Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 15

Morgunblaðið - 05.03.1987, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 Hrólfur Ólafsson skipstjóri á Nökkva. „Þessum degi gleymi ég aldrei“ - sagði Hrólfur Ól- afsson skipstjóri Blönduósi. „ÞESSUM degi gleymi ég aldrei. Það var stórkostlegt að koma með þennan togara til heima- hafnar og finna þann mikla áhuga og einhug Blönduósinga gagnvart þessu skipi.“ Það var Hrólfur Olafsson skipstjóri á Nökkva HU 15, hinum nýja rækjutogara Blönduósinga, sem lét þessi orð falla í samtali við Morgunblaðið. Hrólfur lét vel af reynslusiglingu togarans og sagði engar verulegar bilanir hafa komið fram. Tekin voru tvö tilraunahöl í 7-8 vindstigum og fengust úr þeim 3 tonn af rækju. Rækjan er heilfryst um borð og mun fara á Japans- og Evrópu- markað. Hrólfur sagði að hámarks- afli í veiðiferð gæti numið 90 tonnum af frystri rækju og miðað við það verð sem nú fæst fyrir rækjuna gæti aflaverðmæti verið á bilinu 10-12 milljónir. Hrólfur Ól- afsson var bjartsýnn á framhaldið, en ef rækjuverð fer verulega lækk- andi má auðveldlega frysta loðnu og grálúðu í þessu skipi og gulllax- inn er alveg athugandi. Aðspurður um 30 daga veiðibann á úthafs- rækju sagði Hrólfur að það kæmi svolítið illa við þetta skip því búið er að ráða eina og hálfa áhöfn til þess að mannskapurinn geti fengið frí þriðja hvem túr og svo bætast þessir 30 dagar við. Nökkvi hélt til sinnar fyrstu veiðiferðar á sunnu- dagskvöldið 1. mars og eru 13 manns í áhöfn. - Jón Sig. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI GRÁFELDUR I NYJUM BUNINGI! Gráfeldur er nú fluttur í nýtt og stærra húsnæði í Borgartúni 28. Sem fyrr skipa Lundia hillur og samstæðuröndvegi hjá okkur, en úrvaIið af húsgögnum fyrir heimilið og fyrirtækið, er meira en nóg til að gleðja augað og kveikja nýjar hugmyndir. Lundia litagleði Þú færðLundia samstæðurnar í þínum lit. Við blöndum litinn að þinni ósk. Fyrir skrifstofuna og fyrirtækið Skrifstofu húsgögn Palletturekkar Skjalageymslur Lagerhillur Hagstætt verð Gerum tilboð Nýjungar SkemmtilegTogódýr 7 -3H unglingahúsgögn Stólar, svefnsófar, sófar, hornborð, símaborð, sjónvarpsborð, skápar. Líflegar smávörur o.m.fl. Frábært verð! Ótal litir! Heildsala um allt land Seljum húsgögn og gjafavörur í heildsölu til verslana um allt land. KOMIÐ í GRÁFELD ÞAR KVIKNA HUGMYNDIR P&Ó/SlA GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28 SÍMI 91-62 32 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.