Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.03.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987 39 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Myndbrot Eins og fram kom í gær ætla ég nú að fjalla um Fiska- merkið (19. feb. — 19. mars) og þá sérstaklega um þá ein- staklinga sem ég hef kynnst á fömum vegi í daglegu amstri lífsins. Einungis er um „myndbrot" að ræða, ekki heilsteypta lýsingu á Fiska- merkinu. FrœÖimenn Ég þekki nokkra Fiska sem geta talist fræðimenn. í dag- legu lífi fer lítið fyrir þessum mönnum. Þeir eru hlédrægir og una sér best fjarri skark- ala heimsins við bókalestur og grúsk. Þeir eiga það sam- eiginlegt að vera vel að sér á mörgum sviðum og hafa yfirsýn yfir stórar lendur þekkingar. Þeir eru hins veg- ar heldur sérvitrir og ekki getur þekking þeirra alltaf talist hagnýt. Svo virðist sem þekkingarleitin sjálf sé aðal- atriði, en síður niðurstaðan og hagnýtið. Það má segja að hver sem Fiskurinn er skiptir draumurinn og hug- sjónin alltaf mestu. Það sem gerist innra með honum. Svo- kölluð hrein vísindi eru því oft áhugaverðust fyrir Fiska- merkið. Heimsborgari Ég þekki nokkra heimsborg- ara og lífslistamenn í Fiska- merkinu. Það eru menn sem hafa farið víða, hafa notað aðlögunarhæfni sína og náð að tileinka sér það besta úr hveijum stað sem þeir hafa komið á. Framkoma þeirra er fáguð en jafnframt ákveð- in og á vissan hátt fullkomin, þ.e. í henni eru þættir sem allir geta sætt sig við. Hin mikla aðlögunarhæfni Fisks- ins er jákvæð þegar best lætur. v Sveiflast meÖ vindi Á hinn bóginn þekki ég einn- ig nokkra Fiska sem eru lausir í rásinni og láta berast með veðri og vindum, eru t.d. óreglusamir eða fjöllyndir í ástamálum. í slíkum tilvikum stjórnar umhverfið hvetju sinni, stemming hvers augnabliks verður ofar öllu. Ef fjör er á staðnum taka þeir eitt glas, ef falleg kona brosir brosa þeir á móti. ListamaÖurinn Ég hef hitt marga hæfileika- ríka og næma listamenn í Fiskamerkinu. Einnig fólk sem lifir í kyrrþey og ræktar sál sína og anda, Guði til dýrðar. Konur Margar konur hef ég séð í Fiskamerkinu sem hafa tekið að sér hlutverk fórnarlambs- ins eða þjónsins. Konur sem t.d. árum saman hafa verið giftar alkóhólistum. Svo virð- ist sem þær laðist að karl- mönnum sem á einhvem hátt eru veikgeðja. Finni hjá sér köllun til að reyna að hjálpa þeim eða lifa eigin lífsflótta- þörf í gegnum þá. HiÖ sameiginlega Sameiginlegt með öllu þessu fólki er tilfinningalegur næmleiki og sterkt ímyndun- arafl. Einnig áhugi á því að upphefja líflð á einhvem hátt og komast út fyrir hinn gráa og venjulega veruleika. Að- ferðimar em margar: s.s. bækur, vímugjafar, trúmál, listir eða þjónusta (það að týna sjálfinu í gegnum það að lifa fyrir aðra, einstakl- inga eða hugsjónir). Það sem kannski skiptir mestu máli hvað varðar útkomu og að- ferðir er það hvort Fiskurinn syndir á móti straumnum eða lætur sig fljóta með og það á hvaða stigi siðferðisvitund og sálarþroski hans eru. GARPUR SLÓPOlJSA Cö GAPPUR FÁ FKÍA FLjGFE^p HJÁOARPI OG LENDA HJÁ SKOaSANCRN. Þap Jcepuf? ekjo ElNS AUÐ'JELT A9 X-9 d'Éf fer?map HUSSA- n /?£ss/ pyxiA //£&>/ ( Arr /tt> vr/æ ae/táv- /Hi __ __ __ ©1966 Kmg Fméuth Syndcat*. Inc Wortd nghts raMrvad Cöf?/t/6A//-SMryV'l £W- - ££ e//*t erptv/Z/iu AP /Sv/X/A/ /j&AW. /nFtt/reymv. AteGF//<//e's /*U/&He*UC£/A ! J /&777/tH£>,££’ SSSJA /*/£/? £/r//£/?r. CKFS/Distr. BULLS TOMMI OG JENNI tr— 1: ■mwi.iti h . # v /MEE? ÞeSSUM Pennaj UOSKA -TfT kk&fst...; ' FERDINAND SMAFOLK I UJONPER IF TEACHER5 MAKE A LOT OF MONEV.. I NOTICE OUR TEACHEK JU5T B0U6HT A NEU) CAR... I HAVE A FEELIN6 5HE 6ET5 PAlP BV THE P-AMNU5! Skyldu kennarar hafa há laun? Af hverju spyrðu? Eg sé að kennarinn okkar er búin að fá sér nýjan bíl... Mér er nær að halda að hún fái borgað eftir fall- einkunnum sem hún gefur! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í þeim kerfum þar sem nýr litur á öðm sagnstigi er krafa um geim, sýnir stuðningur við lit makkers UNDIR geimi áhuga á slemmu. Sígilt dæmi er eftirfarandi sagnröð: BRIDS Vestur 1 spaði 3 hjörtu Austur 2 hjörtu Tvö hjörtu austurs er krafa í geim — kannski með þeirri und- antekningu að passa megi tvö grönd — svo þrjú hjörtu norðurs em notuð af flestum til að sýna BETRI spil en stökk beint 5 fjög- ur. Það blasir við að slíkt er betri nýting á sagnrýminu. En hvert er áframhaldið eftir að vestur hefur geflð til kynna slemmuáhuga? Hjá flestum fylg- ir það braut tiltölulega óskil- greindra fyrirstöðusagna. Edwin B. Kantar, einn af reglulegum dálkahöfundum tímaritsins The Bridge World, skrifaði nýlega athyglisverða grein í málgagn sitt um mögulegt framhald sagna eftir þessa byijun: (1) Fjögur hjörtu sýna einfald- lega áhugaleysi. (2) Þijú grönd gefa til kynna slemmuáhuga með jafna skiptingu. (3) Fjórir í láglit segja frá hlið- arlit, og samtals 10 spilum í hjarta og sögðum láglit. (4) Þrír spaðar hafa ekkert með spaða að .gera, en lofa ein- spili einhvers staðar og slemmuáhuga. Opnarinn bregst á mismun- andi hátt við sögnunum 2—4, og við skulum skoða nokkra I möguleika á næstu dögum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í sveitakeppni þjóðanna á Balkanskaga í vetur kom þessi staða upp í viðureign stórmeist- aranna Inkiov, Búlgaríu, og Kovacevic, Júgóslavíu, sem hafði svart og átti leik. Júgóslavinn sem var í miklu tímahraki, missti hér af vinn- ingi: Eftir 38. — Dg6?, 39. Dxd5 lauk skákinni með jafn- tefli. Hins vegar hefði svartur getað unnið með því að leika: 38. - Hxg2!, 39. Kxg2 - Hc2+ og mátar. Júgóslavar sigruðu örugglega í keppninni, Búlgarar urðu í öðru sæti, Rúmenar þriðju og Grikkir ráku lestina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.