Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 65

Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 65 IBM-SKÁKMÓTIÐ Einsdæmi að keppandi sé með fullt hús vinn- inga á svo sterku móti ÞAÐ FÆR ekkert stöðvað sig- urgöngu Englendingsins Nigels Short á IBM-skákmótinu á hót- el Loftleiðum. í 6. umferðinni, sem tefld var í gser, varð Hol- lendingurinn Jan Timman fyrir barðinu á honum og varð að gefast upp í 39. leik. Short hef- ur því fullt hús vinninga eða 6 eftir sex umferðir og segja menn að það sé einsdæmi í skáksögunni að skákmaður sé með fullt hús vinninga á jafn sterku skákmóti, þegar mót er rúmlega hálfnað. Short hefur tvo vinninga umfram næstu menn, sem eru þeir Kortsnoj og Timman með 4 vinninga. Menn áttu tæpast orð til þess að lýsa taflmennsku Shorts og og upphrópanir, eins og „þetta er með ólíkindum", „hann er óstöðv- andi“, „hvað er maðurinn að gera að tefla á svona lélegu skákmóti" mátti heyra á göngum Loftleiða- hótelsins. í öllu falli voru menn sammála um það að koma unn- ustu Shorts til Islands hefði ekki haft slæm áhrif á taflmennsku hans. íslensku keppendunum gekk erfíðlega í gær. Helgi tapaði með hvítu fyrir Agdestein í 25 leikjum og þótti hann tefla með afbrigðum illa, „lagði höfuðið á höggstokkinn og Simen lét öxina falla“ eins og einn áhorfenda orðaði það. Skák Margeirs og Portisch fór í bið og tapaði Margeir skákinni þegar hún var tefld áfram. Jóhann og Jón L. sömdu fljótlega um jafn- tefli í innbyrðis viðureign sinni. Kortsnoj brá ekki út af venj- unni og innbyrti sinn fasta vinning gegn Polugaevsky. Hann hefur þvílíkt tak á Polugaevsky að það má heita undantekning að hann vinni hann ekki. Ljubojevic og Tal sömdu jafntefli eftir hörkuskák, þar sem sá fyrmefndi reyndi allt hvað hann gat til þess að ná vinn- ingi, en kom fyrir lítið. Short er í efsta sæti eins og fyrr sagði með 6 vinninga. í 2.-3. sæti eru Timman og Kortsnoj með 4 vinninga og það er til marks um hörkuna í taflmennskunni að báðir hafa þeir tapað tveimur skákum og unnið Qórar og gert ekkert jafntefli, enda hafa áhorf- endur Q'ölmennt á mótið og nánast fullt hús í hverri umferð. Tal er í 4. sæti með 3,5 vinninga og aðrir með minna. Jón L. er efstur ís- lendinganna með 2,5 vinninga. HJ Short vinnur enn Bxe6 og vinnur skiptamun.) 30, Hbel - b6 31. Dh5 - Dd7 32 f4 - Re4. Skák Bragi Kristjánsson Short er hreint óstöðvandi og í gærkvöldi lagði hann sinn helsta keppinaut Timman að velli. Byijun- in var frönsk vöm og Short þótti tefla byijunina ónákvæmt. Kannski ekki að furða því hin grískættaða vinkona hans kom til landsins á sama tíma og horfði dolfallin á meistarann unga. Timman jafnaði taflið auðveldlega en þegar hann hugðist ná til sín fmmkvæðinu opn- aði hann taflið á röngum tíma og Short náði undirtökunum. Frum- kvæðið bætti hann með hveijum leik og vann örugglega í 39 leikjum. Hvítt: Nigel Short. Svart: Jan Timman. Frönsk vöm. 1. e4 — e6 2. d4 — d5 3. Rc3 — Bb4 4. e5 — c5 5. a3 — Bxc3+ 6. bxc3 - Re7 7. Rf3 - Da5 8. Dd2 - Bd7 9. Hbl - Bc6 10. Bd3 - Rd7 11. 0-0 - c4 12. Be2 - h6 13. h4 - 0-0-0 14. Bdl. (Eftir skákir spunnust miklar umræður um þessa stöðu meðal meistaranna. Tal og Ljubojevic héldu því fram að svartur ætti betri stöðu á meðan Short taldi stöðuna í jafnvægi.) 14. — f5? (Timman opnar taflið of fljótt. Betra var að undirbúa framrásina með 14. — Hdf8 ásamt Rb8, Bd7, Rc6 í áframhaldinu. Nú beinir Short skeytum manna sinna að e6-peðinu og nær frumkvæðinu.) 