Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 64 * Stefní ekki á heimsmeistara- titilinn I skák fyrst um sinn - segir enski stórmeistarinn Nigel Short sem nú skipar efsta sætið á IBM-skákmótinu Morgunblaðið/Einar Falur. Tvær kynslóðir mætast við taflborðið á IBM-skákmótinu, Nigel Short og Viktor Kortsnoj. Þessari viðureign lauk með sigri Shorts og það var í annað skiptið á árinu sem hann vann Kortsnoj. AF ÞEIM 12 þátttakendum í IBM-skákmótinu, sem nú stend- ur yfir í Reykjavík, hefur Nigel Short, 21 árs gamall stórmeist- ari frá Manchester í Englandi, vakið mesta athygli. Hann vann fyrstu 5 skákir sínar á mótinu, þar af voru tvœr fyrstu gegn Ljubojevic og Kortsnoj, og að því er virtist áreynslulausir sigrar hans komu bæði áhorf- endum og keppendum á óvart. Short var hálfgert undrabam í skák. Hann varð alþjóðlegur meistari 14 ára og 1984 varð hann yngsti stórmeistari í heimi. Samt vakti hann litla athygli hér á landi þegar hann tók þátt í skák- móti í Vestmannaeyjum sumarið 1985, enda varð hann aðeins í 4. sæti. Síðan hefur leiðin legið beint upp á við og samkvæmt skák- stigatöflu Alþjóða skáksambands- ins er Short nú 7. sterkasti skákmaður heims. Morgunblaðið ræddi við Nigel Short fyrir 6. umferð IBM-skák- mótsins í gær og talið barst fyrst að skákmótinu í Vestmannaeyjum: „Vestmannaeyjar er skrítinn staður. Mér þótti gaman að tefla þar og líkaði staðurinn ágætlega, en það gerðist svo margt furðu- legt þar og þá á ég ekki við skákina, heldur ýmislegt annað sem gerði Vestmannaeyjamótið gersamlega ólíkt öllum öðrum mótum sem ég hef keppt á. Fyrir það fyrsta þótti mér það furðuleg tilfínning að tefla skák svo að segja við rætur eldfjalls, og eins er mér sérstaklega minnisstætt að á leiðinni þangað í flugvélinni var ég að horfa út um gluggann og sá þá hvali leika sér í sjónum. Annars er best að fara ekki út í frekari smáatriði svo ég styggi engan. Hvernig byijaði skákferill þinn? „Ég lærði að tefla skák 5 ára en ég fór ekki að keppa í mótum fyrr en ég var 7 ára, það hefur kannski þótt óvenjulegt þá að svona ung böm tækju þátt í skák- mótum þótt það þyki tæplega nú. Síðan jókst þetta smátt og smátt og þegar ég var 10 eða 11 ára tefldi ég um 180 kappskákir á ári.“ Er það hollt fyrir börn að eyða svona miklum tíma í að tefla skák? „ Mér fór að minnsta kosti fram í skákinni og sé ekki eftir þessu. Það gildir það sama um skák og annað sem menn vilja ná langt í. Ef þú ert að læra á píanó, og vilt aðeins geta spilað þér til ánægju þá þarftu ekki að leggja svo hart að þér við æfíngar. Ef þú vilt hins- vegar komast í fremstu röð verður þú að æfa mikið frá bamsaldri." Þú varst samt gagnrýndur fyrir að leggja ekki nægilega mikið á þig við skákiðkanir á unglingsárunum. „Það er rétt og ég legg sjálf- sagt ekki nægilega mikið á mig enn. Ef ég stefndi á heimsmeist- aratitilinn þyrfti ég að vinna mun meira. Ég hef hinsvegar ekki áhuga á slíku eins og er.