Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 19 RAUÐIKROSSINN: I baráttunni gegn eyðni verða allir að leggjast á eitt Það er hungursneyð í Afriku og það berast hjálparbeiðnir, sem við svörum, því við viljum gera það sem í okkar valdi stendur tii þess að forða því að fólk svelti í hel. Það er eyðni í Afríku og nú hafa borist hjálparbeiðnir af þeim sökum. Rauða kross-félög alls staðar á Norðurlöndum hafa sameinast um að vinna gegn útbreiðslu þessa mannskæða sjúkdóms, bæði í heimalöndum sínum og eins í Afríkuríkjunum. Þess vegna hefur nú verið sett á lagg- imar sérstök nefnd, sem á að. vinna að þessu verkefni, fyrst í stað með því að dreifa upplýsing- um og afla þeirra, samræma aðgerðir allra Norðurlandaféiag- anna og tryggja það að reynsla sú, sem þegar hefiir fengist, nýt- ist alls staðar. Rauði kross íslands hefur tek- ið þátt í þessu samstarfí frá upphafi og síðar í þessum mán- uði verður haldinn fundur í nefndinni þar sem frekari stefna verður mörkuð. Það er í samræmi við grund- vallaratriði Rauða krossins að koma til hjálpar á þessum vett- vangi — með markvissum upplýs- ingum og fræðslu, með vel skipulögðu fyrirbyggjandi starfí, sem einkum beinist að áhættu- hópum, og með því að hlú að þeim sem hafa sýkst. í lögum Rauða kross íslands segir að tilgangur félagsins sé: 1. Að veita sjúkum, særðum og slösuðum aðstoð, hjúkrun og hjálp er slys, farsóttir eða annan voða ber að höndum, skipuleggja neyðarvamir og láta í té þjónustu við þá sem kunna að verða fyrir hörmungum og neyð. 2. Að vinna að heilsuvemd og almennri félagslegri velferð að koma í veg fyrir sjúkdóma og draga úr þjáningum með stöðugu og markvissu starfi, þjálfun, fræðslu og þjónustu sem komi samfélaginu að sem mestu gagni. 3. Að stuðla að bættum upp- eldis- og þroskaskilyrðum bama og unglinga. 4. Að hvetja æskufólk til starfa að málum Rauða krossins og stuðla með því að Rauða kross-starfíð nái til allra aldurs- flokka. 5. Að aðstoða heilbrigðis- stjóm landsins eftir föngum, hvenær sem þess er þörf og þess er óskað, með því að þjálfa fólk til þeirrar þjónustu sem félagið tekst á hendur á hverjum tíma. 6. Að vinna að aukinni þekk- ingu á mannúðarstarfsemi Rauða krossins og mikilvægi samúðar, skilning, sátta og samvinnu milli þjóða. 7. Að taka eftir megni þátt í alþjóðlegu starfí Rauða krossins og alþjóðlegra hjálparstofnana að þróunarhjálp og samhjálp á sviði líknar- og mannúðarmála. Rauði kross íslands á sem fyrr segir aðild að norrænu nefnd- inni, sem nú hefur verið sett á laggirnar, og mun af hálfu fé- lagsins verða reynt að taka eins virkan þátt í starfí hennar og unnt er. Hér á landi hefur félagið líka látið til sín taka, m.a. með því að gefa Borgarspítalanum og Ríkisspítölunum svonefnd skim- prófunartæki, hvort um sig að verðmæti um ein milljón króna. Einnig hafa verið gefnar út í íslenskri þýðingu sérstakar siða- reglur varðandi blóðtöku og blóðgjöf, sem Alþjóðarauðikross- inn hefur látið semja, og RKÍ hefur látið gera veggspjald með þessum siðareglum og hefur því verið dreift til deilda félagsins um land allt. Fleira er á döfínni. Tökum þátt í baráttunni gegn vágestinum — eyðni. Jón Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands. NÁMSKEIÐ SFI SIJORNUNA RNÁMSKRID ERLEND NÁMSKEID ÚTI LUTNÍNGS- OG MARKADSSKÓLI ÍSLANDS TÖL VUSKOLU TÖl. VUERÆÐSLA MIMIR MÁLASKÓLI/ RITARASKÓLI A UTFLUTNINGS- SKJALGERÐ Til að vörusendingar milli landa nái til réttra aðila á umsaminn og hagkvæman hátt er mjög mikilvægt, að rétt sé gengið frá útflutningsskjölum og spara þannig kostnað og fyrirhöfn er fylgir rangt útfylltum skjölum. Tilgangur námskeiðsins er að kynna gerð helstu útflutningsskjala sem notuð eru vegna útflutnings frá islandi til annarra landa. Þátttakendur munu þurfa að leysa hagnýt verkefni og erþannig stefnt að því að þeir fái sem mesta reynslu i útfyllingu slíkra skjala. Námskeiðið er ætlað þeim er sjá m. a. um gerð útflutningsskjala eða hafa hug á að hefja slík störf. Leiðbeinandi verður Karl Garðarsson Irá tollstjóraembættinu i Reykjavik ásamt gestafyrirlesurum. Staður og timi: 19.