Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 17 urinn setur. Með hinni nýju löggjöf hefði verið lýst yfir vilja til að halda landinu i byggð og flytja nýja fram- leiðslu þangað. I lok þessa fimm ára aðlögunartíma yrðu menn síðan að meta stöðuna og ákveða hvaða leið skyldi halda. Framleiðsluráðslögin verði endurskoðuð Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins, sagði að mörg vandamál væru uppi þó að ríkis- stjómin segði að allt væri í lagi og að halda ætti áfram á sömu braut. Svavar sagði að ekki væri langt síðan að íslendingar hefðu þurft að flytja inn landbúnaðarafurðir. Þá hefði verið lögð áhersla á að auka framleiðsluna og um það verið þjóð- arsátt þangað til að menn fóru að reka sig á að ekki væri hægt að framleiða takmarkalaust. Ef Alþýðubandalagið fengi til þess aðstöðu eftir næstu kosningar sagði Svavar að það myndi m.a. taka framleiðsluráðslögin til endur- skoðunar og lengja aðlögunartí- snúinn innflutningi á landbúnaðar- afurðum sem sumir fjölmiðlar væru að tala um. Nýjar leiðir Jón Baldvin Hanníbalsson, form- aður Alþýðuflokksins, sagði markmið landbúnaðarstefnu Al- þýðuflokksins vera að skapa viðunandi starfsskilyrði stétt bjarg- álna bænda, að landbúnaðurinn myndi tiyggja þjóðinni nægilegt framboð matvæla með sem minnst- um tilkostnaði og að gróðureyðing yrði stöðvuð og örfoka land grætt. Sagði hann ríkjandi stefnu ganga þvert á helstu þau markmið sem Alþýðuflokkurinn vildi stefna að og hefði hann varað við henni í meira en aldarQórðung. Bændur hefði í skjóli þessarar steftiu verið hvattir til þess að auka framleiðslu og stækka bú en með hinni hendinni væri komið aftan að þeim með ströngum framleiðslutakmörkun- um. Stór hluti bændastéttarinnar væri fastur í gildru íjárfestinagar- útgjalda annarsvegar og fram- leiðslutakmarkana hinsvegar. Baldvin leggja áherslu á að stuðn- ingur örvaði ekki framleiðsluna heldur yki verðmætasköpun og sölu og lækkaði tilkostnað. Þessi stuðn- ingur ætti að vera fólgin í m.a. aukinni ráðgjöf, stuðningi við vöru- þróun og aukna ijölbreytni í matvælaframleiðslu til þess að auka samkeppnishæfni og endurheimta markaðshlutdeild innanlands. Styðja ætti markaðssetningu og sölumennsku undir vörumerkjum náttúrulegrar gæðavöru og aðgerð- ir sem leiddu til lækkunar fram- leiðslu og milliliðakostnaðar. Mæta bæri samdrætti í hefðbundinni framleiðslu með aukinni verðmæta- sköpun í afurðavinnslu. Jón Baldvin sagðist vilja afnema með lögum einokunaraðstöðu og einokunarverðmyndun milliliða- kerfisins og stuðla þannig' að heilbrigðri samkeppni í rekstri. Þannig sagði hann vera unnt að lækka milliliðakostnað verulega. Einnig þyrfti að gera iandið að einu markaðssvæði, tryggja ftjáls- ræði í útflutningi og gera bændum kleift að beina viðskiptum sínum Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn í Vík. ím-m r-' * ' M 1 : .1 1 ! tEMgfe ife %-T| mann um fimm ár eða svo. Það myndi marka stefnu til lengri tíma með samvinnu neytenda og bænda og vinna að því að keyra niður milliliðakostnað. Sijómvöld ættu að stuðla að hóf- legu verði og semja um niður- greiðslur til lengri tíma. Ekki ætti að leggja skatta á landbúnaðaraf- urðir. Smásöluálagningu ætti að halda í skeijum og ættu ekki sömu reglur að gilda um álagningu á landbúnaðarafurðir og um álagn- ingu á öðrum vörum. Endurskoða þyrfti reglugerð um fullvirðisrétt og gera könnun á búrekstursað- stöðu á öllu landinu en það yrði forsenda