Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 91

Morgunblaðið - 14.04.1987, Side 91
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1987 91 íslenskur tónlistardag- ur á Bylgjunni 24. apríl ÍSLENSKUR tónlistardagnr verður á Bylgjunni föstudaginn 24. apríl næstkomandi, og þá verður eingöngu leikin íslensk tónlist. Ákvörðun um íslenskan tónlistardag var tekin í fram- haldi af umræðum er spunnust um hlut íslenskrar dægurtón- listar í útvarpsstöðvunum sl. laugardag á fundi er hljóm- plötuútgefendur efndu til. útgáfan og hljómplötusalan fyrir síðustu jól. Við lítum á íslenska tónlist sem gott dagskrárefni og viljum með þessu sýna i verki að við metum það sem íslenskir tón- listarmenn hafa fram að færa Við eigum nokkuð blómlega hijóm- plötuútgáfu hér á þessum afar litla markaði sem þarf að standa við bakið á. Útvarpsstöðvunum er akkur í að íslenskar hljómplötu- útgáfur fái notið sín því þær búa stöðvunum í hendur gott efni,“ sagði Einar. Útrás í sumarfrí 1. maí Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Rúnar Júlíusson tónlistarmaður hefði vakið máls á þessu skömmu fyrir kaffihlé fund- arins og hefði Pétur Steinn Guðmundsson síðan stungið upp á 24. apríl þar sem Bylgjan og Tónabær stæðu þá fyrir Músíktil- raunum 1987 í Tónabæ sem er hljómsveitakeppni unglingasveita og eru úrslit keppninnar einmitt þennan dag. „íslensk popptónlist er að sækja mjög í sig veðrið. Það sýnir bæði STARFSEMI Útrásar, útvarps- stöðvar framhaldsskólanema, leggst niður yfir sumartímann vegna sumarleyfa skólafólks. Útsendingum verður hætt frá og með 1. maí og hefjast þær aftur í september, í byrjun næsta skólaárs. Stefán Baxter, einn af starfs- mönnum útvarpsstöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði aldrei staðið til að útvarpa yfir sumartímann á veg- um Útrásar. Hinsvegar kæmi til greina að leigja stöðina aðilum, sem áhuga hefðu á útvarpsrekstri yfir sumartímann og þá hugsan- lega myndu þeir reka stöðina á auglýsingatekjum. Þeir þyrftu þá að greiða hærri stefgjöld, en Útrás nú gerir. Utrás er rekin af átta fram- haldsskólum og var 600.000 króna hlutafé lagt í starfsemina í byrjun. Þá veitti Guðmundur Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, 300.000 króna framlag frá skólanum til tækjakaupa og mun skólipn síðar fá aðgang að hljóðveri Útrásar til fjölmiðlunar- kennslu. Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í kvöld MARTEINN H. Friðriksson dómorganisti mun leika verk J.S. Baehs á orgel kirkjunnar í kvöld, 14. apríl, kl. 20.30. Þessir tónleikar eru hluti af flutningi allra verka J.S. Bachs sem íslenskir orgelleikarar hófu á afmælisári meistarans 1985. Á efnisskrá tónleikanna verða Prelúdía og fúga í f-moll, Prelúdía og fúga í e-moll, Partíta í f-moll, Tríó í c-moll og 6 sálmaforleikir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Pú færð ódýrustu páskaeggin í SS'búðunum. Hjá okkur í SS-búðunum eru öll nýju og Ijúffengu páskaeggin á verksmiðjuverði. Vertu því fljót(ur) til og komdu pyngjunni þinni þægilega á óvart fyrir þessa páska. Keyptu páskaegg í næstu SS-búð. Þar sem ódýru páskaeggin 1 fást. |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.