Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 19 Jöfnunarhluta- bréf Flugleiða eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson Hluthöfum Flugleiða hf. hefur borist ódagsett bréf frá stjómar- formanni félagsins, þar sem hann ræðir jöfnunarhlutabréf sem eigi að flaila um á aðalfundi félagsins þann 20. mars nk. Stjómarformað- urinn undrast yfir því, að ég hafi ekki tekið fram um afstöðu mína til útgáfu þessara jöfnunarhluta- bréfa í ósk minni um umboð. Það er rétt hjá stjómarformann- inum, að ég sendi bréf til nokkurra hluthafa og óskaði eftir stuðningi við stjómarkosningu. Ég hef nú þegar setið fjögur ár í stjóm Flug- leiða og vildi gjaman halda því áfram. Fyrir tveim árum, þegar ég var síðast í kjöri, hafði ég spumir af því að reynt yrði að koma mér út úr sijóm Flugleiða. Með óskum um umboð vildi ég reyna að koma í veg fyrir það og hafa vaðið fyrir neðan mig í þetta skiptið. Hluthafar Flugleiða eru um 4 þúsund og það er bæði dýrt og tímafrekt að senda út svo mörg bréf auk þess sem stjóm Flugleiða neitaði mér um hluthafaskrána til afnota. Það er þvf mjög ójöfn að- staða hjá mér og stjómarformann- inum, þar sem hann hefur fullan aðgang að hluthafaskránni og getur þar að auki látið starfsfólk Flug- leiða senda út fyrir sig það sem honum hentar og sett kostnað við prentun og frímerki á kostnað hjá félaginu. Hvað viðvíkur jöfiiunarhlutabréf- um, sem stjómarformaðurinn neftiir í bréfi sínu veit ég ekki til þess, að sijóm Flugleiða sé búin að taka endanlega afstöðu í því máli. Reikn- ingar félagsins hafa ekki enn verið lagðir fram og því hefði það verið harla hlálegt, hefði ég óskað eftir umboði til þess að samþykkja til- lögu, sem ekki var búið að leggja fram. Mér vitanlega er enginn á móti því að gefin verði út jöfnunar- hlutabréf ef hagur félagsins leyfir það. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að því miður hefur hlutafé Flugleiða rýmað mikið síðastliðin ár og er það því gleðiefni, ef hægt er nú að bæta úr því að einhveiju leyti. Á aðalfundi Flugleiða 1986 var tillaga um jöfnunarhlutabréf felld þar sem ýmsum hópum fannst það ekki tímabært þá að gefa út slík bréf. Var það meðal annars til þess að reyna að koma í veg fyrir brask með hlutabréfin, en það munu samt hafa orðið brögð að því samkvæmt Kristjana Milla Thorsteinsson „Reikning'ar félagsins hafa ekki enn verið lagðir fram og því hefði það verið harla hlálegt, hefði ég óskað eftir umboði til þess að sam- þykkja tillögu, sem ekki var búið að leggja fram.“ því sem sagt er frá á viðskiptasíðum Morgunblaðsins. Forstjóri Flugleiða skýrði frá því nýlega að hagnaður félagsins yrði meiri en í fyrra, svo að það gefur vissulega tilefni til bjartsýni. Von- andi er um varanlegan bata að ræða í rekstri félagsins en ekki ein- göngu hagnað vegna sölu eigna. Það er skammvinnur vermir að selja frá sér atvinnutækin, sem eiga að halda rekstrinum gangandi. Sennilega undrast margir bréfa- skrif stjómarformanns Flugleiða og notkun hans á aðstöðu sinni, sem aðrir hluthafar hafa ekki aðgang að, en vonandi hafa órökstuddar fullyrðingar hans um að einhveijir séu á móti útgáfu jöfnunarhluta- bréfa ekki hlotið hljómgrunn hjá almenningi. Jöfnunarhlutabréfín verða eflaust gefín út ef hagur fé- lagsins er eins góður og forstjóri þess segir. Garðabæ, 24. febrúar 1987. Höfundur er viðskiptafræðingw ogá sæti ístjóm Flugleiða. TOPPMERKIN íSKÍDA VÖRUM TYROLiA A FISCHER DACHSTEIN Dæmi um verðlækkun: Áður kr. Nú kr. Touring Wax gönguskíði 2.500,- 1.000,- Fiber Crown gönguskíði 3.990,- 2.990,- Blue light svigskíði 160-185 5.990,- 4.990,- Tyrolia bindingar 190 4.493,- 3.370,- Tyrolia bindingar 290 4.990,- 3.742,- Dachstein skíðaskór 5.990,- 4.492,- Adidas gönguskíðaskór 2.600,- 1.950,- FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670 Mfpoí ÞU GEIUR WUIT BETW KAUP! gengisskr. 6.2.87 Verðlaunabíllinn MAZDA 626 GLX 2.0L HATCHBACK með sjálfskipt- ingu, vökvastýri, rafknúnum læsing- um og öllum luxusbúnaði kostar nú aðeins 569 þúsund krónur. Aðrar gerðir af MAZDA 626 kosta frá 474 þúsund krónum. Nú gengur óðum á þær sendingar, sem við eigum væntanlegar fram á vorið. Tryggið ykkur því bíl strax. Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. mazDa BÍLABORG HF. SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.