svæðaskipulags. Ráð- gjafaþjónusta við nýjar og eldri búgreinar yrði efld og framleiðni- sjóð sagði Svavar að ætti að nota til uppbyggingar en ekki landeyð- ingar. Veita ætti fé í jarðasjóð og endurskoða rétt bænda á lífeyris- greiðslum. Sagði Svavar þessi atriði byggj- ast á grundvallarsjónarmiðum Alþýðubandalagsins sem væru þau að bændur ættu ekki að bera minna úr býtum en aðrir launþegar, koma ætti í veg fyrir frekari byggðasam- drátt, koma ætti á kerfisbundnu skipulögðu samráði milli framleið- enda og neytenda og efla ætti tillitssemi og virðingu fyrir landinu. Einnig sagði Svavar að íslenskir bændur ættu að hafa íslenska markaði og sagðist hann vera and- Alþýðuflokkurinn vildi leita nýrra leiða. Þeir væru algjörlega andvígir ríkjandi kvótakerfi og mjmdu af- nema það við fyrsta tækifæri. Ríkisvaldið ætti hins vegar að greiða fyrir aðlögun landbúnaðarins að markaðsaðstæðum meðan verið væri að losa bændur úr viðjum kvótakerfisins. I stað framleiðslu- skerðingar með beinum tilskipunum til hvers bónda ætti að koma á svæðaskipulagi um landbúnaðar- framleiðsluna. Innan þess ramma væri hveijum bónda í sjálfsvald sett hvemig hann reki sitt bú. Jón Baldvin sagði að sauðfjárbú- skapur ætti aðeins að njóta opinbers stuðnings að hann væri stundaður þar sem landskostir hentuðu og beitarþol leyfðu og mjólkurfram- leiðsla yrði stunduð þar sem landkostir væru hentuðu best í sem mestri nálægð við þéttbýlisstaði. Á aðlögunartímanum yrði umfram- framleiðsla á mjólk nýtt til þurr- mjólkurframleiðslu sem að frumkvæði ríkisins yrði gefin sem matvælaaðstoð til þróunarlanda. Sagði Jón að snúa þyrfti af braut gróðureyðingar sem ríkjandi hefði verið frá upphafi byggðar og auka landgræðslustarf stórlega. Þeir bændur sem létu af störfum í hefð- bundnum búgreinum hefðu forgang til þess að starfa að þessu land- græðsluátaki. Þannig sköpuðust ný störf í dreifbýli. Alþýðuflokksmenn sagði Jón með afurðir til þeirra er bestu kjör byðu. Konur í bíinaðarfélögin Kristin Ásgeirsdóttir, efsti maður á lista Kvennalistans á Suðurlandi, sagði það ekki hafa farið fram hjá kvennalistakonum að mikill urgur væri í bændum. Sagði hún að bænd- ur ættu að taka völdin í sínar eigin hendur heima í héraði í stað þess að afhenda það einhveiju ijárlaga- valdi í Reykjavík. Kristín sagði að skammtíma- hugsun og fyrirhyggjuleysi væru einkennandi fyrir íslenska land- búnaðarstefnu. Það sem Kvennalistinn legði til væri að bændastéttinni yrði lokað tímabundið og að lágmarksbústærð yrði 400 ærgildi — menn yrðu að geta lifað af búum sínum. Ríkið ætti að kaupa jarðir á viðunandi verði, þróa þyrfti nýjar vörur, ljúka þyrfti úttekt á öllum jörðum lands- ins og semja jarðabók. Sjóðakerfið þyrfti að endurskoða, framleiðslu- réttur þyrfti að vera bundinn við lögbýli, styðja þyrfti nýjar búgrein- ar, gera þyrfti átak í nýsköpun í ullariðnaði. Það væri tillaga Kvennalistans að sveitakonur tækju allstaðar völdin í ullariðnaðinum og gerðu hann að háþróuðum gæðaiðn- aði. Einnig þyrfti að endurskoða yfirbygginguna og færa völdin heim í hérað og loks yrðu bændakonur að fara að taka þátt í störfum bún- aðarfélaganna. íþróttafatnaður •Sendumí* PÓSTKRÖFU Leikfimi ^ Jassballet 'Jf Aerobik ^ Líkamsrœkt Fimleikaskór Jassballetskór Heildsala-sími 10-3-30 SPORTVÖmERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 40. á norn KLAPmsnes OGGRÍTVSGÓW sirm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.