Morgunblaðið - 05.03.1987, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
Hvað segja þeir um IBM-mótið?
íslensku skákmennimir
hafa gott af þátttökunni
segir Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands
„Frammistaða íslendinganna er
ekki nógu góð, alla vega ekki
bjá Margeiri. Jón L. er eiginlega
bestur þeirra," sögðu þeir Vigfús
Karlsson og Sigurbjöm Björas-
son, ellefu ára strákar úr Selja-
skóla, sem Morgunblaðið hitti að
máli á Hótel Loftleiðum, þar sem
þeir fylgdust með síðustu umferð
IBM-skákmótsins.
Tefla mikið
Strákamir sögðust tefla talsvert
mikið, bæði í skólanum og hjá Tafl-
félagi Reykjavíkur, og þeir hefðu
farið og fylgst með nokkrum um-
ferðum í skákmótinu. Þeir sögðu
að þeir hefðu allt eins búist við
betri frammistöðu íslensku kepp-
endanna, en viðurkenndu að mótið
væri mjög sterkt. „Short er góður,
eiginlega langbestur að mínu áliti,"
sagði Sigurbjöm um frammistöðu
annarra skákmanna á mótinu. Vig-
fús var ekki á sama máli og sagði
að sér fyndist Tal betri og skemmti-
legri skákmaður, þrátt fyrir að hann
hefði ekki náð eins góðum árangri
og Short. Þeir voru hins vegar báð-
ir sammála um að Short ætti ekki
möguleika á að ná heimsmeistara-
titlinum af Kasparov á næstunni.
Þeir sögðust hafa fylgst með heims-
meistaraeinvíginu og báðir hefðu
þeir haldið með Kasparov.
Ekki ástæða
til vonbrigða
„Það er skiljanlegt að menn hafi
orðið fyrir vissum vonbrigðum með
frammistöðu íslensku skákmann-
anna, en það er varla skynsamlegur
grundvöllur fyrir þeim vonbrigðum,
því hér var eingöngu við að eiga
menn, sem eru talsvert sterkari og
reyndari en þeir, þó allir beri þeir
sömu nafnbótina," sagði Baldur
Möller, gamalreyndur landsliðs-
maður í skák.
Hann sagði að í mótinu hefðu
tekið þátt margir sterkustu skák-
menn heims og það væri ekki
raunhæft að ætlast til þess að skák-
menn okkar væru orðnir svo sterkir,
þó uppgangur þeirra hefði verið
mikill. Baldur sagði að skýringar á
gengi íslensku skákmannanna væri
ekki að leita til þess að þeir hefðu
teflt illa, með einni undantekningu,
heldur hefði verið við ofurefli að
etja. Hins vegar hefði Margeir stað-
ið sig verr, en við var búist.
„Honum hefur ekki gengið vel
undanfarið og það má reikna með
því að hann sé ennþá að melta með
sér þann árangur sem hann náði
með stórmeistaratitlinum. Annars
hefur Margeir verið mjög traustur
skákmaður, en þetta er sjálfsagt
hans augnablik til þess að vera í
óstuði. Maður hefur séð það á tafl-
mennskunni, alveg burtséð frá
úrslitunum, að hann er ekki í góðu
formi og það hlýtur að koma fyrir
öðru hvoru. Hinir hafa teflt í sam-
ræmi við sinn styrkleika. Jón L.
hefur tefit af grimmd. Það hefur
sýnt sig að hann er harðvítugur
keppnismaður, þó hann skorti nokk-
uð stöðugleika. Helgi hefur farið
sér hægar en búist var við,“ sagði
Baldur.
Þráinn Guðmundsson, forseti
Skáksambands íslands.
Hann sagði að taflmennskan á
mótinu hefði verið mjög góð. Tal
hefði sýnt það undanfarin ár að
eldurinn væri talsvert farinn að
kulna og því kæmu mörg jafntefli
hans ekki á óvart. Kortsnoi væri
alltaf líkur sjálfum sér og nýstimið
Nigel Short væri að sanna sig virki-
lega í fyrsta skiptið með því að
vinna svona sterkt mót með nokkr-
um yfírburðum. Hann væri vel að
sigrinum kominn.
