Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 14.04.1987, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 65 Sj álfstæðisdraumar eftir Gunnar A.H. Jensen Nú þegar kosningar til hins háa Alþingis standa fyrir dyrum sækja ýmsar áleitnar spurningar að íslensku þjóðinni, s.s. um stöðu hennar innávið og útávið, hvert beri að stefna og þá hvernig? Stórir draumar hafa verið smíðaðir svona til að krydda drunga skammdegisins og auk þess er þeim ætlað að marka braut ferðalagsins inn í hina glæstu framtíð. „Blómabúð Élönduóss“ Ný blóma- o g gjafa- vöruverslun Blönduósi. BLÓMA*- og gjafavöruverslunin „Blómabúð Blönduóss" var opn- uð á Blönduósi föstudaginn 10. apríl. Eigendur verslunarinnar eru Ásta Kjartansdóttir og Olga Óla Bjarnadóttir. Þær stöllur Ásta og Olga sögðu í samtali við Morgunblaðið að á boðstólum væru bæði pottablóm og afskorin blóm svo og blómaskreyt- ingar. Jafnframt fæst í versluninni gjafavara af ýmsu tagi. Með þessu framtaki hefur verið flutt heim í hérað gerð kransa og brúðarvanda svo eitthvað sé nefnt, en Olga Óla Bjamadóttir hefur reynslu og menntun í gerð blómaskreytinga. Blómabúð Blönduóss er til húsa á Holtabraut 14, þar sem áður var tískuverslunin Búðin. .. _. — Jon Sig. Stórir draumar eru öllum hollir því án þeirra lendum við á blind- götu og án þeirra erum við ekki menn. En hveijir eru þá þessir draumar og hveijir skulu hafa forgang og hvað kunna þeir að kosta? Aðrar þjóðir dreymir einnig og hefur lengi dreymt stóra drauma. Bandaríkjamenn hefur löngum dreymt stóra drauma sem þó hafa breyst í gegnum tíðina eða þeir hafa skipt um sæti í forgangsröð- inni. Þannig minnast menn til dæmis geimferðaáætlunarinnar sem öll heimsbyggðin fylgdist með Morgunblaðið/Jón Sig. Eigendur Blómabúðar Blönduóss í versluninni, Olga Óla Bjarna- dóttir og Ásta Kjartansdóttir. af eftirvæntingu. En um stund virð- ist sem almenningur þar í landi hafi fengið leið á þeim draumi þann- ig að hann rykfellur nú uppi á hillu. Þannig örlög hafa fleiri draumar fengið. En einn er sá draumur sem hvað langlífastur hefur orðið þar á bæ nefnilega stórveldisdraumurinn. Er hann orðinn svo samgróinn þjóðarsálinni að núorðið kemst eng- inn í forsetastólinn öðruvísi en að vísa til hans í ávörpum til þjóðarinn- ar með orðum eins og Super Power og Gods Country þó án þess að nota ákveðna greininn The fyrir framan, svona rétt til að undirstrika fyrir heimsbyggðinni þá hógværð sem ríkir þar á bæ. Það er svo sem ekkert að draum- um í þessum dúr, heldur skiptir framkvæmdin mestu. Hún getur gerst á tvo vegu. Annaðhvort með því að ávinna sér virðingu og að- dáun áhorfandans með hugkvæmni og dugnaði eða ef það skortir, þá með beinni eða óbeinni valdbeit- ingu. Sagan segir okkur hvor leiðin er lífsseigari og vænlegri til árang- urs. Ymsir þegnar Bandaríkjanna eru nú farnir að kvarta undan aukinni áherslu á seinni aðferðinni, m.a. kvarta vísindamenn undan afskipt- um og hömlum stjórnvalda á samskiptum við erlenda vísinda- menn, hverrar þjóðar sem þeir nefnast, en slíkt er vísindum háska- legt. Raunar bendir einn bandarískur rithöfundur og sagnfræðingur í bók sinni á að þessi þróun hafi hafist í Kreppunni miklu þegar stefna stjórnvalda var mótuð í þá átt að endurreisn bandarísks efnahagslífs skyldi byggjast á stjómun á al- þjóðlegum hráefna- og afurðamörk- uðum. Gunnar A.H. Jensen „Eigum við íslendingar endalaust á láta ein- hverja liugsanavillu utanríkisráðherra „gamla Sjálfstæðis- flokksins“ móta utan- ríkisstefnu okkar?