15. exf6 — Rxf6 16. Del — Re4 17. Hb4 - Hhf8 18. Re5 - Dc7 19. Bg4! - Hf6 20. f3 - Rd6 21. Bh3 - Bd7 (Hótunin var 22. Rg4 og e6-peðið fellur.) 22. Hf2 - Rc6 23. Hbl - Rf7 24. Rxd7 - Dxd7 25. Bf4! (Kemur biskupnum í ákjósanlega aðstöðu því biskupinn er auðvitað friðhelgur vegna leppnunar drottn- ingarinnar.) 25. — g5 26. He2! — He8 27. Bh2 - gxh4 28. Dxh4 - Rg5 29. Bg4 - Dg7 (Hvítur hótaði nú illþyrmilega 30. f4 - Rh7 31. Dxf6 - Rxf6 32. 33. Hxe4! (Einfalt og sterkt!) dxe4 34. d5 - Rd8 35. De5 - Hf5 (Örvænting, en hvíta staðan er gjörunnin.) 36. dxe6! — Dd2 37. Dxe4 - Hd5 38. e7+ - Kc7 39. f5+ og svartur gafst upp því stór- fellt liðstap er framundan. IBM Super Ch**» Tournament, Reykjav ík i?0 VKS hf Nr Nafn Land 1 2 3 4 5 6 7 Q 9 10 11 12 Vinn RÖS ISD JL Q '4 JL '4 2'4 7-0 ISD . Q 0 0 0 JL '4 12 ENG L I 1 1 1 6 1 1 1 0 4 2-4 HUN ’4 1 JL 1 1 0 4 2-4 ISD 0 0 JL 0 1 2 9-11 URS 1 ‘4 '4 0 '4 3 6 URS ‘4 1 ‘4 '4 ‘4 •4 3’4 5 NOR 0 0 •4 ‘4 '4 1 2'4 7-8 JUG 0 0 0 1 ‘4 ‘4 2 9-11 SWZ 1 0 1 1 0 1 J 4 2-4 12 Helai Olafsson ISD ‘4 ’4 0 *4 *4 0 !U 2 9-11 ,, , V'^, ! Morgunblaðið/Þorkell Þessir gamalkunnu skákáhugamenn, sem þarna spá i stöðuna fyrir frainan sjónvarpið, setja svip sinn á alþjóðleg skákmót sem haldin era á íslandi. á umferðir IBM-skákmótsins Fremstur stendur Guðmundur Aralaugsson yfirdómari mótsins, við hlið hans stendur Ólafur Helgason, síðan Helgi Sæmundsson og loks Ásgeir Friðjónsson. Ekkert fær stöðvað sigurgöngu Shorts: Stuðningsmenn Stefáns Valgeirssonar: Biðja framsóknar- menn að íhuga úr- sögn úr flokknum STUÐNINGSMENN Stefáns Valgeirssonar hafa ritað þeim fram- sóknarmönnum í Norðurlandskjördæmi eystra bréf, sem skoraðu á Stefán Valgeirsson á sinum tíma að fara út í sérframboð, þar sem þeir biðja þessa framsóknarmenn að íhuga úrsögn úr Framsóknar- flokknum. Nafn Stefáns er ritað undir bréfið, ásamt nöfnum stuðningsmanna hans. „Nokkuð margir af listanum, sem tóku sig saman og rituðu þetta bréf, settu mitt nafn undir þetta bréf," sagði Stefán, „sem var ritað út af því hvemig haldið var á málum í sambandi við synjun um að við fengjum að bjóða fram undir lista- bókstöfunum BB. Þá var því haldið fram, að ef við fæmm fram undir öðmm listabókstaf, þá væmm við þar með famir úr flokknum. í hita leiksins orða þeir það þannig, að þeir biðja menn að íhuga úrsögn úr Framsóknarflokknum. Menn geta auðvitað skilið það á ýmsan veg. Ég til dæmis, ætla ekki að segja mig úr mínu félagi." Stefán kvaðst skilja þá menn, sem rituðu þetta bréf, eftir það sem á undan væri gengið. Hann var spurður hvort það væri sent út með hans undirskrift, að honum for- spurðum: „Þetta er bara prentað. Þeir sögðu mér að þeir myndu skrifa bréf, en ég áttaði mig ekkert á því að þeir myndu setja mitt nafn þama undir. Ég kom þama hvergi nálægt. Hins vegar var lesið eitt- hvað upp úr bréfínu fyrir mig, fyrir nokkm síðan og ég gerði ekki at- hugasemdir. Ég geri ráð fyrir því ^ að þetta hafi verið svona orðað, en g þá hef ég bara ekki tekið eftir því.“ Stefán var spurður hvort hann væri þá ósáttur við þetta bréf: „Ja, ósáttur. Þeir setja þama mitt nafn undir, og ég geri þá ekki að ómerk- ingum af því. Hins vegar þykir mér þetta leiðinlegt og ætlaðist ekki til þess.