Bardagafúsir
skákmenn
„Það er alveg einstakt að hafa
getið haldið svona fímasterkt mót
og það verður ekki á næstunni, sem
menn að fá sjá þessa sterku skák-
Vigfús Karlsson og Sigurbjöra Björasson.
menn hér. Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt, enda vom skákmenn-.
imir valdir með tilliti til þess að
þeir væm bardagafúsir. Það sem
veldur hins vegar vonbrigðum er
að okkar menn skuli ekki vera of-
ar. Þeir em að vísu þar sem þeir
eiga að vera samkvæmt skákstigum
og þeir hafa aldrei áður keppt á
svona móti, þar sem það er enginn
veikur punktur," sagði Þráinn Guð-
mundsson, forseti Skáksambands
íslands.
„íslensku skákmennimir hafa
haft mjög gott af að taka þátt í
þessu móti. Þeir em núna í hópi
70 sterkustu skákmanna heimsins.
Nú em tímamót og spuming hvort
þeir geta komist í hóp þeirra 20
bestu. Þetta er fyrsta reynslan sem
þeir hafa af því,“ sagði Þráinn enn-
fremur.
Hann sagði að Short hefði fylli-
lega átt skilið sigur á mótinu, hann
hefði teflt mjög skemmtilega og
unnið sterkustu andstæðingana
auðveldlega. Jóhann hefði verið sá
einn sem sigraði hann, auk þess sem
hann sigraði Kortsnoi og það sýndi
að ailt gæti gerst á góðum degi,
en þeir hefðu bæði verið óheppnir
og ef til vill einnig ragir, enda hefði
verið mikill þrýstingur á þeim að
tefla hérlendis.
„Skákáhuginn er mjög mikill og
svona mót ýta enn frekar undir
hann. Það má búast við því að ein-
hveijir strákar fái áhugann núna
og komi upp þegar fram í sækir.
Aðsóknin hefur verið góð. Það hef-
ur alveg sýnt sig á svona mótum
að við getum treyst þvf að 2-300
manns komi til að sjá hveija um-
ferð. Ég vona að þetta hafí verið
sú skákhátíð sem að var stefnt,"
sagði Þráinn að lokum.
Jón L. tefldi
skemmtilega
„Taflmennskan á mótinu hefur
verið mjög lífleg og skemmtileg.
íslendingamir hafa ekki staðið sig
jafn vel og vonast var til, en þó
hafa Jóhann og Jón L. staðið sig
ágætlega á köflum," sagði Sævar
Nemendur uggandi um
nám á þessari önn
Reynt að standa við námsáætlun og próf
„ÞAÐ ER mikil hræðsla við það
að verkfallið skelli á. Falli
kennsla niður í einhveijar vikur
yrði þessi önn ónýt. Prófin eru
skammt undan og námið næðist
ekki upp aftur á þeim stutta tíma
sem eftir er,“ sagði Hulda Snæ-
dal Arnadóttir formaður nem-
endafélags Fjölbrautaskóla
Suðurlands aðspurð hvaða aug-
um nemendur litu verkfails-
boðun Hins íslenska kennarafé-
lags. Talsmenn nemendafélaga
sem rætt var við í gær töldu að
almennt væru nemendur ugg;
andi um námið á þessari önn. í
flestum framhaldsskólum hafa
verið boðaðir nemendafundir í
þessari viku þar sem rætt verður
um hveraig brugðist verði við
verkfalli.
„Þetta yrði í annað sinn á mínum
skólaferli sem við missum kennar-
ana,“ sagði Ragnheiður Trausta-
dóttir inspector Menntaskólans í
Reykjavík og stúdentsefni. „Það
má lítið út af bregða að allt fari í
vaskinn." Iðunn Bragadóttir form-
aður skólafélags Verkmenntaskól-
ans á Akureyri tók í sama streng.
„Margir eru búnir að gera ráðstaf-
anir vegna náms hér eða erlendis
næsta haust. Útskrifíst þeir ekki
eða verði fyrir töfum gætu allar
slíkar áætlanir kollvarpast."
Óvissa um verkfall í
V erzlunarskólanum
Ellefuhundruð og ellefu kennarar
eru innan vébanda HÍK, þar af um
300 í grunnskóla en aðrir á fram-
haldsskólastigi. Stjórn þess aflaði
sér heimildar til verkfallsboðunar í
atkvæðagreiðslu sem lauk um
síðustu helgi. Reyndust 566 henni
meðmæltir, 311 greiddu atkvæði á
móti en 41 skilaði auðum seðli.