“ Ertu þá ánægður með feril þinn fram að þessu? _ „Fram að þessu, já. Ég hef tek- ið framförum í stökkum og staðið í stað þess á milli í stuttan tíma, en heildarstefnan hefur verið og er upp á við. Hefur þú mótað þér einhvern sérstakan skákstQ? Sumir vQja lilga þér við Bobby Fischer vegna þess að þú teflir alltaf tU vinnings. „Það er mjög erfítt að meta slíkt. Eg held þó varla að ég sé líkur Fischer. Taflmennska mín hveiju sinni fer held ég eftir því hvemig skákmótin þróast og hvemig mér líður og hvort ég sé nægilega kraftmikill. Hér hef ég fram að þessu verið í góðu jafn- vægi og teflt af krafti og það hefur komið mér ánægjulega á óvart. Nóttina eftir skákina við Helga Ólafsson vaknaði ég upp klukkan 3 og fór að rannsaka skákina. Ég sat við það í nokkra klukkutíma og komst að því að á einum stað hefði ég getað teflt hvassar, og á öðram stað var ég ekki alveg nógu nákvæmur. En þrátt fyrir það var ég mjög ánægður með skákina því mér tókst að vinna úr örlitlum stöðu- yfírburðum." Hvemig er þínum vinnutíma háttað, ef svo má segja? „Ég tefli sennilega að meðal- tali á 10 mótum á ári. Á síðasta ári tefldi ég aðeins minna en vegna veikinda gat ég ekki keppt 4 mánuði á árinu. Eg sé síðan fram á að verða önnum kafinn á þessu ári. Eftir mót slappa ég venjulega af í nokkra daga, vegna þess að ég þau taka talsvert á mig. Þá heimsæki ég vinkonu mína, rölti á söfn, horfí sjónvarp, fer í bíó og les bækur. Ég hef gaman af tónlist. Ég spilaði einu sinni á gítar í hljómsveit með nokkram vinum mínum meðan ég var í skóla. Ég reyni einnig að fylgjast vel með því helsta sem fram fer í heiminum, og nýlega hef ég fengið áhuga á listum. Ég hef komið á marga áhugaverða staði og nota þá tækifærið og skoða söfn. Mér fínnst forvitnilegt að skoða hvað orðið hefur til gegnum aldimar þegar maðurinn notar hugmyndaflugið. Mér fínnst London til dæmis heillandi staður. Það er ótrúlegt hvað þar er um að vera og hvað hægt er að sjá það. Þegar ég tefldi í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar fór ég á Ríkislistasafnið þar og skoðaði Rembrantmálverk. Ég hef auðvit- að ekkert vit á þannig listaverkum en ég hef mikla ánægju af að skoða þau.“ Hefurðu skoðað söfn í Reykjavík? „Nei, ekki enn, en vinkona mín er að koma og ég hugsa að við reynum að fara saman þegar tími gefst til.“ Færðu styrk frá þvi opinbera í Englandi, eins og íslensku stórmeistararnir fá? „Nei, enda era aðrar aðstæður þar en hér. íþróttamenn á íslandi era í verri aðstöðu en aðrir vegna legu landsins, og því er opinber styrkur til þeirra góður og þarf- ur. Á Englandi hafa bestu íþrótta- mennimir og skákmennimir það gott án þess að þurfa styrki. Áhuginn á skák í Englandi er síðan auðvitað ekki á við áhugann hér, en það era vissar vísbending- ar í þá átt að hann sé að aukast. Núna er verið að sýna í sjónvarpi þetta fáránlega hraðskákareinvígi mitt við Kasparov, en þótt gagn- rýnendur segi með réttu að þar sé ekki verið að tefla skák, þá er verið að tefla alvarlegar og góðar skákir út um allt Bretland og enginn veit af því. Því verður að beita svona aðferðum til að auka áhuga almennings. Við höfum tvisvar orðið í öðra sæti á Olympíuskákmótinu og það hefur varla verið minnst á það í fjölmiðl- um.