir hvers konar ógæfu og skaða en bíða eftir orðnum hlut og takast þá fyrst á við vandann. Það þarf því að vinna gegn út- breiðslu sjúkdóma, notkunar vímuefna og öðrum óhollum lífsmáta og byggja upp heilbrigð- ara, hamingjusamara og efnahags- lega betra líf. Á þetta benti landlæknir mjög rækilega í góðri áramótagrein. Hann lagði ríka áherslu á fyrirbyggjandi starf og vildi ekki sætta sig við að á málum væri ekki tekið fyrr en allt væri í óefni komið. Ég vil taka undir orð landlæknis og sérstaklega benda á vímuefnin þar sem stjómvöld virðast fljóta sofandi að feigðarósi og borga t.d. úr ríkissjóði um helmingi hærri upphæð vegna áfengisneyslunnar einnar saman en inn kemur sem hagnaður af áfengissölu. Sann- gjamt hlýtur að teljast að áfengis- viðskiptin greiði allan afleiddan kostnað af áfengisneyslunni. Þurfum við ekki að geta lýst vilja okkar um þessi mál? Erlendar skuldír Erlendar lántökur af ríkisins hálfu verður að stöðva, að öðm en því sem þarf að taka af lánum til að dreifa skuldabyrðinni á iengri tíma þegar verr árar. Ríkið á hvorki að taka erlend lán né ábyrgjast þau. Hins vegar verða bankavið- skipti í þessu sambandi að vera sveigjanleg og ekki er óeðlilegt að fyrirtæki taki erlend lán enda standi eignir þeirra þar að baki eða banka- ábyrgðir, enda taki bankar full- nægjandi tryggingar fyrir slíkum ábyrgðum. Þetta er eina leiðin sem tryggir það, að arðsemi geti orðið af erlendu lánsfé. Þá ættu erlendir aðilar að geta orðið eigendur í at- vinnufyrirtækjum hér á landi en með því þarf að sjálfsögðu að hafa nauðsynlegt eftirlit og ákveðnar reglur. Staðgreiðslukerfi skatta Fólk ræðir um staðgreiðslukerfi skatta eins og eitthvert töframeðal varðandi skattlagningu. Þessa skatta á að leggja niður til ríkisins. Verði það ekki gert sé ég ekki að svokallað staðgreiðslukerfí verði betra en það sem nú gildir, nema sfður sé. Núverandi kerfí kemur ekki í veg fyrir einfoldun skatta og fækkun þeirra. Nú greiðir fólk eftir áætlun fyrrihluta árs og álagningu síðari hlutann. Grunnurinn undir þessu eru tekjur næsta árs á und- an. í staðgreiðslunni sýnist mér að greitt verði eftir áætlun allt árið byggt á áætluðum tekjum greiðslu- ársins og síðan sé viðbótarskattur eða endurgreiðsla árið eftir þegar tekjur og frádrættir hafa endanlega verið gerðir upp. Eftirágreiðsla kemur til með að vera ríkjandi hjá atvinnurekstri bæði smáum og stór- um svo og þeim sem hafa mjög sveiflukenndar tekjur. Þá má reikna með því að skattar þyngist, ekki síst ef verðbólga er, því hún hefur ávallt verið vanáætluð hjá stjóm- völdum. Einnig má reikna með að tilhneiging verði til þess að taka það mikið af fólki að það fái frekar endurgreiðslu og þá kemur hún löngu síðar og e.t.v. með verðminni krónum, því varla fer ríkið að greiða háa vexti í sambandi við það sem skila þarf af ofteknum sköttum. Það er því hætt við því, að mörgum fínnist þeir hafa farið úr öskunni í eidinn, þegar þeir kynnast stað- greiðslunni í raun. Virðisaukaskatturinn Og svo á að bjarga með virðis- aukaskatti. Það er vitað að skatt- greiðendum fjölgar mjög. Innheimtukostnaður ríkisins eykst mikið. Og hver verður kostnaðurinn fyrir atvinnureksturinn? Öll þau fyrirtæki, sem við bætast þurfa að leggja í mikinn kostnað. Þessi aukni kostnaður lendir ekki annars staðar fyrir rest en á neytendum í hærra vöruverði. Söluskattskerfíð er úrelt en er ekki hægt að bæta það? Virð- isaukaskatturinn er é.t.v. orðinn úreltur líka þar sem hann hefur verið tekinn upp. Fari söluskattur- inn óskiptur til sveitarfélaganna gæti komið upp virkara eftirlits- kerfí fólks sem þekkir til á hveijum stað, enda þótt hann yrði innheimt- ur í heild og skipt niður til sveitarfé- laganna eftir ákveðnum reglum. Valdabaráttan Það verður ekki annað séð en að hugsjónabarátta stjómmála- flokkanna hafi snúist í harðsvíraða valdabaráttu einstaklinga. Það sýna hin hörðu átök sem farin em að tíðkast í prófkjörum. Enda er svo komið að þeir sem í forystu standa hafa komið ár sinni vel fyrir borð hvað tekjumöguleika snertir og þá ekki síst þegar að eftirlaunum kem- ur. Þar em alþingismenn í sérflokki. Þannig hefur baráttan fyrir pólitískum hugsjónum snúist upp í baráttu fyrir lifíbrauði og fjár- hagslegu öiyggi á efri ámm. Þetta er foiystumönnum í flestum stjóm- málaflokkum sameiginlegt, það er samtrygging. Hvetur þetta og til langsetu manna sem komið hafa því til leiðar að flokkamir hafa þrengt svo mjög öll áhrif almenn- ings á val manna að þar ríkir ekki virkt lýðræði Iengur. Viljum við ekki fá að kjósa um þetta? Hvað er hægt að gera? Af framansögðu má sjá hvað hinn almenni kjósandi má sín lítils og hefur í raun lítil áhrif á gang mála. Þvf veldur hin mikla miðstýr- ing og samtiygging valdamanna. Við þurfum því að geta breytt stjómarskránni þannig að hún veiti kjósandanum aukinn rétt og valda- mönnum aukið aðhald. Þetta verður ekki gert nema án stjómmálamann- anna, það sýna öll vinnubrögð í stjómarskrármálinu á liðnum ára- tugum. Það mál þurfum við því að taka úr höndum þeirra, en hvemig er það hægt? Vill enginn þeirra fóma sér fyrir þjóðina? Þarf virki- lega nýtt afl inn á Alþingi til þess að koma skipan á þessi mál? Höfundur er viðakiptafrteðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.