Morgunblaðið - 05.03.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Landsfundur
Sj álfstæðisflokks
Alandsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem hefst í dag,
verður vafalaust lögð áherzla á
að skapa Sjálfstæðisflokknum
sterka viðspymu fyrir aiþingis-
kosningarnar, sem fram fara í
apríl. Landsfundir Sjálfstæðis-
flokksins eru miklar samkomur
og sá kraftur, sem getur ein-
kennt þá, þegar mikið er um
að vera, er nánast ótrúlegur.
Landsfundir þessa stóra og
öfluga stjómmálaflokks eru
eins konar spegilmynd sam-
félags okkar. Þar takast á þeir
ólíku hagsmunir, sem era á
ferðinni í íslenzku þjóðfélagi
og leita leiða til málamiðlunar.
Þess vegna era landsfundimir
mikilvægar samkomur, sem
skipta máli í stjómmálabaráttu
þjóðarinnar.
Að þessu sinni koma sjálf-
stæðismenn saman við lok
kjörtímabils. Á margan hátt
geta þeir litið með nokkurri
velþóknun yfir framvindu mála
síðustu fjögur árin. Ríkisstjóm-
in hefur haldið vel á málum á
flestum sviðum og góðærið,
sem nú hefur staðið í rúmt ár
hefur auðveldað störf hennar
mjög og skapað bjartsýni og
gott andrúm meðal þjóðarinn-
ar.
Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur
er smátt og smátt að ná tökum
á innri vandamálum sinum,
þótt þau séu enn til staðar.
Forystusveit flokksins í víðum
skilningi þess orðs er enn ekki
nógu samstiga, enda skipuð
fólki, sem hefur ákaflega ólík
viðhorf til stjórnmálabarátt-
unnar, bæði végna mikils
aldursmunar og mismunandi
pólitísks uppeldis, ef svo' má
að orði komast. Það jákvæða
andrúm og sú bjartsýni, sem
setur mark sitt á þjóðlífíð í
heild sinni, þarf einnig að ná
inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Landsfundurinn getur átt vera-
legan þátt í að svo verði.
Þegar þessi landsfundur
kemur saman era þrjú grand-
vallarmál á ferðinni, sem máli
skiptir, að sjálfstæðismenn
fjalli um og marki stefnu í. Hið
fyrsta era byggðamálin.
Ahyggjur manna yfír byggða-
þróun í landinu verða stöðugt
meiri og ekki að ástæðulausu.
Alger umskipti era að verða í
landbúnaði. Þau era óhjá-
kvæmileg en gera um leið kröfu
til aðgerða, sem auðvelda fólki
í landbúnaði og þéttbýli, sem
byggzt hefur á þjónustu við
landbúnaðinn, að breyta til og
taka til við ný viðfangsefni.
Öllu meiri umhugsun veldur þó
sú staðreynd, að þrátt fyrir ein-
stakt góðæri í sjávarútvegi ríkir
svartsýni um framtíð margra
sjávarplássa víðs vegar um
landið. Um þessi málefni þarf
landsfundur sjálfstæðismanna
að fjalla af mikilli alvöra.
í annan stað verður tæpast
komist hjá því öllu lengur að
fjalla rækilega um þróun mála
í sjávarútvegi. Þar er mikill
uppgangur og góðæri. I fyrsta
skipti í fjölmörg ár era útgerð-
arfyrirtæki rekin með hagnaði
og fá því tækifæri til að rétta
úr kútnum eftir erfiðleika
margra undanfarinna ára. En
um leið stöndum við frammi
fyrir nýjum viðhorfum. Kvóta-
kerfið veldur því, að fiskiskip
með kvóta er gulls ígildi. Þau
ganga nú kaupum og sölum á
verði, sem er langt umfram
eðlilegt söluverð. Það þýðir, að
menn era ekki bara að kaupa
fiskiskip heldur kvóta. Færa
má rök að því, að í slíkum söl-
um felist í raun sala á fiskiskipi
auk veiðileyfis og menn séu
tilbúnir til að greiða töluverðar
fjárhæðir fyrir veiðileyfið. En
hvert á andvirði þess að renna?
í vasa skipaeigandans eða þjóð-
arheildarinnar? Það er orðið
tímabært að stærsti stjóm-
málaflokkur þjóðarinnar taki
þetta mál til umfjöllunar.
í þriðja lagi stöndum við sem
þjóð frammi fyrir nýjum við-
horfum í alþjóðlegri íjölmiðlun.
Þess verður skammt að bíða,
að við þurfum ekki milligöngu
innlendra sjónvarpsstöðva til
þess að ná erlendu sjónvarps-
efni. Áhrifín af því erlenda
myndefni, sem nú streymir inn
í landið era þegar orðin víðtæk.
Þau eiga eftir að verða djúp-
stæðari og alvarlegri. Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem í upphafi
var í fylkingarbijósti í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar,
getur ekki leitt hjá sér þessa
nýju sjálfstæðisbaráttu, sem
getur ráðið úrslitum um örlög
þjóðarinnar á næstu öld. Um
þessi málefni þarf landsfundur
Sjálfstæðisflokksins líka að
flalla.