“ Er kynslóðabylting í skák- heiminum núna; eru skákmenn milli tvítugs og þrítugs á borð við þig, Kasparov, Sokolov svo einhveijir séu nefndir að velta þeim eldri úr sessi? „Ef til vill er það raunin. Mér fínnst að minnsta kosti að aldur- inn, þegar skákmenn era á toppnum sé að lækka, þótt slíkt sé auðvitað einstaklingsbundið. Þetta fer sjálfsagt eftir því hvað sigurviljinn endist lengi, sem þarf ekki endilega að haldast í hendur við líkamlegt ástand, heldur hug- arástandið. Kortsnoj er gott dæmi um þetta, hann berst enn allan tímann á meðan sumir jafnaldrar hans, eins og til dæmis Spassky, virðist vera búnir að missa áhug- ann á slíku. Þegar ekki kemst meira fyrir í skápnum af verð- launagripum er ekki óeðlilegt að sigurviljinn dofni þótt getan til að tefla vel hafí í rauninni ekki minnkað." Heldur þú að Gary Kasparov sitji lengi enn á valdastóli heimsmeistara? „Ég held það. Ég sé engan líklegan til að ógna honum í ná- inni framtíð, nema þá Karpov. ' Ekki mig sjálfan í bili að minnsta kosti. Ég hef ekki sett mér nein markmið um það nú og tek eitt og eitt skref í einu.“ — GSH Þeir sem nota mesta raforku eiga að njóta þess í verði - segir Davíð Odds- havua^- wbjta ÞuuiíNviAigFíí5vZmuÐSM son borgarstjóri ® *Z%£Z™** „Meðan olíuverðið er eins og það er núna þá tekur það einhvem tíma að verðið verði með þeim hætti að ekki geti komið upp einstök tilvik þar sem skammtíma notkun raf- stöðvar er hagkvæmari, eins og hjá Granda," sagði Davíð. „Þetta dæmi kennir okkur mikið. Mér fínnst að við ættum skoða þetta mál nánar með framtíðina í huga og fínna leið til að koma til móts við fyrirtæki sem þannig stendur á fyrir um stundarsakir." „LJÓST er að það eru erfiðleikar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur að taka álagstoppa," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en ágreiningur er milli Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Granda hf. vegan gasolúrafstöðvar. Stjórn- endur Granda hf. telja að spara megi fyrirtækinu mQli 600 tU 700 þúsund króna með rekstri stöðv- arinnar í stað þess að kaupa rafmagn frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. ^ „Þetta gefur þó til kynna að sú stefna er rétt, sem við höfum verið að þoka okkur í að undanfömu, að láta þá orkukaupendur sem era orkufrekastir fá að njóta þess í verði,“ sagði Davíð. Hann sagði að þessari stefnu hefði verið haldið þrátt fyrir óánægju einstakra borg- arfulltrúa. 1971 1972 1973 1974 1976 1976 1977 1976 1979 1960 1981 1962 1963 1984 1985 1986 1987 Skattar (blátt), Orkukaup frá Landsvirkjun (grænt), Tekjuhluti RR (rautt) ÁR Tekjuhlutfall Rafmagnsveitu Reykjavíkur í raforkuverði hefur aldrei verið jafn lágt eins og undan- farin tvö ár. „Verð á raforku hefur lækkað, bæði frá Landsvirkjun og enn meira frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eins hefur hlutfall skatta lækkað eftir að verðjöfnun- argjald var lagt niður. Þannig að raforkuverð hefur ekki hækkað til neytenda nema um 17% á þessu tímabili á meðan allt annað hefur hækkað um 70 til 80% ,“ sagði Davíð. „Rafmagnsverðið hefur lækkað og fer áfram lækkandi en olíuverð hefur lækkað mun meira ef miðað er við það verð sem var fyrir um tveimur áram. Rafmagns- verðið mun halda áfram að lækka á næstu tveimur til þremur árum um 30 til 40% að raunvirði og þá koma svona einstök dæmi ekki upp,“ sagði Davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.