-20. mars 1987 kl. 8.30-12.30 INNKA UPASTJÓRNUN VERKEFNA STJÓRNUN i 1 Innkaupaþátturinn í öllum rekstri erávallt mikilvægur fyrir starfsemi fyrirtækja og stofnana. Hagkvæm innkauþ ráða miklu um, hvort starfsemin skili nauðsynlegum hagnaði. Stjórnunarfélag íslands mun halda námskeið í innkauþastjórnun dagana 16.-18. mars. n. k. Efni: - Hvernig innkaupum er best háttað i fyrirtækjum. - Stjórnun innkaupa. - Verkaskipting i innkaupadeildum. - Farið í gegnum dæmi um hvemig skipuieggja megi innkaup i starfsemi fyrirtækja. - Mismunandi flutningsvalkostir. - Kynntar verða aðferðir til að meta kerfisbundið kosti og galla ákveðinna vörutegunda. - Farið i lagerfræði. I lok námskeiðsins eiga þátttakendur að hafa gott yfirlit yfir öll mikilvægustu atriðin, sem tengjast innkaupum . i starfsemi fyrirtækja og hvaða leiðir séu færar til að ná meiri hagkvæmni. Leiðbeinandi: Sveinn Hjörtur Hjartarson, rekstrarhagfræðingur. Timiog staður: 16-18. mars 1987kl. 8.30-12.30 i Ánanaustum 15. Vinnurþú að: - Hagræðingarverkefnum? - Kynningarverkefnum? - Uppbyggingu tölvukerfa? - Markaðsátaki? - Gæðaþróun? - Hönnun birgða?, innkaupa- eða launakerfis? - Húsnæðisskipulagi? - Þróun nýrrar framleiðslutækni? Er ekki einmitt unnið að svona verkefni i þínu fyrirtæki? Ef framkvæmd þin á að takast vel þarfað fylgja verkefnunum vel eftir og tryggja að þau skili arði. Á námskeiði Stjórnunarfélags íslands VERKEFNASTJÓRNUN er farið í öll meginatriði sem tryggja góðan árangurs. s.: - Verkefnastjórnun, helstu þættir. - Sljórnunarleiðir. — Skilgreining verkefnis. - Skipulagsvalkostir - Samstarfshópar, aætlanagerð. - Skipulag upplýsingastreymis. - Nákvæmni. - Stjórnendur og stjórnunaraðferðir. - Kostnaðaráællun og upplýsingar. — Agreiningur og samningatækni. - Skýrslugerð. Leiðbeinandi: Donn G. Todd, en hann er þekktur fyrirlesari og höfundur bóka um verkefnastjórnun. Hann stundaði nám i verkfræði við háskólann i Colorado og New York háskóla og lauk prófi i viðskiptafræði við Wharton skólann i Pennsylvaniu með áherslu á aðgerðarrannsóknir og fjármál. Hann hefur unnið að verkefnum fyrir mörg þekkt fyrirtæki eins og Fisher-Price, American Express, Reader's Digest International, Bell simafyrirtækinu og fl. Námskeiðið fer fram á ensku. Timi og staður: 9.-10. mars, kl. 8.30-18.30 fyrri daginn og 8.30-13.30 seinni daginn að Hótel Loftleiðum, Kristalssal. Allar nánari upplýsingar eru veittar í sima 62 10 66. Éi. EINKA TÖLVUR Einkatölvur verða sífellt algengari, og þurfa þvi æ fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun þeirra og meðferð. Reynslan hefursýnt, að notendur einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri undirstöðuatriði vinnu við verkefni með einkatölvum. Efni: - Hvernig starfar tölvan? - Kynning á vélbúnaði - Undirstöðuaðgerðir stýrikerfis - Ritvinnsla - Gagnasafnakerfi - Töflureiknar Pátttakendur: Námskeiðið erætlað startsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nola einkatölvur. Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. Timi: 17.-20. mars kl. 13.30-17.30. NAMSKEIÐA NÆSTUNNI Gengisáhætta og skuldastýring 23. og 24. mars Grunnnámskeið i markaðssókn 26. og 27. mars MS-DOS stýrikerfi einkatölva 23.-26. mars Alvís aðal- og viðskiptamannabókhald 23.-26. mars / ATHUCIÐ! / VROG STARFSMENNTUNAR- , / SJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGS- / / MENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU Á : / NÁMSKEIDUM. / Stjórnunðrfélðg Ananaustum 15 Simr. 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.