Morgunblaðið væntir þess,
að landsfundarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins, sem koma
saman til fundar í dag, hafi
bæði þrek og þor til þess að
takast á við þessi grandvallar-
málefni, sem skipta miklu fyrir
þjóðina í framtíðinni.
Þáttur sjálfstæð
manna í fifevrism
Seinni grein
eftir Guðmund H.
Gar.ðarsson
Hvers vegna er lögð aukin áhersla
á lífeyristryggingar? Það þarf ekki
að fara marga áratugi aftur í tímann
til þess að rifja upp hvernig ástandið
var hjá meginþorra fólks ef slys bar
að höndum og aldurinn færðist yfir
það. Ungir sem aldnir urðu að láta
hveijum degi nægja sína þjáningu.
Það sem til skiptanna var af af-
rakstri dagsins var svo lítið að ekki
gafst svigrúm tii spamaðar eða upp-
söfnunar fjár sem nokkm nam, til
ellinnar. Enn er til á lífi fólk, sem í
æsku horfði upp á ólýsanlega fátækt
og umkomuleysi mikils fjölda aldraðs
fólks' á íslandi á fyrstu áratugum
þessarar aldar. Með aukinni velmeg-
un breyttist þetta mjög til batnaðar,
en samfara breyttum þjóðfélagshátt-
um komu upp önnur og áður lítt þekkt
vandamál. Aukið þéttbýli og nútíma
atvinnuhættir höfðu í för með sér
ákveðna afstöðubreytingu milli kyn-
slóða. í stuttu máli fólst hún m.a. í
því að meiri kröfur vom gerðar til
hinna öldmðu að sjá um sig sjálfir
eða að þeir byggju út af fýrir sig.
Nútímakynslóðin taldi sig eiga nóg
með sig, enda vom kröfur og lífsvið-
horf kynslóðanna orðnar allt aðrar
og skarpari skil en tíðkaðist fyrir
nokkmm áratugum. Vegna þessarar
þróunar og annarra atvika jókst þörf-
in fyrir tryggingakerfí fyrir aldraða
og öryrkja sem gæti mætt þörfum
þessa fólks til mannsæmandi afkomu
í nútíma samfélagi ópersónuleika,
hraða og verkaskiptingar. Gmndvall-
aratriði var og er að hinir öldmðu
geti búið við afkomuöryggi og góða
umönnun að starfsævi lokinni.
Hvers konar
tryggingaf orm?
Ymsar leiðir koma til greina. Með
almennum orðum skal það rakið hér.
í fýrsta lagi má hugsa sér al-
mannatryggingakerfí sem næði til
allra með algjömm jöfnuði í greiðsl-
um tryggingabóta. í öðm lagi lífeyris-
kerfi sem væri samningsbundið
svipað því sem nú er. Það byggðist
á uppsöfnun fjár i sjóðum til endur-
greiðslu síðar. í þriðja lagi eitt
samfellt heildarlífeyriskerfí sem væri
gegnumstreymiskerfí. Greiðslur ið-
gjaída og bóta byggðust á ævitekjum.
Engin uppsöfnun sjóða ætti sér stað.
I fjórða lagi er hægt að hugsa sér
lífeyriskerfi sem væri sambland af
gegnumstreymi — endurskipulagðar
og endurmetnar almannatryggingar
og uppsöfnun — lífeyrissjóðir. Þá
koma að sjálfsögðu til greina alls
konar önnur lífeyristryggingaform —
persónu og eða hópbundin — í samn-
ingum við tryggingafélög.
Blandað
tryggingakerfi
Hvar stöndum við íslendingar í
þróun lífeyrismála í dag? Það er aug-
ljóst að Islendingar hafa búið við
blandað kerfi í þessum efnum á
síðustu tveim áratugum. Það er að
hluta til með takmörkuðu gegnum-
streymis-almannatryggingakerfi og
að hluta til söfnunarkerfi — lífeyris-
sjóðimir.
Á síðustu árum hefur söfnunar-
kerfishugmyndinni vaxið fískur um
hrygg og nýtur aukins fylgis. Hins
vegar er ekki eins mikill áhugi á
gegnumstreymiskerfínu einu út af
fyrir sig. Ástæður þessa geta verið
margvíslegar en hin sennilegasta er
sú að til þess að það fengi notið sín
hefði átt að koma heildargegnum-
streymiskerfi, byggðu á ævitekjum,
á laggimar strax á áratugnum
1970-1980, þegar sú hugmynd var
sett fram á Álþingi árið 1976 af höf-
undi þessarar greinar, þ.e.a.s. áður
en söfnunarkerfið náði að festa sig
í sessi. Þar sem það var ekki gert
er nú svo komið í lífeyristryggingum
á íslandi að þær verða í meginatriðum
„Það var í tíð ríkisstjórn-
ar Bjarna Benediktsson-
ar, forsætisráðherra,
árið 1969 sem aðilar
vinnumarkaðarins og
ríkisstjórn Islands gengu
frá samningum um
lífeyrissjóði sem náðu til
meginþorra lauhamanna
á Islandi. Það var upp-
haf byltingar í líf eyris-
málum á Islandi.“
að byggjast á uppsöfnunarkerfí, jafn-
framt því sem almannatrygginga-
kerfið verður endurskipulagt frá
grunni sem gegnumstreymiskerfi.