Kennarafélag Verzlunarskóla ís-
lands hefur markað sér sérstöðu
og greiddu kennarar þar ekki at-
kvæði með öðrum félögum í HÍK.
Líta kennarar svo á að félagið falli
ekki undir lög um samningsrétt
opinberra starfsmanna. Kennarar í
Verzlunarskólanum hafa því frest
til 9. mars til þess að boða verkfall
með HIK. Að sögn Árna Hermanns-
sonar, sem situr í stjóm HÍK fyrir
hönd kennara í skólanum mun at-
kvæðagreiðslan líklega fara fram
um næstu helgi.
V A
Reynt að standa við
námsáætlanir og- próf
Þeir skólameistarar sem blaða-
maður ræddi við voru óvissir um
hvort og til hvaða aðgerða verður
gripið bresti verkfallið á. „Maður
er ekki farinn að hugsa svo langt.
Við vonum auðvitað það besta, það
hafa íslendingar gert um langan
aldur," sagði Guðni Guðmundsson
rektur MR.
Guðni sagði að þó væri ljóst að
nemendum yrði gerð grein fyrir því
að námsáætlun stæði þótt kennsla
félli niður. Áfram yrði stefnt að því
að próf úr námsefninu hæfust fyrir
páska. „Það er aldrei að vita nema
að samið verði um lengingu á skóla-
árinu dragist verkfall á langinn,
sem þýddi að kennsla yrði með eðli-
legum hætti þótt dagsetningar
færðust til. Að öðrum kosti von-
umst við til þess að geta hitt
nemenduma einhveija daga fyrir
prófín svo hægt sé að fara yfír ef-
nið sem þeir hafa lesið og svara
spumingum."
Fimmtungur kennara í Iðnskól-
anum í Reykjavík tilheyrir HÍK.
Verkfall gæti engu að síður haft
víðtæk áhrif á kennslu í skólanum
að sögn Ingvars Ásmundssonar
skólastjóra. Hann sagði að starf-
semi skólans yrði haldið áfram eftir
mætti þótt til verkfalls kæmi.
Námsáætlun mun gilda og stefnt
verður að prófum á tilskyldum tíma.
Alls stunda 1350 manns nám við
skólann og gert er ráð fyrir að
250-300 ljúki burtfararprófí í vor.
„Verkfall hefði mjög slæm áhrif á
kennslu á þessari önn. Þegar
kennsla féll niður vegna vinnudeilna
fyrir tveimur ámm gáfust mjög
margir upp á náminu og féllu frá
námi. Það er full ástæða til að
ætla að sama gæti orðið uppi á
teningnum nú,“ sagði Ingvar.
Nemendur huga að
sjálfsnámi
Nemendur í Menntaskólanum á
Akureyri eru byijaðir að huga að
möguleikum á sjálfsnámi í verk-
fallinu. Þóra Björg Magnúsdóttir
formaður skólafélagsins sagði að
boðað hefði verið til fundar á morg-
un þar sem tekin verður afstaða til
þess hvort nemendur skipuleggi
nám í verkfallinu eða styðji kennara
með því að leggja niður vinnu. Eitt
hundrað nemendur ætla að þreyja
stúdentspróf í lok maí og byijun
júnímánaðar og sagðist Þóra Björg
vera ein þeirra. „Við höldum í von-
ina,“ sagði hún. „Þetta er annars
svo nýtilkomið. Nemendur eru rétt
að átta sig á þessu og umræðan
nýbyrjuð."
Námstefna um tölvu-
væðingn í framleiðslu
FÉLAG íslenskra iðnrekenda,
Iðntæknistofnun íslands og end-
urmenntunarnefnd Háskólans
standa sameiginlega að nám-
stefnu um tölvuvædda fram-
leiðslu föstudaginn 6. mars.
Á námstefnunni verður gefíð
yfírlit yfír stöðu tölvuvæðingar í
framleiðslu hér á landi og um fram-
tíðarmöguleika þess að hagnýta.
tölvustýringar i framleiðslu hér.
Einnig munu sérfræðingar frá
Háskóla íslands, Iðntæknistofnun
Islands og frá íslenskum iðnfyrir-
tækjum flytja erindi. Námstefnunni
lýkur síðan með sýningu á sjálfvirku
lagerkerfí hjá Sól hf.
Námstefnustjóri verður Þorgeir
Pálsson dósent Háskóla íslands.
Skráning er á aðalskrifstofu Há-
skólans.