“ Ingvar Gíslason fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra gegnir formennsku í þingflokki Framsóknarflokksins í ijarveru Páls Péturssonar. Hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi í kjölfar þessarar bréfritunar taka til endur- skoðunar afstöðu sína til vem Stefáns í þingflokknum: „Ég veit ekki til þess að það sé nein breyting á afstöðu okkar í þingflokknum, til vem Stefáns í þingflokknum, enda er mér alveg ókunnugt um þetta bréf,“ sagði Ingvar, „hins vegar mun ég auðvitað, sem góður fram- sóknarmaður og fyrsti þingmaður Norðurlands eystra harma það mjög ef að slíkt bréf er á kreiki." Hægt að hlusta á 7 útvarpsstöðvar SJÖ útvarpsstöðvar starfa á Stór-Reykjavíkursvæðinu f dag. Hafa ekki svo margir deilt með sér ljósvakanum áður. Nýjasta stöðin byijar útsendingar f Menntaskólanum f Kópavogi á hádegi. Ríkisútvarpið starfrækir nú þijár rásir, eitt og tvö auk svæðis- útvarps í Reykjavík og á Akureyri. Auk þess geta hlustendur valið á milli Bylgjunnar, Kristilegu út- varpstöðvarinnar Alfa og Utrásar sem framhaldsskólanemar reka. í hópinn bætist nú tímabundið stöð MK sem starfar á Tyllidögum skólans þessa vikuna. Hún sendir út á FM-bylgju 94,3 Mhz. Kjörskrárstofnar fyrír Alþmgískosningarnar tilbúnir: Nýir kjósendur til Alþing- is verða um 26.000 í vor Alls verða 171.400 manns á kjörskrá UM tuttugu og sex þúsund manns kjósa í fyrsta sinn til Alþingis í vor samkvæmt útreikningum Hagstofunnar en þá bætast sex nýir árgang- ar við frá síðustu kosningum. Alls hafa 171.400 manns rétt á að kjósa tíl Alþingis 25. aprfl næstkomandi, sem er fjölgun um rúm 20 þúsund, eða 14% frá síðustu Alþingiskosningum, og fjölgun um tæplega 1400 frá sveitarstjórnarkoaningunum 1986. Mest verður fjölgunin í Reykjan- eskjördæmi eða 18%. A kjörskrárstofnum þeim sem Hagstofan hefur látið sveitarstjóm- um í té svo þær geti samið kjörskrár, eru 171.811 menn, þar af 87.425 karlar og 87.386 konur. Þar eru skráðir allir þeir sem fæddir eru 1969 og fyrr, eiga íslenskan ríkis- borgararétt eða hafa átt það á síðustu fjórum árum. Endanleg tala manna á kjörskrá er síðan áætluð nokkru lægri, þar sem þeir sem verða 18 ára eftir kjördag og þeir sem deyja fyrir kjördag, verða frátaldir í endanlegu tölunum sem eru samtals áætlaðar 171.400. Kosningaaldurinn var lækkaður úr 20 árum í 18 ár, með breytingu á kosningalögum árið 1984 og því bætast sex árgangar í tölu kjósenda til Alþingis í ár. í apríllok gerir Hag- stofan ráð fyrir að fjöldi þeirra, sem er á aldrinum 18-23 ára verði 26.000 sem er 15.3% kjósenda. Kosninga- réttur hefur einnig verið lýmkaður með því að lögræðissvipting og flekk- að mannorð varðar ekki missi . kosningaréttar, og ekki heldur lög- heimilisflutningur til útlanda á síðustu Qórum árum. Samkvæmt áætlun um endanleg- an Qölda kjósenda á kjörskrá fjölgar kjósendum fyrir þessar kosningar frá síðustu kosningum um 20.400 manns, eða 14%. Flestir kjósendur eru í Reykjavík, eða 67.400 og hefur þeim fjölgað um 14%. Á Reykjanesi hafa 39.200 kosningarétt og er það fjölgun um 18% frá síðstu kosning- um, á Vesturlandi geta 10.100 kosið sem er fjölgun um 9%, 6800 hafa kosningarétt á Vestfjörðun sem er ^ 6% flölgun. Á Norðurlandi vestra hafa 7300 kosningarétt, sem er 9% fjölgun, á Norðurlandi eystra geta 17.900 kosið sem er fjölgun um 11%. Kjósendur á Austurlandi verða 9000 sem er 12% fjölgun og kjósendur á Suðurlandi verða 13.600 sem er 11% fjölgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.