Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 23 Kvenfélag Hall- grímskirkju 45 ára Á hátíðarfundi Kvenfélags Hallgrímskirkju sem haldinn verður í kvöld, fimmtudagskvöld 5. mars, kl. 20.30, verður þess minnst að 45 ár eru frá stofnun félagsins. Hallgrímssöfnuður var stofnaður samkvæmt lögum á haustdögum 1940 og falið það verkefni að reisa minningarkirkju Passíusálma- skáldsins. Þá þegar var risin §ölda- hrejrfing um þá hugsjón í bænum. Fljótlega eftir stofnun safnaðarins bundust nokkrar konur samtökum um að stofna kvenfélag til styrktar kirkju og söfnuði. Var stofnfundur Kvenfélags Hallgrímskirkju svo boðaður að aflokinni messu í sam- komusal Barnaskóla Austurbæjar, sunnudaginn 8. mars. 325 konur gerðust stofnfélagar kvenfélagsins, og í fyrstu stjórn voru kosnar: Guð- rún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, formaður, Anna Ágústsdóttir, Emilía Sighvatsdóttir, Jónína Guð- mundsdóttir, Lára Pálmadóttir og prestskonurnar, Magnea Þorkels- dóttir og Þóra Einarsdóttir. Biskup íslands, Sigurgeir Sig- urðsson, flutti ávarp á stofnfundin- um, og lýsti gleði sinni yfir þessum atburði, og þeirri von sinni, að þetta unga félag yrði sem kærleikskeðja um Hallgrímskirkju. Sú hefur verið raunin. Á langri og oft stormasamri leið safnaðarins hefur kvenfélagið aldr- ei hvikað frá settu marki af kærleika og einstakri fómfýsi. Frá fyrstu tíð hefur meginmark- mið kvennanna verið prýði og fegrun kirkjunnar, og hafa þær t.d. gefíð mestan hluta skrúða kirkjunn- ar og annars búnaðar, svo og allan búnað safnaðarheimilisins og eld- húss. Auk þess hafa þær á margvís- legan hátt stutt starfíð í söfnuðinum og starfað að menningar- og líknar- málum. Fimm konur hafa frá upphafi gegnt formennsku í Kvenfélagi Hallgrímskirkju. Það eru: Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti, Magnea Þorkelsdóttir, Guðrún Ryd- én, Þóra Einarsdóttir og núverandi formaður, Lýdía Pálmarsdóttir. Á merkisafmæli geta kvenfélags- konur litið um öxl með gleði og nokkm stolti. Nú er Hallgríms- kirkja risin og vígð, stolt og gleði safnaðar síns, og þjóðarinnar allrar. En Hallgrímskirkja þarf ekki síður nú en fyrr stuðning og kærleika safnaðarfólks og þeirra samtaka, sem efla og hlúa að kirkjunni og því lífi og starfi, sem þar á sér stað Guði til dýrðar og landi og lýð til heilla. Karl Sigurbjörnsson Flateyrarhrepp- ur hluthaf i í f er ðaskrif stofu Flateyri. NÚ NÝVERIÐ ákvað hrepps- nefnd Fiateyrarhrepps að kaupa lítinn hlut í ferðaskrifstofunni Ferðabæ, sem meðal annars býð- ur upp á sérstakar ferðir á Vestfirði og þar á meðal til Flat- eyrar. Fleiri aðilar hér hafa gerst hluthafar í þessari ferða- skrifstofu. Nú er svo komið að hér er hægt að taka á móti litlum ferðahópum, því eigandi verslunarinnar Vagninn hefur byggt upp notalegt gistiheim- ili á efri hæð verslunarinnar. Á neðri hæðinni er skyndibitastaður, myndbandaleiga og billjardstofa. Ferðabær hyggst bjóða upp á kynningu fyrir Onfirðinga á ferða- möguleikum til Vestijarða fimmtu- daginn 5. mars og föstudaginn 6. mars milli klukkan 16 og 18 báða dagana. Fyrirhugað er að á staðn- um verði fulltrúar frá sveitarfélag- inu sem og frá Önfirðingafélaginu í Reykjavík. Árshátíð Önfirðingafé- lagsins er einmitt á laugardaginn, þann 7. mars, og verður hún haldin í Félagsheimilinu á Seltjamarnesi. Miðar á árshátíðina verða seldir á skrifstofu Ferðabæjar. Binda menn talsverðar vonir við að Ferðabæ takist að auka hlut Vestfirðinga í ferðamannaþjón- ustunni, en því miður virðist hlutur okkar Vestfirðinga í þeirri grein ekki vera eins mikill og aðstæður hér teljast geta boðið upp á. - EFG DÆLUR úr ryftfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæði, góð ending og fágað útlit. = HÉÐINN = VÉLAVERSIJUN, SlMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Hemfefur ákr íí90r0^ ý(? T 1-HerraAkyi'Ujra'"0 MIKLIGAR-DUR DOMUS r • • KAUPFELOGIN - m iMtddtt! VIKUNNAR YDDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.