Morgunblaðið - 05.03.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1987
í
Riðlamlr
skipt mi
Símamynd/Reuter
• Djurovski skorar fyrsta mark Rauðu Stjörnunnar í 4:2 sigri gegn
Real Madrid í gœrkvöldi í átta liða undanúrslitum Evrópukeppni meist-
araliða í knattspyrnu.
Einn besti
leikur Rauðu
Stjörnunnar
RIÐLASKIPTINGIN í handknatt-
leikskeppni Ólympíuleikanna
getur skipt geysilega miklu máli
fyrir okkur íslendinga. Dregið
verður í riðlana um miftjan aprfl
og þá skýrist hvort við lendum f
Frá Sigurðl Kr. B)öm*»yni I V-Þý»k*l*ndl.
TONI Schumacher hœttir að leika
með Köln 30. júní, tveimur árum
áður en samningurinn átti aft
renna út. Frá þessu var gengið á
fundi Schumachers með stjórn
félagsins í gœr.
í yfirlýsingu frá félaginu segir
að það væri Schumacher og Köln
fyrir bestu að hann hætti að leika
í kvöld
ÍBK og UMFN leika f úrvals-
deildinni f körfuknattleik f
Keflavfk kl. 20 í kvöld. Á sama
tfma leika Haukar og ÍS f 1.
deild kvenna í Hafnarfirði.
UBK og Fram leika í 1. deild
karla í handknattleik í Digranesi
kl. 20.
erfiðum eða léttum riftli ef hœgt
er að nota þau orð um hand-
knattleikskeppni bestu þjóða
heims.
Reglurnar eru þannig að dregið
er á milli þeirra sem léku til úrslita
með félaginu eftir allt það fjaðrafok
sem bók hans, Flautað til leiks,
hefur valdið. Kunnugt orðalag,
þegar einhver er hreinlega rekinn.
Schumacher, sem verður 33 ára
á morgun, hefur leikið með Köln
undanfarin 15 ár og á 76 lands-
leiki að baki, en framtíð hans sem
landsliðsmanns verður rædd á
fundi hjá vestur-þýska knatt-
spyrnusambandinu á morgun.
Markvörðurinn er einn vinsælasti
leikmaöurinn í Bundesligunni og
hefur tvisvar verið kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins, í seinna
skiptið í fyrra.
Talið er líklegt að Schumacher
fari til Belgíu og leiki þar, en hann
fór og ræddi við Kessler, þjálfara
Antwerpen, fyrir skömmu. Kessler
var rekinn frá Köln í haust sem leið.
á HM í Sviss þannig að Júgóslavar
og Ungverjar geta ekki lent í sama
riðli. Síðan er dregið á milli þjóða
númer þrjú og fjögur þannig að
Austur-Þjóðverjar og Svíar lenda
ekki í sama riðli. Síðan er dregið
milli Spánverja og okkar þannig
að við verðum ekki í riðli með
Spánverjum en það er það eina
sem er öruggt hjá okkur.
Eftir að dregið hefur verið milli
þessara þjóða er dregið milli Sov-
étmanna, sem unnu B-keppnina,
og Tékka, sem urðu í öðru sæti.
Að þessu loknu velja gestgjafarnir,
Suður-Kórea, í hvorum riðlinum
þeir vilja leika og hin Asíuþjóðin
ieikur þá í hinum riðlinum. Þá er
aðeins eitt sæti laust í hvorum riðli
og verður dregið milli liðs frá Afríku
, sem líklega verður Alsír eða Tún-
is, og liðs frá Ameríku, en líklegt
er að Bandaríkjamenn skipi það
sæti.
Af framansögöu er Ijóst að við
gætum lent í riðli með Júgóslövum,
Austur-Þjóðverjum, Sovétmönn-
um og Kóreu, sem yrði ansi hreint
strembinn riðill svo ekki sé meira
sagt. Á hinn bóginn getum við líka
lent með Ungverjum, Svíum, Tékk-
um og hinni Asíuþjóðinni í riðli og
virkar sú skipting mun þægilegri
við fyrstu sýn að minnsta kosti.
RAUÐA Stjarnan frá Belgrad f
Júgóslavíu lék einn sinn besta
leik f gærkvöldi, þegar liðið vann
Real Madrid 4:2 f Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu.
Leikurinn fór fram í 12 stiga
frosti, en engu að síður voru 95
þúsund áhorfendur viðstaddir.
Heimamenn höfðu mikla yfirburði
í fyrri hálfleik og komust í 3:0, en
Real náði að minnka muninn í
seinni hálfleik.
Bosko Djurovski skoraði fyrsta
markið á 7. mínútu, en á næstu
mínútu misnotaði Hugo Sanchez
vítaspyrnu fyrir Real. Það gerði
hann hins vegar ekki skömmu fyrir
leikslok, þegar hann skoraði
síðasta mark leiksins, en Sanchez
skoraði bæði mörk Real.
Juanito kom inná sem varamað-
ur hjá Real, þegar hálftími var til
leiksloka og varð þá leikur liðsins
allt annar og betri, en Butragueno
lék ekki með Spánverjunum vegna
meiðsla.
Toni Schumacher
hættir með Köln
Sfmamynd/Reuter
• Michael Rummenigge kom Bayern á bragðið og skoraði fyrsta
markið f 5:0 sigri gegn Anderlecht.
Martröð hjá
Anderlecnt
Frá Jóhanni Inga Gunnarasyni í Vestur-Þýskalandi.
BAYERN Miinchen sýndi stórleik
f gærkvöldi og ef Anderlecht er
topplið f Evrópu er Bayern vafa-
laust það besta. Úrslitin urðu 5:0
f fyrri leik liðanna f Evrópukeppni
meistaraliða og er nánast forms-
atriði fyrir Bayern að leika seinni
leikinn í Belgíu.