Þetta tvíþætta kerfi, lífeyrissjóðimir
og endurmetið og endurskipulagt al-
mannatryggingakerfí, á síðan að
tryggja ákveðinn, samfelldan gmnd-
vallarlífeyrisrétt öllum til handa að
starfsævi lokinni.
Þróun lífeyrissjóðanna
Af hálfu ríkisvaldsins og aðila
vinnumarkaðsins hefur síðan 1976
verið unnið að endurskoðun og endur-
bótum á lífeyrissjóðakerfinu. Margt
hefur þokast áfram til betri vegar í
þróun lífeyrismála fyrir tilverknað
þessara aðila. Á lokastigi em ítarleg-
ar tillögur að fmmvarpi til laga um
framtíðarskipan lífeyrissjóðakerfís-
ins. Væntanlegá næst samkomulag
milli aðila um þessar tillögur á þessu
ári. Ljóst er að skipulagslega séð er
nauðsynlegt að vinna að sameiningu
sjóða, bæði út frá tryggingafræðilegu
og rekstrarlegu sjónarmiði. í þeim
efnum ber að virða lögvemdaðan
samningsrétt fólks og varast óæski-
lega pólitíska íhlutun eða sýndar-
mennsku.
Til eftirbreytni hvernig I
íslendingar hafa leyst sín (
Ræða Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, í kvöldverðarboði
forsætisráðherra Dana í gærkvöldi
Kæri forsætisráðherra, Poul
Schlúter, og frú Lisbeth Schluter.
Fyrir hönd okkar hjóna og fylgdar-
liðs, þakka ég þennan góða kvöldverð
og ánægjulega opinbera heimsókn til
Danmerkur.
Með opinberri heimsókn minni
hingað vil ég ekki síst undirstrika
ævarandi vináttu íslands og Dan-
merkur. í yfir sex hundmð ár var
ísland hluti af hinu danska konungs-
veldi. Þá var Danmörk dyr íslendinga
að hinum stóra heimi. Til Kaup-
mannahafnar sóttu landsins bestu
synir sína menntun og sinn þroska.
Sagan geymir marga frásögn af dvöl
slíkra manna í Kaupmannahöfn, sum-
ar sorglegar, aðrar ánægjulegar.
Hér kynntust brautryðjendumir
einnig þeim straumum sjálfstæðis
sem um Evrópu fóm. Það varð kveikj-
an að sjálfstæðisbaráttu Islendinga.
Hún var háð bæði hér og heima.
Það mætti verða öðrum þjóðum til
eftirbreytni hvernig íslendingar og
Danir hafa leyst sín deilumál. Við
íslendingar hlutum sjálfstæði án þess
að sverði væri lyft. Sumum íslending-
um þótti að vísu seint ganga að öðlast
sjálfstæði. Eftir á að hyggja efa ég
að hin fátæka íslenska þjóð, með til-
tölulega fáa mennta- og forystu-
menn, hefði verið tilbúin til þess að
fara ein með stjóm allra sinna mála
fyrr.
Við Islendingar stöndum einnig í
ævarandi þakkarskuld við ykkur
Dani fyrir það að þið hafið af mikilli
réttarmeðvitund og víðsýni afhent
okkur íslendingum hin verðmætu
handrit til varðveislu á ný. Þar er
skráð saga hinnar íslensku þjóðar,
þar er geymd hin íslenska tunga, þar
er sú arfleifð, sem gerir okkur Islend-
inga í raun að sjálfstæðri þjóð.
Heimurinn væri stómm betri nú,
ef fleiri þjóðir fæm að ykkar fordæmi
og skiluðu því, sem á nýlendutímun-
um var talið sjálfsagt að taka.
Síðan við íslendingar hlutum okkar
sjálfstæði á ný, hefur margt breyst.
Með byltingu í tækni og vísindum
hefur heimurinn í raun minnkað. Við
íslendingar emm ekki lengur í út-
jaðri hins byggilega heims, heldur í
miðju hans. Það er vandasöm staða
fyrir fámenna þjóð, sem auðveldlega
getur horfið í mannhafíð. Við þurfum
að eiga vini og samherja og lítum
sérstaklega til Norðurlandanna í því
sambandi. Þið Danir hafið tengst
öðmm hlutum Evrópu náið. Ef Evr-
ópa á að geta staðist stórveldunum
snúning, er óhjákvæmilegt að lönd
álfunnar vinni mjög náið saman.
Sundmð verður álfan áhrifalítil, sam-
einuð getur hún verið sterk.
Vegna atvinnulífs og stöðu okkar
íslendinga, hentar það okkur illa að
gerast fullgildur aðili að bandalagi
Evrópuþjóða. Hins vegar er okkur
iífsnauðsyn að hafa náið viðskiptalegt
og menningarlegt samband. Það er
von mín að Danrriörk geti enn á ný
orðið dyr hinnar íslensku þjóðar að
slíku samstarfí. Vegna fomra sögu-