Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 4 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna á fundinum í Vík. einhvem hemil þyrfti að hafa á framleiðslunni í samræmi við mark- aðinn. Það væri m.a. markmið þessara nýju laga sem sett hefðu verið af ríkisstjóminni að stuðla að því að framleiðslan yrði hagkvæmari og í sem nánustu samræmi við þarfír þjóðarinnar, að nýttir yrðu sölu- möguleikar fyrir búvörur erlendis þar sem það væri hagkvæmt og að kjör bænda yrðu í samræmi við kjör ánnarra stétta. Þorsteinn minnti á það, að kostn- aður ríkisins vegna skuídbindinga við landbúnaðinn væri verulegur og að það skipti máli að því sem varið væri af almannafé skilaði árangri sem fyrst og best. Menn þyrftu einnig að spyija sig að því hversu mikið samfélagið í heild væri reiðu- búið að leggja af mörkum. Þorsteinn sagði það skipta sköp- um að með almennri hagstjóm yrði komið í veg fyrir verðsveiflur, það væri grundvöllur þess að hægt væri að ná þessum markmiðum. Það myndi hafa alvarlegar afleið- ingar ef siglt yrði aftur inn í verðbólguþjóðfélagið. Aukningu á mjólkursölu undan- farið sagði hann mjög ánægjulega og gefa vonir um að aukning gæti einnig orðið á kjötsölu. Það mark- mið myndi þó ekki nást með ríkis- framlögum einum saman. Þeir sem ynnu við þessa framleiðslu þyrftu að stuðla að því að þetta gerðist. Með hinni nýju löggjöf væri dregið úr kostnaði við framleiðsluna en það ætti að styrkja kjör bænda og gera framleiðsluna seljanlegri. Formenn flokkanna á fundi um landbúnaðarmál í Vík: Stefna flokkanna í land- búnaðarmálum kynnt Á ÞRIÐJA hundrað manns sóttu fund í Leikskálum í Vík í Mýrdal um landbúnaðarmál sem Félag sauðfjárbænda í Vestur-Skafta- fellssýslu boðaði. Til fundarins var boðað meðal annars til þess að stefna stjórnmálaflokkanna í þessum málum yrði skýrari. Á fundinn komu þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, Jón Baldvin Hannib- alsson, formaður Alþýðuflokks- ins, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd Framsóknarflokksins og þær Kristín Ásgeirsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir fyrir hönd Kvennalistans. Einnig tóku á þriðja tug fundargesta þátt í umræðunum og stóð fundurinn í tæpar sex klukkustundir. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, tók fyrstur til máls. Jón sagði stefnu stjómarinnar byggja á bú- vörulögunum sem samþykkt hefðu verið fyrir tveimur árum síðan en þau !ög byggðu í meginatriðum á þeim tillögum sem Stéttarsamband bænda hefði lagt fram á aðalfundi sínum 1984. Firam ára aðlögxm- artími í búvörulögunum hefði verið mótuð stefna til fímm ára um aðlög- un búvöruframleiðslu að markaðs- aðstaeðum. Einnig væri markmið þeirra að hjálpa undir með nýjum búgreinum og tryggja greiðslur fyrr tii bænda fyrir umsamið búmark. Ríkisstjómin væri með þessum lögum að stuðla að hagkvæmni fyr- ir framleiðendur og neytendur og reyna að lækka framleiðslukostnað. Felldur hefði verið niður söluskattur af landbúnaðarvélum og framlög til Áburðarverksmiðjunnar hækkuð. Einnig hefði eitt fyrsta verk ríkis- stjómannnar verið að koma í gegn breytingum á lausaskuldum bænda í föst lán. Búnaðarsamböndin hefðu fengið stuðning til þess að byggja upp tölvuþjónustu fyrir bændur, kennsla við búnaðarskóla hefði verið efld sem og leiðbeiningarþjónusta fyrir bændur. Hvað varðaði stefnu Framsókn- arflokksins í landbúnaðarmálum sagði Jón að hann teldi það vera viðhorfið sem skipti mestu máli. Framsóknarflokkurinn vildi leggja áherslu á að ötullega yrði stutt við bændur á þann hátt sém gert væri ráð fyrir í búvörulögunum. Stefna flokksins væri sú sem ríkisstjómin hefði verið að framkvæma. Fram- sóknarflokkurinn vildi að bændur nytu sömu kjara og aðrar stéttir og að bændur yrðu varðir áföllum meðan verið væri að vinna út úr núverandi vanda. Greiða ætti fram- leiðslu bænda fullu verði en vara við að framleiða það sem ekki væri þörf fyrir. Sagði Jón að lokum að hann teldi að fyrstu árin sem bú- vörulögin hefðu verið í gildi hefðu þau sparað landbúnaðinum hundmð milljóna króna. Sagðist hann þora að fullyrða að aldrei hefði verið unnið