í hálfleik stóð 2:0, sem var alltof
lítið miðað við gang leiksins. í lið
Anderlecht vantaði Stephane De-
mol Adri Van Tiggelen í vörnina
og auk þess var Enzo Scifo í
banni. Þá varð varnarmaðurinn
Guido Swinnen að fara meiddur
af velli í fyrri hálfleik. Bayern lék
án Lothar Matthaeus og Klaus
Augenthaler, en það kom ekki að
sök. leikmennirnir fóru á kostum
og það voru Rummenigge og Pflu-
gler, sem skoruðu fyrir hlé.
England:
John Barnes á sölulista
Kjetel Osvald loks til Forest
Frá Bob H»nn»s«y á Englandi.
JOHN Barnes hjá Watford var
settur á sölulista í gær. Watford
bauð honum besta samning, sem
félagið hefur boðið nokkrum leik-
manni, en Barnes hafði ekki
áhuga.
Barnes er 23 ára, fæddur á
Jamaica, byrjaði að leika meö
Watford 17 ára og hefur leikið 27
landsleiki fyrir England. „Hann vill
leika á Ítalíu,” sagði Graham Tayl-
or, framkvæmdastjóri Watford, í
gær, en Fiorentina og Napoli hafa
sýnt áhuga á Barnes.
Fari Barnes til erlends liðs verö-
ur söluverðið 400 þúsund pund,
en enskt lið verður að greiða um
750 þúsund pund fyrir hann. Li-
verpool, Tottenham og Manchest-
er United eru líkleg til að bjóða í
kappann.
Brian Clough, framkvæmda-
stjóri Nottingham, er þekktur fyrir
annað en gefast upp. Um jólin
reyndi hann að kaupa norska
landsliðsmanninn Kjetel Osvald frá
Lillestram, en miðvallai leikmaður-
inn fékk ekki atvinnuleyfi í Eng-
landi. Nú eru þau mál komin á
hreint og Clough greiddi 100 þús-
und pund fyrir leikmanninn. Hjá
Forest eru tveir Hollendingar,
markvörðurinn Segers og Johny
Metgod á miðjunni, en aðeins tveir
útlendingar mega leika með
enskum liðum hverju sinni.
Billy Bremner, framkvæmda-
stjóri Leeds, ákvað að styrkja
vörnina og borgaði Oxford 15 þús-
und pund fyrir Bobby McDonald,
sem verður 32 ára í næsta mánuði.
Mo Johnston hafnáði tveggja
ára samningi upp á 200 þúsund
pund, sem honum bauöst hjá
Celtic. Hann er því á sölulista, en
heldur áfram að leika með Celtic,
þar til tilboð berst, en Celtic vill
fá 800 þúsund pund fyrir hann.
Anderlecht komst inn í leikinn í
byrjun seinni hálfleiks og Nihilis
misnotaði þrjú góð marktækifæri.
En Bayern ætlaði greinilega ekki
að láta söguna frá því í fyrra endur-
taka sig, „gamli" Höness skoraði
tvívegis og Wohlfarth innsiglaði
stórsigur á síðustu mínútu.
Lið Bayern lék allt vel, en hjá
Anderlecht voru Nihilis og Arnór
Guðjohnsen skástir. Áhorfendur
voru aðeins 16 þúsund enda tíu
stiga frost og auk þess voru tón-
leikar með Tinu Turner í Höllinni
við hliðina á leikvanginum og þar
voru 11 þúsund áhorfendur í hitan-
um.
Múrinn brást
aðeins einu sinni
Frá Bemharði Valasyni I Frakklandi.
BORDEAUX vann í gærkvöldi lið
Torpedo frá Moskvu með einu
marki gegn einu í fyrri leik liðanna
í Evrópukeppni bikarhafa og
skoraði Fargeon sigurmarkið á
65. mínútu.
Leikmenn Bordeaux réði algjör-
lega gangi leiksins en Sovétmenn
mynduðu mikinn og traustan varn-
armúr um 30 metra fyrir framan
mark sitt og gekk heimamönnum
erfiölega að komast að markinu
af þeim sökum.
Það voru helst Jose-Toure og
júgoslavneski leikmaðurinn í liði
Bordeaux, Vujovic, sem það gerðu
en þá sá hinn 18 ára gamli og stór-
efnilegi markvörður Sovétmann
við þeim.
Þess má geta að leikmenn
Bordeaux dvöldu síðustu tvær vik-
ur vetrarfrís síns á Bretlandseyjum
og léku þar nokkra leiki. Tilgangur-
inn var meðal annars sá að læra
hvernig á að vinna Evrópukeppni
en þeir töldu sig helst geta lært
þaö í Bretlandi enda hafa liö þaðan
staðið sig vel í slíkum keppnum.
Arsenal í úrslit
Frá Bob Honnossy á Englandi.
ARSENAL vann Tottenham 2:1 í
gærkvöldi í undanúrslitum deild-
arbikarkeppninnar f Englandi og
leikur gegn Liverpool í úrslitum
5. apríl.
Þetta var þriðja viðureign lið-
anna. Spurs vann 1:0 í fyrsta
leiknum, en Arsenal vann síðan
2:1 og þar sem staðan var jöfn
þurfti aukaleik. Clive Allen skoraði
fyrir Spurs á 63. mínútu en lan
Állinson, sem kom inná sem vara-
maður fyrir Charlie Nicholas,
jafnaði á 82. mínútu og þegar kom-
ið var fram yfir venjulegan leiktíma
skoraði Rocastle sigurmarkið.
Aston Villa og Wimbledon gerðu
markalaust jafntefli í 1. deild og
sömuleiöis Derby og Portsmouthí
2. deild.