Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 1

Morgunblaðið - 05.03.1987, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 53. tbl. 75. árg.____________________________________FIMMTIJDAGUR 5. MARZ 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins * Avarp Bandaríkjaforseta í nótt: Síðasta tækifæri til að endurheimta traustið - sagði Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni Washington, Reuter AP. REAGAN Bandaríkjaforseti bjó sig undir það í gærkvöldi að ávarpa þjóða sína og leggja þar áherzlu á getu sína til að stjórna og skapa þannig á ný traust fólks á sér og stjórnarháttum sínum. Gert var ráð fyrir, að forsetinn myndi þar viðurkenna, að þörf væri íranir hefja sókn í norðri Bahrain. Reuter. ÍRANIR kváðust ■ gær hafa haf- ið nýja sókn gegn Irökum og að þessu sinni í snæviþöktu fjall- lendi á norðurvígstöðvunum. I fyrrdag sögðust þeir hafa náð á sitt vald mikilvægum vígjum skammt frá írösku borginni Basra á suðurvígstöðvunum. Utvarpið í Teheran rauf dag- skrána til að segja frá sókninni á norðurvígstöðvunum og var því haldið fram, að írönsku hermenn- irnir hefðu stráfellt íraska herdeild og höggvið stór skörð í aðrar tvær. Á þessum slóðum geisuðu harðir bardagar um mitt ár 1983 þegar íranir reyndu að sækja inn í írak. írakar höfðu í gær ekkert sagt um þessa sókn írana á norðurvíg- stöðvunum en greindu hins vegar frá grimmilegum átökum við Basra. Þar kváðust þeir hafa hrundið íranskri sókn og upprætt heilu her- deildimar. Iranir segja hins vegar að þeim hafi orðið vel ágengt við Basra. á breytingum. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, sagði við fréttamenn í gær, að forsetinn yrði að sýna hreinskilni og viðurkenna, að mis- tök hefðu verið gerð, bæði af honum sjálfum og öðrum. Þetta gæti verið síðasta tækifæri forsetans til þess að bæta úr því, sem úrskeiðis hefði farið og endurheimta traust þjóðar- innar. Viðbrögðin við síðustu embættis- skipun forsetans voru hins vegar mjög jákvæð. Hann tilnefndi í fyrra- dag William Webster, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), til að taka við embætti yfir- manns bandarísku leyniþjónustunn- ar (CIA). í gær Iýstu frammámenn jafnt úr röðum demókrata sem repúblikana yfir ánægju sinni með þá ráðstöfun. Nordfoto I Amalienborg Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og eiginkona hans, Edda Guðmundsdóttir, sátu í gær, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar þeirra í Danmörku, hádegisverðarboð Margrétar Danadrottn- ingar og eiginmanns hennar, Hinriks prins. Var þessi mynd tekin áður en sest var að borðum í Amalienborg. Svar Bandaríkjamanna við afvopnunartillögum Sovétmanna: Meðaldrægum kjamaflaug- um í Evrópu verði útrýmt Genf, Reuter, AP. BANDARÍKJAMENN afhentu í gær Sovétmönnum uppkast að samningi um að eyðileggja allar meðaldrægar eldflaugar risa- veldanna í Evrópu á fimm árum og fækka þeim annars staðar niður í 100. Sagði Maynard Glit- man, formaður bandarísku samninganefndarinnar um með- aldrægu eldflaugarnar, að Stórhríð við Eyjahaf Istanbul, AP, Reuter. MIKIÐ óveður gekk yfir Grikkland og vesturhluta Tyrklands i gær og iétust a.m.k. 6 manns í Tyrklandi og 22 sjómanna var saknað. í Aþenu, höfuðborg Grikk- lands, snjóaði i fyrsta skipti í þijú ár og stóð snjókoman í marga klukkutíma. I Istanbul varð að aflýsa fyrri leik tyrkneska liðsins Besiktas og sovéska liðsins Dynamo Kiev í átta liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í knatt- spyrnu, þar sem hríðarveður var og 20 sm snjór á vellinum. Myndin var tekin er tékkneski dómarinn, Dusan Krchak (held- ur á boltanum), aflýsti leiknum formlega. Reuter. uppkastið hefði að geyma ná- kvæmar, sundurliðaðar tillögur varðandi framkvæmd á einstök- um atriðum samningsins. Glitman lagði samningsuppkast- ið fram á fundi bandarísku og sovézku samninganefndanna um afvopnunarmál. Þar er lagt til, að allar meðaldrægar eldflaugar í Evr- ópu verði „fluttar burt og eyðilagð- ar á fímm árum. Þetta eru fullgerðar tillögur. Þær verða að vera það, því við viljum vera ná- kvæmir," sagði Glitman. Tillögur þessarar eru svar Bandaríkjamanna við nýjum tillög- um Mikhails Gorbachevs, sem fram komu á laugardag um að flytja burt allar meðaldrægar eldflaugar í Evrópu og fækka þeim verulega annars staðar. Eru tillögur Banda- ríkjamanna að verulegu leyti samhljóða tillögum Sovétmanna. Sérfræðingar telja, að nú hafí verið stigin fyrstu skrefin í átt til samkomulags milli risaveldanna, frá því að samningaviðræður hófust milli þeirra um afvopnun að nýju í marz 1985. Sovétmenn hafa nú í Evrópu 270 meðaldrægar eldflaugar af gerðinni SS-20 og hefur hver þeirra þtjá kjarnaodda. Bandaríkjamenn hafa 316 meðaldrægar eldflaugar í fjór- um aðildarlöndum NATO í Evrópu og er hver þeirra með einum kjarna- oddi. Samkvæmt samningsuppkasti Bandaríkjamanna á að koma þeim 100 kjamaoddum, sem hvort risa- veldanna á að halda eftir, fyrir á bandarísku landsvæði annars vegar og hins vegar austan Úralfjalla í Sovétríkjunum. Sjá: Samningsdrög í anda Reykjavikurfundarins á bls. 26. Hækkandi olíuverð London, Reuter. HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hefur farið hækkandi undan- farna daga. Þannig var verð á brezkri olíu frá Brent-svæðinu, sem afhenda á i apríl, komið upp í 17,30 dollara tunnan í gær, en það var 16,60 dollarar í fyrradag og 15,95 dollarar á mánudag. Fyrir viku fór olíuverðið hins vegar lækkandi og var þá næst- um komið niður í 15 dollara hver tunna af Brentoliu. Ástæðan fyrir hækkandi olíu- verði nú er fyrst og fremst sú, að menn þykjast sjá þess merki, að aðildarríki OPEC hyggist halda fast við framleiðslukvóta þann — 15,8 millj. tunnur samtals á dag — sem samkomulag náðist um á fundi samtakanna í desember sl. Er jafn- vel talið að heildárframleiðsla OPEC sé undir þessum mörkum nú. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku, að því var spáð, að olíuverð kynni að lækka vegna fregna um, að OPEC-ríkin hefðu farið fram úr framleiðslukvóta sínum og það um ekki minna en millj. tunnur á dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.