á jafn fy'öl- þættum sviðum fyrir landbúnaðinn af hálfu ríkisins en nú væri gert og að möguleikar í atvinnulífí sveit- anna væru meiri en nokkru sinni fyrr. Sættir milli neytenda og- framleiðenda Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það auð- vitað vera svo að stjómarflokkamir hefðu verið að móta stefnu í land- búnaðarmálum undanfarin ár sem þeir væru í meginatriðum sammála um. Þeir hefðu varðað leið land- búnaðarins að markaðsaðstæðum, leið að því marki að auka tekjur bænda að raungildi þó að ekki væm bændir ofsælir af þeim tekjum sem þeir hefðu í dag. Verið væri að stuðla að því að sættir gætu tekist milli neytenda og framleiðenda landbúnaðaraf- urða. Sagðist hann ekki hyggja að mikill ágreiningur væri um það, að Þorsteinn sagði að einnig þyrfti að draga úr milliliðakostnaði og sagði það vera spumingu hvort sölufyrirkomulagið eins og það er í dag væri nógu fysilegt og hvort í því fælist næg hvatning. Sagðist hann telja að þeir flármunir sem fæm í að greiða niður vaxta- og geymslukostnað ættu fremur að renna til niðurgreiðslu útsöluverðs. Það yrði hvatning til þess að koma vömnum fyrr í sölu og jafnvel á markaði erlendis. Þorsteinn sagði engan vafa leika á því að við stæðum frammi fyrir mikium erfíðleikum þó að löggjöfín snéri til betri vegar. Framleiðni yrði að aukast, menn þyrftu að aðlagast nýjum tímum og aðstæð- um og þeim skorðum sem markað- Spurnmgar til stjórnmálaforingja Á FUNDINUM í Vík lagði Ar- nór Karlsson í Arnarholti fram spurningalista til stjórnmála- foringjanna frá félögum sauðfjárbænda í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Beðið var um skrifleg svör fyrir marslok og lofuðu fulltrúar stjómmála- flokkanna að verða við þeirri ósk. Spurningaraar voru eftir- farandi: 1. Er flokkur þinn reiðubúinn að beita sér fyrir sérstökum ráð- stöfunum til að bæta kjör bænda svo að þau verði í raun svipuð kjörum annarra stétta, svo sem kveðið er á um í d. lið laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum? Hvaða tillögur hefur flokkurinn í því efni. 2. Hefur flokkur þinn áform um að láta byggð í landinu drag- ast saman? 3. Er flokkur þinn samþykkur því að framlengja aðlögunartíma bænda að búháttabreytingum til næstu aldamóta með því að ríkis- sjóður ábyrgist fullt verð á sama framleiðslumagni og á þessu ári? Einnig að sjá til þess að birgðir fyrra árs séu aldrei seldar til manneldis innanlands eftir að nýtt kjöt er komið á markað? 4. Er flokkur þinn tilbúinn að viðurkenna mikilvægi sauðfjár- ræktarinnar til að viðhalda byggð á ýmsum svæðum t.d. með því að setja reglur um að ekki skuli skerða verð sauðfjárafurða þar sem búseta byggist að mestu eða öllu leyti á sauðfjárbúskap? 5. Er flokkur þinn reiðubúinn að tryggja bændum aðstöðu til að nýta jarðir sínar og mannvirki til þeirrar framleiðslu sem það hentar best til, ef viðkomandi bóndi er ekki sjálfur búinn að breyta búháttum, eða er líklegt að flokkur þinn standi að því að settar verði reglur um að fram- leiða ákveðnar landbúnaðarvöru á ákveðnum svæðum án tillits til hvort það hentar þeim bændum sem þar búa? 6. Er flokkur þinn reiðubúinn að beita sér fyrir því að þeim sem framleiða kjöt að mestu á innlend- um aðföngum verði tryggð eðlileg samkeppnisaðstaða við þá sem framleiða kjöt að mestu eða öllu leyti á erlendu fóðri með því að jafna niðurgreiðslum annarra ríkja á fóðurvörum út á fram- leiðslugreinamar? 7. Er flokkur þinn hlynntur því að tekin verði upp stjómun á allri kjötframleiðslu í landinu? 8. Er flokkur þinn reiðubúinn að standa að því að Landssamtök- um sauðíjárbænda verði sköpuð aðstaða til að ráða markaðsfíill- trúa til að selja sauðfjárafurðir? 9. Hvaða hugmyndir em uppi í þínum flokki um hvemig standa sículi að við fyrirheit ríkisstjómar- innar um að landbúnaðarvömr skuli ekki hækka meira en annað, ef útkoma við framreikning verð- lagsgmndvallar verður ekki í samræmi við það? Er flokkur þinn reiðubúinn til þess að beita áhrifum sínum til þess að leysa deiluna um ullarsöi- una nú þegar með framlagi úr ríkissjóði ef ekki vill betur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.