“ Allir þekkja gífurlegan fjárlaga- halla ríkisstjórnar Reagans í þeim tilgangi einum að gera vopnafram- leiðslu og þróun vopna að aðalvaxt- arbroddi atvinnulífsins. En það er mál manna að slík hagfræði muni að lokum, þegar ævintýrinu lýkur, annaðhvort leiða til styijaldar eða kreppu, allt eftir því hvað menn kjósa sér. En einnig er hugsanlegt að Reag- an takist að fá aðrar þjóðir heims til að taka á sig kostnaðinn, þannig að bandarískt hagkerfi þurfi ekki að upplifa og þjást vegna draums forsetans sem óneitanlega virðist hafa snúist upp í martröð. Er þetta ekki hin raunverulega ástæða fyrir því að sendimenn forsetans um all- an heim, m.a. á íslandi, beita öllum brögðum til að þagga niður andúð á vígvæðingu og hefja upp til skýj- anna „The American Way of liv- ing“. Þetta hefur síðan leitt til þess að pólitík margi-a ríkja snýst að einhveiju leyti um Stórveldis- draum Ameríkumanna. Dyggustu talsmenn ameríska stórveldisdraumsins hér á landi hafa í gegnum tíðina verið utanrík- isráðherrar gamla Sjálfstæðis- flokksins sem vegna grundvallar hugsanavillu hafa talið að það að vera „dyggur hægrimaður og fylgjandi „frelsi“ feli sjálfkrafa í sér leit að fordæmum í amerísku þjóðlífi við mótun skoð- ana og framkvæmda í þjóðlífi þar sem æðsti maður þjóðarinnar notar „víða eða þrönga" túlkun á samningum, allt eftir þörfum, ber síðan fyrir sig minnisleysi þegar hann sætir gagnrýni á meðan þjóð- in seður líkamlegt hungur sitt á hamborgurum og andlegt á sefjandi ræðum Jerry Falwells um Guð og andskotann í sjónvarpi. Var ekki „hægri“ stefnan fundin upp í Evrópu? En hvernig snýr allt þetta að íslensku þjóðinni og komandi kosn- ingum? Jú, ég vil spyija, eigum við Is- lendingar endalaust á láta einhveija hugsanavillu utanríkisráðherra „gamla Sjálfstæðisflokksins" móta utanríkisstefnu okkar? Og svona í framhaldi af leið- togafundinum, eigum við að láta misvitra hagsmunapotara erlends stórveldisdraums misnota óflekk- aða- ímynd okkar út á við og fordæmisgildi okkar, végna þess að þeir eru búnir að spilla fyrir eigin ímynd með yfirgangi og umburðar- leysi? Eigum við okkur ekki okkar eig- in íslensku drauma? Höfundurernemi viðskiptafræði I Háskóla íslands. FJÖLVENTLAVEUN NVKWSL TOYOTA FIÖLVENTLA VÉLAR Tveir knastásar, íjórir ventlar og „kross-flæði".. Ný hönnun - tannhjóladrifnir knastásar ... Rismyndað brunahólf og kerti í miðju ... Tvívirk titringsdempun á trissu ... Camry og fjölventlavélin Enn kwnir Tovota tækninýjung á sviði fólksbíla, íjölventlavélina, sem er tvímælalaust upphafið að nýrri kynslóð bílvéla. Þessi vél hefur 4 ventla við hvem stnokk, eða alls 16, og jtölvustýringu á vél og bensíninnspýtingu. Þessi búnaður evkur cifl vélaiinnar, nýtli' eldsnevtið betur og minnkar eyðsluna. Aðrir kostír Fjölventlavélin hefur einnig svonefnt „brevtilegt sogkerfi". í tveggja hólfa soggrein er annað hólfið lokað við lágan snúning vélarinnar. Við aukinn snúning evkst lofttæmi í soggreininni, sérstakur búnaður opnar hitt hólfið og evkur þai' með flæði blöndunnar til brunahólfa. Árangurinn er ótvíræðun @ Hraðari og betri bruni ® Meira nýtanlegt afl # Auldn sparneytni • Snarpara viðbragð Þessi léttbyggða og kraftmikla vél er einmitt í hinum nýja og glæsilega Toyota Camry, fjölskyldu- bílnum sem nú hefúr öðlast aksturseiginleika sportbíls. Sem sagt: Háþróuð tækni... og bíll sem hæfir henni. Hvort sem ekið er hægt eða sprett úr spori, verður cíníegjan af Toyota Camry óblandin. TOYOTA Fjölventíavélin - bflvél framtíðarinnar TOYOTA 8 E
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.